Frábært skref hjá Póstinum, auðvitað á raunkostnaður að gilda.

Það má alveg hafa samúð með héraðsfréttablöðum og erfiðum rekstri þeirra. En ég er hjartanlega sammála þessu skrefi Íslandspóst.

Það getur ekki átt að vera hlutverk ríkisfyrirtækja eða hlutafélaga í opinberri eigu að styðja við þennan eða hinn reksturinn með því að láta hann greiða minna fyrir þjónustu en efni standa til.

Ef það er gert hlýtur það að bitna á öðrum notendum þjónustunar, sem þurfa þá að niðurgreiða þá þjónustu með hærri gjöldum.  Í þessu tilfelli póstsendingar héraðsfréttablaða.

Ef hið opinbera vill styrkja útgáfu héraðsblaðanna, fer best á að það sé gert með beinum styrkjum, þannig að það sé gegnsætt og uppi á borðum

Ekki í gegnum annan rekstur.

Áfram Pósturinn.

P.S. Heyrði einhversstaðar á "skotspónunum" að réttast væri að gera nýjan forstjóra Póstsins að "farandforstjóra" sem færi og tæki til hjá ríkisfyrirtækjum. 

Ég hef heyrt verri hugmynd.


mbl.is Eini kostur Póstsins að hækka verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband