Hefur Mannréttindadómstóllinn ekkert heyrt um Íslensku vanhæfireglurnar?

Ekki veit ég hvernig niðurstaðan í þessu máli verður, það er eins og jólagjafirnar, vandi um slíkt að spá.

En ég velti því fyrir mér hvort að Mannréttindadómstóllinn hafi ekkert heyrt af Íslensku "vanhæfisreglunum"?

Nú hef ég séð það í fjölmiðlum að Róbert Spanó dómari í málinu og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaðurinn sem kemur umræddu máli fyrir dóminn, séu æskuvinir.

Nú get ég ekkert fullyrt um sannleiksgildi þess, enda hvorki vinur né kunningi þeirra sem um er rætt.

En sé þetta nú satt, hvernig stendur á því að Íslenskir stjórnmálamenn og almenningur eru ekki brjálaðir og krefjast þess að dómarinn stígi til hliðar?

Er ekki um augljóst "vanhæfismál" að ræða?

Eða eru svona tengsl bara "allt í lagi" svo lengi sem hvorugir minnist á að hann hafi hringt í hinn?

Er ekki þörf á að rannsaka þetta frekar?

P.S.  Íslenskir fjölmiðlar ættu auðvitað að rannsaka þetta frekar. Síðan væri auðvitað tilvalið að bera þetta undir Helgu Völu Helgadóttur, sem er eftir því sem ég kemst næst stödd út í Strassbourg, og svo Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sem er einmitt (einn af tveimur af ég man rétt) fulltrúi Íslendinga á Evrópu(ráðs)þinginu.

P.S.S. Auðvitað á Evrópuráðsþingið frekar að vera kalla "Evrópuþingið" en þing "Sambandsins", sem hefur ekki nema u.þ.b. helming Evrópuríkja sem aðildarlönd. Sömuleiðis á Mannréttindadómstóll Evrópu mun meira tilkall til þess að vera kallaður "Evrópudómstóllinn", en einhver "smá" dómstóll sem aðeins dæmir í málum sem varða aðildarríki "Sambandsins",


mbl.is Á ekki von á viðsnúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband