Færsluflokkur: Spil og leikir

Það er allt hægt með Lego - Lego DJ plötuspilarar og mixer

Það er allt hægt með lego. Eða í það minnsta flest.  Hér að neðan er myndband, þar sem byggðir eru 2. vinylspilarar og mixer og með örfáum aukahlutum og lóðbolta.

 


Inntökupróf í grunnskóla

Ég er búinn að fá þessa mynd senda nokkuð oft á undanförnum vikum.  Það er því líklegt að margir séu búnir að sjá hana.

En myndin var, að því að mér er tjáð, hluti af inntökuprófi hjá grunnskóla í Hong Kong og hefur vakið það mikla athygli að hún hefur farið víða.

Spurningin er enda hrein snilld, og því ákvað ég að birta hana hér.

Hong Kong Elementary

 

 

 

 

 

 

Það á sem sé að finna út númerið á bílastæðinu sem bílnum er lagt í.

 

Fyrir þá sem ekki hafa séð þetta áður og reyna að glíma við þetta segi ég góðar stundir.

Ef menn vilja er hægt að setja svar í athugsemdir.


Viltu vinna ferð fyrir 2. til Eistlands

Það er nú ekki svo að síðuhöfundur sé að standa fyrir getraunum, eða leikjum með þessum veglegu verðlaunum.  

En eigi að síður þótti tilhlýðilegt að vekja athygli lesenda á því að Eistneska utanríkisráðuneytið er nú með spurningaleik (á ensku) þar sem verðlaunin eru ferð fyrir 2. til Eistlands.

Svara þarf nokkrum léttum spurningum, ég hygg að nokkuð auðvelt sé að finna svör við flestum þeirra í internetinu.  Þau má að ég held, öll finna undir liðnum "useful links" sem er að finna á síðunni.

Dregið verður úr réttum svörum í sumar.

Það er rétt að taka það fram að ég held að verðlaunin taki aðeins til flugs frá áfangastöðum Estonian air.  Líklega yrðu Íslendingar, ef þeir yrðu svo heppnir að vinna, að koma sér sjálfir á einhvern af þei stöðum, t.d. Kaupmannahöfn eða Osló.

En spurningaleikinn má finna hér. 

 


Viltu vera Seðlabankastjóri?

Ekkert starf hefur verið umtalaðra undanfarnar vikur og mánuði en starf Seðlabankastjóra.  Hversu skemmtilegt væri það ekki að ráða vaxtastiginu í landinu?

Hvað áhrif hefur vaxtastigið?  Hvað gerist ef þú hækkar vextina upp úr öllu valdi? Hvað gerist ef þeir eru langt undir verðbólgu?

Á þessari síðu sem er frá Finnlandi eru leikmenn Seðlabankastjórar og stjórna vaxtastiginu.  Það hefur að sjálfsögðu bein áhrif á efnahagslífið.

Auðvitað er um einföldun að ræða, þar sem leikmaðurinn stjórnar eingöngu vaxtastiginu, en þó má deila um það hversu mikið fleiri stjórnunartæki Seðlabankinn hefur í raunveruleikanum yfir að ræða.


Örlítil getraun

Þegar ég er að þvælast um á netinu dett ég oft um ýmsar skrýtnar staðreyndir sem koma mér á óvart.  Eitthvað sem skiptir oftast engu máli en mér þykir þó athyglivert.

Því er það þessi litla getraun:

 Hvað eiga kvikmyndaleikstjórinn Guy Maddin og kántrýsöngkonan k.d. lang sameiginlegt, og þá er ég að meina fyrir utan það að vera bæði Kanadamenn.


Nú árið er liðið í ....

Það tíðkast að líta til baka á áramótum og "melta" árið sem er að líða.

Það verður að segjast eins og er að árið sem nú nýverið kvaddi var okkur að Bjórá ákaflega gott.  Það sem stendur auðvitað upp úr er að í fjölskyldunni fjölgaði um einn, Jóhanna Sigrún Sóley fæddist 9. ágúst og kom hingað heim að Bjórá fáum dögum síðar.

Leifur Enno sem var þar með hækkaður í tign, upp í "Stóri bróðir" átti líka gott ár, náði þeim merka áfanga á árinu að fara yfir meterinn í hæð, tók hálfan mánuð í að venja sig af bleyjum og kopp og hélt áfram tilraunum sínum við að stjórna fjölskyldunni.

Það var einnig stór atburður fyrir okkur persónulega þegar við festum kaup á Bjórá 49, fyrsta húsinu sem við eignumst.  Það fylgir því ákveðin vellíðan að vera í eigin húsnæði.  Það fylgir því mikil vinna og mikill lærdómur, það eru mörg "projectin" sem eru á hugmyndastiginu. Fyrr á árinu seldum við  þá íbúð í Reykjavík sem fylgdi með mér í okkar búskap.

Þeir atburðir sem sitja í minninu úr fréttum á árinu eru eftirtaldir.

Hér var skipt um stjórn í Kanada.  Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins tók við af skandalahlöðnum Frjálslyndaflokknum.

Lögreglunni tókst að koma í veg fyrir áætlanir um hryðjuverk hér í Kanada.

Michael Ignatieff náði því ekki að verða formaður Frjálslynda flokksins.

Hvað Íslenska atburði varðar er eitt og annað sem kemur upp í hugann.

Sveitarstjórnarkosningar og afsögn Halldórs Ásgrímssonar í kjölfarið á þeim.  Ágætis kosningar en líklega einhver afleitasta skipulagning afsagnar sem sést hefur lengi.

Varnarliðið ei meir.  Líklega það sem stendur upp úr á árinu til lengri tíma litið.  Þetta bitbein sem hefur verið til staðar frá því að ég man eftir mér (og gott betur) er bara farið, búið, hættir, farnir heim.

Hálslón, fylling þess, Kárahnjúkavirkjun og allt það dót.  Hugmyndin um að láta stífluna standa sem minnismerki að mínu mati bæði geggjaðasta og heimskasta hugmynd ársins.  Ýmsir fjölmiðlamenn lýstu því yfir á árinu að hér eftir yrðu þeir ekki hlutlausir í umfjöllun sinni um virkjunina, líklega með það að markmiði að fá almenning til að trúa því að þeir hefðu verið það hingað til.

NFS ei meir. Lokað og að lokum kom í ljós að "Kæri Jón" réði þessu öllu.  Fréttamennirnir á NFS þó líklega með þeim seinustu að uppgötva þá staðreynd.  Óneitanlega á elleftu stundu, en betra seint en aldrei, eða hvað?

Auðvitað er hellingur til viðbótar, hvalveiðar, prófkjör, leyniþjónusta og hleranir og lengi mætti sjálfsagt upp telja.

 En viðburðaríkt og skemmtilegt ár er liðið nú gildir hins vegar að horfa fram veginn.


Halló vín

Er líklega réttara heiti á þeim fögnuði sem hefur verið á skemmtistöðum Reykjavíkur um helgina og minnst er á í fréttinni.

nullEn að sjálfsögðu var Halloween fagnað að Bjórá í kvöld. 

nullVið útdeildum reiðarinnar ósköpum af kartöfluflögum og sælgæti.  Síðan skruppum við með Foringjanum í stuttan "tollheimtuleiðangur", heimsóttum ein 4 eða 5 hús hér í næsta nágrenni.  Foringinn var fljótur að átta sig á staðreyndum og að "tikk or tít" væri leyniorðið fyrir sælgæti.  Ég yrði ekki hissa þótt hann vildi nullfara annan rúnt annað kvöld.  Heimasætan var líka uppáklædd, en lét sig þetta umstang þó litlu skipta.


mbl.is Sífellt fleiri Íslendingar halda upp á hrekkjavöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mýtubrjótar

Einn af þeim sjónvarpsþáttum sem ég horfi stundum á þegar sófinn verður athvarf letilífs er "Mythbusters".  Það má stundum hafa virkilega gaman af þeim félögum, og uppátækin geta verið ansi skrautleg.

Það ættu líka allir að kannast við að hafa fengið allra handa "flökkusagnir" sendar í tölvupósti, jafnvel með þeim fyrirmælum að senda þær til allra vina sinna, sem við gerum jú stundum.

En á heimasíðu þáttarins má finna ýmis próf, þar sem lesendur geta spreytt sig á því hvernig þeim gengur að greina rétt frá röngu.

En prófin eru hér.

En margar þessar flökkusögur eru með eindæmum lífseigar. En í einu prófanna má til dæmis finna þessa spurningu:

8)  Eating chocolate causes acne breakouts.

 a)True
 b)False

Og svarið er:  The right answer is false. Contrary to popular belief, there is no link between eating chocolate and acne breakouts. Several scientific studies have disproved this common myth.

Þar hafið þið það, og eru þeir sem hafa verið að baktala súkkulaði vinsamlegast beðnir að hætta því.

Önnur síða sem getur verið gaman að heimsækja, ef viðkomandi hefur gaman af flökkusögnum er www.snopes.com   Þar er til dæmis sérstakur flokkur sem heitir "Cokelore".

Margir ættu að kannast við margar flökkusagnirnar þar, t.d.: 

A tooth left in a glass of Coca-Cola will dissolve overnight.

Nú eða þessar:

1. In many states the highway patrol carries two gallons of Coke in the truck to remove blood from the highway after a car accident.

2. You can put a T-bone steak in a bowl of coke and it will be gone in two days.

3. To clean a toilet: Pour a can of Coca-Cola into the toilet bowl . . . Let the "real thing" sit for one hour, then flush clean.

4. The citric acid in Coke removes stains from vitreous china.

5. To remove rust spots from chrome car bumpers: Rub the bumper with a crumpled-up piece of Reynolds Wrap aluminum foil dipped in Coca-Cola.

6. To clean corrosion from car battery terminals: Pour a can of Coca-Cola over the terminals to bubble away the corrosion.

7. To loosen a rusted bolt: Applying a cloth soaked in Coca-Cola to the rusted bolt for several minutes.

8. To bake a moist ham: Empty a can of Coca-Cola into the baking pan;rap the ham in aluminum foil, and bake. Thirty minutes before the ham is finished, remove the foil, allowing the drippings to mix with the Coke for a sumptuous brown gravy.

9. To remove grease from clothes: Empty a can of coke into a load of greasy clothes, add detergent, And run through a regular cycle. The Coca-Cola will help loosen grease stains. It will also clean road haze from your windshield.

FYI:

1. The active ingredient in Coke is phosphoric acid. It's pH is 2.8. It will dissolve a nail in about 4 days.

2. To carry Coca Cola syrup (the concentrate) the commercial truck must use the Hazardous material place cards reserved for Highly Corrosive materials.

3. The distributors of coke have been using it to clean the engines of their trucks for about 20 years! Drink up! No joke. Think what coke and other soft drinks do to your teeth on a daily basis. A tooth will dissolve in a cup of coke in 24-48 hours.

Svörin má svo finna hér.

En það breytir því ekki að það má hafa gaman af mörgum þessara flökkusagna, en það ber að varast að taka þær of hátíðlega.


Plastið tekur yfir

Það er ljóst að kreditkortin hafa tekið yfir, núna líka í Monopoly.  Sem gömlum spilara þá líst mér vel á þetta og gæti vel hugsað mér að kaupa þessa nýju útgáfu þegar hún kemur á markað hér í Kanada.  Þó að Monopoly sé vissulega spil síns tíma, þá er það samt heillandi og býður upp á ótal möguleika.  Ég þarf líklega þó að bíða nokkur ár, áður en ég get kennt foringjanum að njóta Monopoly.

En þessi breyting er til góðs að ég tel, enda endurspeglar hún raunveruleikann.  Sjálfur nota ég því sem næst aldrei reiðufé, enda þægilegra að nota kreditkortin og með þeim fæst gjarna einhver ávinningur.


mbl.is Matadorpeningum skipt út fyrir kreditkort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stafsetningarbýflugan" - "Orðasmiður".

Þegar ég var að skondra á milli vefmiðla í dag, sá ég umfjöllum um "Spelling Bee" keppnina hér í Norður-Ameríku.  Þetta virðist vera nokkuð merkileg keppni, ég hef reyndar aldrei séð hana í sjónvarpi, en börnin spreyta sig á orðum sem ég er ekki viss um að ég myndi stafsetja rétt á hverjum degi, en það er annað mál.  Ekki man ég eftir að hafa heyrt af nokkru svipuðu á Íslandi, enda telst það ábyggilega ekki "pólítíkst rétt" á landinu bláa, að börn keppi í einhverju sem viðkemur náminu.  Það getur varla verið gott að nokkur skari fram úr.

En ef einhver vill forvitnast um þetta frekar má finna frétt í National Post, heimasíðu hjá Spelling Bee keppninni, og loks er hér smá ensk stafsetningarþraut, ef einhver hefur gaman af því að reyna sig.

En þetta leiddi til þess að ég fór að hugsa um orð og orðaforða.  Sjálfur er ég innflytjandi hér og þó enskukunnáttan sé þokkaleg, lendi ég þó í því að þegar ég spjalla við innfædda að ég skil ekki öll orð, eða er ekki alveg viss um merkingu þeirra, sérstaklega þegar spjallið er á sérhæfðari sviðum.

En ég hef um all nokkurt skeið verið áskrifandi að þjónustu wordsmith.org.  Ég er skráður á póstlista og fæ sent eitt orð á dag ásamt tilheyrandi útskýringum.  Þetta er eins og gengur, stundum þekki ég orðin frá fyrri tíð, en oft er þetta skemmtilegur og fræðandi lestur.  Hvað situr svo eftir er erfitt að fullyrða, en eitthvað er það.  En þetta er einföld og þægileg leið til þess að auka orðaforðann og fræðast um leið.

Sem dæmi leyfi ég mér að birta hér póstinn sem ég fékk í dag:  "This week's theme: adjectives used postpositively.

emeritus (i-MER-i-tuhs) adjective, plural emeriti, feminine emerita

   Retired but retaining an honorary title.

[From Latin emeritus (one who has served his time), past participle of
emerere (to serve out one's term), from merere (to deserve, serve, earn).]

Today's word in Visual Thesaurus:
http://visualthesaurus.com/?w1=emeritus

-Anu Garg (gargATwordsmith.org)

  "Seeger has been singing out like this since the Great Depression. The
   earnest troubadour who either co-wrote or popularized canonical songs
   like 'If I Had a Hammer' and 'John Henry' has become something like
   America's folkie emeritus."
   Michael Hill; Pete Seeger Still Singing at 87; Associated Press;
   May 17, 2006."

Ef einvher hefur áhuga á því að notfæra sér þessa þjónustu, er slóðin www.wordsmith.org

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband