Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Vesturfararnir II

Það er ekki hægt að neita því að það hefur farið nokkuð fyrir Íslenskum fyrirtækjum í Kanada á undanförnum misserum.

Bæði Landsbankinn og Glitnir eru með starfsemi hér (austurströndin og Winnipeg), Eimskip keypti fyrir nokkru Atlas Cold Storage og er nú að bæta við sig öðru kælifyrirtæki, Versacold.

Icelandair er stuttu búið að tilkynna um stóraukið flug til Kanada frá og með næsta vori, í það minnsta 5 til 7 flug á viku til Toronto og verið að athuga með fleiri staði.

Og eins og sjá má á meðfylgjandi frétt eru Íslendingar að taka þátt í þróun jarðvarmanýtingar hér (sem og í Kalíforníu).

Áður hafa Íslensk fyrirtæki starfað hér í fiski og plastframleiðslu og ekki má gleyma Rúmfatalagernum, sem hefur starfað hér (rekinn frá Íslandi) undir nafninu Jysk.  Sjálfsagt eru einhverjir fleiri hér sem ég þekki ekki til.

En ég held að það sé sérstakt ánægjuefni að Íslendingar séu að fjárfesta í jarðvarmafyrirtækjum hér (sem og víðar í heiminum), enda ekki vanþörf á því að nýta þessa auðlind, þekking Íslendinga getur komið hér að góðum notum og það er ekki nokkur spurning að þörf fyrir "græna" orku er gríðarleg hér í Kanada sem annars staðar.

En það vakti nokkra athygli mína hve mismunandi þær eru, fréttin sem þessi færsla er tengd við (og er skrifuð 30. júli) og fréttatilkynningin sem Geopower sendir frá sér (og er birt á föstudaginn 27. júli.).

Í fréttatilkynningunni kemur fram að Geysir sé að kaupa 20. milljón hluti og Glitnir 5. milljón og síðan er reyndar talað um "warranta" til viðbótar. 

Heildarverðmæti þessara 25. milljón hluta er 6,250,000 CAD (CAD .25 á hlut) sem er ca. 362,500,000 ef miðað er við að dollarinn sé 58 krónur.  Hlutur Geysis af þeirri upphæði væri þá ca. 290. milljónir.

Í fréttinni er hins vegar talað um 40. milljón hluti og að verðmætið sé um 600 milljónir ISK.

Ég velti því óneitanlega fyrir mér hvort að búið sé að taka "warrantana" með í frétt mbl.is, eða hvort eitthvað hafi breyst yfir helgina og kaupin verið stækkuð.

Ef ég er eitthvað að misskilja þetta, væri ég að sjálfsögðu glaður ef einhver útskýrði þetta í athugasemdum.


mbl.is Geysir Green kaupir 20% í kanadísku jarðhitafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við ekki að viðurkenna þá?

Á Íslandi hefur nokkuð verið rætt um "viðurkenningar" á stjórnum á undanförnum vikum.  Það má auðvitað segja að sjálfsákvörðunaréttur eigi að vera í heiðri hafður og frelsi til að velja sér stjórnendur.

En á Taiwan búa u.þ.b. 23 milljónir manna, með reglulegu millibili eru haldnar í landinu kosningar, stjórnarskipti fara friðsamlega fram (það sama er ekki alltaf hægt að segja um umræður í þinginu).  Landið ógnar ekki nágrönnum sínum, hefur ekki staðið fyrir árásum eða hryðjuverkum eða farið með obeldi gegn neinni þjóð eða ríki.  Efnahagurinn stendur í blóma og hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun ríkisins.

Samt er þetta ríki ekki viðurkennt nema af svo fáum ríkjum að líklega er hægt að telja þau á fingrunum.  Sameinu þjóðirnar hafa hunsað Taiwan frá því snemma á 8. áratug síðustu aldar og hafa neitað þeim um svo mikið sem áheyrnarfulltrúa.

Samt er þetta að ég best veit, fyrsta og eina lýðræðisríkið sem Kínversk þjóð hefur staðið fyrir.

Ekki man ég heldur eftir neinum Íslenskum stjórnmálaflokki sem hefur barist fyrir því að Íslendingar viðurkenndu Taiwan.

Eiga Taiwanar ekki skilið að taka þátt í "alþjóðasamfélaginu"?  Eiga þeir ekki rétt á því að kjósa sér þá stjórnendur sem þeim líst best á?  Er þeirra sjálfsákvörðunarréttur minna virði en annarra þjóða?

Persónulega finnst mér meðferð "alþjóðasamfélagsins" og Sameinuðu þjóðanna á Taiwan til helberrar skammar og í raun sýnir sú meðferð hve hol og innantóm samtök SÞ eru.


Skutlast í laugina

Veðrið hefur verið nokkuð ljúft að Bjórá í allt sumar.  Sumarið hefur verið með þægilegra móti, sjaldan mikið yfir 30°C, en daðrað svona sitt hvoru megin við, sem er ákaflega þægilegt.

Þegar vel liggur við og hitinn fer á 4ja tuginn er ágætt að skella upp littlu busllauginni eins og við gerðum í dag.

Foringjanum finnst gott að skutlast í laugina.


Merkilegt

Mér þykir niðurstaða FIA í þessu máli býsna merkileg og hún vekur vissulega upp ýmsar spurningar.

Í fyrsta lagi þá er McLaren fundið sekt um að hafa aflað upplýsinga með ólöglegum hætti, en þar sem ekki er talið sannað að þær upplýsingar sem aflað var ólöglega hafi verið nýttar, er fallið frá refsingu!

Skrýtin niðurstaða.

Ég sem hélt að brotið væri framið þegar upplýsinganna væri aflað.

Þessi niðurstaða vekur líka upp þá spurningu hvar mörkin á milli liðs og starfsmanns liggur? Hver er ábyrgð liðs ef starfsmaður er brotlegur?

Svo er líka spurningin hvernig hægt er að hafa allar þessar upplýsingar undir höndum án þess að notfæra sér þær við vinnu sína sem hönnuður annars liðs?

Flestir, s.s. Briatore virðast enda vera hneykslaðir á þessari niðurstöðu.

P.S.  Fyrirsögnin á þessari frétt er reyndar býsna merkileg.  "Ferrari brjálast....", býsna merkilegt orðalag og eitthvað sem ég hef ekki séð aðra fjölmiðla nota, þó að vissulega hafi forráðamenn Ferrari lýst því yfir að þeir séu ekki sáttir við þessa niðurstöðu, en ég hef hvergi lesið fréttir af því að þeir hafi "brjálast", eða misst alvarlega stjórn á skapi sínu.

En þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér finnst það koma nokkuð skýrt fram hvar "samúð" mbl.is liggur í Formúlunni, en það er önnur saga.


mbl.is Ferrari brjálast yfir að McLaren skyldi sleppt við refsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köttur dauðans

Undanfarin 2. ár hefur Oscar, köttur dauðans, gengið um ganga Steere House Nursing and Rehabilitation Center á Rhode Island.  Þeir sem Oscar velur virðast að öllu jöfnu ekki eiga nema u.þ.b. 4. tíma eftir ólifað.

Ef marka má frétt Globe and Mail, gerir Oscar ekki mörg mistök. Þeir sem hann velur kveðja jarðvistina.

En í fréttinni má m.a. lesa eftirfarandi:

"Oscar the cat seems to have an uncanny knack for predicting when nursing-home patients are going to die, by curling up next to them during their final hours.

His accuracy, observed in 25 cases, has led the staff to call family members once he has chosen someone. It usually means they have less than four hours to live.

"He doesn't make too many mistakes. He seems to understand when patients are about to die," said David Dosa. He describes the phenomenon in a poignant essay in today's issue of the New England Journal of Medicine.

The two-year-old feline was adopted as a kitten and grew up in a third-floor dementia unit at the Steere House Nursing and Rehabilitation Center. The facility treats people with Alzheimer's, Parkinson's disease and other illnesses. After about six months, the staff noticed Oscar would make his own rounds, just like the doctors and nurses. He'd sniff and observe patients, then sit beside people who would wind up dying in a few hours."

"Doctors say most of the people who get a visit from the sweet-faced, grey-and-white cat are so ill they probably don't know he's there, so patients aren't aware he's a harbinger of death. Most families are grateful for the advance warning, although one wanted Oscar out of the room while a family member died. When Oscar is put outside, he paces and meows his displeasure.

No one's certain if Oscar's behaviour is scientifically significant or points to a cause. Dr. Teno wonders if the cat notices tell-tale scents or reads something into the behaviour of the nurses who raised him.

Nursing home staffers aren't concerned with explaining Oscar, so long as he gives families a better chance at saying goodbye to the dying."

Vissulega athyglivert, enda kettir vissulega merkileg dýr.  Hér í fyrndinni voru þeir gjarna tendgir skrattanum, en ég hefði gaman af því að vita ef einhverjir þekkja svipaðar sögur af dýrum.

 


Blessað lambakjötið

Ég viðurkenni fúslega að mér þykir lambakjöt ágætt, ef til vill ekki jafn gott og vel valinn nautavöðvi, nú eða hreindýrakjöt, eða kjöt af villigelti, en samt finnst mér lambakjöt ákaflega gott.

Íslenskt lambakjöt er fínn matur, en sérstaklega hef ég þó hrifist af því þegar búið er að láta það hanga í reyk af þess eigin skít.  Það er "árstíðabundið lostæti" ef svo má að orði komast, enda erfitt að halda jól án þess, vöntun á því á þeim árstíma veldur andlegum erfiðleikum.

Það voru því góðar fréttir sem ég las á visir.is, þess efnis að nú hafi náðst samningar þess efnis að flytja megi umrætt lambakjöt til Kanada.

Það fylgir að vísu með í fréttinni að engin framleiðandi hafi áhuga á því að sinna Kanadamarkaði, en ætli sér að fylgjast með.

Þetta er líklega vandi Íslensks landbúnaðar í nokkurri hnotskurn.  Flestum þykir afurðirnar ágætar, sumar verulega góðar aðrar að vísu síðri, en fáir eru reiðubúnir til að greiða það verð sem Íslenskir bændur þurfa.  Því hefur flest árin verið tap á sölu lambakjöts til Bandaríkjanna og því eðlilegt að afurðastöðvum þyki ekki álitlegt að leggja í markaðssetningu í Kanada.

Það eru þeir sem stendur lítið annað til boða, vegna verndartolla og innflutningshafta, sem kaupa framleiðsluna, borga hana í tveimur hlutum, fyrst með sköttunum sínum og svo "seinnihlutann" við kassann.

Hitt er þó ljóst að alltaf yrði einhver sala í Íslensku lambakjöti, bæði vegna þess að vissulega eru gæðin til staðar og margir yrðu til þess að gera sér dagamun með slíku.  En oft yrði það líka buddan sem myndi ráða, ef ekki væri slík ofur neyslustýring eins og á sér stað í dag.

En það verður ágætt að geta kippt með sér einu og einu hangikjötslæri, svona ef auðvelt verður að verða sér út meðfylgjandi pappíra.  Jafn líklegt er þó að það verði flutt hingað að Bjórá á gamla mátann, þ.e.a.s. smyglað.


Sökudólgurinn?

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig stendur á því að það eru svo margir sem tala sem að ein mesta ógæfa "þriðjaheimsríkja", séu viðskipti við Bandaríkin og önnur Vestræn ríki sem "arðræni" þau og fari illa með þau á flestan máta.

Síðan heyri ég þá sömu jafnvel tala um hve það sé illa gert af Bandríkjunum að eiga ekki viðskipti við Kúbu, og hvað það bitni á efnahag landsins.

Mér finnst alltaf eins og hér sé eitthvað sem ekki gangi upp.


mbl.is Bandaríkjastjórn neitar viðræðum við Raul Castro
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæglætislíf að Bjórá

Lífið er heldur hægara að Bjórá en verið hefur.  Það er ekki laust við að ómegðin þjáist af athyglisskorti.  Allir gestir farnir og enginn eftir nema foreldrarnir til að dást að og halda á þeim.  Líklega heldur þunnur þrettándi.

En systur mínar yfirgáfu Bjórá á miðvikudaginn var og var foringjanum sérstaklega harmur af brottförinni.  Jóhanna litla tekur öllu með meira jafnaðargeði, þó að þörf hennar fyrir að láta halda á sér hafi ef til vill aukist.

En lífið er ljúft, roði er byrjaður að sjást á tómötum, paprikurnar stækka dag frá degi, þó að þær eigi nokkuð í land að byrja að roðna.  Ferskt dill, steinselja, thyme (nú man ég ekki Íslenska heitið), baunir, belgbaunir, rósmarin og sitthvað fleira er hins vegar notað hér flesta daga.  Garðurinn stendur í blóma, en þó eru einhverjar bölvaðar bjöllur að hrella rósirnar.

 

 

 

 


Hár, hærri ...

Þeir eru vissulega stórhuga í Dubai, en það sem mér dettur gjarna í hug þegar talað er um hæstu byggingar heims, eru þær deilur sem hafa orðið um hvaða "byggingar" eru hæstar.  Stundum líkjast þær helst umræðum um pólítík.

Það veltur nefnilega ekki hvað síst á skilgreiningum orða s.s. hús, bygging, turn og svo framvegis hvernig niðurstaðan verður.  Er turn bygging?  Hvað þarf til að bygging teljist hús og svo má lengi halda áfram.

Wikipedia er með ágætis yfirlit um þetta efni.

Það má því líklega segja að mestu skipti hvernig við þýðum orð eins og "structure" og "building" hvað niðurstöðu við fáum í málið á Íslensku.

Hitt verður þó ekki um deilt að þegar Burj Dubai verður fullkláruð/aður þá verður hann/hún hæsta bygging/turn/hús heims. 

Alla vegna þangað til verkfræðingar hyggja hærra og stærra.

En hvort að svo sé í dag, er meira skilgreiningaratriði.


mbl.is Hæsta bygging í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rigning

Kappaksturinn í dag var að mörgu leyti eftirminnilegur, fyrst og fremst fyrir úrhellið sem setti svip sinn á keppnina, en síðan verður ekki fram hjá því horft að keppnin var tapað tækifæri fyrir Ferrari til að jafna leikinn.

Það er nokkuð ljóst að ef sama "meistaraheppni" fylgir Alonso það sem eftir er móts og fylgdi honum í dag, þá verður ekkert sem getur komið í veg fyrir að hann verði heimsmeistari (nema ef til vill Hamilton) og McLaren hirði bílsmiðabikarinn.

Raikkonen og Massa óku ágætlega í dag, en það var langt frá því að duga til.  Vökvakerfið gaf sig hjá Raikkonen og Massa var í vandræðum með bílinn á endasprettinum og átti þar af leiðandi engan séns í að halda Alonso fyrir aftan sig.

Þetta lítur ekki nógu vel út og þegar McLaren fékk fleiri stig en Ferrari enn eitt mótið.

Það er því orðið verulega á brattann að sækja.


mbl.is Alonso hafði sigur í þýska kappakstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband