Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Áhyggjur af ráðuneytum

Það hefur verið býsna merkilegt að lesa um þær gríðarlegu áhyggjur sem margir, ekki síst þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa af "örlögum" Umhverfisráðuneytisins.

Margir tala eins og það hafi verið lagt niður og enginn verði til þess að sinna umhverfismálum í hinni nýju ríkisstjórn.

En fáir ættu að þekkja það betur en stuðningsmenn fyrrum ríkisstjórnar að verkefnin og málefnin "hverfa ekki" þó að breytt sé uppröðun og skipulagningu í stjórnarráðinu.

Eða var sjávarútvegsráðuneytið lagt niður í fyrrverandi ríkisstjórn og enginn sem sá um þann málaflokk?

Líklega myndu fáir kannast við það, enda hverfa málefni einnar mikilvægustu atvinnugreinar þjóðarinnar varla.

En segir það eitthvað um áherslur sem ríkisstjórnir hafa?

Varla myndu stuðningsmenn ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna segja að ríkisstjórnin sú, hefði haft engan eða takmarkaðan áhuga á sjávarútvegsmálum, eða er það?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband