Frábært skref hjá Póstinum, auðvitað á raunkostnaður að gilda.

Það má alveg hafa samúð með héraðsfréttablöðum og erfiðum rekstri þeirra. En ég er hjartanlega sammála þessu skrefi Íslandspóst.

Það getur ekki átt að vera hlutverk ríkisfyrirtækja eða hlutafélaga í opinberri eigu að styðja við þennan eða hinn reksturinn með því að láta hann greiða minna fyrir þjónustu en efni standa til.

Ef það er gert hlýtur það að bitna á öðrum notendum þjónustunar, sem þurfa þá að niðurgreiða þá þjónustu með hærri gjöldum.  Í þessu tilfelli póstsendingar héraðsfréttablaða.

Ef hið opinbera vill styrkja útgáfu héraðsblaðanna, fer best á að það sé gert með beinum styrkjum, þannig að það sé gegnsætt og uppi á borðum

Ekki í gegnum annan rekstur.

Áfram Pósturinn.

P.S. Heyrði einhversstaðar á "skotspónunum" að réttast væri að gera nýjan forstjóra Póstsins að "farandforstjóra" sem færi og tæki til hjá ríkisfyrirtækjum. 

Ég hef heyrt verri hugmynd.


mbl.is Eini kostur Póstsins að hækka verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverskir "Stakhanovar" bretta upp ermarnar. En það er ástæða til að óttast að upplýsingar sé ekki sem skyldi

Það er ekki annað hægt en að dást að þessari uppbyggingu í Kína.  Sannarlega "Stakhanovísk" vinnubrögð og sýnir vel hvað Kínverjar taka málið alvarlega, eftir umdeilanleg viðbrögð í upphafi.

En viðbrögð Kínverskra yfirvalda voru hæg í upphafi og viðeigandi ráðstafanir drógust á langinn.

En þegar ég lít á kortið sem John Hopkins sjúkrahúsið heldur úti, er það eitt sem vekur athygli mína öðru fremur.

Vírusinn virðist breiðast nokkuð hratt og sjúkdómstilfelli hafa fundist víða, nema að enn sem komið er hefur ekkert tilfelli verið tilkynnt í Afríku eða S-Ameríku.

Samt er vitað að í það minnsta kosti 1. milljón (líklega fleiri) Kínverja eru að störfum í Afríkuríkjum og talað um í það minnsta 200.000 Afríkubúa við nám eða störf í Kína.

Kína er nú talið stærsti einstaki viðskiptaaðili við Afríku.

En þar er ekkert tilfelli vírusins kominn fram.

Er það merkileg tilviljun að útbreiðslan er með þessum hætti eða er líklegra að heilbrigðiskerfin séu ekki með þeim hætti að veiran komi á "radar" þeirra?

Skyldi búnaður til að greina veiruna vera til víða í Afríku?  Það er rétt að hafa í huga að það eru einungis fáir dagar síðan Íslendingar urðu þess megnugir.

 


mbl.is Tókst að byggja sjúkrahús á 8 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ræða" kvöldsins á Bafta verðlaununum

Aldrei nenni ég að horfa á verðlaunahátíðir eða annað því um líkt.  Það kveikir einfaldlega ekki áhugann.  En ég hef alltaf gaman af því að sjá skemmtileg brot frá slíkum atburðum, hér er frábær ræða frá Rebel Wilson á Bafta hátíðinni.


mbl.is Hildur vann BAFTA-verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband