Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Hefur Framsóknarflokkurinn eitthvað með Miss Universe að gera?

Það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að Framsóknarflokkurinn hafi nú tekið yfir Miss Universe.

Skipulagningin er svo ótrúlega lík landsfundi flokksins fyrir nokkrum árum, að það er erfitt að trúa því að um tilviljun sé að ræða.

En hvort að það þýði að Miss Universe sé ung framsóknarkona þori ég ekki að fullyrða, en það bendir ýmislegt til þess.

 


mbl.is Hvílík mistök!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Angela Merkel: Fjölmenningarsamfélag er blekking og lygi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ræðu á fundi með flokkssystkinum sínum að fjölmenningarsamfélag væri blekking og lygi, eða "lífs lygi" (Lebenslüge).

Það kann að vera að ýmsum þyki þetta skrýtin fullyrðing komandi frá "manni ársins" að mati tímaritsins Time.

En Merkel sagði m.a.: "Multiculturalism leads to parallel societies and therefore remains a ‘life lie,’  or a sham."

og Merkel bætti við, áður en hún sagði að Þýskaland væri ef til vill að nálgast þolmörk sín hvað varðaði fjölda flóttmanna

"The challenge is immense. We want and we will reduce the number of refugees noticeably."

Í frétt Washington Post er síðan rifjað upp að það er ekki nýlunda að "maður ársins 2015" tali á þennan veg.

Árið 2010 gaf hún fjölmenningu í Þýskalandi algera falleinkunn.

"Of course the tendency had been to say, 'Let's adopt the multicultural concept and live happily side by side, and be happy to be living with each other.' But this concept has failed, and failed utterly."

Og að mörgu leyti er þetta staðreynd.

En þó að Merkel telji að betra sé að ein eða "einsleit" mennig ráði ríkjum, tel ég að ekki megi rugla því saman við að óbreytt eða óbreytanleg menning ráði ríkjum.

Menning er nefnilega "dýnamískt" fyrirbrigði, síbreytilegt sem allir þegnar ríkis geta haft áhrif á, og því meiri sem "skurðarfletir" mismundandi hópa eru fleiri.

Og ef við íslendingar lítum í eigin barm, er ég ekki viss um að við getum nefnt svo margt sem er 100% íslenskt, enda hafa erlend áhrif og áhrif erlendra einstaklinga á íslenska menningu alltaf verið mikil.

Og það er af hinu góða.

 

 


Athyglisverð orð biskups

Ég sá viðtal við Agnesi Sigurðardóttur, biskup á vefsíðu Vísis. Renndi hratt í gegn um það, en það voru örfá atriði sem vöktu athygli mína.

Biskup segir um Zúista:

„Ég hef enga skoðun á nýjum félögum. Ég verð að viðurkenna að ég setti mig ekki mikið inn í þetta mál. En þetta er mjög sniðugt hjá þeim. Þetta er klárt fólk, bráðsniðugt. Það sér þarna möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu.“

Vegna zúista varð kirkjan af ellefu milljónum í sóknargjöld. „Það er agalegt fyrir söfnuði og sóknir landsins.“

Þarna talar biskup um sniðugt fólk sem sér möguleika á því að fá fjármagn frá ríkinu. Það er ekki talað um endurheimtingu "sóknargjalda" enda í raun engin "sóknargjöld" innheimt.

Enda löngu tímabært að þetta fyrirkomulag og þessi framlög úr ríkissjóði hætti. Eðlilegt er að einstaklingur ráði sjálfir hvort að þeir kjósi að greiða "sóknargjald" og verða þannig "sóknarmeðlimir".

Athygli vekur að hún telur kirkju sína verða af þessu fé. Eins og það hafi á einhvern hátt tilheyrt kirkju hennar.

Það væri kirkjunni hollt að þurfa að hafa meira fyrir sínum félagsmönnum og að þeir væru vissir um hag sinn af því að tilheyra henni.

Þá væri staðan líklega síður sú, að aðeins um helmingur félagsmanna beri mikið traust til kirkju sinnar.

 


Er Svíþjóð þá enn í Schengen?

Ákvörðun sænska þingsins er skiljanleg, og kemur í raun mun seinna en búast hefði mátt við.

Svíar sjá það einfaldlega að þeir geta ekki treyst öðrum aðildarlöndum Evrópusambandsins og Schengen samkomulagsins til að standa sína pligt.

Gæsla á ytri landamærum hefur verið með öllu ófullnægjandi og því verða ríki eins og Svíþjóð að grípa til aðgerða sem þessara.

En ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort að lagasamþykktir sem þessi rúmist innan Schengen samkomulagsins?

Vissulega hef ég heyrt um að ríkjum sé heimilt að grípa til landamæragæslu, en ég hef alltaf skilið að það yrði að vera undir formerkjum einhvers sem flokkaðist undir neyðarástand, eða aðra vá. Og þá einungis sem tímabundna aðgerð.

Lagasetning finnst mér mun varanlegri aðgerð, því þótt að vissulega megi segja að neyðarástand ríki í landamæramálum, víðast í Evrópu, þá er ekkert sem segir að það ástand muni ríkja í 3. ár, þó að það sé reyndar alveg eins líklegt miðað við hvernig "Sambandið" höndlar krísuna.

Því velti ég því fyrir mér hvort að Svíþjóð teljist enn meðlimur Schengen, eða hvort lagasetning sem þessi væri álitin uppsögn samningsins af þeirra hálfu.

En það er ljóst að Schengen samkomulagið er orðið ansi snjáð og lúið.

Meirihlutinn sem stendur að lagasetningunni er svo athyglisverður. Það eru sænski Jafnaðarmannflokkurinn, Græningjar og Svíþjóðardemókratar sem standa saman að þessari lagasetningu.

 

 

 


mbl.is Svíar gera skilríki að skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurheimt votlendis lykilverkefni

Það ku vera rétt hjá Reykjavíkurborg að votlendi, varðveisla þess og endurheimt mun vera ákaflega mikilvægt til bindingar kolefna og varðveislu lífríkis.

Það kann því að virka nokkuð skringilegt að ef ég hef skilið stefnu borgarstjórnar rétt er eitt af hennar helstu stefnumálum að þrengja að og byggja í helstu votlendissvæði borgarinnar.

Væri nú ekki ráð að halda stefnunni með niðurlagningu flugvallarins áfram, en í stað þess að leggja stóran hluta svæðisins undir byggingar, væri stefnt að endurheimt og stækkun votlendis?

Þannig fengi borgin "öflugt lunga" nálægt hjarta sínu.

Skyldi slíkt ekki neitt hafa borist í tal í París? Í það minnsta yfir kaffibolla á Champs Élysées?

 


mbl.is „Hér iðar allt af lífi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðreisn Samfylkingarinnar?

Þótt að all nokkuð hafi verið rætt um að möguleikar væru á að hugsanlega væru nokkrar líkur á því að stofnaður yrði nýr stjórnmálflokkur undir nafninu Viðreisn, virðist það hafa farið fram hjá meirihluta íslendinga.

Þó hafa þeir sem áhuga hafa á slíkri hugsanlegri stofnun átt tölfræðilega ótrúlega gott aðgengi að fjölmiðlum.

En samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir Viðskiptablaðið, þá hefur kannast ríflega 60% aðspurðra ekkert við Viðreisn.

Ríflega 4% aðspurðra segja það komi sterklega til greina að kjósa Viðreisn, og tæp 7% segja það ef til vill koma til greina.

Þeim okkar sem þó hafa heyrt af Viðreisn, og hafa lesið fréttir um helstu baráttumál, kemur það ekki á óvart að Viðreisn nýtur helst stuðnings á meðal stuðningsmanna Samfylkingarinnar.

Af stuðningsfólki Samfylkingarinnar segja 14% af það komi ef til vill til greina að kjósa Viðreisn, en önnur sex % segja að það komi sterklega til greina. Vandamálið fyrir Viðreisn er auðvitað að 14 og 6% af litlu er mjög lítið. Það þarf engan tölfræðing til að reikna það út.

3% af stuðningsfólki Sjálfstæðisflokksins segja það komi sterklega til greina að kjósa Viðreisn og 6% segja að það kæmi ef til vill til greina.

Sagt er í fréttinni að stuðningur við Viðreisn mælist vart hjá stuðningsfólki Vinstri grænna og Framsóknar. Ekki er minnst á Pírata.

Hvort að enn einn smáflokkurinn sé svo það sem vantar í íslenska flokkaflóru er vitanlega smekksatriði.

En samkvæmt þessari könnun er ekki mikil (Við)reisn yfir þessu.


Líkurnar á því að Bretland kveðji Evrópusambandið aukast stöðugt. 47% vilja út 38% vilja halda í "Sambandið"

Fyrst þegar farið var að ræða um að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið var litið á það sem einhverja "fantasíu" létt geggjaðra einstaklinga og "ávaxtakaka".

Að yfirgefa "Sambandið" var eitthvað sem mörgum þótti varla mögulegt.

En nú er staðan sú að hver skoðanakönnunin á fætur annari sýnir að bretar eru líklegri en ekki til að velja þann kost að Sameinaða konungsdæmið (UK) segi sig úr Evrópusambandinu.

Einhver stærsta könnun sem gerð hefur verið í þessum efnum er nýbirt.

Það er YouGov sem gerði könnun á meðal 20.000 einstaklinga í Bretlandi. Af þeim vildu 47% að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið, en 38% vilja áfram vera í "Sambandinu". 14% voru óákveðin.

Séu ókveðnir teknir frá, má segja að staðan sé nokkurn veginn 55/45, þeim sem vilja út í vil.

Vissulega gera flestir sér grein fyrir því að ákvörðun um að yfirefa "Sambandið" er ekki án áhættu, ekki síst efnahagslegrar.

En það gera sér sömuleiðis flestir grein fyrir því að ákvörðun um að vera áfram í "Sambandi", sem ekki er ljóst hvert stefnir, er ekki án áhættu, ekki síst efnahagslega fyrir Bretland.

Staðan er sú nú, að Bretar flytja mun meira inn frá "Sambandslöndum", en flutt er út til þeirra. Það má því leyfa sér að að álykta að það væri "Sambandslöndunum" í hag, eða hafa viðskiptasamböndin nokkuð óbreytt.

Það er þó alls ekki gefið að skynsemin ráði í þeim efnum.

En það er fátt sem bendir til annars en að Evrópusambandið glími enn við krísur sínar á næstu árum, sem svo enn eykur líkurnar á því að Bretland yfirgefi "Sambandið".

Það væri svo ein af martröðum frammámanna "Sambandsins" ef þeir þyrftu að horfa á Bretland blómstra eftir að hafa hoggið á "Sambandstaugina".

En það hriktir víða í "Sambandinu" þessa dagana.


Að borga skatta eða ekki borga skatta - á Íslandi

Ég verð að segja að mér þykir þessi umræða skrýtin. Eykst eða minnkar tjáningarfrelsi á Íslandi í réttu hlutfalli við skattgreiðslur?

Sjálfur hef ég ekki greitt skatta á Íslandi um nokkurra ára skeið, en hef samt leyft mér að hafa skoðanir á ýmsum málum sem Ísland varða.

Það sama gildir reyndar um ýmis önnur lönd í heiminum, sem ég hef enn minni tengsl við en Ísland.

Það er ótrúlegt að alþingismaður á Íslandi standi í þeirri meiningu að tjáningarfrelsi tengist á einhvern hátt skattgreiðslum eða að einungis þeir sem búi á Íslandi hafi rétt til þess að hafa skoðanir á því sem gerist á Íslandi.

Það mætti ef til vill orða það svo að ég hafi efasemdir um að einstaklingur sem hefur þannig sýn á lýðræði og tjáningarfrelsi, sé góður kostur til að vera þingmaður - alveg burtséð frá því hvað hann greiðir í skatta.

Sjálfur er ég sjaldnast sömu skoðunar og Björk, en það breytir því ekki að hennar skoðanir eru jafn réttháar og allra annara, svo lengi sem þær eru settar fram af kurteisi og yfirvegun.

Það gefst best að svara skoðunum annara með rökum, burtséð frá því hvað þeir greiða, eða greiða ekki í skatta.

P.S. Svo að það komi einnig fram, finnst mér ekki aðalatriði hver þýðingin á orðinu "redneck" er. Björk setti niður við að beita slíku orðbragði í sinni baráttu, en breytir engu um rétt hennar til tjáningar. En uppnefni eru sjaldnast gott innlegg í slíka umræðu.


mbl.is „Já ég borga skatta á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Angela Merkel: Eurokrísan er ekki leyst

Á fundi með samflokksfólki sínu, varaði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, við því að ekki væri búið að leysa Eurokrísuna.

Ekki hefði verið tekið á þeim göllum sem væru á sameiginlegu myntinni.

Þó að vissulega rambi euroið ekki "á brúninni" eins og stundum áður, er staðan ekki góð.

Massíf peningaprentun, lágir vextir og gríðarleg verðlækkun á olíu hefur ekki náð að koma skriði í efnahags svæðisins í heild.

Atvinnuleysi er ennþá gríðarhátt, skuldir einstakra ríkja (og svæðisins í heild) halda áfram að aukast, ríkissjóðshalli er ennþá víða mikill og viðskiptajöfnuður enn í ójafnvægi.

Pólítísk ólga, illviðráðanlegur flóttamannastraumur, hryðjuverkaógn og brestir í Schengensamstarfinu auka svo enn á vandræði Eurosvæðisins.

Flest bendir til þess að 2016 verði enn eitt krísuárið á Eurosvæðinu.

 

 

 


Fer Katrín Jakobsdóttir fram með Bjarta framtíð að baki sér?

Það þarf í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart að flokkar sem flestar skoðanakannair benda til að hverfi af þingi í næstu kosningum vilji ólmir spyrða sig við aðra flokka og þá ekki síst þá sem njóta heldur meiri vinsælda.

Og þannig hefur reyndar saga vinstri flokka á Íslandi verið, nokkuð reglulega á sér stað klofningur og svo aftur sameiningar.

Það má vissulega segja að það væri ekki órökrétt að Samfylking, Vinstri græn og Björt framtíð sameinuðust, en ég leyfi mér að efast um að það myndi breyta miklu fyrir gæfu þessara flokka.

Katrín Jakobsdóttir er vinsæll stjórnmálamaður, en flokkur hennar nær ekki flugi. Ég held að þó að hún bætti Samfylkingu og Bjartri framtíð að baki sér myndi það ekki skila sér í meira fylgi, en vissulega má segja að það gæti nýst betur.

Þar yrði "þröng á þingi" við að manna framboðslistana og enn hættara við því að endurnýjun yrði lítil.

Helsta breytingin er svo að lagt er til að almenningur geti "kosið" sér utanþingsráðherra.  Líklega er þeim ætla að hífa upp kjörþokka "samkrullsins".

En það jákvæða við þessa tillögu er að flokkum myndi fækka, það er þó alltaf eitthvað.

 

 


mbl.is Vill að Katrín leiði utanþingsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband