Færsluflokkur: Heimspeki

En hún snýst nú samt, eða "einræði vísindanna"?

Sem betur fer gerist það enn reglulega að ég rekst á greinar sem fá mig til að "hugsa", það er að segja heldur dýpra en ég geri í amstri dagsins, af því er "nóg til".

Nú nýverið rakst ég á eina slíka á vefritinu "Unherd".  Þar fjallar Matthew B. Crawford,  um breytt hlutverk vísindanna undir fyrirsögninni "How Science Has Been Corrupted".

Greinin hans er það löng að sjálfsagt þykir mörgum nóg um og slíkt ekki vænlegt til vinsælda nú til dags, en ég verð að segja að mér þótti lestrartímanum vel varið.

Það má alltaf deila um innihaldið, en greinin "ljáði mér" athyglisvert sjónarhorn og vakti mig til umhugsunar. Ég get í raun ekki gefið frá mér betri meðmæli en það.

Crawford fjallar um "stofnana/fyrirtækjavæðingu" vísíndanna, vald þeirra og tiltrú eða trú okkar (almennings) til þeirra eða á þeim.

Þar skiptir líklega ekki síst máli hvort við eigum nokkurn möguleika á því að sannreyna þau, eða hvort við (rétt eins og í trúarbrögðum) ákveðum að fylgja ákveðnum einstaklingum eða einstaklingi (Messíasi?) og/eða "hjörðinni okkar".

Ég get ekki annað en hvatt alla til að gefa sér tíma til að lesa greinina og velta málunum fyrir sér.

Ég reikna með að mismunandi aðilar komist að mörgum mismunandi niðurstöðum, það er ekkert nema jákvætt.

En á meðal þess sem vakti mína athygli, er eftirfarandi:

"The pandemic has brought into relief a dissonance between our idealised image of science, on the one hand, and the work “science” is called upon to do in our society, on the other. I think the dissonance can be traced to this mismatch between science as an activity of the solitary mind, and the institutional reality of it. Big science is fundamentally social in its practice, and with this comes certain entailments.

As a practical matter, “politicised science” is the only kind there is (or rather, the only kind you are likely to hear about). But it is precisely the apolitical image of science, as disinterested arbiter of reality, that makes it such a powerful instrument of politics. This contradiction is now out in the open. The “anti-science” tendencies of populism are in significant measure a response to the gap that has opened up between the practice of science and the ideal that underwrites its authority. As a way of generating knowledge, it is the pride of science to be falsifiable (unlike religion).

Yet what sort of authority would it be that insists its own grasp of reality is merely provisional? Presumably, the whole point of authority is to explain reality and provide certainty in an uncertain world, for the sake of social coordination, even at the price of simplification. To serve the role assigned it, science must become something more like religion.

The chorus of complaints about a declining “faith in science” states the problem almost too frankly. The most reprobate among us are climate sceptics, unless those be the Covid deniers, who are charged with not obeying the science. If all this has a medieval sound, it ought to give us pause.

We live in a mixed regime, an unstable hybrid of democratic and technocratic forms of authority. Science and popular opinion must be made to speak with one voice as far as possible, or there is conflict. According to the official story, we try to harmonise scientific knowledge and opinion through education. But in reality, science is hard, and there is a lot of it. We have to take it mostly on faith. That goes for most journalists and professors, as well as plumbers. The work of reconciling science and public opinion is carried out, not through education, but through a kind of distributed demagogy, or Scientism. We are learning that this is not a stable solution to the perennial problem of authority that every society must solve.

The phrase “follow the science” has a false ring to it. That is because science doesn’t lead anywhere. It can illuminate various courses of action, by quantifying the risks and specifying the tradeoffs. But it can’t make the necessary choices for us. By pretending otherwise, decision-makers can avoid taking responsibility for the choices they make on our behalf.

Increasingly, science is pressed into duty as authority. It is invoked to legitimise the transfer of sovereignty from democratic to technocratic bodies, and as a device for insulating such moves from the realm of political contest.

Over the past year, a fearful public has acquiesced to an extraordinary extension of expert jurisdiction over every domain of life. A pattern of “government by emergency” has become prominent, in which resistance to such incursions are characterised as “anti-science”.

But the question of political legitimacy hanging over rule by experts is not likely to go away. If anything, it will be more fiercely fought in coming years as leaders of governing bodies invoke a climate emergency that is said to require a wholesale transformation of society. We need to know how we arrived here.".

...

"For authority to be really authoritative, it must claim an epistemic monopoly of some kind, whether of priestly or scientific knowledge. In the 20th century, especially after the spectacular successes of the Manhattan Project and the Apollo moon landing, there developed a spiral wherein the public came to expect miracles of technical expertise (flying cars and moon colonies were thought to be imminent). Reciprocally, stoking expectations of social utility is normalised in the processes of grant-seeking and institutional competition that are now inseparable from scientific practice.

The system was sustainable, if uneasily so, as long as inevitable failures could be kept offstage. This required robust gatekeeping, such that the assessment of institutional performance was an intra-elite affair (the blue-ribbon commission; peer review), allowing for the development of “informal pacts of mutual protection”, as Gurri puts it. The internet, and the social media which disseminate instances of failure with relish, have made such gatekeeping impossible. That is the core of the very parsimonious and illuminating argument by which Gurri accounts for the revolt of the public."

...

"

Public opinion polls generally indicate that what “everybody knows” about some scientific matter, and its bearing on public interests, will be identical to the well-institutionalized view. This is unsurprising, given the role the media plays in creating consensus. Journalists, rarely competent to assess scientific statements critically, cooperate in propagating the pronouncements of self-protecting “research cartels” as science.

Bauer’s concept of a research cartel came into public awareness in an episode that occurred five years after his article appeared. In 2009, someone hacked the emails of the Climate Research Unit at the University of East Anglia in Britain and released them, prompting the “climategate” scandal in which the scientists who sat atop the climate bureaucracy were revealed to be stonewalling against requests for their data from outsiders. This was at a time when many fields, in response to their own replication crises, were adopting data sharing as a norm in their research communities, as well as other practices such as reporting null findings and the pre-registration of hypotheses in shared forums.

The climate research cartel staked its authority on the peer review process of journals deemed legitimate, which meddling challengers had not undergone. But, as Gurri notes in his treatment of climategate, “since the group largely controlled peer review for their field, and a consuming subject of the emails was how to keep dissenting voices out of the journals and the media, the claim rested on a circular logic”.

One can be fully convinced of the reality and dire consequences of climate change while also permitting oneself some curiosity about the political pressures that bear on the science, I hope. Try to imagine the larger setting when the IPPC convenes. Powerful organisations are staffed up, with resolutions prepared, communications strategies in place, corporate “global partners” secured, interagency task forces standing by and diplomatic channels open, waiting to receive the good word from an empaneled group of scientists working in committee.

This is not a setting conducive to reservations, qualifications, or second thoughts. The function of the body is to produce a product: political legitimacy."

...

"

As UK epidemiologist Neil Ferguson said to the Times last December: “It’s a communist one-party state, we said. We couldn’t get away with [lockdowns] in Europe, we thought… and then Italy did it. And we realised we could.” He added that “These days, lockdown feels inevitable.”

Thus, what had seemed impossible due to the bedrock principles of Western society now feels not merely possible but inevitable. And this complete inversion happened over the course of a few months.

Acceptance of such a bargain would seem to depend entirely on the gravity of the threat. There is surely some point of hazard beyond which liberal principles become an unaffordable luxury. Covid is indeed a very serious illness, with an infection fatality rate about ten times higher than that of the flu: roughly one percent of all those who are infected die. Also, however, unlike the flu this mortality rate is so skewed by age and other risk factors, varying by more than a thousand-fold from the very young to the very old, that the aggregate figure of one percent can be misleading. As of November 2020, the average age of those killed by Covid in Britain was 82.4 years old.

In July of 2020, 29 % of British citizens believed that “6-10 percent or higher” of the population had already been killed by Covid. About 50% of those polled had a more realistic estimate of 1%. The actual figure was about one tenth of one percent. So the public’s perception of the risk of dying of Covid was inflated by one to two orders of magnitude. This is highly significant.

Public opinion matters in the West far more than in China. Only if people are sufficiently scared will they give up basic liberties for the sake of security – this is the basic formula of Hobbes’s Leviathan. Stoking fear has long been an essential element of the business model of mass media, and this appears to be on a trajectory of integration with state functions in the West, in a tightening symbiosis. While the Chinese government resorts to external coercion, in the West coercion must come from inside; from a mental state in the individual. The state is nominally in the hands of people elected to serve as representatives of the people, so it cannot be an object of fear. Something else must be the source of fear, so the state may play the role of saving us. But playing this role requires that state power be directed by experts.

Early in 2020, public opinion accepted the necessity of a short-term suspension of basic liberties on the supposition that, once the emergency had passed, we could go back to being not-China. But this is to assume a robustness of liberal political culture that may not be warranted. Lord Sumption, a jurist and retired member of the UK’s Supreme Court, makes a case for regarding lockdowns in the West as the crossing of a line that is not likely to get uncrossed. In an interview with Freddie Sayers at UnHerd, he points out that, by law, the government has broad powers to act under emergency. “There are many things governments can do, which it is generally accepted they should not do. And one of them, until last March, was to lock up healthy people in their homes.”"

...

"“Following the science” to minimise certain risks while ignoring others absolves us of exercising our own judgment, anchored in some sense of what makes life worthwhile. It also relieves us of the existential challenge of throwing ourselves into an uncertain world with hope and confidence. A society incapable of affirming life and accepting death will be populated by the walking dead, adherents of a cult of the demi-life who clamour for ever more guidance from experts.

It has been said, a people gets the government it deserves."

En ég ítreka hvatningu mína til allra að lesa greinina alla.

 


Boð og bönn draga oft fram verstu hliðar samfélagsins og svarta markaðinn

Það er eiginlega segin saga að sterkt yfirvald, boð og bönn draga fram verstu hliðar margra einstaklinga.

Boð og bönn leiða mjög gjarna fram tilhneygingu hjá mörgum til að hafa "eftirlit" með samborgurum sínum  og nágrönnum og tilkynna þá til yfirvalda.

Einstaklingnum sem tilkynnti um ólöglegan fjölda í barnaafmæli hlýtur t.d. að hafa liðið vel með að hafa uppfyllt borgaralega skyldu sína.

Það sama gildir líklega í þessu tilfelli, ég hef enga trú á því að lögreglan hafi tekið upp á þessu án ábendingar.

Eins og einn eldri kunningi minn sem er upprunninn í A-Evrópu sagði, þetta er næstum eins og að vera kominn heim í "Sovétið".

"Það eru biðraðir í búðir, klósettpappír af skornum skammti, helst vilja menn ferðatakmarkanir og svo eru nágrannar að klaga hvorn annan."

Þetta sagði hann í "léttum dúr" og hló við. En hann sagði mér líka frá því, og það hef ég reyndar orðið svolítið var við sjálfur, að "svarti markaðurinn" blési út.

Hann vildi meina að það spyrðist fljótt út að það væri hægt að láta klippa sig "þarna", í þessum bílskúr væri hægt að fá olíuskipti, þessi væri með litla líkamsræktarstöð í kjallaranum og naglapússerí og því um líkt færi fram í heimahúsum.  En hafið í huga að hér er ég ekki að tala um Ísland.

Því lengur sem "kófið" varir, því lengur sem boð og bönn verða í gildi, þeim mun sterkari mun "svarti" hvatinn verða.

Ég held að það eigi eftir að verða umtalsverð "ókyrð" í þjóðfélögum viða um heim. Líklega verður ástandið ekki verulega slæmt fyrr en eftir áramót.  En tjónið víðast hvar er að verða gríðarlegt. Ef "jólavertíðin" sem svo margir hafa treyst á hverfur þá eiga margir enga endurkomuleið. 

Það er heldur engin leið til að stjórnvöld, hvort sem er á Íslandi eða annars staðar, geti bætt það tjón.

 

 


mbl.is Furðar sig á gluggagægjum lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið hagræði við sláttinn

Við eigum það líklega sameiginlegt Reykjavíkurborg og ég að grassláttar er gjarna oftar þörf en að mér þætti best.

Í gær sló ég lóðina hjá mér í 6. sinn það sem af er sumri.

Mér hefur þó ekki dottið það snjallræði í hug að þekja hluta lóðarinnar með grjóthrúgum til að minnka grassláttinn.

Hjá mér er þessu eiginlega öfugt farið.

Mér finnst best að hafa beinar línur og fátt sem þvælist fyrir við sláttinn.  Slátturinn finnst mér vinnast best þar sem fátt er sem þarf að slá í kringum og hvað þá að beita "orfinu".

Ég hefði talið að á svæði sem þessu væri fljótlegast og einfaldast fyrir stóra sláttuvél að slá ef ekkert væri í vegi fyrir henni.

P.S. Einhverjir myndu sjálfsagt velta fyrir sér hvort að efnið væri ekki betur komið í annarri notkun, sem og hvort að "gróðurhúsaáhrif" flutnings og minna grass hefði verið reiknuð út.

Vangaveltur vakna einnig um hvernig Reykjavíkurborg hyggst koma í veg fyrir að illgresi skjóti rótum í grjóthrúgunum?

 


mbl.is Malarhrúgurnar minnka grasslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I got a Harley for my husband

Ég var að þvælast í umferðnni í gær.  Keyrði þar rólega á eftir býsna stórum jeppa, enda hámkarkshraðinn aðeins 50.  Lenti síðan á rauðu ljósi og fór að lesa límmiða sem voru nokkrir á afturrúðinni.

Meðal annars þessi frá Harley Davidson mótorhjálaframleiðandanum.

"I Got A Harley For My Husband - Best Trade I have ever made.


Fyrir Roland nördana

Nýja árið ætti að verða sérstaklega gefandi, skemmtilegt og skapandi.

303 + 808 + 909 = 2020


Hófstillta, hófsama, frjálslynda miðjufólkið

Ég var að þvælast um netið þegar ég sá þessa stuttu frétt á Eyjunni. Þar er verið að ræða um hvar miðjan sé í íslenskum stjórnmálum og hverjir þá miðjumenn - gjarna bætt hófsamir fyrir framan.

Þar lýsir Ögmundur Jónasson yfir undrun sinni á því að Viðreisnarfólk tali um sjálft sig með miðjufólk, en bætir því við að sjálfur hafi hann álitið sig "frjálslyndan miðjumann".  En það var auðvitað einmitt frasinn sem Viðreisn fór fram undir í nýafstöðnum kosningum.

En það er líklega einmitt meinið, "holir frasar" eru teygðir og togaðir yfir hin ólíklegustu sjónarmið.

Hver hugsar um sjálfa/n sig sem harðsvíraða "öfgamanneskju"?

Sjálfur hef ég ég alltaf litið á sjálfan mig sem hófstillinguna holdi klædda og frjálslyndur er ég fram úr hófi.

En samt á ég hvorki fulla samleið með þeim Ögmundi Jónassyni, eða Pawel Bartozek í pólítík.

Samt hef ég í gegnum tíðina verið sammála Ögmundi á stöku sviðum, og borið fyrir honum mikla pólítíska virðingu. En ég get samt ekki stillt mig um að velta fyrir mér, hverjir eru í þeim fjölda sem er vinstra megin við Ögmund í íslenskri pólítík ef hann er staddur á miðjunni?

Eins er það með Pawel, mér hefur í gegnum tíðina líkað við æði margt sem hann hefur sett fram, bæði í blöðum/vefritum og útvarpi.  Ekki síst vegna þess að hann setur sínar skoðanir fram með föstum en hófstilltum hætti. 

Ég kann vel að meta slíkt.

En ég hef ekki litið á Pawel, ekki frekar en Ögmund, sem miðjumann í íslenskri pólítík.

Ef til vill er þetta angi af "algórhytmabómullinni" sem er að skjóta upp kollinum í umræðunni. Þar sem allir eru umkringdir jákvæðum skoðanasystkinum og allir utan "bómullarinnar" eru lítt þenkjandi "öfgamenn". Allt "gott fólk" er á miðjunni. En það er einmitt vaxandi tilhneyging í umræðunni, að sýna æ minna tillit til andstæðra skoðana og æ minna umburðarlyndi.

Ég er ekki dómbær á það, ég nota enga af þessum "samfélagsmiðlum", mér finnst þeir ekki henta mér, hef takmarkaðan áhuga á því hvað kunningjar mínir, hvað þá "frægt fólk" gerir í frítíma sínum eða snæðir. Líklega er eitthvað af "neanderdalsgenum" í mér.

En þegar upp er staðið, skiptir ekki meginmáli hvar á hinu pólítíska litrófi skoðanir eru staðsettar, það er lítið vandamál fyrir flesta að mynda sér skoðun á því hvort þeir séu sammála eður ei, jafnvel þótt pólítísk gps hnit liggi ekki fyrir.

 


Er einhver ástæða til þess að hatast við hakakrossinn?

Því verður ekki á móti mælt að hakakrossinn var tákn einhverrar fyrirlitlegustu hreyfingar sem mankynið hefur hefur þekkt, flokks þjóðernis sósíalista í Þýskalandi á síðustu öld.

En er það ástæða til þess að hatast við, eða banna jafn gamalt tákn og hakakrossinn er?

Ég er ekki þeirrar skoðunar.

Það er engin að réttlæta nazisma, en það þýðir ekki að aldagamalt tákn sem nazisminn tók upp eigi að vera bannfært um aldur og ævi.  Það má líka draga mun á milli hakakrossins og fána nazista.

Fánar eða tákn fremja ekki ódæðisverk, það gera einstaklingar og hópar þeirra.

Það hefur enda engin bannað (að best ég veit) t.d. stjörnu, hamar, sigð, hálfmána eða sirkil, en þó hafa ýmis af viðurstyggilegustu ofbeldisverkum sögunnar verið framin undir merkjum með slíkum táknum.

Krosssinn, sem m.a við Íslendingar höfum í fána okkar, er heldur ekki undanskilin þegar ofbeldisverk og viðurstyggð eru annars vegar.

En auðvitað lifum við með þesum öldnu táknum.  Og hakakrossinum líka.

Þau eru partur af sögu okkar, menningu og líka þjáningu.

 

 

 

 


mbl.is Flugu með hakakross yfir New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að eiga "réttinn" af eigin lífshlaupi

Ég hef fylgst með umfjöllun um myndina Djúpið og virðist sem þar sé á ferðinni vönduð og athygliverð mynd sem ég hef mikinn áhuga á því að sjá.

Efni myndarinnar er áhugavert og virðist sem myndin sjálf sé sömuleiðis afbragðs vel gerð og heppnuð.

En það hefur líka orðið mér umhugsunarefni þegar það hefur komið fram að myndin sé gerð í óþökk þess einstaklings sem hún fjallar að mestu leyti um.

Spurningin sem vaknar er að hve miklu leyti eiga einstaklingar "réttinn" af eigin lífshlaupi og að hve miklu leyti ætti  listamönnum og  öðrum að vera að nýta sér slíkt í hagnaðarskyni?

Við þessu er að mínu viti ekki til neitt einfalt svar og það er vel þekkt að bækur, leikrit, söngleikir og kvikmyndir hafa verið verið gerðar um einstakar persónur eða hópa í óþökk þeirra.

Stundum er nöfnum og jafnvel umhverfi breytt til að "vernda" einstaklingana eða til að komast hjá málaferlum.  Sé þannig staðið að verki er spurningin um "rétt" einstaklinganna úr sögunni, enda því sem næst ómögulegt að sanna hver fyrirmyndin er, ef höfundar afneita því,  þó að það sé ef til vill á "allra" vitorði.

Og þannig skilst mér að sé það gert í Djúpinu, nöfnum er breytt og eðli málsins samkvæmt hlýtur margt í myndinni að vera skáldskapur.

En við kynningu á myndinni er þess hinsvegar þess vandlega gætt að það komi skilmerkilega fram á hvaða atburði myndin byggist og hvaða einstaklingur sé fyrirmynd aðalpersónu myndarinnar.  Það er líklega nauðsynlegt fyrir trúverðugleika mndarinnar, sem annars yrði lyginni líkust, sem afrekið sem myndin fjallar um vissulega er.  En það er þessi raunverulegi atburður sem gefur myndinni gildi.

Sem aftur vekur þá spurninguna hvort að einstaklingur eigi "réttinn" af eigin lífshlaupi, eða atburðum í því.

Nú er það ljóst að ef einstaklingurinn sem Djúpið fjallar um, endurgerði myndina Djúpið, yrði hann brotlegur við lög, nema hann aflaði sér leyfis frá rétthöfum.  En ef kvikmyndaleikstjórinn "endurgerir" atburði úr lífi einstaklingsins, þá horfir málið öðruvísi við og þykir sjálfsagt, eða hvað?  Höfundaréttur af listaverkum gildir í ákveðinn árafjölda eftir andlát, en "rétturinn"  af eigin lífshlaupi er ekki til.  Hann er "public domain" eins og stundum er sagt.

Listin er þá rétthærri lífinu eins og stundum er sagt.

P.S.   Þessari færslu er ekki ætlað að dæma um rétt eða rangt í þessu efni, enda ekki auðvelt mál viðureignar.  Þetta eru eingöngu hugleiðingar sem hafa skotið upp í kollinn á mér annað slagið, nú síðast vegna umfjöllunar um Djúpið.  Það er heldur alls ekki meiningin að hnýta í Djúipið, eða þá sem standa að gerð hennar, enda er hún aðeins nýjasta dæmið í fjölda svipaðra um víða veröld og hefur það fram yfir mörg þeirra að hún er gerð af virðingu fyrir viðfangsefninu, sem er ekki alltaf raunin.

Fyrst og fremst eru þetta vangaveltur og það væri gaman að heyra í þeim sem hafa velt þessum málum fyrir sér.

 

 


Hvað gerir Íslending að Íslendingi?

Þegar ég var að þvælast um bloggið hér á blog.is, eftir að hafa komið konunni og börnunum í bólið, þá rakst ég á blogg, Tryggva Gíslasonar fyrrverandi skólameistarara, þar sem hann veltir fyrir sér spurningunni, hvað gerir Íslendinga að Íslendingum?

Ef ég skil niðurstöðu hans rétt, þá telur hann að svarið við þessu sé tungumálið, það að tala Íslensku geri okkur að Íslendingum.  Eins og títt er um góðar spurningar og skemmtileg blogg, fékk þetta mig til að hugsa.  Reyndar hef ég oft verið að velta svipuðuðum spurningum fyrir mér.  Ég var  að hugsa um að setja inn stutt svar, en sá fljótt að betra væri að setja þetta hér inn á mínum eigin vegum, enda óx svarið eins og skuggi þegar sólin tekur að setjast.

Ekki ætla ég að mótmæla því að tungumálið er mikilvægt í sjálfsvitund hvers einstaklings.  En ég held að þjóðarvitund, eða það sem fær okkur til að líta svo að að við tilheyrum einhverri þjóð sé mun flóknara, sérstaklega á þeim tímum sem við lifum nú.

Persónulega mun ég líklega aldrei hætta að hugsa um mig sem Íslending. Þó að árin sem ég hef dvalið erlendis séu að nálgast tuginn, breytist það ekki.  Ég tala tungumálið, ein af meginástæðum þess að ég byrjaði að blogga hér var að mér fannst að ég þyrfti á vettvangi að halda  þar sem ég notaði Íslensku, hugsaði á Íslensku og skrifaði á Íslensku, en er það nóg til að gera mig að Íslending?  Dags daglega nota ég málið eingöngu þegar ég tala við börnin mín.  Þó að börnin séu skemmtileg viðræðu, þá bjóða þær samræður ekki upp á Íslenskan veruleika, eða verulega "flóknar" samræður, enda börnin ung að aldri.

En eru þau Íslendingar?

Bæði tala ágætis Íslensku, þó að stundum eigi þau erfitt með að finna Íslensk orð til að lýsa upplifunum sínum.  En þau tala jafnhendis Eistnesku, Ensku og því sem næst Frönsku.  Það gerir þau ekki að Eistlendingum, Kanadamönnum eða Quebecbúum, ef svo mætti að orði komast.

Líklega mætti segja að þau séu Kanadamenn, enda upplifun þeirra og lífreynsla eðilega líkust og hjá þeim sem hér hafa alist upp í nágrenninu.

Ef till vill eru minningarnar, upplifunin og samkenndin það sem fær okkur til að líta svo á að við tilheyrum tiltekinni þjóð, þó að vissulega spili tungumál þar inn í.

Í þessu sambandi kemur mér líka oft í hug þegar við heldum vestur á bóginn til Manitoba árið 2007.  Þar á ég, eins og svo margir Íslendingar, nokkuð stóran frændgarð.  Þar hittum við fyrir ættingja á ýmsum aldri, en sá eftirminnilegasti var frændi minn ríflega níræður.  Hann talaði reiprennandi Íslensku (þó að hann ætti í erfiðleikum með orð yfir tækninýjungar og annað slíkt) og bakaði handa okkur pönnukökur af mikilli list.   Hann var fæddur í Kanada en hafði margsinnis ferðast til Íslands og enginn vafi var á þvi hve vænt honum þótti um landið.  Samt fannst mér augljóst að hann hugsaði um sjálfan sig sem Kanadamann, þó að ræturnar toguðu í hann.

En hvað gerir okkur þá að Íslendingum?

Er nóg að sakna fjallanna og heita vatnsins hér á flatlendinu?  Telur það að horfa á Íslenskar fréttir og hvetja börnin sín til að horfa á Stundina okkar á netinu?  Eða kemur fleira til?

Ég held að ég verði aldrei Kanadamaður.  Það má til dæmis merkja á því að þegar ég er staddur í samkvæmum með þeim og sagðar eru gamansögur sem ég skil ekki.  Ekki vegna þess að ég skilji ekki það sem sagt er, heldur vegna þess að ég hef ekki upplifað "samfélagið" sem býr að baki.  Grínið tengist t.d. einhverju sem "allir" Kanadamenn á mínum aldri hafa upplifað í "High school".

Þess vegna held ég að það sumu leyti breytist það, hvað það er að vera Íslendingur með hverri kynslóð.  Rétt eins og tungumálið, það breytist sömuleiðis með hverri kynslóð.  Ekki þannig að um nýtt tungumál sé að ræða, heldur hefur það þróast.

Það að vera Íslendingur fyrir mína kynslóð er því margbreytilegt, allt frá því að muna eftir bröndurunum sem Glámur og Skrámur sögðu, eða að hafa dansað við Can´t Walk Away (hveru óíslendingslegt er það nú að hafa enskan titil) með Hebba, að hafa staðið eftir ball í biðröð við bæjarins bestu, eða að muna hvar maður var staddur þegar Íslenska handboltalandsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum (persónulega hef ég ekki hugmynd), og svona mætti lengi telja.  En það er örugglega hægt að vera Íslendingur án þess að eiga nokkra slíkar minningar.

Ég held að það að vera Íslendingur sé upplifun.  Það sama gildir auðvitað um aðrar þjóðir.  Það eitt að flytja á milli landa og/eða skipta um ríkisborgararétt gerir þig ekki "þarlendan".

Þess vegna er ekki hægt að kenna neinum að vera Íslendingur, en ef honum finnst það sjálfum og segir "ég er Íslendingur", og virkilega meinar það,  þá er hann það.

En auðvitað er þetta allt tengt eigin upplifunum og vonum.  Í mínu tilfelli ef til vill ekki hvað síst þeirri von að börnin mín eigi einhvern tíma eftir að segja, land míns föður er líka landið mitt.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband