Færsluflokkur: Tölvur og tækni

"Sambandið" og súpertölvur

Um allan heim tala stjórnmálamenn fjálglega um tæknibyltinguna sem er (eilíflega) framundan.  Flestar starfsgreinar notfæra sér stafræna tækni með einum eða öðrum hætti. 

Þeir sem starfa að rannsóknum þurfa æ meiri reiknigetu og æ öflugri tölvur líta dagsins ljós.

Evrópusambandið vill ekki verða eftirbátur á þessu sviði og hefur sett saman metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu "ofurtölva".

Aðeins 2. af 10 öflugustu tölvum heims eru staðsettar í Evrópu en "Sambandið" er með áætlun um að byggja net af (í það minnsta) 8 ofurtölvum.

Nýlega var síðan útboð fyrir gríðarlega öfluga tölvu sem setja átti upp á Spáni.  Þá hljóp snuðra á þráðinn, vegna deilna um hvort væri mikilvægara, reiknigeta eða "aðföng innan "Sambandsins".

IBM og Lenovo var sameiginlega með besta tilboðið hvað varðaði getu og verð, en eitthvað vantaði upp á aðföng innan "Sambandsins".  Atos sem er með höfuðstöðvar sínar í Frakklandi, var hins vegar með slíkt á hreinu.

En Spánverjar vildu frekar öflugri tölvu.

Frakkar eru hins vegar alfarið á því að "hollur sé heimafenginn baggi".  Því geti rannsóknaraðilar einfaldlega sætt sig við heldur slakari vél.

Eða eins og segir í ágætri grein Politico um þetta mál:

"In a preliminary assessment by the Joint Undertaking's advisory boards, IBM came out on top for the quality and price of its bid, but did not reach the required threshold for "EU added value," according to the three people with knowledge of the matter. That criterion includes the need to "reinforce the digital technology supply chain in the Union."

The seemingly technical debate struck a political chord.

Spanish Prime Minister Pedro Sánchez discussed it during a meeting with French President Emmanuel Macron in March and has since also raised it with European Commission President Ursula von der Leyen, one of the people said.

Paris emphasizes the need to invest in home-grown technology and European industry a message France's EU commissioner, Thierry Breton, has taken with him to Brussels; while Madrid insists the technical performance of the supercomputer is crucial for the scientists and businesses that will make use of it.

"We expect the best supercomputer possible for the researchers," a spokesperson for the Spanish government said as the bids were being evaluated. After the tender was cancelled, the spokesperson declined to comment, as did a French government spokesperson.

Spain has an important vote in deciding which company gets the contract, but could be overruled by the European Commission, which holds half of the voting rights, as it pays half of the bill."

Þar stendur hnífurinn í kúnni og í endan maí síðastliðinn var ákveðið að fresta ákvörðuninni og fella útboðið niður.

Vegna "kórónufaraldursins" eru víst þörf á að endurskoða kröfurnar.

Frétt Politico segir reyndar að ákvörðunin hafi verið vegna þess að Spánverjar hafi algerlega tekið fyrir að skipta við Atos.

Líklegt þykir að málið geti endað í réttarsölum, en Lenovo hefur þegar farið með ákvörðun frá síðasta ári, þegar Atos vann útboð fyrir ofurtölvu sem verður staðsett á Ítalíu.

Aftur frá Politico:  "France and Breton, EU Commissioner for Industry, are championing an increased emphasis on "strategic autonomy," while a group of mostly northern countries and Commission Executive Vice President Margrethe Vestager stress the importance of keeping the economy open.

Normally, Breton should be responsible for how the EU will weigh in on the Barcelona contract. But since the Frenchman was CEO of Atos before he joined the Commission in 2019, he recused himself in line with a Commission decision on his conflicts of interest, and the file is now in Vestager's hands, a Commission spokesperson said.

But Breton still has an influence. In the governing board of the Joint Undertaking, the Commission is represented by Thomas Skordas, a high-ranking official from the technology department who reports to Breton. "Breton does not need to give instructions [on the Barcelona contract], his preference is already clear from his insistence on digital sovereignty," the first person familiar with the tendering process said."

Fyrrverandi forstjóri Atos, Thierry Breton (síðasta starf sem hann gengdi áður en hann varð "kommissar") er "kommissar" í Framkvæmdastjórn "Sambandsins", en kemur auðvitað ekkert nálægt ákvörðunum, eða hvað?

En hvort er mikilvægara "innlend" aðföng eða gæði og geta?

En í innkaupum sem þessum geta verið ýmis sjónarmið, "merkantílismi" er eitt og öryggissjónarmið geta sömuleiðis verið vert að gefa gaum.

En innkaup geta vissulega verið flókin og erfitt að halda öllum í "fjölskyldunni" ánægðum.

Þegar svo stendur á, virðist "Sambandið" gjarna telja að best sé að fresta hlutunum.


Flug og bíll eða fljúgandi bíll?

Það hefur oft og um all nokkra hríð verið spáð að innan tíðar komi til sögunnar fljúgandi bílar.  Einhverjir hafa reyndar verið smíðaðir, en nú hefur athyglisverður flugbíll tekið sig á loft í Slovakíu.

Skemmtilegir samanbrotnir vængir og útlitið nær bíl en flugvél.  BMW mótor og farartækið sýnist auðvelt í notkun.

En vænghafið gerir það að verkum að ekki verður tekið á loft eða lent á helstu umferðaræðum og flugbrautir ennþá nauðsynlegar.

En þetta gæti verið þægilegt til að skreppa á milli borga.

 

 

 

 


Miðlar og "sníkjulíf".

Það er mikið rætt um alls kyns miðla og svo aftur málfrelsi þessi misserin.  Það er vel enda báðir hlutirnir mikilvægir í nútíma samfélagi.

Og oftast eiga þessir hlutir samelið, góðir miðlar og málfrelsi.

Nú er býsna merkilegt mál í Ástralíu, en þar hefur Facebook ákveðið að loka fyrir þann möguleika notenda sinna að "deila" fréttum, frekar en að greiða fjölmiðlum fyrir notkunina. 

En ákvæði um slíkar greiðslur er að finna í frumvarpi sem Ástralska ríkisstjórnin beitir sér fyrir.

En megn óánægja er yfir þvía að "deilimöguleikinn" hafi verið aftengdur.

En er ekki eðlilegt að fyrirtækið velji á milli að greiða fyrir "deilingu" eða að loka möguleikanum?

Er í raun ekki aðeins um þessa tvo möguleika að ræða?

Er ekki eins og þegar Twitter lokaði á Trump, aðeins um ákvörðun einkafyrirtækisins að ræða?

Eiga notendur Facebook, sem þeir greiða ekkert fyrir, einhverj heimtingu á því að geta "deilt" fréttum?

En auðvitað er eðlilegt að fjölmiðlum sé ekki sama hvernig efni þeirra er dreift og hver dreifir því og eðlilega finnst þeim erfitt að sjá aðra selja auglýsingar út á þeirra efni.

En "sníkjulífið" er að hluta gagnkvæmt, því þeir eru orðnir ófáir dálksentrimetrarnir sem fjölmiðlar skrifa upp eftir samfélagsmiðlum, t.d. Facebook.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessu máli vindur fram og hvernig málin þróast, ekki eingöngu í Ástralíu heldur um heim allan.

En það er reyndar þarft að ræða hvernig meta eigi höfundarrétt fjölmiðla.  Það er ótrúlega algengt finnst mér t.d. á Íslenskum fjölmiðlum að þeir "endursegi" fréttir úr öðrum Íslenskum fjölmiðlum, með ótrúlega littlum breytingum.

Þannig hef ég t.d., sem er ekki áskrifandi að Morgunblaðinu, oft getað lesið nokkuð ítarlega endursögn á frétt eða grein úr Morgunblaðinu í öðrum fjölmiðlum.

Er það rökrétt?

Stundum hef ég lesið fréttir þar sem ég fæ það á tilfinninguna að sé nokkurn veginn "copy/paste" úr öðrum Íslenskum miðlum, sem hafa þó þýtt fréttina úr erlendum miðli.

Allt þetta tengist þetta vaxandi erfiðleikum fjölmiðla að afla sér tekna, t.d. með áskrifum.  Það er erfitt að "selja fréttir" ef aðrir aðilar "endursegja" þær ókeypis.

Stundum draga slíkar "endursagnir" án efa athygli að upphaflegu fréttinni en allt slíkt er erfitt að meta, sama gildir um "deilingar" á samfélagsmiðlum.

 


mbl.is Fréttabann á Facebook í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun nútímans?

Það er býsna mikið rætt um "ritskoðun" þessa dagana.  Þó held ég að það sé ekki alveg rétta orðið til að nota.

Ef til væri réttara að tala um "birtingarvald", nú eða eins og í fréttinni sem þessi færsla er hengd við, "dreifingarvald".

Sé slíku valdi beitt, er það líklega í sumum tilfellum allt að ígildi "ritskoðunar", en ég myndi þó telja það annars eðlis.

En auðvitað er fjölmiðlum ritstýrt og margir hafa kvartað undan skorti á "ritstýringu" eða eftirliti á samfélagsmiðlum.

Það er vandratað á slíkum slóðum.

En eiga einhverjir kröfu á því að samfélagsmiðlar (svo ekki sé minnst á aðra miðla) skaffi þeim vettvang?

Er eitthvað óeðlilegt við að samfélagsmiðlarnir setji reglur sem allir þurfa að fara eftir?

En auðvitað vaknar spurningin um hverjir dæma þá "seku" og hvernig er að því staðið.

Hins vegar má að mörgu leyti halda því fram að vald "fjölmiðlarisa" dagsins í dag sé mun minna en var, þegar tími dagblaða og stórra sjónvarpsstöðva ríkti.

Það kostar mun minna að koma á fót samfélagsmiðli en sjónvarpsstöð (þó að sá kostnaður hafi einnig minnkað), það kostar minna að koma á fót vefmiðli en prentblaði og svo má áfram telja.

En auðvitað eru "stóru aðilarnir" ráðandi á markaðnum og ef til vill má kalla þá "hliðverði" samtímans.

Persónulega er ég þó þeirrar skoðunar að slíkar takmarkanir eða lokanir muni ekki hafa þau áhrif sem óskað er eftir, jafnvel þveröfug.

Umræðan, hvort sem við teljum hana til góðs eða ills, mun finna sér farveg og nýjir miðlar munu spretta upp.

Hins vegar getur "sómakært fólk" haldið sig á meginstraumsmiðlunum og verður enn minna vart við "vandræðagemsana" en áður.

"Pólaríseringin", verður þannig enn meiri en áður og undrunin verður enn meiri en áður þegar komist er að því að það eru ekki allir sömu skoðunar og "vinir þínir á netinu".

Sumir einstaklingar verða enn vissari um að "vinstri fasistarnir" séu að reyna að ritskoða þá, en aðrir verða þess fullvissir um að "aðgerðirnar" virki, því þessar "ógeðfelldu skoðanir sjást bara ekki lengur".

Rétt eins og "enginn drakk á bannárunum". Lausnin er að banna hlutina.

En það er hægt að velta þessum hlutum endalaust fyrir sér, og í raun er það öllum hollt.

Svo má velta því hvort að ennþá verði vilji til að brjóta samfélagsmiðla eins og t.d FaceBook upp?

Munu komandi valdhafar í Washington gera það?  Elisabeth Warren var áhugasöm um slíkt.

Eða hafa þeir komist hjá slíkum "uppbrotum" með því að taka "rétta" afstöðu?

 

 


mbl.is Google fjarlægir Parler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig "símarnir ferðast" - myndbönd

Það er hreint ótrúlegt hvað finna má á netinu nú til dags. Tækninni fleygir fram og hún er bæði heillandi og ógnandi.

Nú þegar "faraldsfræði" er tómstundagaman þó nokkurs hluta jarðarbúa, er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvernig "fólksflæði" er háttað.

Það sýnir ennfremur að stórar samkomur geta haft gríðarleg áhrif og þátttakendur dreifast víða á örskommum tíma.

Í Bandaríkjunum hefur mikið verið rætt um hugsanleg áhrif viðburða á við "Mardi Gras" og "Spring Break" við útbreiðslu Kórónavírussins.

Það komu líka upp deilur í Bandaríkjunum hvort að rétt væri að loka "innri" landamærum ríkja, t.d. hvort að rétt væri að "einangra" New York, New Jersey og Connecticut ríki.

Ég rakst á þessi myndbönd frá fyrirtækinu Tectonix GEO .

Þau sýna hvernig farsímar sem staðsettir eru á einum stað (s.s. í  strandpartýi í Florida eða New York borg) dreifast síðan um Bandaríkin og síðan heiminn.

 

 

 

 

 

Þessir símar eru raktir nafnlaust, en vissulega er tæknin til staðar að tengja þá við nöfn, alla vegna flesta þeirra. 

Það þarf bara að hafa rétta "aðganginn" og "tengja". Ef eftirlitsmyndavél er svo staðsett þar sem síminn þinn er staðsettur, má með "andlitsgreiningarbúnaði" og símum þeirra sem er í nágrenninu sjá hverjir þeir eru.

En þetta sýnir hvers tæknin er megnug nú á dögum en sömuleiðis hversu mikla erfiðleika "fólksflæði" getur skapað á faraldstímum.

En líka möguleikana til að rekja ferðir einstaklinga, hvort sem er á faraldstímum eður ei.

 

 


Er alltaf best að skriffinnar ráði ferðinni í tækniframþróun?

Árátta Evrópusambandsins að "staðla" allt til "hagsbóta" fyrir neytendur er velþekkt.  Persónunlega er ég þó þeirrar skoðunar að athygli þeirra hafi oft á tíðum farið á ranga staði og "staðlarnir" hafi náð yfirhöndinni þar sem það er ekki nauðsynlegt, en ef til vil síður þar sem þörf væri á, það er ef til vill önnur saga.

En deilur á milli Apple og "Sambandsins" hafa verið nokkuð til umfjöllunar upp á síðkastið.

Það verður ekki á móti því mælt að það er ákveðin hagræðing sem fellst í í því að aðeins megi nota eitt tengi til þess að hlaða farsíma og ákveðin tæki.

Eins og "Marteinn Mosdal" hefði komist að orði:  Eitt ríkistengi, fyrir alla, ekkert markaðskjaftæði.

Og það mun sjálfsagt spara neytendum örlítið fé, samkeppni í sölu á snúrum mun aukast og svo kallaðir "3ju aðilar" eiga greiðari leið að markaðnum. Þeir sem lítið þekkja til tækninnar munu síður eiga á hættu að kaupa ranga snúru.

En hvað ef svo er fundin upp mikið betri tenging?

Þá þarf auðvitað að bíða eftir því að "Marteinar" Evrópusambandsins samþykki þá tengingu og geri hana að "hinni einu réttu tengingu".

En ef svo er fundin upp enn betri tenging?  Hvað gere "Mosdalir" Evrópusambandsins þá?

Þannig er auðvelt að sjá að rök Apple um að slíkar samþykktir hefti framþróun eigi við rök að styðjast.

Ætli það sé algengt að kaupendur Apple síma og "padda" geri sér ekki grein fyrir því að "tengin" á þeim eru öðruvísi?

Það er ef til vill ekki tilviljun að flest öll stærri tæknifyrirtæki samtímans eru ekki staðsett í "Sambandinu".

 


Óæskilegir erindrekar?

Mér þykir býsna merkilegt að lesa þessa frétt, ekki síst ef hún er sett í samhengi við fréttir af hótunum Kínverskra erindreka gagnvart Færeyingum, áhyggjum Ástrala, og sívaxandi áhyggjur margra vestrænna þjóða varðandi uppsetningu nýrrar kynslóðar fjarskiptakerfa.

Tækniþjófnaður Kínverskra starfsmanna sem hafa verið gripnir glóðvolgir er svo annar handleggur, en ekki ótengdur.

Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér á hvaða vegferð Kínversk yfirvöld eru (því ólíklegt er að frumkvæðið sé sendiherrana).

Hótanir, njósnir og hugverkaþjófnaður er ekki líkleg blanda til vinsælda og þess má sjá merki í nýlegri skoðanakönnun sem var gerð í Kanada.  Þar eru um 70% andsnúinn því að Huawei verði leyft að taka þátt í uppbyggingu fjarskiptakerfa, sama prósenta er þeirrar skoðunar að mannréttindi eigi að vega meira en viðskiptahagsmunir í samskiptum við Kína. 

90% er svo þeirra skoðunar að ekki sé hægt að treysta Kína sem réttarríki og hvað varðar mannréttindi.

Það er ef til vill ekki síst vegna þeirra tveggja Kanadísku ríkisborgara sem voru handteknir, sakaðir um njósnir og stuld á ríkisleyndarmálum,  skömmu eftir að Meng Wanzhou, var handtekin í Kanada.  Þær gerast ekki öllu skringilegri tilviljanirnar.

En flest vestræn ríki hafa á undanförnum árum verið afar varkár í samskiptum sínum við Kína, á tíðum skammarlega varkár.


mbl.is Vilja vísa sendiherra Kína úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfvirkni eykst á flestum sviðum

Það hefur lengi tíðkast að tækninýjungar leysa vinnuafl af hólmi. Stórar breytingar eins og vatns- og vindmyllur, gufuvélar og svo síðast ekki síst tölvur og "róbótar" (hér vantar mér gott Íslenskt orð, því mér finnst "vélmenni" ekki duga til).

Þannig hefur fjöldinn allur af "ómissandi" störfum horfið. Í flestum tilfellum hafa einstaklingar einfaldlega aðlagað sig þróuninni og skipt up störf.

Stundum hafa þó orðið tímbundnir erfiðleikar og þekkt er einnig að einstaklingar hafa reynt að halda aftur af þróuninni og hafa ráðist gegn tækninýjungum.

En til lengri tíma litið hafa frjáls samfélög aðlagast breytingum og störfum hefur fjölgað jafnframt því að þau hafa flust til.

Það þarf ekki að horfa lengi í kringum sig til að sjá fjöldan allan af störfum sem urðu ekki til fyrr fyrir til þess að gera fáum árum.

Að stórum hluta er sjálfvirknin að taka yfir einföld og einhæf störf, og er síst ástæða til þess að gráta þó að þó hverfi.

Sjálfur nota ég stundum t.d. sjálfvirka afgreiðslukassa eins og minnst er á í fréttinni, en síst ef ég er að kaupa mikið af grænmeti (eða lausum vörum), það er svo skratti þreytandi að "leita" að viðkomandi vöru.

Einnig er eingöngu ein verslun sem ég fer í reglulega sem býður upp á sjálfsafgreiðslukassa þar sem hægt er að greiða með reiðufé.

Það finnst mér fyrirtaks þjónusta, og kýs oft þann kost ef ég er að kaupa til þess að gera fáa hluti (og ódýra), þá sparast gjarna mikill tími í bið.

En það má líka velta því fyrir sér að um leið og margir hafa miklar áhyggjur af fækkun starfa, þá eru aðrir sem hafa miklar áhyggjur af fólksfækkun á Vesturlöndum.

Hversu líklegt getur það verið að bæði vandamálin verði til staðar?  Hvort vandamálið er líklegt að verði til staðar?

Eða hvorugt?

 

 

 

 

 


mbl.is Sjálfsafgreiðslukössum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dansað með Skatta Kötu

Ég var að þvælast um netið nú í morgunsárið og sá umfjöllun á Eyjunni um að urgur væri í vinstri mönnum. Þar segir að urgurinn stafi af myndböndum sem má finna á YouTube og mun einnig vera dreift á Facebook (hef ekki séð þau þar enda ekki með reikning þar).

En ég fór auðvitað inn á YouTube og fann umrætt myndband og horfði á það. Það má finna hér að neðan.

 

 

Vissulega eru alltaf umdeilanlegt þegar skoðunum og upplýsingum er deilt undir nafnleysi. Persónulega hef ég reynt að tileikna mér þá meginreglu að hlusta á það sem sagt er eða sýnt án þess að það skipti mig meginmáli hver segir það eða hvort ég viti hver það er.

En ég tek undir það að betri stíll og meiri reisn sé að koma fram undir nafni. Þó hefur marg oft verið rætt um nauðsyn þess að hægt sé að koma fram upplýsingum með nafnleynd, enda ekki óalgengt á Íslandi að eingöngu sé "hjólað í" (gríðarlega vinsælt orðfæri nú um stundir) manninn en ekki málefnið.

Ég get ekki séð að myndbandið sé í neinum meginatriðum rangt, þó að ég hafi ekki farið og "staðreyndatékkað" það.

Það er reyndar athyglisvert að lesa mjög góða umfjöllun á Visi.is, samhliða, ég vil hvetja alla til þess að leggja þann lestur á sig. Umfjöllun Visis má finna hér.

Þar er góð umfjöllun um hugsanlegar breytingar á skattkerfi, og segir m.a.:

"Gert er ráð fyrir að nýju þriðja þrepi verði bætt inn í tekjuskattskerfið og að allir þeir Íslendingar sem hafi 25 milljónir króna eða meira í árslaun, en þeir eru 946 manns samkvæmt gögnum frá Hagstofunni, verði í því skattþrepi. Þess má geta að umræddur hópur greiðir nú 46,24 prósenta tekjuskatt."

Og litlu neðar:

"Taka skal fram að í útreikningunum er ekki gert ráð fyrir að fólk bregðist með einhverjum hætti við skattheimtunni, svo sem með því að draga úr vinnuframlagi, greiða lægri laun út úr eigin rekstri eða flytja einfaldlega af landi brott. Slík viðbrögð yrðu vitanlega til þess fallin að draga úr heimtum af skattahækkununum."

Ég vil líka minna á þegar við heyrum um að afgangur ríkissjóðs sé alltof mikill og nær sé að eyða þeim í þarflegri hluti, aðj ef ég man rétt hefur hið opinbera eytt undanfarin ár  mun hærri fjármunum í vaxtagreiðslur en til samgangna.

Minnki afgangur af fjárlögum, mun slíkt ástand vara mun lengur en ella. Það er vissulega valkostur að hið opinbera sé áfram verulega skuldsett, en það verður þá að gera sér grein fyrir því að framkvæmdir, eða velferðarmál sem þannig er staðið er, eru fjármögnuð með skuldum.

En nóg um það, enn og aftur hvet ég alla til þess að lesa umfjöllunina á Vísi, það er líklega besta umfjöllunin sem ég hef séð fyrir þessar kosningar (verður þó að taka með í reikningin að ég fylgist ekki grimmt með Íslenskum fjölmiðlum akkúrat núna.).

En það er rétt að enda á léttu nótunum og stíga dans með Skatta Kötu.  Hér er þó ekki um að ræða Íslenska stjórnmálakonu, heldur Indónesíska hljómsveit sem ber einmitt nafnið Skatta Kata.  Ég tók mér að bessaleifi að fallbeygja nafnið eins og það væri Íslenskt og hér að neðan má sjá myndband við lag þeirra "Dancing With Skatta Kata".

Mér þótti nafnið skondið þegar ég rakst á þetta myndband fyrir nokkrum mánuðum, en þykir það enn skondnara í dag.

 

 

 


Skrýtin fyrirsögn

Mér varð eiginlega um og ó þegar ég sá þessa fyrirsögn.  "Vélarvana flugvél úti fyrir Grænlandi."

En sem betur fer er fyrirsögnin aðeins enn eitt dæmi um hve illa fréttir eru skrifaðar nú til dags.

Einn af fjórum hreyflum vélarinnar eyðilagðist, sem mætti útleggja sem svo að ein af fjórum vélum flugvélarinnar hafi skemmst eða eyðilagst og vélin misst 25% af því afli sem knýr hana áfram, 1/4 af vélum sínum.

Sem betur fer er það langt í frá að það geri flugvélina "vélarvana", þó að vissulega sé um alvarlegt atvik að ræða.

En sem betur fer fór allt vel, enda á fyrirsögnin og sú fullyrðing að farþegaþotan hafi orðið vélarvana ekki við nein rök að styðjast.

Enn ein fréttin sem virðist benda til þess að til staðar sé takmarkaður skilningur á því sem skrifað er um og takmörkuð þekking á Íslensku máli.

Það þarf gera betur.

 


mbl.is Farþegaþota varð vélarvana úti fyrir Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband