Færsluflokkur: Spaugilegt

Þingmenn bannaðir á barnum - til að hindra útbreiðslu heimskunnar

Svona af því að það er föstudagur og það verður að treysta á að kórónuveirunni hafi ekki tekist að útrýma kímnigáfunni, svona almennt séð, birti ég hér "lauflétta" frétt frá Eistlandi.

Þar hefur "Mad Murphy", vel þekktur "Írskur pöbb", sem stendur við Ráðhústorgið í Tallinn sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

"We here at the bar have decided to behave as intelligently as the government, and to prevent the spread of stupidity, all members of parliament shall now no longer be served in our fine establishment."

"This ban shall remain in force until February 2021 when we shall review the situation. We hope that this message is spread far and wide, and that other bars and restaurants will also implement this ban,"

Hér má sjá frétt Eistneska ríkisútvarpsins um málið.


"Ruslpóstarar" fylgjast með tíðarandanum

Sem betur fer fæ ég ekki of mikið magn af ruslpósti, en alltaf er nú eitthvað.  Það eru meiri líkur til þess, virðist vera, að vinna í happdrættum sem ég hef ekki keypt miða í (aldrei vinn ég í þeim sem ég kaupi miða í), einstaklingar sem ég hef aldrei hitt, en bera sama föðurnafn og ég hafa og arfleitt mig að háum upphæðum.

Það ber líka einstaka sinnum við að ég fái póst frá konum sem ég  hef aldrei hitt og hafa hrifist af mér, og merkilegt nokk, virðist það algengara en á meðal kvenna sem ég hef hitt.

Svo hafa auðvitað borist tilboð um að lagfæra líkamsparta og annað slíkt.

En í dag barst mér fyrsti pósturinn þar sem mér er boðið að verða umboðs og dreifingaraðili í Evrópu, fyrir fyrirtæki sem framleiðir andlitsgrímur og annan hlífðarbúnað.

Það er "bransinn" sem allir vilja vera í núna.

 


Loksins: "Fjarlæga hliðin" kemur á vefinn

Það var mörgum mikill harmur þegar Gary Larson dró sig í hlé og "The Far Side" hætti að dafna og þroskast.

En nú er hægt að taka gleðina upp að nýju, stórglæsileg vefsíða hefur opnað, ekki flókið https://www.thefarside.com/ , og síðan er uppfærð daglega.

Ótrúleg hamingja að geta fengið sinn daglega skammt.

Ég er reyndar hamingjusamur eigandi af heildarsafninu, "The Complete Far Side", og hef verið í vel á annanáratug.  Það er sígildur gleðigjafi.

En nú er heimasíðan dagleg skylduheimsókn.

 

 


Hatari! Varúð. Vinsamlegast haldið ykkur á stígnum

Ég fór með fjölskyldunni í dýragarð í dag.  Ekki í frásögur færandi, skemmtum okkur vel og nutum dagsins.

En á "afrísku sléttunni", í kringum ljónin og önnur afríksk dýr mátti sjá skilti:  Hatari Caution Please Stay on pathway.

Eðlilega vakti þetta forvitni Íslendingins.

Spurði Hr. Google þegar heim var komið, jú Hatari þýðir varúð á Swahili.

Hatari Varud


mbl.is Hatari leggur land undir fót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millivegur Grísku ríkisstjórnarinnar og skuldunautanna

 Ég get ekki neitað því að ég hló dátt þegar mér barst seinni myndin í tölvupósti.

Lagarde varou

Varougarde

 

 

 

 

 

 

 

 


Landstjóri hennar hátignar á Nýfundnalandi og Labrador segir brandara

"This fellow said, 'I was so depressed last night thinking about the economy, wars, jobs, my savings, social security, retirement funds, etc., I called a suicide hotline and got a call centre in Pakistan. When I told them I was suicidal, they got all excited and asked if I could drive a truck."

John Crosbie, landstjóri hennar hátignar, Elísabetu Bretadrottningar á Nýfundnalandi og Labrodor, lenti í fjölmiðlavandræðum fyrir að segja þennan brandara við athöfn þar sem nýjir ráðherrar fylkisins svóru eiða.

Eftir að þó nokkuð fjölmiðlafár upphófst, þar sem Kanadabúar af Pakistönskum uppruna töldu brandarann niðurlægjandi fyrir Pakistani, hefur landstjórinn nú beðist afsökunar og lofað því að vera leiðinlegur (boring) við allar opinberar athafnir hér eftir.

Crosbie á að baki nokkuð litríkan pólítískan feril, þekktur fyrir hispurslaus tilsvör ef svo má að orði komast.  Stundum hefur verið sagt hér að "he shoots from the lip", svo Enskunni sé slett.

Kanadabúar virðast almennt skiptast í 2 hópa, í þessu máli, þá sem finnst þetta algerlega óviðeigandi, og svo hina sem taka þessu léttar, segja að umræðan megi ekki verða of "gerilsneydd" og "pólítískur réttrúnaður" megi ekki kæfa allan léttleika.  Sumir bæta því við að þetta sé eftir allt bara John Crosbie.

Við sama tækifæri sagði Crosbie að efnhagsástandið væri orðið það erfitt í Bandaríkjunum að Exxon-Mobil hefði þurft að segja upp 25 þingmönnum.

Eftir því sem ég kemst næst hefur enginn kvartað undan þeim brandara.

Hann sagði einnig að efnahagsástandið væri orðið svo slæmt í Bandaríkjamönnum að hópur þeirra hefði verið gripinn á trukk að stelast yfir til Mexikó.

Það virðist sömuleiðis hafa verið innan þeirra marka sem allir Kanadabúar þola.

 


Það er ekki alltaf allt sem sýnist

Fékk þessa auglýsingu senda í tölvupósti nýlega.  Finnst hún góð.

Skondin auglýsing - Sexý flugfélag?

Fékk slóð á þessa auglýsingu í tölvupósti.  Hér er nýsjálenskt flugfélag að vekja athygli á því að þeir séu ekki að fela neitt fyrir viðskiptavinum sínum.

Þessi auglýsing virðist ná takmarki sínu, þ.e.a.s. hún vekur mikla athygli á félaginu, en líklega eru ekki allir jafn kátir með aðferðina.

Hvet þá sem horfa á auglýsinguna að skoða vel "klæðnað" starfsfólksins sem kemur fram í auglýsingunni.

 

 

 

P.S.  Eftir því sem mér er sagt, er um að ræða raunverulegt starfsfólk félagsins sem leikur í auglýsingunni.


Dagur B breytist í Plan B

Fékk tölvupóst fyrir fáum mínútum.

Þar er fullyrt að hinir landsþekktu Íslensku gárungar, hafi gefið Degi B. 100 daga borgarstjóra Samfylkingarinnar nýtt nafn.

Hér eftir heiti hann Plan B.


... eins og að flytja kaffi til Brasilíu

Sú saga flýgur hratt um netið nú (sjá t.d. á Pressunni), að Alfreð Þorsteinsson hafi lagst hart gegn því að Magnús Árni Skúlason skipaði annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður.

Á Alfreð að hafa komið í pontu og sagt að það sé óþarfi fyrir Framsóknarflokkinn að sækja spillingu í aðra flokka.

Alfreð ætti að þekkja það, líklega væri slíkt eins og að flytja inn kaffi til Brasilíu.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband