Verð á kvóta er aðeins einn hluti af kostnaði við útgerð. Skýrsla þyrfti að vera um allan kostnað.

Að bera saman verð á fiskveiðikvótum á milli landa segir frá einum afmörkuðum þætti kostnaðar við útgerð. 

Það þarf að vita alla þætti til að hægt sé að gera vitiborinn samanburð.

Útgerð getur t.d. hæglega ákveðið að kaupa kvóta hærra verði, ef  annar kostnaður, t.d. laun, skattar á hagnað, hafnargjöld o.s.frv. er lægra.

Þá er hægt að kaupa kvótann dýrara verði en samt skila hagnaði.

Þannig má t.d. ímynda sér að erlent fiskveiðifyrirtæki hefði efni á því að greiða hærri veiðigjöld til Íslenska ríkisins, en innlend fyrirtæki gera. 

Það er að segja ef það væri gert út frá ríki þar sem t.d. laun sjómanna væru lægri, tekjuskattar fyrirtækja væri lægri o.s.frv.

Ef svo fyrirtækið nyti umtalsverðra ríkisstyrkja, eins og sjávarútvegur gerir víða um lönd, gæti ef til vill borgað enn hærra kvótaverð en samt komið út í hagnaði.

En það þarf ekki að reikna lengi til þess að sjá að það kæmi ekki betur út fyrir Íslendinga í heild.

Þess vegna er það markleysa að bera saman kvótaverð eitt og sér.

En vissulega gæti verið fróðlegt að sjá samanburð á sjávarútvegi á Íslandi í mismunandi löndum, ekki bara Namibíu.

Hvernig er skattgreiðslum háttað, hverjar eru tekjur sjómanna, eru reksturinn styrktur af hinum opinbera, o.s.frv.

Svo má aftur velta fyrir sér hvort að ekki eigi að vera einhver takmörk fyrir því að þingmenn geti "pantað" þetta og hitt á kostnað Alþingis.

Er ekki alltaf verið að auka það fé sem flokkarnir fá til þess að nota í "sérfræðiaðstoð" og aðstoðarmenn.

Er það ekki m.a. ætlað til upplýsingaöflunar?

 

 

 


mbl.is „Einhverskonar pólitískur loddaraskapur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband