Hefur Mannréttindadómstóllinn ekkert heyrt um Íslensku vanhæfireglurnar?

Ekki veit ég hvernig niðurstaðan í þessu máli verður, það er eins og jólagjafirnar, vandi um slíkt að spá.

En ég velti því fyrir mér hvort að Mannréttindadómstóllinn hafi ekkert heyrt af Íslensku "vanhæfisreglunum"?

Nú hef ég séð það í fjölmiðlum að Róbert Spanó dómari í málinu og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaðurinn sem kemur umræddu máli fyrir dóminn, séu æskuvinir.

Nú get ég ekkert fullyrt um sannleiksgildi þess, enda hvorki vinur né kunningi þeirra sem um er rætt.

En sé þetta nú satt, hvernig stendur á því að Íslenskir stjórnmálamenn og almenningur eru ekki brjálaðir og krefjast þess að dómarinn stígi til hliðar?

Er ekki um augljóst "vanhæfismál" að ræða?

Eða eru svona tengsl bara "allt í lagi" svo lengi sem hvorugir minnist á að hann hafi hringt í hinn?

Er ekki þörf á að rannsaka þetta frekar?

P.S.  Íslenskir fjölmiðlar ættu auðvitað að rannsaka þetta frekar. Síðan væri auðvitað tilvalið að bera þetta undir Helgu Völu Helgadóttur, sem er eftir því sem ég kemst næst stödd út í Strassbourg, og svo Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sem er einmitt (einn af tveimur af ég man rétt) fulltrúi Íslendinga á Evrópu(ráðs)þinginu.

P.S.S. Auðvitað á Evrópuráðsþingið frekar að vera kalla "Evrópuþingið" en þing "Sambandsins", sem hefur ekki nema u.þ.b. helming Evrópuríkja sem aðildarlönd. Sömuleiðis á Mannréttindadómstóll Evrópu mun meira tilkall til þess að vera kallaður "Evrópudómstóllinn", en einhver "smá" dómstóll sem aðeins dæmir í málum sem varða aðildarríki "Sambandsins",


mbl.is Á ekki von á viðsnúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki bara að þeir Robbi og Villi haf hugsanlega verið æskuvinir heldur mun Róbert sem hluti af dómarahjörðinni á æðra stiginu taka afstöðu til dóms á neðra stigi þar sem hann var einnig sjálfur dómari. Á að taka mark á svona dómstól?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.2.2020 kl. 07:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mesta áhyggjuefnið í þessu er að ráðherra, sem hefur óskorðað úrslitavald í ráðningum er skikkaður með dómi til að fallast á niðurstöðu ráðgjafa. Ráðgjafavaldið er algert og trompar allt, samkvæmt því.

Ef einhver er beðinn um að mæla með manni í vinnu þá er þér eins gott að lúta því og hafa ekki aðra sýn. Annars skaltu hafa verra af.

Að lögmanna og dómaraklíkan dæmi í eigin málum er stór galli á réttarkerfinu. Þeir fara beint gegn stjórnarskrá á öllum dómstigum og enginn segir neitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2020 kl. 10:15

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Stefán, þakka þér fyrir þetta.  Ef ég hef skilið rétt er það þannig sem þessi dómstóll hagar sínum málum. Dómari frá viðkomandi landi fylgir málinu frá "neðra" dómstigi og yfir á "efra". Vissulega svo lítið sérstakt og vekur upp spurningar.

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta.  Þetta mál er reyndar svo lítið sérstakt, því í þessu tilfelli hafði dómsmálaráðuneyti ekki óskorað ráðningarvald, heldur voru tillögur ráðherrans borin undir atkvæði á Alþingi og samþykkt þar.

Þannig að viðkomandi hafa hlotið blessun ráðherra og alþingismanna.  Á móti eru svo skoðanir "hæfnisnefndar" dómara.

Það er eiginlega galið að það eigi að vega þyngra.

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2020 kl. 16:30

4 identicon

Finnur maður ekki sannleikan með því að elta peningana?

Ef dómstóllinn heldur sig við sömu niðurstöðu þá munu Villi og vinir koma með dómana yfir bankahrunsköllunum og vera vissir um að þeir verða sýknaðir

Bankahrunskallarnir fara svo í skaðbótamál við Ríkið og almenningur borgar - aftur

Villi sagði sjálfur að hann væri tilbúin með 12 mál og sjálfsagt er Sveinn Andri aðrir "góðir" lögmenn með mun fleiri feit skaðabótamál í undirbúningi

 

Grímur (IP-tala skráð) 6.2.2020 kl. 18:57

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Grímur, þakka þér fyrir þetta. Ég hef ekki hugmynd um þau mál sem eru í pípunum sem þetta varðar.  Ég held nú reyndar að Landsdómur hafi ekki dæmt í málum tengdum Bankahruninu, en ég ætla ekki að útiloka það. En hann er það nýtilkominn að ég held að þau geti alla vegna ekki verið mörg.

En hitt er svo að sjálfsagt gæti málarekstur gefið vel af sér ef það verður svo að einn lögmaður sé svona "go to guy", til að fara fyrir Mannréttindadómstólinn.

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2020 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband