Sápuópera með 10.000 (tíu þúsund) þætti

Eins og oft áður var ég að þvælast eitthvað um netið og rakst þá á þá staðreynd að í dag (föstudag) hefði verið sýndur 10.000, þátturinn af Bresku sjónvarpsseríunn, eða "sápuóperunni" "Coronation Street".

Þó að mig reki minni til að hafa eitthvað heyrt um þessa "seríu" hef ég aldrei séð einn einasta þátt.

En fyrsti þátturinn var sýndur fyrir 60 árum síðan, 1960.

Það hlýtur að vera ákveðið afrek að hafa haldið þessu gangandi í öll þessi ár.

En það besta sem ég sá var stutt umsögn sem einhver hafði sett inn, eitthvað á þá leið að fyrstu 30. árin hefðu verið góð, en síðan hefði þetta verið allt niður á við.

En þetta gæti auðvitað verið "últimate" hámhorf. lol

 


Tapa Kommunist

Börnin mín hafa lengi hrifist af Tapa og Viljandi. Það ásamt "mannasúpunni" hafa lengi verið aðhlátursefni þeirra á milli.

Ekki má heldur gleyma littla þorpinu "Ape", sem er í Lettlandi, rétt við landamæri þess og Eistlands.

En Tapa hefur verið í byggð í óratíma, en þó að enginn viti 100% hvernig nafnið er til komið en fyrst var þar "herragarður" með svipuðu nafni.

En bærinn á seinni tíma tilveru sína að þakka járnbrautarlest sem lögð var í gegnum bæinn og svo einnig flugvelli/herflugvelli.

En goðsögnin um "Tapa Kommunist" í líka góðan stað í hjörtum margra Eistlendinga.

En Tapa er ein beygingarmynd Eistnesku sagnarinna að drepa. Goðsögnin segir að stuttu eftir hernám Sovétríkjanna á Eistlandi hafi deild Kommúnistaflokksins í Tapa gefið út blaðið "Tapa Kommunist", sem getur á Eistnesku hvoru tveggja þýtt, "Tapa kommúnistinn" eða "Drepum kommúnistann".

Tartu KommunistÞví miður er ekkert sem bendir til þess að goðsögnin sé sönn, en góð er hún eigi að síður. En t.d. var til blað sem hét "Tartu Kommunist".

Eldvatnið í Tapa (Tapa põlev vesi) er einnig vel þekkt í Eistlandi.

Þá nafngift má rekja til þeirrar staðreyndar að eftir Sovétmenn höfðu verið með MIG23 flugsveitir sínar um árabil á flugvellinum við Tapa, hafði lekið svo mikið eldsneyti niður í jarðveginn, að oft mátti kveikja í vatninu sem kom úr krananum hjá þorpsbúum.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Taparar unnu Viljandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verð á kvóta er aðeins einn hluti af kostnaði við útgerð. Skýrsla þyrfti að vera um allan kostnað.

Að bera saman verð á fiskveiðikvótum á milli landa segir frá einum afmörkuðum þætti kostnaðar við útgerð. 

Það þarf að vita alla þætti til að hægt sé að gera vitiborinn samanburð.

Útgerð getur t.d. hæglega ákveðið að kaupa kvóta hærra verði, ef  annar kostnaður, t.d. laun, skattar á hagnað, hafnargjöld o.s.frv. er lægra.

Þá er hægt að kaupa kvótann dýrara verði en samt skila hagnaði.

Þannig má t.d. ímynda sér að erlent fiskveiðifyrirtæki hefði efni á því að greiða hærri veiðigjöld til Íslenska ríkisins, en innlend fyrirtæki gera. 

Það er að segja ef það væri gert út frá ríki þar sem t.d. laun sjómanna væru lægri, tekjuskattar fyrirtækja væri lægri o.s.frv.

Ef svo fyrirtækið nyti umtalsverðra ríkisstyrkja, eins og sjávarútvegur gerir víða um lönd, gæti ef til vill borgað enn hærra kvótaverð en samt komið út í hagnaði.

En það þarf ekki að reikna lengi til þess að sjá að það kæmi ekki betur út fyrir Íslendinga í heild.

Þess vegna er það markleysa að bera saman kvótaverð eitt og sér.

En vissulega gæti verið fróðlegt að sjá samanburð á sjávarútvegi á Íslandi í mismunandi löndum, ekki bara Namibíu.

Hvernig er skattgreiðslum háttað, hverjar eru tekjur sjómanna, eru reksturinn styrktur af hinum opinbera, o.s.frv.

Svo má aftur velta fyrir sér hvort að ekki eigi að vera einhver takmörk fyrir því að þingmenn geti "pantað" þetta og hitt á kostnað Alþingis.

Er ekki alltaf verið að auka það fé sem flokkarnir fá til þess að nota í "sérfræðiaðstoð" og aðstoðarmenn.

Er það ekki m.a. ætlað til upplýsingaöflunar?

 

 

 


mbl.is „Einhverskonar pólitískur loddaraskapur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Mannréttindadómstóllinn ekkert heyrt um Íslensku vanhæfireglurnar?

Ekki veit ég hvernig niðurstaðan í þessu máli verður, það er eins og jólagjafirnar, vandi um slíkt að spá.

En ég velti því fyrir mér hvort að Mannréttindadómstóllinn hafi ekkert heyrt af Íslensku "vanhæfisreglunum"?

Nú hef ég séð það í fjölmiðlum að Róbert Spanó dómari í málinu og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaðurinn sem kemur umræddu máli fyrir dóminn, séu æskuvinir.

Nú get ég ekkert fullyrt um sannleiksgildi þess, enda hvorki vinur né kunningi þeirra sem um er rætt.

En sé þetta nú satt, hvernig stendur á því að Íslenskir stjórnmálamenn og almenningur eru ekki brjálaðir og krefjast þess að dómarinn stígi til hliðar?

Er ekki um augljóst "vanhæfismál" að ræða?

Eða eru svona tengsl bara "allt í lagi" svo lengi sem hvorugir minnist á að hann hafi hringt í hinn?

Er ekki þörf á að rannsaka þetta frekar?

P.S.  Íslenskir fjölmiðlar ættu auðvitað að rannsaka þetta frekar. Síðan væri auðvitað tilvalið að bera þetta undir Helgu Völu Helgadóttur, sem er eftir því sem ég kemst næst stödd út í Strassbourg, og svo Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sem er einmitt (einn af tveimur af ég man rétt) fulltrúi Íslendinga á Evrópu(ráðs)þinginu.

P.S.S. Auðvitað á Evrópuráðsþingið frekar að vera kalla "Evrópuþingið" en þing "Sambandsins", sem hefur ekki nema u.þ.b. helming Evrópuríkja sem aðildarlönd. Sömuleiðis á Mannréttindadómstóll Evrópu mun meira tilkall til þess að vera kallaður "Evrópudómstóllinn", en einhver "smá" dómstóll sem aðeins dæmir í málum sem varða aðildarríki "Sambandsins",


mbl.is Á ekki von á viðsnúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Kafka bara við höfnina eða er hann um allt land?

Grein sem birtist á vef Vísis og ber titilinn "Kafka við Sæbrautina - eða endurminning um Hörpu", hefur vakið mikla athygli.

Í greininni rekur fyrrverandi forstjóri Hörpu (þó að hann titli sig reyndar sem húsvörð í greininni), raunir sínar og lýsir baráttu við kerfið, eða eigendur hússins, Reykjavíkurborg og ríkið.

"Rangt staðsett" skilti kemur all nokkuð við sögu og svo ákvarðanir varðandi fasteignagjöld.

Lýsingarnar á baráttunni við "Kerfið" (með stórum staf) eru oft á tíðum grátbroslegar.

Ég skora á alla að lesa greinina.

En heldur einhver að Harpa sé eina fyrirtækið sem hafi svipaða sögu að segja?

Að ekkert annað fyrirtæki hafi "gengið frá Pontíusi til Pílatusar" og "lent í" kerfinu.

Að af engu öðru húsnæði þurfi greiði gríðarlega há fasteignagjöld?

Var ekki einmitt í fréttunum fyrir fáum dögum að helmingur leigutekna af húsnæðinu þar sem Bíó Paradís er til húsa fari í að greiða fasteignaskatt til Reykjavíkurborgar?

Fasteignaskattar fara ekki eftir tekjum, heldur fasteignamati.

Er ekki Harpa á einhverri dýrustu lóð sem hægt er að finna á Íslandi?  Er ekki Harpa eitt dýrasta (ef ekki dýrasta) hús (á fermetra) sem hefur verið byggt á Íslandi?

Er þá ekki eðlilegt að fasteignaskattarnir séu gríðarlega háir?

Á ríkisfyrirtæki að fá einhvern afslátt af því að tekjurnar af starfseminni eru ekki í takt við verðmæti fasteignarinnar?

Myndi eitthvert einkafyrirtæki fá það?

P.S. Svo má auðvitað með hliðsjón af þessu velta fyrir sér hvers vegna ríkisfyrirtæki eins og Landsbankinn vill endilega byggja risahús þarna við hliðina.

 

 

 

 


Er alltaf best að skriffinnar ráði ferðinni í tækniframþróun?

Árátta Evrópusambandsins að "staðla" allt til "hagsbóta" fyrir neytendur er velþekkt.  Persónunlega er ég þó þeirrar skoðunar að athygli þeirra hafi oft á tíðum farið á ranga staði og "staðlarnir" hafi náð yfirhöndinni þar sem það er ekki nauðsynlegt, en ef til vil síður þar sem þörf væri á, það er ef til vill önnur saga.

En deilur á milli Apple og "Sambandsins" hafa verið nokkuð til umfjöllunar upp á síðkastið.

Það verður ekki á móti því mælt að það er ákveðin hagræðing sem fellst í í því að aðeins megi nota eitt tengi til þess að hlaða farsíma og ákveðin tæki.

Eins og "Marteinn Mosdal" hefði komist að orði:  Eitt ríkistengi, fyrir alla, ekkert markaðskjaftæði.

Og það mun sjálfsagt spara neytendum örlítið fé, samkeppni í sölu á snúrum mun aukast og svo kallaðir "3ju aðilar" eiga greiðari leið að markaðnum. Þeir sem lítið þekkja til tækninnar munu síður eiga á hættu að kaupa ranga snúru.

En hvað ef svo er fundin upp mikið betri tenging?

Þá þarf auðvitað að bíða eftir því að "Marteinar" Evrópusambandsins samþykki þá tengingu og geri hana að "hinni einu réttu tengingu".

En ef svo er fundin upp enn betri tenging?  Hvað gere "Mosdalir" Evrópusambandsins þá?

Þannig er auðvelt að sjá að rök Apple um að slíkar samþykktir hefti framþróun eigi við rök að styðjast.

Ætli það sé algengt að kaupendur Apple síma og "padda" geri sér ekki grein fyrir því að "tengin" á þeim eru öðruvísi?

Það er ef til vill ekki tilviljun að flest öll stærri tæknifyrirtæki samtímans eru ekki staðsett í "Sambandinu".

 


Frábært skref hjá Póstinum, auðvitað á raunkostnaður að gilda.

Það má alveg hafa samúð með héraðsfréttablöðum og erfiðum rekstri þeirra. En ég er hjartanlega sammála þessu skrefi Íslandspóst.

Það getur ekki átt að vera hlutverk ríkisfyrirtækja eða hlutafélaga í opinberri eigu að styðja við þennan eða hinn reksturinn með því að láta hann greiða minna fyrir þjónustu en efni standa til.

Ef það er gert hlýtur það að bitna á öðrum notendum þjónustunar, sem þurfa þá að niðurgreiða þá þjónustu með hærri gjöldum.  Í þessu tilfelli póstsendingar héraðsfréttablaða.

Ef hið opinbera vill styrkja útgáfu héraðsblaðanna, fer best á að það sé gert með beinum styrkjum, þannig að það sé gegnsætt og uppi á borðum

Ekki í gegnum annan rekstur.

Áfram Pósturinn.

P.S. Heyrði einhversstaðar á "skotspónunum" að réttast væri að gera nýjan forstjóra Póstsins að "farandforstjóra" sem færi og tæki til hjá ríkisfyrirtækjum. 

Ég hef heyrt verri hugmynd.


mbl.is Eini kostur Póstsins að hækka verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverskir "Stakhanovar" bretta upp ermarnar. En það er ástæða til að óttast að upplýsingar sé ekki sem skyldi

Það er ekki annað hægt en að dást að þessari uppbyggingu í Kína.  Sannarlega "Stakhanovísk" vinnubrögð og sýnir vel hvað Kínverjar taka málið alvarlega, eftir umdeilanleg viðbrögð í upphafi.

En viðbrögð Kínverskra yfirvalda voru hæg í upphafi og viðeigandi ráðstafanir drógust á langinn.

En þegar ég lít á kortið sem John Hopkins sjúkrahúsið heldur úti, er það eitt sem vekur athygli mína öðru fremur.

Vírusinn virðist breiðast nokkuð hratt og sjúkdómstilfelli hafa fundist víða, nema að enn sem komið er hefur ekkert tilfelli verið tilkynnt í Afríku eða S-Ameríku.

Samt er vitað að í það minnsta kosti 1. milljón (líklega fleiri) Kínverja eru að störfum í Afríkuríkjum og talað um í það minnsta 200.000 Afríkubúa við nám eða störf í Kína.

Kína er nú talið stærsti einstaki viðskiptaaðili við Afríku.

En þar er ekkert tilfelli vírusins kominn fram.

Er það merkileg tilviljun að útbreiðslan er með þessum hætti eða er líklegra að heilbrigðiskerfin séu ekki með þeim hætti að veiran komi á "radar" þeirra?

Skyldi búnaður til að greina veiruna vera til víða í Afríku?  Það er rétt að hafa í huga að það eru einungis fáir dagar síðan Íslendingar urðu þess megnugir.

 


mbl.is Tókst að byggja sjúkrahús á 8 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ræða" kvöldsins á Bafta verðlaununum

Aldrei nenni ég að horfa á verðlaunahátíðir eða annað því um líkt.  Það kveikir einfaldlega ekki áhugann.  En ég hef alltaf gaman af því að sjá skemmtileg brot frá slíkum atburðum, hér er frábær ræða frá Rebel Wilson á Bafta hátíðinni.


mbl.is Hildur vann BAFTA-verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr útvarpsstjóri og samsæriskenningar

Þegar ég hef lítið að gera um helgar eða of latur til að gera það sem ég þarf að gera hlusta ég oft á Íslenskt útvarp.

Oftast nær eitthvað frá liðinni viku, en líka Sprengisand og stundum Silfrið (sjónvarpsþáttur ég veit, en ég hlusta yfirleitt á hann en horfi ekki).

Einn af mínum uppáhaldsþáttum er Harmageddon, það er að segja þegar þeir félagar eru nógu duglegir við að setja inn "klippur" og ég þarf ekki að hlusta á leiðinlegu tónlistina :-)

Þar heyrði ég verulega áhugaverða samsæriskenningu um ráðningu nýs útvarpsstjóra, sem virðist vara áralangt "plott" Sjálfstæðisflokksins.

Það virðist sem svo að Stefán Eiríksson, sem ráðinn var sviðstjóri Velferðarsviðs hjá Reykjavíkurborgar árið 2014, (áður hafði hann verið lögreglustjóri í Reykjavík eins og flestir líklega vita) af þáverandi meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.

Ekki kunni borgarstjórnarmeirihlutinn verr við störf hans (þó að ef marka má samsæriskenningunar hljóti honum að hafa verið plantað þar af Sjálfstæðisflokknum) en það að á þessu kjörtímabili, þegar borgarstjórnarmeirihlutinn er skipaður af Samfylkingu, Viðreisn, Vinstri grænum og Pírötum, en að hann var gerður að Borgarritara og staðgengils Borgarstjóra (þá hlýtur að hafa verið slegið upp veislu í Valhöll).

Síðan springur "plottið" út og Borgarritari og staðgengill Dags B. Eggertssonar er ráðinn útvarpsstjóri og Dagur gefur honum sín bestu meðmæli (annar góður dagur í Valhöll, eða hvað).

Og ein stærsta sönnunin fyrir öllu þessu er auðvitað að afi verðandi útvarpsstjóra var umboðsmaður Morgunblaðsins á Akureyri um árabil á síðustu öld.

Fullyrt er að hann hafi verið kallaður Stebbi "Mogga". Ég man reyndar ekki eftir þessu viðurnefni (en get ekki fullyrt að svo hafi ekki verið) á Stefáni, þegar ég var að alast upp á Akureyri, en það loddi við annan einstakling (sem ég held að hafi gegnt starfinu á undan Stefáni).

En ég verð að segja að ég tek hattinn ofan fyrir Sjálfstæðisflokknum því að hann er augljóslega öflugri og betri í "plottunum" en ég hafði gert mér grein fyrir hve "langt tafl" hann er fær um.

En ef til vill er einfaldlega tími "álhattanna" að renna upp á Íslandi.

En ég hvet alla til að hlusta á viðtalið, það er alltaf gott að brosa í skammdeginu.

 


Varúð: Fimmeyringur

Það hefur auðvitað alltaf verið varasamt að keyra Á móti sól, sérstaklega þegar hún er lágt á lofti í janúar og febrúar.


mbl.is Á móti sól í bílslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það breyttist margt í gær

Það má sjá víða að "Sambandssinnar" reyna að gera eins lítið úr þeim breytingum sem urðu í gær og þeir telja sig komast upp með.

Það er vissulega rétt að stóru breytingarnar verða að 11. mánuðum liðnum, um áramót.

Það verður t.d. þá sem tekjur "Sambandsins" munu dragast saman um u.þ.b. 12%, nema að aðrar þjóðir taki upp "slakann".  En visslega kemur sparnaður fram hvað varðar framlög til Bretlands. En Bretland hefur verið næst stærsti nettó borgandi til "Sambandsins" á eftir Þýskalandi.

En það þýðir ekki að stórar breytingar hafi orðið í gær.

Eins og Eiríkur réttilega segir, þá gekk Bretland úr Evrópusambandinu í gær, fyrsta ríki (sumir vilja blanda Grænlandi í þá umræðu) til að gera slíkt. Það eitt er risa atburður.

Þar með eru aðildarríki "Sambandsins" 27, en ekki 28.

Þar með fækkaði íbúum "Sambandsins" um u.þ.b. 66.5 milljónir einstaklinga. Eftir því sem ég kemst næst er hægt að segja að það sé fækkun um 13% eða svo.

"Þjóðarframleiðsla" "Sambandsins", (hér er miðað við árið 2018) dróst saman um 15% og hlutfall "Sambandsins" af efnahag heimsins sökk all nokkuð niður á við.

En venjulegir íbúar, hvort sem er Bretlands eða "Sambandsins" munu ekki finna fyrir breytingum, fyrr en um næstu áramót.

En eitt það mikilvægasta sem breytist er að Bretland getur nú gert viðskiptasamninga við hvaða ríki sem er, líklegt er að einhverjar þreifingar hafi átt sér stað nú þegar, en nú geta slíkar samningaviðræður farið í formlegt ferli.

Það er erfitt að spá um hvernig slíkar viðræður munu ganga en fríverslunarsamningur á milli Bandaríkjanna og Ástralíu, var undirritaður eftir u.þ.b. 10 eða 11 mánaða viðræður.

Ég yrði því ekkert hissa ef Bretland næði samningum við önnur ríki á undan "Sambandinu".

Það er reyndar eins líklegt og ekki að Bretland gangi úr "Sambandinu" án samnings.

En það breytist líka eitt og annað hjá "Sambandinu".  Valdahlutföll á Evrópusambandsþinginu breytast.  Eftir því sem ég kemst næst verður það EPP mest í hag og þingið talið mjakast heldur til hægri.

Líklegt er að valdajafnvægið breytist, og sígi heldur í "suður" þó að Þýskaland og Frakkland muni eftir sem áður ráða svo gott því sem þau vilja ráða. En það á vissulega eftir að koma í ljós hvernig úr stöðunni spilast og ríki s.s. Pólland munu reyna að mjaka sér í tómarúmið sem Bretland skilur eftir sig.  En því vantar nokkuð upp á efnahagslega vikt enn sem komið er.

Hvað varðar hvort að Bretland eigi eftir að sækja um inngöngu í "Sambandið" aftur, yrði ég ekki hissa þó að einhver tali um það fljótlega, ef ekki nú þegar.

En ég held að breskir kjósendur hafi almennt engan áhuga á því að taka þá umræðu upp nú.

Ég er heldur ekki viss um að "Sambandið" hafi mikinn áhuga á því að fara í aðlögunarviðræður við Bretland eftir fá ár.

Ég held því að á næstu mánuðum muni koma í ljós að það var sitt hvað sem breyttist í gær, en það er rétt að stóru breytingarnar verða að 11. mánuðum liðnum - líklega.

 


mbl.is Barátta fyrir inngöngu í ESB mun hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband