Útsmognir Kínverskir (mynt)brotajárnssalar, eða?

Ég rakst á nokkuð skemmtilega, en jafnframt furðulega frétt á Vísi nú í morgun. 

Þar segir frá Kínverskum ferðamanni sem komin er til Íslands með 170 kg af Íslenskum hundraðköllum.  Verðmæti varningsins mun vera í kringum 1.6 milljón.

Margir hundraðkallanna munu vera afar illa farnir.

Umræddur ferðamaður mun hafa komið einhverjar ferðir áður í sama tilgangi og allt gengið upp.

En nú bregður svo við að hvorki Seðlabankinn, né Arion banki vilja skipta myntinni í handhæga seðla, og meira að segja lögregla var kölluð til.

Þá mundi ég eftir að hafa lesið um Kínverska brotajárnssala sem voru að ergja Seðlabanka Eurosvæðisins fyrir all mörgum árum.

Þar var um að ræða u.þ.b. 29 tonn af 1. og 2ja euroa peningum, samtals að verðmæti ca. 6 milljóna euroa.

Þar var um að ræða að Kínverskir brotajárnssalar höfðu keypt mikið magn af úr sér genginni euro mynt "til bræðslu", en búið var að slá miðjuna úr. 

Þeir sáu verðmætið í myntinni og settu myntina saman aftur.

Það skyldi þó aldrei vera að svipað sé að gerast á Íslandi nú?  Að ef til vill sé myntin sem ferðamaðurinn Kínverski er að koma með nú, sama myntin og hann hefur komið með áður, selt Seðlabankanum, sem hefur aftur selt myntina til endurvinnslu í Kína?

Ef til vill hafa Kínverjarnir haldið að þeir væru búnir að finna upp hið fullkomna "hringrásar" hagkerfi?

Alla vegna finnst mér sú skýring að mikið af myntinni hafi fundist í samanpressuðum bílum frá Íslandi ekki trúverðug.

 

 


Bloggfærslur 10. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband