Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Bein sjónvarpsútsending frá landsleiknum

Eins og segir hér á mbl.is, er Ísland komið yfir gegn Eistlandi. En Eistneska ríkissjónvarpið sýnir beint frá leiknum.

Þeir sem hafa áhuga á því að horfa á leikinn, og láta Eistnesku lýsinguna ekki fara í taugarnar á sér, ættu að geta horft á leikinn á slóðinni: http://otse.err.ee/etv/

Eftir því sem ég kemst næst eru engin takmörk á því hverjir geta horft á leikinn, enda líklega ekki mikil "réttindi" hvað varðar þennan leik.

 


mbl.is Ísland og Eistland skildu jöfn í Tallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Danskir Sósíaldemókratar orðnir "öfgaflokkur"?

Þessi frétt á vef RUV vakti athygli mína. Þar segir að spennan í Dönskum stjórnmálum fari vaxandi, vegna þess að stjórnarflokkurinn, Sósíaldemókratar hafi unnið á í skoðanakönnunum.

Í fréttinni segir orðrétt:

Á þessu er aðeins ein skýring, segja danskir stjórnmálaskýrendur: Afgerandi og umdeild hægribeygja Helle Thorning Schmidt í málefnum innflytjenda. Á einum mánuði hefur flokkur hennar, Sósíaldemókratar, bætt við sig hálfu þriðja prósenti, fer úr tæpu 21% í 24,4%. Það nálgast að vera sama fylgi og flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Á sama tíma hefur Danski þjóðarflokkurinn, sem hvað harðast hamast á innflytjendum í Danaveldi, tapað 4,5% fylgi milli kannanna, fer úr 21,7% niður í 17,2%. Þetta telja fróðir menn enga tilviljun, og ef til vill má orða það þannig, að það séu ekki kjósendur sem hafa sveiflast til vinstri milli kannanna, heldur sósíaldemókratar sem hafa sveiflast til hægri. Það er hins vegar rétt að hafa í huga, að þetta er engu að síður töluvert meira fylgi en flokkurinn fékk í kosningunum 2011, þegar rúm 12% kjósenda greiddu honum atkvæði sitt.

Sem sé, Danskir Sósíaldemókratar eru að vinna á með harðari afstöðu sinni til innflytjenda.

Þetta rímar nokkuð við frétt sem birtist á Eyjunni fyrir rúmri viku, sem fjallaði um sama efni.

Sumir í Danmörku hafa ásakað Sósíaldemókrata um að sigla á "popuísk" mið og tala niður til innflytjenda og flóttamanna.

Aðrir segja að það sé orðin viðtekin skoðun í Danmörku að herða þurfi innflytjendalöggjöfina, og setja hælisleitendum þrengri skorður.

En á undanförnum mánuðum hefur umræða um "öfga" og "populíska" flokka verið vaxandi, ekki síst í Íslenskum fjölmiðlum og hefur RUV þar að mínu mati farið framarlega.

Skyldu áhorfendur, hlustendur og lesendur RUV, mega eiga von á því að Danskir Sósíaldemókratar verði hér eftir flokkaður sem "öfga" eða "popúlískur" flokkur?

Eða er það aðein gert með forskeytinu "hægri"?

 

 

 


Tek að mér að googla

Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að ég tek að mér að googla - bæði menn og málefni. Vanur maður - vandað googl. Áralöng reynsla.

Er einnig ljómandi blóraböggull, ef eitthvað fer úrskeiðis.

Hafið samband:  tommigunnars@hotmail.com

Gott googl verður seint ofmetið.

Geri föst verðtilboð.


Jón Gnarr: Eina leið Samfylkingarinnar til að stjórna á landsvísu?

Ég hugsa að engin sé fremri Össuri Skarphéðinssyni í "pólítískri refskák" á Íslandi í dag.

Össur hefur enda marga pólítíska fjöru sopið og lofað mörgm "gullpottum handan við hornið".

Nú sér Össur auðvitað að næsta vonlítið er að Samfylkingin hljóti gott brautargengi í næstu kosningum. Hún er löskuð, þreytt og lúin, og ekki bætti nýafstaðið Landsþing hennar úr skák.

Þá verður að "skera atkvæðarefi annara", og þeir sem best eru fallnir til slíkrar "rúningar" nú um stundir eru Píratar.

Og ekki væri verra að kalla til Jón Gnarr, sem leyfði einmitt Samfylkingunni að stjórna Reykjavíkurborg í fjögur ár, í sínu nafni.

Það var býsna árangursríkt "mynstur", ekki síst vegna þess að Samfylkingin bar "ekki ábyrgð á neinu", það gerði Jón, og við hann loddi ekkert, frekar en góða teflonhúð. Grínisti getur alltaf leyft sér að svara út í hött, eða skauta fram hjá aðalatriðunum.

Það sést reyndar mílu vegar (þrátt fyrir allar holurnar) hvað Dagur Eggertsson á mikið erfiðar með að fóta sig, nú þegar hann er sá sem ábyrgðina ber.

Ýmsir vilja meina að það sem þurfi til að skipt verði um meirihluta í næstu kosningum, sé einmitt að Dagur komi meira og oftar fram.

En það er nú annað mál.

En nú sér Össur hins vegar tækifæri til þess að "hanna atburðarrás" sem gæti skilað Samfylkingunni að kjötkötlunum í stjórnarráðinu. Og hvað væri þá betra en að hafa forsætisráðherra, sem væri meira fyrir að "koma fram", en að standa í pólítíkinni sjálfri?

Össur gerir sér enda grein fyrir því, að miðað við óbreytt ástand ætti Samfylkingin engan séns á því að fá forsætisráðuneytið í nokkurri stjórn. Það er því nokkuð sjálfgefið að gefa það eftir og reyna að krækja í utanríkisráðuneytið, en þar er einmitt allt "Sambandsfjörið".

Og ef allir þessir viltustu draumar gengju eftir, að það tækist að plata Ísland á einhvern hátt inn í "Sambandið", þá fengi Össur ef til vill sæti við borðið.

Það er að segja þægilegt skrifborð í Brussel, þar sem slaka má á eftir langan stjórnmálaferil á Íslandi. Það er enda þreytandi að þurfa að standa í kosningum á fjögurra ára fresti, og óvíst hvernig prófkjör ganga fyrir næstu kosningar.

Þess vegna finnst þessum fyrrverand formanni Samfylkingarinnar, vænlegast að segja "in Gnarr We Trust".

Árni Páll er ekki til stórræðanna og Bjartri framtíð má ýta til hliðar, eins og hækju sem aldrei þurfti að nota, er hún ekki orðin minnsti flokkurinn í skoðanakönnunum?

 


mbl.is Jón Gnarr líklegur forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein mynt, eitt ríki?

Það er ekkert nýtt að lesa um að "fjármálaspekingar", eða hagfræðingar telji að euroið og Eurosvæðið, geti ekki gengið til langframa með núverandi uppbyggingu.

Slíkar viðvaranir hefur mátt heyra frá því að euroinu var komið á fót.

Einhver kann að segja, "en það lifir nú enn", sem það gerir vissulega, en 16 ár eru í sjálfu sér ekki löng saga gjaldmiðils.

Það er sömuleiðis rétt að hafa í huga að gjaldmiðillinn er að segja má búin að vera í krísu u.þ.b. þriðjung af "æviskeiðinu". Og ekki er um fyrstu vandræðin að ræða, því 2001 gripu G7 ríkin til neyðarráðstafana til að "rétta" euroið af.

Og á fleiri hafa viðrar samskonar eða álíka skoðanir og finna má í þeirri frétt sem þessi færsla er tengd við.

Að núverandi uppbygging, sameiginlegur gjaldmiðill, með miðstýrðri peningamálstefnu, en 19 mismundandi efnahagsstefnur gangi ekki upp til lengri tíma litið.

Það verði að koma til sameiginleg yfirstjórn efnahagsstefnunar, sambandsríki í einni eða annari mynd.

En vandamálið er að slíkt myndi líklega ekki njóta mikils stuðnings í ríkjum Eurosvæðisins, nema ef til vill á afmörkuðu svæði í Belgíu.

Því verður líklega enn um sinn haldið áfram að setja plástra á sárið, neyðarfundir verða haldnir.

Peningaprentun sem nú er hafin, ásamt gengisfalli eurosins síðastliðið ár, sem er í kringum 25% á móti Bandarískum dollar, munu vissulega hjálpa Euroríkjunum og dempa vandamálin.

En þau hverfa ekki, vegna þess að innbyrðis samkeppnishæfið á Eurosvæðinu breytist ekkert, og þar hafa Þjóðverjar nú aferandi stöðu.

Þar dugar ekkert nema harkaleg, "innri kostnaðarlækkun", launalækkanir, niðurskurður o.s.frv.

Ein af þeim þjóðum sem horfist í augu við slíkar sársaukafullar aðgerðir, eru Finnar. Talið er að þeir, eins og Frakkar, hafi glatað u.þ.b. 20% af samkeppnishæfi sínu gagnvart Þjóðverjum. 15% gagnvart Svíum (sem hafa sína eigin krónu).

Það hefur hitt tvo mikilvæga geira í Finnlandi illa fyrir, tæknigeirann og viðar og pappírsiðnað.

Vissulega má segja að ytri aðstæður hafi verið Finnum erfiðar, en það að þurfa einnig að glíma við hækkandi gjaldmiðil á sama tíma (vegna velgengni annara þjóða) gerir verkefnið helmingi erfiðara.

Atvinnuleysi hefur vaxið hratt í Finnlandi og er nú um 9%, halli á ríkissjóði var á síðasta ári 3.75% og er það í fyrsta skipti sem Finnland brýtur gegn "stöðugleikasáttmála" eurosins. Skuldir stefna sömuleiðis yfir 60% markið á þessu ári, ef þær eru ekki þegar komnar þangað.

Finnland er því enn eitt landið sem ekki uppfyllir skilyrðin til að vera á Eurosvæðinu.

 

 


mbl.is Evrusvæðið ósjálfbært án eins ríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá vinstri miðju, til hægri miðju

Það fór eins og flestir reiknuðu með, að UMP, flokku Sarkozy´s myndi sigra í seinni umferð Frönsku sýslu og héraðskosninganna.

Sigur Sarkozy´s er býsna sætur og kemur líklega til með að gefa hugmynd hans um forsetaframboð byr undir báða vængi.

Eins og staðan er í dag, er frambjóðandi UMP lang líklegastur til að ná forsetaembættinu, eftir að etja kappi við Marie Le Pen, í síðari umferð. Yrði baráttan í síðari umferðinni á milli þeirra tveggja, er næsta víst að kjósendur Sósialistaflokksins myndu fylkja sér um Sarkozy, þrátt fyrir að líta á hann sem andstæðing.

En þessar svæðis eða kantónu kosningar eru slæmur fyrirboði fyrir Francois Hollande og Sósíalistaflokkinn.

Aftur er Sósíalistaflokkurinn á eftir bæði hægri flokkunum og Þjóðfylkingunni (Front National) og má segja að kraftaverk þurfi til ef flokkurinn (eða frambjóðandi hans) á ekki að lenda í því hlutskipti að falla úr leik í fyrstu umferð forsetakosninganna eftir 2. ár.

Ef ekki snýst til betri vegar hvað varðar atvinnuleysi, má reyndar efast um að Hollande vogi sér að sækjast eftir endurkjöri.

En að Sarkozy og UMP frátöldum, er sigurvegari þessara kosninga Þjóðfylkingin og Marie Le Pen, þeirra sigur er þó ekki eins stór og kannanir höfðu gefið til kynna, líklega er það að einhverju marki tákn um "taktískar kosningar", en þrátt fyrir allt getur hún vel við unað með u.þ.b. 25% fylgi.

Í síðustu sambærilegum kosningum var flokkurinn með 2. fulltrúa, en nú er talið að hann fái allt að 90.

En það er varasamt að tala um þessi úrslit sem mikla sveiflu til hægri. Vissulega er UMP staðsettur hægra megin við Sósíalistaflokkinn, en í heild sinni eru flokkarnir að mestu staðsettir rétt sitt hvoru megin við miðjuna í Frönskum stjórnmálum og hún líklega lengra til vinstri en víða um lönd.

Þjóðfylkingin, sem oft er þó kennd við "öfga hægri", er að flestu leyti vinstri flokkkur, boðar ríkisafskipti, verndarhyggju og "sterkt Frakkland".

Stóran hluta af fylgi sínu hefur flokkurinn enda sótt frá vinstri væng Franskra stjórmála.

Í samfélagsmálum er flokkurinn hins vegar gríðarlega íhaldssamur.

Rakst á þessa flokkun á frambjóðendum flokkanna eftir starfi, að mörgu leyti áhugavert, þar sést til dæmi að hæsta hlutfall verka og iðnaðarmanna má finna hjá Þjóðfylkingunni.

En það sem er ef til vill mesta áhyggjuefnið hjá mörgum Frökkum, er að enginn af þessum flokkum er líklegur til að megna að umbylta Frönsku efnahagslífi, eins og æ fleiri telja þó nauðsynlegt.


mbl.is Sarkozy sýnir styrk sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert hryðjuverk framið

Ég verð að viðurkenna að mér hefur þótt það undarlegt að sjá það hér og þar á netinu að þessi sorglegi atburður í Ölpunum, sé talinn hryðjuverk, og sjá mátt hefur rifrildi um hvort að flugmaðurinn hafi snúist til Islam eður ei, og hvort í framhaldi af því voðaverkið sé flokkað sem hryðjuverk framið af múslima eða kristnum einstaklingi.

Persónulega lít ég ekki svo á að neitt hryðjuverk hafi verið framið.

Það er einfaldlega ekkert "pólítískt manifesto" til staðar, eða nokkuð sem bendir til þess að pólítískur ásetningur hafi búið að baki þessa sorglega atviks.  Alla vegna ekki svo að ég hafi séð.

En það er einmitt einn af grunnþáttum þess að eitthvað geti talist hryðjuverk.

En það er sjálfsagt fyrir okkur að velta því fyrir okkur hvernig þetta gat gerst, og hvaða leiðir geti verið færar til úrbóta?

En hryðjuverk hafa ekkert með þennan atburð að gera, alla vegna ef marka má fréttir og trúarbrögð ekki heldur.

Auðvitað má teigja og toga skilgreiningu á "terrorisma", en ég get þó í fljótu bragði ekki séð að þessi sorglegi atburður eigi heima þar undir.

 


mbl.is „Opnaðu fjárans dyrnar!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilin mannréttindi

Íslendingar ættu auðvitað að taka sig saman og þakka Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness fyrir frábært og óeigingjarnt framtak.

Líklega hefðu margir Íslendingar ekki getað horft á sólmyrkvann ef þeir hefðu ekki staðið sig eins og hetjur.

En það er óneitanlega leiðinlegt að lesa um að þeir hafi setið undir skömmum og jafnveld verið ásakaðir um mannréttindabrot, vegna þess að þeir hafi ekki átt gleraugu handa öllum sem vildu.

En það leiðir hugann að því hvernig æ fleiri virðast nú á dögum misskilja og mistúlka hugtök eins og mannréttindi og jafnrétti.

Auðvitað átti engin kröfu á því að fá ókeypis "sólmyrkvagleraugu", hvað þá að það teljist sjálfsögð mannréttindi að fá slíkt að gjöf.

Það er heldur ekki á skjön við neitt jafnrétti þó að sumir hafi fengið slíkt að gjöf (eða getað keypt) en aðrir ekki.

En það er ef til vill ekki að undra að skilningur á hugökum eins og mannréttindum og jafnrétti séu á niðurleið, ef þeir sem leiðbeina börnum og unglingum setja fram skoðanir líkt og þessar.

P.S. Ég eða mín börn höfðum auðvitað ekkert með gleraugu að gera, en nutum þess að horfa á frábæran sólmyrkva á netinu, bæði frá íslandi en en betri var þó útsendingin frá Svalbarða.

 

 

 


mbl.is Hystería í aðdraganda sólmyrkvans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er rétt að börn kjósi?

Vissulega má finna rök bæði með og á móti því að kosningaaldur verði lækkaður. Lýðræðisleg þátttaka ungs fólks er að mörgu leyti æskileg og rétt að ýta undir hana.

En ég er þó þeirrar skoðunar að það sé ekki rétt að börn kjósi.

Það eru tæp 20 ár síðan það skref var stigið að einstaklingar eru börn til 18 ára aldurs.

Það voru skiptar skoðanir um þá breytingu og mörgum fannst óþarfi að hækka sjálfræðisaldurinn úr 16 árum í 18.

En það var gert og ég efast um að vilji sé til þess á þinginu að breyta því.

Það er að mínu viti rétt að kosningaaldur fylgi sjálfræðisaldrinum, eins og staðan er nú.


mbl.is Kosningaaldur verði 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins Flikkerað

Það er orðið langt síðan ég hef sett nokkrar myndir inn hér, nú eða á Flickr. Ætli liggi ekki nærri lægi að það hafi verið í október.

En það þýðir ekki að ég hafi ekki verið að taka myndir, þó að vissulega hafi það ekki verið mikið, heldur söfnuðust þær upp.

En nú verður reynt að bæta úr því.

 

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband