Bloggfærslur mánaðarins, mars 2017

Gæti þetta gerst á Íslandi?

Georg Osborne fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi þingmaður á breska þinginu er ráðinn ritstjóri stórs dagblaðs.  Eins og fram kemur í fréttinni er hann einnig ráðgjafi hjá stóru fjárfestingarfyrirtæki, Blackrock. Og ef marka má fréttina hyggst hann halds þingsetu áfram.

Það er ekki ólöglegt að franskir þingmenn ráði eiginkonur og börn sem aðstoðarmenn. Það er eingöngu ólöglegt ef þau sinna ekki starfinu, en fá samt borgað, eins Francois Fillon er að komast að þessa dagana.

Það er alsiða í Frakklandi að borgarstjórar sitji jafnframt á þingi.

Það er ekki óalgengt að þingmenn á Evrópusambandsþinginu hafi vel á aðra milljón króna á mánuði fyrir ýmis aukastörf, s.s. eins og stjórnarsetur hjá stórfyrirtækjum.

Einn af þeim er t.d. Guy Verhofstadt.

Og þetta er eingöngu það sem ég man eftir í fljótu bragði og hefur verið til umfjöllunar undanfarnar vikur.

Gæti þetta gerst á Íslandi?

Eins og staðan er í dag held ég ekki, og það er vel.

Síðasta sambærilega dæmið sem ég man eftir í fljótu bragði er þegar Össur Skarphéðinsson var ristjóri DV og alþingismaður, ef ég man rétt. Og orðið er nokkuð langt síðan.

Því miður er svo enn að ég tel, að tveir alþingimenn sitja í sveitarstjórnum, ósiður sem ég hélt að væri horfinn.

En það er þó rétt að velta því fyrir sér hvernig stendur á því að svo margir Íslendingar halda að spilling sé mun meiri á Íslandi en í mörgum öðrum Evrópulöndum?

 


mbl.is George Osborne verður ritstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa og leyfa skoðanir

Það hefur oft komið fram á þessu bloggi að ég er ekki hrifinn af því að setja tjáningarfrelsi margar skorður, eða að banna með öllu tilteknar skoðanir.  Þær skoðanir hafa ekki yfirgefið mig.

Það gladdi mig því þegar ég rakst á grein eftir Stephen Pollard, sem er ritsjóri Jewish Chronicle, sem styður skoðanfrelsi og rennir góðum rökum þar undir.

Eins og flestir gera sér líklega greinn fyrir er Pollard gyðingur, en þeir þekkja ofsóknir og hatursáróður líklega betur en flestir ef ekki allir aðrir hópar.

Í greininni segir Pollard m.a.:

Should you choose to believe what has been written about me on social media, you will think I am a paedophile who threatens to rape women who disagree with me. I suppose I should point out that these are lies.

Unfortunately for me, so too is the assertion that I control the media, which is also said about me. That’s not just Jews generally controlling the media – but me, personally.

According to some posts on Twitter and Facebook, I determine not only what other Jews write, taking orders from my Israeli masters – I also order around the many non-Jews in my (heavily moneyed) pocket.

So the accusations contained in a now infamous video by the former Grand Wizard of the Ku Klux Klan, David Duke, titled “Jews admit organising white genocide”, are pretty standard fare to anyone who has ever seen what Jew hate looks like.

The video was posted on YouTube in 2015 but has only attracted attention this week when it was used as a stick by the Home Affairs Select Committee with which to beat Google, which owns YouTube.

Giving evidence to the committee on Tuesday, Peter Barron, Google’s vice-president for communications, said that the video was certainly antisemitic but that YouTube nonetheless had no intention of removing it.

...

It’s clear that the video is indeed antisemitic. In it, Mr Duke says: “The Zionists have already ethnically cleansed the Palestinians, why not do the same thing to Europeans and Americans as well? No group on earth fights harder for its interests than do the Jews. By dividing a society they can weaken it and control it.” So there’s no debate that this is Jew hate in all its traditional poison.

And I’m sure Ms Cooper is right when she says: “Most people would be appalled by that video and think it goes against all standards of public decency in this country.”

But the near universal assumption among politicians and policymakers that because the video promotes repellent views it should therefore be banned takes us into very dangerous territory. Had the video told viewers that their duty was to seek out Jews and attack them – as many posts on social media do – then clearly it should be banned. Incitement to violence is an obvious breach of any coherent set of standards.

...

In some countries, such as Germany and Austria, it is illegal to deny the Holocaust. Given their particular histories, one can understand why.

But understanding why a view might be banned is not the same as accepting it should be. Silencing the Holocaust-denier David Irving and his ilk through the law achieves nothing except a larger prison population. Silencing them through the destruction of their reputation and the exposure of their lies actually defeats them.

It was not Irving’s incarceration in an Austrian cell that destroyed his reputation. It was his lost libel action against the legitimate historian, Deborah Lipstadt.

Hér get ég tekið undir hvert einasta orð. Við eigum að berjast gegn og fordæma skoðanir sem okkur þykja miður geðslegar eða hreinlega rangar, en lausnin fellst ekki í því að banna þær. Með því, rétt eins og Pollard segir er farið inn á varasamar brautir.

 

 

 


Næstum öll höft á brott

Það að því sem næst öllum höftum á fjármagnsflutninga frá Íslandi skuli hafa verið aflétt er vissulega stórt skref.  Í raun eitt hið stærsta sem stigið hefur verið frá því að bankahrunið varð.

Það má vissulega deila um það hvort að það hafi mátt kreista vogunarsjóði enn frekar, en það verður þó ekki um það deilt að skipti á tíma og peningum er eitthvað algengasta og elsta form á viðskiptum.

Það er því ekki óeðlilegt að þeir sem ákváðu að bíða beri meira úr býtum, þó vissulega megi alltaf deila um hversu mikið það eigi að vera.

Það er heldur ekkert óeðlilegt að þeir sem vanir eru að taka áhættu, ákveði að framlengja slíka stöðutöku eins og kemur fram í viðhengdri frétt.

Flestar fréttir af íslensku efnhagslífi réttlæta slíkt.

Þar eru flestar vísitölur og bendingar á uppleið.

Á því högnuðust þeir "aflandskrónureigendur" sem ákváðu að bíða, íslenskur efnahagur og gengi enda mun sterkara en þegar þeir ákváðu að hafna tilboði Seðlabankans.

Að sama skapi hefur nauðsynin á því að halda fjármuum þeirra á Íslandi minnkað.

Þannig gerast viðskipti.

Líklega eru fáir ef nokkrir Íslendingar ekki viljað gefa þeim verra gengi, en efnahagsstaðan er einfaldlega allt önnur.

Á íslenskur efnahagur eftir að verða enn sterkari og gefa þeim sem nú bíða enn frekari hagnað?

Slíkt veit enginn fyrir víst, en hitt er ljóst að líklegt er að gjaldeyrisfærslur verið gefnar frjálsar að fullu í framtíðinni.

En það er ljóst að vogunarsjóðir eru reiðubúnir til að veðja á slíkt.

 

 

 

 


mbl.is Stór vogunarsjóður hafnar tilboðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sambandið" er umbúðalaust og Íslendingum líkar ekki það sem þeir sjá

Það er rétt hjá Elleman-Jensen að það Evrópusambandið er ekki lokaður pakki. Það er umbúðalaust að aðildarríki þurfa að aðlaga sig að að reglum þess, þó að umsemjanlegt sé hversu lengi það megi taka.

Það má þó halda því fram að um sé að ræða all nokkurt "hismi", en kjarninn er óumdeilanlegur og liggur frammi.  Umbúðalaus.

Það þarf því ekkert að kíkja í pakkann, hann blasir við Íslendingum jafnt sem öðrum.

Og Íslendingum líkar ekki það sem er umbúðalaust á borðinu.  Skoðanakannanir hafa sýnt að öruggur meirihluti vill ekki ganga í "Sambandið". Niðurstöður þeirra hafa verið á þann veg í rúmlega 7 ár.

Það er þess vegna sem "Sambandssinnar" hófu skollaleikinn um að "kíkja í pakkann".  Engin var raunverulega "Sambandssinni" heldur voru þeir "viðræðusinnar".  Hver er svo óforskammaður að vera á móti því að ræða málin?

En það er er engin ástæða til að hefja aðlögunarviðræður við "Samband" sem Íslendingar vilja ekki ganga í.

Enda steyttu aðlögunarviðræðurnar skjótt á skeri. 

Ekki síst vegna þeirra skilyrða sem Alþingi setti viðræðunefndinni.  "Sambandið" vildi ekki ræða málin á þeim grundvelli. Sjávarútvegskaflinn fékkst t.d. ekki opnaður.

En enn ræða ýmsir íslenskir stjórnmálamenn um nauðsyn þess að kjósa um áframhald viðræðna sem sigldu í strand fyrir um 5 árum.

Og enn eru þeir til sem láta blekkjast.

 


mbl.is „Þið vitið hvað er í pakkanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mörgu leyti skrýtin umræða - hvað er áfengi?

Það má ganga út frá því sem vísu að þegar Íslendingar ræða um fyrirkomulag á sölu áfengis, eða smásölufyrirkomulag yfirleitt, fer umræðan út um víðan völl og tekur alls kyns hlykki.

Þessi frétt er ágætt dæmi um það. Heilbrigðismálaráðherra Noregs segist hafa áhyggjur af því að Íslendingar kunni að auka frelsi í sölu áfengis.

En í Noregi er bjór seldur í flestum "búðum á horninu" og kjörbúðum.  Kjörbúðir selja sömuleiðis bjór í Finnlandi.  Það er engu líkara en að heilbrigðisráðherra Noregs telji bjór ekki til áfengis.

Hafa Íslendingar áhyggjur af því?

Það er rétt að hafa í huga nú degi á eftir "Bjórdeginum" að aukið frelsi, hvort sem er í áfengismálum eða smásölu hefur ekki komið af sjálfu sér og nær alltaf mætt harðri andstöðu.

Frumvarp um að leyfa bjór var ekki lagt fram í fyrsta sinn þegar það var samþykkt árið 1988.  Ætli það hafi ekki verið nær 10. skiptinu sem slíkt frumvarp var lagt fram.  Ef ég man rétt var slíkt frumvarp fyrst lagt fram árið 1960.

Og þær eru orðnar býsna margar breytingarnar á fyrirkomulagi í smásöluverslun sem "þjóðin" hefur klofnað yfir og rifist svo misserum skiptir.

Mjólk ætti ekki heima í kjörbúðum, bækur áttu ekki heima í stórmörkuðum, lesgleraugu átti að banna að selja í stórmörkuðum.

Kjörbúðir máttu ekki vera opnar nema til 6 á kvöldin og áttu að vera lokaðar um helgar. Slakað var á klónni í sumum sveitarfélögum og almenningur mátti náðarsamlegast kaupa sér nauðsynjar í gegnum lúgu.

Svo var auðvitað "blessað bjórlíkið", sem líklega fáir sakna, en auvitað var það bannað nokkrum árum áður en bjór var leyfður á Íslandi.  Þáverandi dómsmálaráðherra gerði það árið 1985.

Auðvitað geta allir lifað lífinu án þess að einokun ríkisins sé afnumin á sölu áfengis, hvað þá að áfengi sé selt í matvöru eða öðrum verslunum.

Það sama gildir auðvitað um bjór, nú eða frjálst útvarp og sjónvarp, ekkert af þessu er lífsnauðsynlegt.  En þetta er dæmi um frelsi sem hafðist ekki nema með strangri og áralangri baráttu á Íslandi, ekki síst í sölum Alþingis, sem sjálfsagt hafði eitthvað "verulega mikilvægara" að ræða þá, rétt eins og nú.

En reglurnar eru skrýtnar. Þannig er ekkert mál fyrir Íslending sem hefur náð áfengiskaupaaldri, að panta sér hvaða áfengi sem er frá erlendum aðilum og fá það tollafgreitt og sent heim að dyrum (t.d með DHL eða sambærilegri þjónustu) en að íslenskur aðili geti veitt slíka þjónustu (nema ríkið auðvitað) er algerlega fráleitt í hugum svo margra Íslendinga.  Hugsanlega gætu þeir pantað á netinu hjá norska "ríkinu", en ég efast um að þeir afgreiddu pöntunina og verðið þar dregur engan að.

Forsjárhyggjugenið er það ríkt í Íslendingum (líklega ríkara í þeim sem leggja fyrir sig stjórnmál en öðrum) að þeim finnst það í góðu lagi að Íslendingar megi kaupa af einkaðilum, svo lengi sem þeir séu erlendis, þó að áfengið komi heim að dyrum á Íslandi.

Það hefur orðið alger sprenging í aðgangi að áfengi á Íslandi undanfarna áratugi. Bæði hefur ÁTVR fjölgað útsölustöðum sínum mikið og veitingastöðum sem selja áfengi hefur fjölgað hraðar en tölu má festa á.

Og vissulega hefur sala á áfengi aukist á undanförnum árum, en það verður varla séð að það sé umfram mannfjöldaukningu og stóraukin ferðamannastraum.  Þó þarf að hafa í huga að í fréttinni sem vísað er í er eingöngu fjallað um sölu ÁTVR.

En það gildir um bæði Ísland og Noreg (og reyndar mörg fleiri lönd) að býsna mikill hluti áfengisneyslu sést ekki í innlendum sölutölum, líklega stærri hluti í Noregi.

Því með auknum ferðalögum fylgir meira fríhafnarbús og smygl.

Reyndar er svokallaður áfengistúrismi býsna merkilegt fyrirbrigði, ekki síst á Norðurlöndunum.

Svíar og Norðmenn flykkjast yfir til Danmerkur að kaupa ódýrt áfengi og margir Danir fara yfir til Þýskalands.  Í Eistlandi má sjá Finna með drekkhlaðna bíla af áfengi á leiðinni heim.  Talið er að allt að 25% af áfengi sem selt er í Eistlandi fari yfir til Finnlands.

Eistlendingar eru síðan í vaxandi mæli farnir að leita yfir til Lettlands, því þar er áfengi enn ódýrara.

Þannig skapar verðlagning og hömlur á sölu áfengis margar skrýtnar sögur.

En það má telja næsta víst að frumvarp um afnám einkaleyfi ríkisins til að reka áfengisverslanir, eða leyfa frjálsa sölu á áfengi verði fellt.

Það er enginn heimsendir.  Þannig voru örlög frumvarpa um bjór um áratugaskeið og frjálst útvarp hafðist ekki í gegn án baráttu. Ef ég man rétt greiddi til dæmis enginn þeirra sem á hátíðarstundum töluðu um sig sem "frjálslynda jafnaðarmenn" atvæði með því frelsi á Alþingi.

En það er engin ástæða til að leggja árar í bát, þó að orusta tapist.  Það er sjálfsagt að halda málinu og umræðunni vakandi.

Og þó að ef til vill sé ekki ástæða til að leggja frumvarp þessa efnis fram árlega, er ég þess fullviss að sá tími mun koma að einokun ríkisins verði aflétt.

 

 

 

 


mbl.is Óttast áhrifin annarsstaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mál sem þetta á ekkert erindi á Alþingi

Það er því miður allt of algengt að þingmenn telji sig eiga að stjórna samfélaginu - í stóru og smáu.

Þetta upphlaup er ágætt dæmi um það.

Hvers vegna það er tilefni til umræðu eða gagnrýni á Alþingi að dagvist eða skólar skuli ætla að bjóða upp á þvottaþjónustu er eiginlega óskiljanlegt.

Það skiptir engu máli í sjálfu sér hver á að sjá um þvottinn, slíkt er auðvitað samningsatriði á milli starfsfólks og vinnuveitenda.

Það segir sig þó nokkuð sjálft að öllu jöfnu ráða fyrirtæki ekki háskólagengna starfskrafta til að þvo og brjóta saman þvott. Þess gerist ekki þörf.

Endir fréttarinnar gefur svo til kynna að þetta sé gert til að afla fleiri viðskiptavina.

Hvílík höfuðsynd.

Það á eftir að koma í ljós hvort að þessi þjónusta nýtur vinsælda eður ei, rétt eins og tilbúinn matur sem boðinn er hjá sama þjónustufyrirtæki.

Þannig vinna framsækin fyrirtæki, víkka út þjónustuna og sinna þörfum viðskiptavina sinna.

Sumt slær í gegn annað fellur.

Foreldrar þurfa á færri staði og minnkar stress og líklega má færa rök fyrir því að aukin þjónusta á einum stað sé einnig umhverfisvæn, þar sem snúningum á bílnum fækkar.

En af því að þingmaðurinn talaði um virðingu, verð ég að bæta því við að ég tel að virðing Alþingis aukist ekki við gagnrýni á þvottaþjónustu úr ræðustól þess.

 


mbl.is Gagnrýnir þvottaþjónustu Hjallastefnunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband