Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Hefur augljóslega sitthvað lært af Rússum

Þó að Þjóðfylkingin og ég eigum það sameiginlegt að vera ekki hrifin af Evrópusambandinu, þá liggja leiðir okkar ekki saman mikið víðar.  Nema ef til vill að skoðanir okkar á ákveðnu dugleysi margra Franskra stjórnmálamanna séu keimlíkar.

Það verður þó ekki af Marine tekið, að hún hefur leitt flokkinn á betri brautir en áður var, og verður að teljast föðurbetrungur.

Eitt af því sem mér hefur þótt sértaklega miður hjá Þjóðfylkingunni er "daður" hennar við Putin og Rússa, sem á sér ef til vill ekki síst rætur í aðdáun margra Frakka á hinum "sterka stjórnanda", þrátt fyrir hina sögulegu Frönsku byltingu.

Frakkar eru reyndar ekki óvanir því að stjórnmálaflokkar "dansi" á "Moskvulínunni", enda þótti Franski Kommúnistaflokkurinn t.d. með eindæmum "hollur" og naut þó verulegs fylgis.

Að mörgu leyti sækir Þjóðfylkingin fylgi sitt að hluta til á ekki ósvipuð mið.

En eitt virðist Marine Le Pen þó hafa lært af Rússum, svo ekki sé vafi á.  Það að skipuleggja kosningar.

 

 

 

 


mbl.is Fékk öll atkvæðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullur sómi

Mér sýnist af þessari frétt, að fullur sómi hafi verið af þessari samkomu, bæði fyrir Sjallann og Stuðmenn, sem og alla aðra sem að henni komu og lögðu fram krafta sína.

Eini mínusinn, fyir mig persónulega, er að hafa ekki verið þar :-)

En það getur í kosmísku samhengi, ekki talist stór, ef nokkur galli á samkomunni.

En mikið væri ég til í að lesa allan bálkinn sem Valgeir flutti til Sjallans.  Og ekki væri verra, ef einhver hefði tekið upp þegar þeir fluttu hann með sínu eðalborna undirspili.

En það er ef til vill til of mikils mælst og óþarfa bjartsýni.

 

 


mbl.is Sjallinn lifir áfram í Akureyrarhjörtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endir Sjallatímabilsins

Það er allt breytingum undirorpið eins og sagt er, en saga Sjallans og Akureyrar hefur verið samofin í ríflega 50 ár.

Ég get ekki neitað því að ég væri meira en tilbúinn til þess að vera í Sjallanum í kvöld.

Bara að vera í Sjallanum væri í sjálfu sér nóg, og staldra við á barnum, en að vera í Sjallanum þegar Stuðmenn eru að spila er allt annað og mikið meira.

Þetta er nokkuð sem ég myndi ekki missa af, ef ég væri nálægt Akureyri.

En nú fer "Sjallatímabilinu" að ljúka (lauk í sjálfu sér fyrir all löngu hjá mér persónulega), en allt fram streymir endalaust, eins og segir einhversstaðar. 

Og alltaf er það eitthvað sem tekur við.

 

 


mbl.is Mætir með Helenustokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nauðsynlegt að hafa aðgangseyri að Þingvöllum?

Ég efa ekki að mörgum finnst það algerlega fráleitt að tekinn yrði aðgangseyrir við Þingvelli.

Það hefði enda líklega ekki borgað sig í aldanna rás.

En tímarnir breytast og mennirnir stundum með.

Það er ljóst að stóraukin ferðamannastraumur til Þingvalla krefst frekari uppbyggingar og töluverðra útgjalda.

Að mínu mati er það lang einfaldast og eðlilegast að afla þess fjár með hóflegum aðgangseyri að Þingvöllum.

Ef að vilji stendur til það heimsækja Stonehenge, kostar það hvern fullorðinn 14 pund.

Heimsókn í Yellowstone þjóðgarðinn í Bandaríkjunum kostar 25 dollara á bíl, og bætast 12 dollara á hvern fullorðinn farþega, ef um atvinnurekstur er að ræða.  Hver fótgangandi þarf að greiða 12 dollara.  En það er rétt að taka fram að sá passi gildir í viku.

Hægt er að kaupa ársmiða fyrir 50 dollara.

Hver rúta sem kemur með farþega í garðinn er rukkkuð um 300 dollara, en þá er ekkert "hausagjald".

Ég held að það væri engan veginn óeðlilegt að gjald fyrir aðgang að Þingvöllum væri á bilinu 500 til 700 krónur á einstakling og svo afsláttargjald fyrir hópa/rútur.

Það myndi jafnframt gefa tækifæri til að auka uppbyggingu og þjónustu á Þingvöllum.


mbl.is Fjölgun sem hefur áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eistlendingar styrkja varnir sínar

Tilkynnt hefur verið um stærstu einstöku hergagnakaup Eistlendinga frá upphafi.  Keypt verða 44. brynvarinn og vopnuð farartæki af Hollendingum.

Þó að farartækin séu keypt af Hollendingum, eru þau Sænskrar gerðar, CV90, eða mismunandi útgáfur af "Combat Vehicle 90".

CV 90 eru notuð af herjum, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands, Hollands og Sviss.

Það er líklegt að við eigum eftir að sjá fleiri fréttir af svipuðum toga á næstu misserum og árum.  Ríkin í A-Evrópu óttast vaxandi yfirgang Rússa og munu kappkosta að styrkja varnir sínar. 

Líklegt verður að telja að vígbúnaður aukist umtalsvert.

Ríkin eru vissulega mörg hver efnahagslega vanbúin til slíkra útgjalda, en líklegt verður að teljast að þú muni samt sem áður finna sig tilneydd til að auka útgöld til varnarmála.

Áhrifin af innlimun Rússa á Krím héraði og innrás þeirra í Ukraínu munu því verða víðtæk og gæta um á ótal sviðum.

Frétt Eistneska Ríkisútvarpsins.

 


Er ekki best að þeir sem njóti borgi?

Það er alltaf freistandi fyrir stjórnmálamenn að leysa málin með almennri skattlagningu. 

Náttúrupassi, Náttúrugjald og svo þar fram eftir götunum.

En hvað um að reyna eftir fremsta megni að þeir sem njóti náttúruperlanna borgi fyrir það og stuðli þannig að uppbyggingu þjónustu og aðstöðu í kringum þær.

Skyldu liggja fyrir einhverjar upplýsingar um þá sem kaupa gistingu á Íslandi og skoða ekki náttúrperlur?

Það að ætla að láta skatt á gistingu hlýtur að orka nokkuð tvímælis. 

Hvers vegna ætti sölumaður frá Akureyri, sem gistir eina nótt á hóteli á Egilsstöðum að borga sérstakan skatt til að byggja upp við náttúruperlur?

Verður lagt gistigjald, í samræmi við lengd dvalar, á alla húsbíla, hvert tjald og hjólhýsi sem kemur til landsins, eða verður treyst á að það verði innheimt á tjald og húsbílastæðum?

Þarf þá allt landsbyggðarfólk sem skreppur til höfuðborgarinnar og gistir á hóteli að borga skatt til að standa undir uppbyggingu í kringum náttúruperlur? 

Kosturinn við gistigjaldið, er að ríkið lætur aðra um að innheimta það og þarf ekki að leggja fram starfskrafta, tekur bara peninginn ef  svo má að orði komast.

Fyrir stjórnmálamenn hefur það líka þann kost að það er ekki "rekjanlegt" ef svo má að orði komast, það er að segja að það segir ekki söguna um hvaða náttúruperlur voru skoðaðir af þeim sem greiddu gjaldið, og auðveldara fyrir pólítíkusa að ráðstafa fénu, þangað sem þeir telja að það eigi að fara, heldur en t.d. til þeirra staða sem "öfluðu" mest af því.

En til lengri tíma litið tel ég að næsta óhjákvæmilegt að innheimta gjald á hverjum stað, á vinsælustu stöðunum, hvort sem þeir eru í eigu ríkisins eða einkaaðila.

Hvort að þeir sameinist svo um að gefa út sameiginleg kort eður ei, verður svo að koma í ljós hvort að áhugi er fyrir.

Það er sanngjörn lausn, að þeir borgi sem njóti og hefur að auki þann kost að eitthvert eftirlit og viðvera er tryggð á stöðunum.

P.S.  Gleymdi að minnast það hér í pistlinum og bæti því nú hér við.

Ef eingungis þeim sem gista á Íslandi, er ætlað að greiða fyrir uppbyggingu á ferðamannastöðum og náttúruperlum, tryggir það til dæmis að allir farþegar skemmtiferðaskipa, borga ekki krónu í þeirri uppbyggingu, þrátt fyrir að rútuferðir til að skoða náttúruperlur, séu afar vinsælar hjá slíkum ferðamönnum.

 

 


mbl.is Náttúrugjald í stað náttúrupassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópusambandið eins og gömul, þreytt, ófrjó "amma"

Þegar Kaþólska kirkjan (eða fulltrúi hennar og guðs á jörðinni) segir að eitthvað sé lúið, þreytt, staðnað og skrifinskubákn, hlýtur það vera ástæða fyrir viðkomandi að líta í eigin barm.

En það var einmitt það sem páfinn gerði þegar hann ávarpaði Evrópusambandsþingið nú nýverið.

Ýmsir hafa tekið svo til orða að páfinn hafi talað eins og "eurosceptic", sem er erfitt að þýða beint á Íslenskuna, en er einstaklingur sem efast um að "Sambandið" sé á réttri leið, eða það hafi verið til góðs.

Despite a larger and stronger Union, Europe seems to give the impression of being somewhat elderly and haggard, feeling less and less a protagonist in a world which frequently regards it with aloofness, mistrust and even, at times, suspicion.

..

In recent years, as the European Union has expanded, there has been growing mistrust on the part of citizens towards institutions considered to be aloof, engaged in laying down rules perceived as insensitive to individual peoples, if not downright harmful.  In many quarters we encounter a general impression of weariness and aging, of a Europe which is now a “grandmother”, no longer fertile and vibrant.  As a result, the great ideas which once inspired Europe seem to have lost their attraction, only to be replaced by the bureaucratic technicalities of its institutions. 

...

The second area in which people’s talents flourish is labour.  The time has come to promote policies which create employment, but above all there is a need to restore dignity to labour by ensuring proper working conditions.  This implies, on the one hand, finding new ways of joining market flexibility with the need for stability and security on the part of workers; these are indispensable for their human development.  It also implies favouring a suitable social context geared not to the exploitation of persons, but to ensuring, precisely through labour, their ability to create a family and educate their children.

Nú er ég ekki trúaður, hvað þá kaþólskur, en vissulega er ræða páfa athyglisverð fyrir margar sakir.

Hann er trúarlegur leiðtogi milljóna manna, leiðtogi kirkju sem er gríðarlega sterk í mörgum af þeim löndum "Sambandsins" sem hafa átt í miklum erfiðleikum undanfarin ár.  Kaþólska kirkjan er sterk á Írlandi, Portugal, Spáni, Ítalíu, Frakklandi og að sjálfsögðu í Póllandi.

Sjónarmið hans er líka athyglisvert fyrir þær sakir að hann er fyrsti páfinn (að það ég best veit og man) sem kemur ekki frá Evrópulandi og hefur vanist því að líta á Evrópu sem "miðpunkt veraldar".

En þegar kaþólska kirkjan gagnrýnir Evrópusambandið fyrir að vera statt, þreytulegt, ófrjótt skriffinnskubákn, gat ég ekki varist því að í huga minn skaut upp Enska máltækinu:  "It takes one to know one".

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að lesa ræðu páfa.

Hér er neðan er svo ræðan á YouTube

P.S. Á þessum "síðustu og verstu" tímum "pólítískrar rétthugsunar", er rétt að velta því fyrir sér hvort að páfi hafi ekki móðgað "ömmur" með því að líkja "Sambandinu" við þær.  Ég myndi ekki taka það sem hrós, væri ég amma.  Hér á eftir er líklega rétt að setja broskall smile

 

 

 


Hvað kallar á aukin vopnaviðbúnað í Austur Evrópu?

Það munu margir fagna því að Bandaríski herinn hafi aukin viðbúnað í A-Evrópu. Aðrir ekki eins og eðlilegt er.

En það eru heimamenn sem hafa kallað eftir auknum viðbúnaði NATO í löndum sínum.  Þeir óttast um öryggi sitt og vilja að vopnaviðbúnaður verði aukinn.

Og það ekki að ástæðulausu.  Löndin óttast Rússa og yfirgang þeirra og hafa fyrir því augljósar ástæður.

Rússar hafa þegar hertekið eitt hérað í nágrannalandi sínu og halda nokkrum öðrum í stöðugu uppnámi.

Þegar við bætast yfirlýsingar Rússneskra yfirvalda á borð við að "Molotov/Ribbentrop sáttmálin" hafi verið sjálfsagður og eðlilegur ásamt stórauknu lofthelgisbrotum Rússa, er eðlilegt að mörgum sé um og ó.

Við þetta má bæta brottnámi Eistnesks leyniþjónustumanns á Eistnesku landsvæði (Rússar halda því þó fram að hann hafi verið þeirra megin landamæranna, eftir að hafa samþykkt hitt í upphafi), ásamt ýmsum öðrum duldum og lítt duldum ögrunum og hótunum.

Það er því ekki skrýtið að lönd í Austur Evrópu séu að auka útgjöld sín til hermála og kalli jafnframt eftir auknum viðbúnaði af hálfu NATO.

Staða þeirra er þo með þeim hætti að ein og sér væru þau lítil fyrirstaða fyrir Rússa og herir þeirra geta ekki með nokkrum hætti talist ógn gagnvart stöðu Rússlands.

Þau setja því traust sitt á NATO, sem þýðir svo aftur að stórum hluta Bandaríkin.

Það er því fyrst og fremst aukin hernaðarumsvif Rússa og yfirgangur sem kallar eftir auknum vígbúnaði í Austur Evrópu.


mbl.is Bandarískir skriðdrekar til Austur-Evrópu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðfylkingin slær lán hjá Rússneskum banka

Það hefur vakið athygli víða um lönd að í ljós kom að FN, Þjóðfylkingin Franska hefur fengið lán að upphæð 9 milljónir euroa hjá Rússneskum banka, First Czech Russian Bank (FRCB).

Þó að varla sé um einsdæmi að ræða, er það líklega ekki algengt að pólítískir flokkar taki lán í erlendum bönkum.  Erlent fé er þó gjarna litið hornauga í pólítískri baráttu, ekki síst ef það er talið koma frá "vafasömum löndum".

En slíkt er þó algengara en oft er látið og skemmst að minnast að Sarkozy er sakaður um að hafa þegið fé frá Gaddafi.  Í Bandaríkjunum koma slíkar ásakanir reglulega upp og lönd eins og Kína,Kanada og Kazakhstan (og þá erum við bara að nefna lönd sem byrja á K)  og fleiri hafa verið sökuð um að bera fé á stjórnmálaflokka og menn.

En er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að flokkar eins og Þjóðfylkingin Franska fái lán hjá Rússneskum banka?

Já, ég held að það sé fyllsta ástæða til þess. Ef til vill er ekki ástæða til að hlaupa upp til handa og fóta, en það er rétt að hafa áhyggjur. "Lókal" stjórnmál og erlent fé er að öllu jöfnu ekki heillavænleg blanda.

Það er vissulega betra þegar slíkt er opinbert, heldur en þegar það gerist bak við tjöldin, en engu að síður óæskilegt.

En uppi hefur verið þrálátur orðrómur um stuðning Rússa við alls kyns hópa víða um Evrópu.  Meðal annars hafa þeir verið taldir styðja eða fasíska hópa í Ukraínu, sem og aðra hópa, víðsvegar í Evrópu, utarlega á hægra litrófi stjórnmálanna, ef svo má að orði komast.

Og vitanlega eru til fleiri leiðir til að öðlast áhrif og koma "boðskapnum" á framfæri.  Stjórnarsetur, afmælisveislur og aðrir bitlingar og fríðindi hafa oft reynst vel og geta haft áhrif og rekið fleyga á milli samherja.  Fyrrum leiðtogar hafa oft áhrif og hafa áhrif á bæði almenningsálit og stjórnmálamenn.

En það verður líka fróðlegt að sjá hvort að lán Rússnesks banka komi til með að hafa neikvæð áhrif á fylgi FN.  Það er að mínu mati alsendis óvíst.

Frakkar eru alls ekki óvanir því að þarlendir stjórnmálaflokkar séu á "Moskvulínunni" og má segja að Kommúnistaflokkurinn þarlendi hafi verið trúr fram að "andláti" Sovétsins.  NATO hefur heldur ekki verið sérlega hátt skrifað hjá Frönskum almenningi, hvað þá Bandaríkin.

Svo er spurningin hvernig afhending á herskipunum til Rússa mun blandast þessu og svo má auðvitað ekki gleyma Depardieu.

En það er ekkert nýtt að Rússar komi fé til stjórnmálasamtaka og manna á "Vesturlöndum", það hafa þeir gert áratugum saman og oft með "góðum" árangri.

En rétt eins og áður er fyllsta ástæða til þess að hafa af því áhyggjur.

Líkega stendur engin þjóð Rússum framar í því sem oft er kallað "áróðursstrið", þar standa þeir á gömlum merg og búa yfir gríðarlegri þekkingu.

Þegar má sjá að samstaða gegn Rússum innan Evrópusambandsins er byrjuð að molna. Akkúrat núna er það líklega eingöngu Angela Merkel sem heldur henni saman.

En "kalda stríðið" verður æ líflegra.

Umfjöllun France24.

Umfjöllun Evrópuvaktarinnar, sem að ég best veit er eini Íslenski miðilinn sem hefur fjallað um þessa lánveitingu.


Frakkar ákveða að fresta afhendingu á þyrlumóðurskipum til Rússa - um ótiltekin tíma

Þá hefur Hollande loks tekið á sig rögg og ákeðið að fresta afhendingu á þyrlumóðurskipinu Vladivostok, til Rússlands.  Samningur Rússa og Frakka hljóðaði upp á 2 skip og átti fyrra skipið að afhendast nú í október.

Hollande sagði í tilkynningu að ástandið í A-Ukraínu væri með þeim hætti að ekki gæti orðið af ahendingu í bráð.

Þó að Rússum vilji vissulega fá skipin, þá er ákvörðunin líklega ekki síður högg á Frakkland, enda samningurinn upp á 1.2 milljarða euroa.  Frakkar hafa enda dregið lappirnar við ákvarðanatökuna, þrátt fyrir mikin þrýsting frá NATO og jafnvel öðrum "Sambandsþjóðum".

Frakkar hafa sömuleiðis áhyggjur af því að þetta muni skaða orðspor þeirra sem "alþjóðlegs vopnasala".

Sjá frétt France24

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband