Athyglisverðar tölur um áfengisverð

Ég verð að viðurkenna að þessi frétt kom mér all nokkuð á óvart.  Einhvern veginn fæ ég þessar tölur ekki til þess að ganga upp í huga mér.

1. líters flaska af Chiva Regal 12 ára Skosku vískí kostar í ÁTVR 11,199kr.  Í fréttinni segir að sama flaska kosti 6,660 kr. í Costco

Það er gríðarlegur verðmunur.

En nú er áfengi í "matarskatts" virðisaukaskatti með 11% álagningu.  Það þýðir að við drögum ca. 10% af heildarverðinu.

Þá stendur eftir 5,994 kr í Costco og 10,079 í "Ríkinu".

Nú hafa áfengisskattar verið sífellt að hækka á Íslandi, síðast nú um áramótin. En ég veit ekki nákvæmlega hvað áfengisgjaldið er nú, en ég myndi þiggja upplýsingar um slíkt í athugasemdum.

Ég ímynda mér þó miðað við hvað ég hef heyrt að áfengisgjald af 1 líters flösku af 40% áfengi sé í það minnsta í kringum 5000 kr.

Þá virðist við fyrst sýn sem að ekki sé mikið eftir til að standa straum af innkaupum og flutningi hjá Costco.

En þessi gríðarlegi verðmunur hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar.

Vissulega hefur Costco gríðarlega innkaupagetu og fær verð í samræmi við það.  Ég fann ekki sambærilega flösku á vef Costco í Bretlandi, þeir bjóða eingöngu upp a´stærri eða "vandaðra" Chivas þar, en þeir sem áhuga hafa geta skoðað verð og úrval hér.

En það er líklegt að Costco sé með lægri álagningu en ÁTVR, svo ekki sé minnst á ÁTVR og heildsala til samans.

Innkaupaverð Costco er líklega töluvert lægra, flutningskostnaður einnig.

En eftir stendur að Íslensk lög standa í vegi fyrir því að Íslenskir neytendur njóti lægra verðlags.

 

 

 


mbl.is Allt að 68% verðmunur á áfengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Skotland sjálfstætt í kjölfar Brexit?

Í grunninn er ég að sjálfsögðu sammála Nicolu Sturgeon um að Skotar eiga að ákveða sjálfir hvort að þeir vilji tilheyra Sameinaða koungdæminu eður ei.  Enga þjóð á að neyða til að tilheyra ríki, ríkjasambandi eða sambandsríki.

Það gildir jafnt um Skotland, Katalóníu, Baska, Flæmingja, Tíbet og svo má áfram telja. Rétt eins og það gerði um Tékkland og Slóvakíu

Það má svo deila um hversu oft eða með skömmu millibili rökrétt er að leggja slík álitamál í dóm kjósenda og ekki til neitt einhlítt svar við því.

Það eru aðeins u.þ.b. 5 ár síðan Skoskir kjósendur höfnuðu sjálfstæði.

Það er reyndar allt eins líklegt að það yrði gert aftur, þó að um slíkt sé ómögulegt að segja. 

Staðreyndin er sú að Skoskur efnahagur er ekki of vel undir sjálfstæði búinn.  Bæði er viðvarandi hallarekstur á Skoska "ríkinu" og yfirgnæfandi hluti "útflutnings" Skota fer til annarra svæða hins Sameinaða konungdæmis, eða 60% )(Það er til muna hærra hlutfall, heldur en hlutur útflutnings Breta sem fer til "Sambandsins").

Scot export Aðeins 18% fer til "Sambandsríkja".  Það er reyndar einnig mikil óvissa hvenær Skotland fengi inngöngu í "Sambandið" ef til sjálfstæðis kæmi. Flestir eru sammála um að það gerist ekki sjálfkrafa og aðildarríki s.s. Spánverjar (sem glíma við Katalóna) allt eins líklegir til að vera þar Þrándur í Götu.

Skotar yrðu sömuleiðis að herða ólina verulega ef þeir ættu að eiga möguleika á því að gerast aðilar að Eurosvæðinu og biðtímin þar getur orðið langur.  Þá vaknar spurningin hvaða gjaldmiðil Skotar hyggist nota í millitíðinni. 

Hvað hallareksturinn varðar, er hann mun meiri en í Bretlandi sem heild. Halli Bretlands hefur verið rétt ríflega 1.1%, en halli Skota er í kringum 7%.  Meiri en helming halla Bretlands hefur mátt rekja til Skota, sem eru þó aðeins í kringum 10% íbúanna.

Með tilliti til þessa er það nokkur kokhreysti þegar Skoski þjóðarflokkurinn segir að Skotland muni ekki taka yfir "sinn hlut" af skuldum Bretlands, ef til aðskilnaðar kæmi, heldur bjóða "samstöðugreiðslur".

En eigi að síður er ljóst að ef Skotland yrði sjálfstætt yrði það áfall fyrir Breta, ekki síst "andlega", ef svo má að orði komast.

En það myndi sömuleiðis svo dæmi sé tekið flækja varnarmál þeirra verulega.

En til þess að sjálfstæði sé virkilega vænlegur möguleiki þurfa Skotar að taka sér tak í efnahagsmálunum.  Olían sem var stór beita í "den" er ekki jafn öflug í dag, verð lágt og það minnkar í lindunum.

En hvernig sem allt fer, er þörf á að leysa málin í sameiningu og á lýðræðislegan máta.  Ég held að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, það er hins vegar spurning um hvenær.

 

 

 


Bloggfærslur 26. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband