Tapa Kommunist

Börnin mín hafa lengi hrifist af Tapa og Viljandi. Það ásamt "mannasúpunni" hafa lengi verið aðhlátursefni þeirra á milli.

Ekki má heldur gleyma littla þorpinu "Ape", sem er í Lettlandi, rétt við landamæri þess og Eistlands.

En Tapa hefur verið í byggð í óratíma, en þó að enginn viti 100% hvernig nafnið er til komið en fyrst var þar "herragarður" með svipuðu nafni.

En bærinn á seinni tíma tilveru sína að þakka járnbrautarlest sem lögð var í gegnum bæinn og svo einnig flugvelli/herflugvelli.

En goðsögnin um "Tapa Kommunist" í líka góðan stað í hjörtum margra Eistlendinga.

En Tapa er ein beygingarmynd Eistnesku sagnarinna að drepa. Goðsögnin segir að stuttu eftir hernám Sovétríkjanna á Eistlandi hafi deild Kommúnistaflokksins í Tapa gefið út blaðið "Tapa Kommunist", sem getur á Eistnesku hvoru tveggja þýtt, "Tapa kommúnistinn" eða "Drepum kommúnistann".

Tartu KommunistÞví miður er ekkert sem bendir til þess að goðsögnin sé sönn, en góð er hún eigi að síður. En t.d. var til blað sem hét "Tartu Kommunist".

Eldvatnið í Tapa (Tapa põlev vesi) er einnig vel þekkt í Eistlandi.

Þá nafngift má rekja til þeirrar staðreyndar að eftir Sovétmenn höfðu verið með MIG23 flugsveitir sínar um árabil á flugvellinum við Tapa, hafði lekið svo mikið eldsneyti niður í jarðveginn, að oft mátti kveikja í vatninu sem kom úr krananum hjá þorpsbúum.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Taparar unnu Viljandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband