Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

En áfengi er ekki selt á bensínstöðvum

Áfengi og sölufyrirkomulag á því, ásamt sölustöðum virðist vera frjótt ágreiningsefni fyrir Íslendinga.

En í raun, ef ég hef skilið rétt, er bjór, vín eða annað áfengi hvergi selt á bensínstöðvum.

Svo mun hins vegar vera að veitingastaðir sem deila húsnæði með bensínstöðvum selja áfenga drykki. Eins og þeir gera víða um land.

Þó að innangengt sé á milli bensínafgreiðslu og veitingastaðar, er varla hægt að segja að bensínstöðvarnar selji áfengið.

Ekki frekar en hægt er að kaupa áfengi í fatabúðum í Kringlunni, þó að vissulega sé áfengi selt í sama húsnæði, bæði í smásölu og veitingarekstri. Það mun ennfremur vera algengt að einstaklingar komi á bíl til áfengiskaupa.

Umsögn lögreglunnar á Blönduósi bendir enn fremur til þess að ölvunarakstur stjórnist ekki af hvaða annar rekstur er í sama húsi og áfengissali.

 

 

 


mbl.is Gagnrýna bjór á bensínstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þýðir það ef "Bandaríki Evrópu" koma til sögunnar?

Það hefur lengi verið ljóst að efri lög stjórnenda "Sambandsins" hafa verið "svag" fyrir "Sambandsríki", þ.e. "Bandaríkum Evrópu". 

Það er einnig ljóst að stuðningur við slík áform á meðal almenna kjósenda í "Sambandsríkjum" hefur ekki verið almennur. Í raunar afar lítill.

Þó er ljóst að sambandsríki eins og Hollande, Frakklandsforseti kallar nú eftir, er það sem sem efri stjórnendur "Samdbandsins" vilja flestir stefna að, en þó sérstaklega innan "Eurosvæðisins"

En hvað þýðir það?

Þó að alltaf sé erfitt að spá, og sérstaklega um framtíðina, eins og maðurinn sagði er þó óhætt að ganga útfrá nokkrum hlutum sem vísum.

Þó að vissulega sé andstaða við að komið sé á fót "Bandaríkjum Evrópu", er engin vegin hægt að útiloka það, enda hefur Eurosvæðið sýnt að vilji er til bæði þess og hins að sniðganga vilja almennings á svæðinu.

En hvað myndi stofnun "Bandaríkja Evrópu" hafa í för með sér?

Það er erfitt að fullyrða um, en þó er líklegt að Eurosvæðið yrði að mörgu leyti auðveldari "stjórnsýslueining". Það er að auðveldara yrði að flytja fjármuni frá betur stæðari einingum, til hinna verr staddari.

Það er varla nokkur vafi á því að það er eitt af því sem Franskir ráðamenn finnst aðlaðandi við slíkt fyrirkomulag.

Sameiginlegar skatttekjur, til að dreifa um Euroríkið, er nokkuð sem Frönskum ráðamönnum myndi þykja framför, og án efa Grískum sömuleiðis.

En slíkt fyrirkomulag myndi án efa hafa margvíslegar aðrar breytingar í för með sér.

Þær stærstu yrðu án efa á alþjóðlega sviðinu.

Aðrar þjóðir heims, myndu varla sætta sig við að Eurosvæðið, sem sambandsríki, myndi hafa nema eitt atkvæði, og einn fulltrúa í alþjóðlegum stofnunum.

Þannig gæti varla nokkuð mælt með því að Eurosvæðið hefði fleiri fulltrúa hjá t.d. Sameinuðu þjóðunum, en Bandaríki Norður Ameríku, eða t.d. Kanada.

Þannig myndi alþjóðleg áhrif Evrópuríkja án efa minnka.

Að mörgu leiti má án efa segja að slíkt yrði verðskuldað.

En það er ekki síður verðugt umhugsunarefni fyrir margar þjóðir innan "Sambandsin" og Eurovæðisins, hvort að slíkt yrði í þágu þeirr hagsmuna.

Ekki síður er verðugt fyrir þjóðir sem standa utan "Sambandsins" hvort að slíkar fórnir væru þess virði.

Er til dæmis góð tilhugsun fyrir Íslendinga að á hafréttarráðstefnu, væri hagsmuna þeirra gætt af fulltrúum "Samabandsins" sem kæmu frá til dæmis Möltu og Króatíu, svo dæmi séu nefnd?

Ef til vill kann það að þykja einhverjum fjarlægur möguleiki, en rétt er að hafa í huga að í upphafi skyldi endinn skoða.

 


mbl.is Vill sameiginlega ríkisstjórn evruríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#Töfralausnin: Hvað var sagt um euroið í kringum síðustu aldamót? Við verðum enn á ný mest hataða þjóð í Evrópu

Það eru margir sem láta eins og að núverandi ástand á Eurosvæðinu komi verulega á óvart. Og eflaust er það tilfellið með marga sem engan gaum hafa gefið þeim gagnrýnisröddum sem fylgt hafa euroinu, frá byrjun.

En það þýðir ekki að margir hafi sagt nokkurn veginn fyrir um hvernig þróun Eurosvæðisins hefur verið.

Reyndar eru sumir spádómarnir sem settir voru fram á þeim tíma sem euroið var á hugmyndastigi, ótrúlega líkir því ástandi sem er staðreynd í dag.

1997 sagði Arnulf Baring:

They will say that we are subsidizing scroungers, lounging in cafés on the Mediterranean beaches. Monetary union, in the end, will result in a gigantic blackmailing operation. When we Germans demand monetary discipline, other countries will blame their financial woes on that same discipline, and by extension, on us. More, they will perceive us as a kind of economic policeman. We risk once again becoming the most hated in Europe. 

Breski hagfræðingurinn Wynne Godley skrifaði árið 1992:

What happens if a whole country—a potential ‘region’ in a fully integrated community—suffers a structural setback? So long as it is a sovereign state, it can devalue its currency. It can then trade successfully at full employment provided its people accept the necessary cut in their real incomes. With an economic and monetary union, this recourse is obviously barred, and its prospect is grave indeed unless federal budgeting arrangements are made which fulfil a redistributive role. ... If a country or region has no power to devalue, and if it is not the beneficiary of a system of fiscal equalisation, then there is nothing to stop it suffering a process of cumulative and terminal decline leading, in the end, to emigration as the only alternative to poverty or starvation.

Árið 2002, skrifaði Bandaríski hagfræðingurinn Stephanie Bell Kelton:

Countries that wish to compete for benchmark status, or to improve the terms on which they borrow, will have an incentive to reduce fiscal deficits or strive for budget surpluses. In countries where this becomes the overriding policy objective, we should not be surprised to find relatively little attention paid to the stabilization of output and employment. In contrast, countries that attempt to eschew the principles of “sound” finance may find that they are unable to run large, counter-cyclical deficits, as lenders refuse to provide sufficient credit on desirable terms. Until something is done to enable member states to avert these financial constraints (e.g. political union and the establishment of a federal [EU] budget or the establishment of a new lending institution, designed to aid member states in pursuing a broad set of policy objectives), the prospects for stabilization in the Eurozone appear grim.

Þetta eru aðeins örfá af þeim varnaðarorðum sem hafa verið látin falla um euroið og uppbyggingu þess á undanförnum áratugum, og má auðveldlega finna á internetinu. Fréttastofan Bloomberg, tók saman 9 spásagnir, sem ég tók að hluta til að láni hér.

 

 

 


Ábyrgðin er Rússa og skósveina þeirra

Það virtist vera nokkuð ljóst frá upphafi að svokallaðir "aðskilnaðarsinnar" bæru ábyrgð á því að hafa skotið niður Malayísku farþegaþotuna.

Vissulega var reynt mað alls kyns bellibrögðum og röngum upplýsingum (fáir ef nokkrir betri í því en Rússar) að þvæla málið og koma sökinni annað.

En æ fleiri vísbendingar og sönnunargögn hafa komið fram sem gerir það æ ljósara að sökin eru skósveinum Rússa í Ukraínu, og ábyrgðin því Rússa að miklu leyti. Nú þetta myndband.

En það er ljóst að Ukraína mun seint verða eins og hún var eftir fall Sovétríkjanna. Rússland hefur þegar með valdbeitingu tekið stóran skerf af landi hennar.

Slíkur "niðurskurður" á Ukraínu mun líklega halda áfram, og næst verða það austurhéruð hennar sem verða "tálguð" af og innlimuð í Rússland.

Enn á ný er það vopnavald sem er notað til að breyta landamærum í Evrópu.

Ég verð að viðurkenna að mér er það hulin ráðgáta hvers vegna helstu forystumenn Evrópusambandsins, vilja endilega flýta fyrir og hvetja til slíkrar valdbeitingar, með því að verðlauna þá sem valdinu beita.

Vissulega er það svo að sjálfsákvörðunarréttur íbúa á afmörkuðum svæðum og löndum er mikilvægur. En það þarf líka að taka tillit til þess hvernig viðkomandi hópar komust í í "meirihlutaaðstöðu" á viðkomandi svæði.

Ef það var með því að myrða og flytja á brott þá sem höfðu búið þar áður, byggir sú krafa á veikum grunni, og sjálfsákvörðunarréttur þá um leið viðurkenning á réttmæti slíkra voðaverka.


mbl.is „Þetta er viðbjóðslegt að horfa á“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hópferð til Grikklands á vegum Evrópu(sambands)stofu?

Nú hillir víst undir lokun Evrópu(sambands)stofu, en hún lokar víst í haust ef marka má frétt RUV. Að mínu mati ekki degi of snemma, frekar of seint.

Starfræksla Evrópu(sambands)stofu hefur verið frekleg inngrip í innanríkismál á Íslandi, þar sem áróður hefur verið rekin fyrir annari hlið, í umdeildu pólítísku máli, sem lengi vel (það er að segja áður en aðlögunarviðræður sigldu í strand) leit út fyrir að yrði útkljáð með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Erlent fé var og er notað til að kynna aðra hliðina í þeim deilum.

En í frétt RUV má lesa eftirfarandi:

Markmiðið með starfseminni hefur verið að auka skilning og þekkingu á ESB og hvetja til umræðu um kosti og galla mögulegrar aðildar Íslands að sambandinu.

Eftir því sem ég kemst næst, hefur all nokkur partur af starfsemi Evrópus(sambands)stofu falist í því að skipuleggja (og borga fyrir) hópferðir Íslenskra stjórnmálamanna, fjölmiðlamanna og annara þeirra sem taldir eru geta mótað skoðanir Íslendinga.

Líklega hefur þar fyrst og fremst verið farið yfir kosti mögulegra aðildar Íslands að "Sambandinu".

Má þá eiga von á því að Evrópu(sambands)stofa skipuleggi nú hópferð slíkra einstaklinga til Grikklands, svo að kynna megi Íslendingum hluta af göllum "Sambandsins"?

Á einhver von á því?

P.S. Hefði sannleikurinn verið markmiðið, hefði stofnunin aldrei verið kölluð "Evrópustofa", því hálfsannleikur er oftast engu betri en lygi.

Hvað hefur mikið af krafti og fjármunum "Stofunnar" verið varið í að kynna lönd s.s. Sviss, Noreg, Albaníu, Ukraínu, Georgíu, o.s.frv?

"Stofunni" er ætlað að kynna starfsemi og reka áróður fyrir Evrópusambandið og ætti að sjálfsögðu að draga nafn sitt af því.

Það er ógeðfellt að horfa upp á "Sambandið" reyna að eigna sér hugtakið Evrópa, eingöngu sökum þess að að það hefur yfir sér jákvæðara yfirbragð en Evrópusambandið sjálft.

En ógeðfelldara er að horfa upp á fjölmiðlafólk um allan heim, láta "Sambandið" komast upp með það.

P.S.S. Reiðufé í umslagi til að kosta eyðslu einstaklinga í ferðum á vegum "Sambandsins" myndi auðvitað nú, hafa hlutfallslega mörgum sinnum jákvæðari áhrif í Grikklandi en Brussel. Grikkjum vantar einmitt euro í fjármálakerfi sitt.

 

 


mbl.is Gríska þingið samþykkti tillöguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlega mikilvæg réttarhöld

Nú hefur Oskar Gröning verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir starf sitt í Auschwitz og þátttöku í þeim viðurstyggilegu fjöldamorðum sem þar voru framin.

Ef til vill er það rétt að Oskra hafi ekki drepið nokkurn, en hann var tannhjól í þeirri vítisvél sem murkaði lífið úr körlum, konum og börnum án nokkurrar miskunar.

Þeir sem myrtir voru voru aðallega Gyðingar, en einnig Roma fólk, Pólverjar og fólk af ólíkum uppruna.

Þegar réttarhöld yfir fyrrum böðlum nazista eru haldin nú á dögum, koma yfirleitt upp vangaveltur til hvers verið sé að elta uppi gamalmenni, sem eigi fáa lífdaga eftir.

En einmitt þess vegna er það mikilvægt að draga þá fyrir dóm.

Til þess að sýna að þessir hryllingur er ekki gleymdur, ekki fyrirgefinn, ekki fyrndur.

Það er líka nauðsynlegt að sýna fram að að hafa "bara" unnið í "stoðdeild" stærstu morð samtaka sögunnar, er ekki afsökun.

Í mínum huga er þó refsingin ekki aðalatriði, þó að hún sé nauðsynleg. Hvort að Oskar Gröning kemur til með að sitja í fangelsi í 4. ár, eða verður sleppt út fyrr af heilsufarsástæðum, er ekki svo mikilvægt í mínum huga.

Það er þó rétt að leiða hugann að því að í Auschwits, hefði maður á hans aldri verið myrtur stuttu eftir komu þangað, sendur í gasklefann.

En það sem er mikilvægast er að fá fram vitnisburð Oskars, játninguna, viðurkenninguna á því sem fram fór í Auschwits, frá einstaklingi sem starfaði við Helförina.

Þess vegna eru þessir réttarhöld alveg jafn mikilvæg og þau sem hafa farið fram áður, mörg yfir einstaklingum sem persónulega höfðu unnið ólýsanleg voðaverk.

Þau eru líka mikilvæg vegna þeirra sem enn þann dag í dag, reyna að halda því fram að Helförin hafi ekki átt sér stað, eða sé orðum aukin.

Réttarhöldin eru ekki haldin til að ná fram hefnd gegn Oskari Gröning, heldur til að sýna að réttlætið er enn til staðar, þó langt sé um liðið og sannleikurinn þurfi að ná að koma fram.


mbl.is Bókarinn fékk fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef stjórnarmenn hundsa vilja hlutafjáreigenda?

Er það ekki nokkuð ljóst að ef bankaráðsmenn sem hluthafi hefur kosið, hundsa vilja hlutafjáreigenda og taka ákvarðanir sem draga úr hagnaði fyrirtækis og þar með hlutafjáreigenda, þá skiptir hlutafjáreigandi um stjórnarmenn?

Er það ekki þannig sem hlutafjáreigandi tryggir hagsmuni sína og að stjórnarmenn spili ekki "sóló"?

Jafnvel hugsanlegt að fara fram á aukahluthafafund, þar sem bankaráðsmenn hafi misst tiltrú og trúnað hlutafjáreigenda?


mbl.is Bankaráð Landsbankans sem réð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#Töfralausnin: Grikkland afsalar sér því sem eftir var af sjálfstæði þess og er nú í umsjá .. skiptaráðanda. Engar afskriftir þó að AGS telji þær nauðsynlegar.

Það var einu sinni sagt að fótbolti væri leikur sem spilaður væri í 2 X 45 mínútur og Þýskaland vinnur. Svipað má líklega segja um Eurosvæðið nú, það er fundað í 19 tíma og Þýskaland vinnur.

Þeir halda enda um stærstu budduna, buddu sem hefur bólgnað út vegna þess að þeir sígengisfella gjaldmiðill sinn með aðild að Eurosvæðinu, og hafa þar af leiðandi gríðarlegan viðskiptahagnað.

Sem þeir ætla ekki að deila með öðrum þjóðum svæðisins.

Grikkir eru hins vegar á hinum endanum, með alltaf sterkan gjaldmiðil, sem hefur á undanförnum 14 árum svipt landið samkeppnishæfi sínu, með með prógrömmum Eurosvæðisins og "Sambandsins" lagt efnahag landins því sem næst á hliðina, með efnahagslegum og samefélagslegum hörmungum.

Nú er niðurlæging Grikklands fullkomnuð, þegar erlent vald hefur neitunarvald á samþykktir þjóðþings þeirra. Sagt er að Grikkir hafi jafnframt afsalað sér rétti til að efna til kosninga. Slíkt verður ekki gert nema með samþykki Eurosvæðisins Þjóðverja.

Hluti af eignum Gríska ríkisins eru teknar og settar í sérstakan sjóð, og líklega seldar, hvort sem viðunandi verð fæst eður ei.

Svona getur farið fyrir ríkjum sem afsala sér valdi til yfirþjóðlegra stofnana og gangast undir að afsala peningamálstefnu sinni til seðlabanka sem er nær að fullu í erlendri eigu.

En líklega hefðu ýmsir talið að Grikklandi skorti fátt, 34. ár sem aðili að "Sambandinu" (töfralausninni), tók upp euro fyir ríflega 14 árum og hefur "sæti við borðið".

En töfralausnin virkaði ekki, euroið rændi landið samkeppishæfi sínu en gerði því kleyft að safna skuldum, og "sætið við borðið" var fyrst og fremst notað til að setja því skilyrði og úrslitakosti undanfarin ár.

En auðvitað var það ekki svo að töfralausninni, euroinu eða "sætinu við borðið" væri neytt upp á Grikki, nei þeir sóttust eftir því. Það er heldur ekki svo að allt annað í efnahag þeirra hafi verið í stakasta lagi.

Efnahagskerfið er meira og minna sósíalískt, reglufargan mikið, spilling landlæg og skattkerfi bæði gríðarflókið og óskilvirkt.

En það var vitað þegar Grikklanda gekk í "Sambandið, það var vitað þegar Grikkland fékk leyfi til að taka upp euroið, það vissu allir þegar Grikklandi voru veitt risalán 2010 (að mestu til að borga Frönskum og Þýskum bönkum) og það var vitað þegar Grikklandi voru veitt enn frekari lán 2012 (sem enn runnu að mestu til að borga lánadrottnum).

Og nú á enn að veita þeim lán, en engar skulda afskriftir eru nefndar. Og það þótt Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn telji skulda afskriftir algera nauðsyn. Það kemur fram í nýrri skýrslu frá "Sjóðnum", sem fullyrt er að Euroríkin hafi vitað um, áður en þau þvinguðu Grikki til samkomulags.

Það má telja furðulegt ef "Sjóðurinn" tekur þátt í einu enn prógrammi fyrir Grikkland án þess að verulegar skulda afskriftir komi til.

Sjóðurinn telur að Grikkkland þurfi greiðslufrí á öllum skuldum til "Sambandsríkja" í 30 ár eða meira, ef það eigi að eiga möguleika á því að rétta úr kútnum.

En Euroríkin ákváðu að hundsa þetta.

En ég hef samúð með Grikkjum, Grískum almenningi sem á mun betra skilið. En ég hef líka samúð með Þýskum, Finnskum, Slóvenskum, Eistneskum, Belgískum skattgreiðendum, sem eiga ekki skilið að sjálfsaflafé þeirra sé endalaust hent í einhverja óskilgreinda eurohít.

Grikkland mun aldrei borga allar skuldir sínar, það er bara spurning um hvernig þær "hverfa".

Líklega er best fyrir Euroríkin að huga að skipulegu uppbroti myntsvæðisins, slíkt kynni að takast vel, en óskipulegt uppbrot er líklegt að endi með hörmungum.

 

 

 


mbl.is Verða að festa loforðin í lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hluthafi ætti auðvitað að segja nei

Ég get vel skilið að Landsbankinn sjái hagræði í því að byggja stórar höfuðstöðvar, og sameina þar mikið af starfseminni. Það mun áreiðanlega hafa í för með sér sparnað til lengri tíma litið.

En ég get ekki séð nein rök fyrir því að slík bygging eigi að vera við hlið Hörpu á hafnarbakkanum í Reykjavík, sem líklega er með dýrustu byggingarlóðum á landinu.

Væri ekki nær fyrir Landsbankann að leigja pláss fyrir lítið útibú, annahvort í Hörpu, eða þá fyrirhugaðri hótelbyggingu á þessu svæði?

Höfuðstöðvar, bakvinnsla og annað slíkt mætti svo byggja í úthverfi, á ódýrri lóð. Slíkar lóðir má ábyggilega enn finna í Reykjavík, nú eða jafnvel í Garðabæ eða Hafnarfirði.

Með slíku vinnst margt.

Fasteignagjöld á hafnarbakkanum eru með eindæmum há, það hefur mátt lesa um vandræði sem slíkt skapar Hörpu. Ég hef ekki trú á því að slíkt valdi Landsbankanu vandræðum, en slíkt ætti þó að vera kærkominn sparnaður sem fengist með ódýrari byggingu.

Því myndi ekki aðeins byggingarkostnaður lækka, heldur myndi fasteignagjöld líklega vera 100 milljónum eða meira lægri á hverju ári.

Það myndi líklega sömuleiðis létta umferðina á og við hafnarbakkann og auðvelda starfsmönnum að komast í og úr vinnu. Sjálfsagt eru einhverjir sem koma á hjóli, en það er eitthvað sem segir mér að slíkt sé ekki meirihlutinn.

Auðvitað á aðaleigandi Landsbankans að grípa þarna inn og beita valdi sínu.  Eigendurnir eru skattgreiðendur, en er það ekki Bankasýsla ríkisins sem fer með atkvæðin fyrir þeirra hönd?

Er hún starfi sínu vaxin?

 


mbl.is Kemur niður á vaxtakjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fara í kleinu yfir hringjum

Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki Dunkin´ maður. Þó að ég hafi keypt mér kaffi og meðlæti þar, þá er það ekki nema einu sinni eða tvisvar. Þetta er einfaldlega ekki fyrir mig.

En ég hef aldrei getað skilið hvers vegna svo margir verða æstir yfir því að einhverjar veitingahúsakeðjur, opni hér eða þar. (eins og virðist nú vera yfir Dunkin´ Donuts).

Í mínum huga gildir alltaf það forkveðna, komi þeir sem koma vilja. Þeir hinir sem ekki hafa áhuga, einfaldlega beina viðskiptum sínum annað.

Og ef þeir sem vilja koma eru ekki margir, segir sig sjálft að yfirleitt loka slíkir staðir.

Ef þeir bjóða ekki upp á eitthvað sem heillar, þá verða þeir ekki í rekstri af hugsjóninni einni saman.

Og ef ég man rétt hefur slík örlög beðið margra veitingastaða á Íslandi, þar á meðal nokkurra alþjóðlegra keðja. Þeim hefur einfaldlega verið lokað.

Persónulega man ég ekki eftir því að hafa nokkur staðar gengið verslunargötu, eða komið í slíka miðstöð að eingöngu hafi verið búðir sem mér þótti áhugaverðar, eða eingöngu veitingastaðir sem ég hefði áhuga á að snæða á.

En slíkt læt ég mér í léttu rúmi liggja og fer einfaldlega þar sem mér líst vel á, nú eða heim ef enginn heillar.

 


mbl.is Dunkin´Donuts fer ekki framhjá neinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband