Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Ekki missa "kúlið" og bregðast við eins og harðlínu múslimi

Það sem vantar á þessa skopmynd er auðvitað Múhameð spámaður, enda hann og fylgismenn hans óvænt að farnir að leika nokkuð stóra rullu fyrir borgarstjórnarkosningar og jafnvel farnir að teygja sig yfir í næstu sveitarfélög.

En grínmynd er grínmynd, hvort sem hún er af Múhameð eða Sveinbjörgu og þó að þær eigi það til að verða stundum nokkuð rætnarog  ýfa stélfjaðrir, er affarasælast að bregðast við þeim með rósemi.  Það er alger óþarfi að ritskoða þær eða biðja á þeim afsökunar.

Reyndar held ég að Framsóknarflokkurinn sé líklega ekki jafn æstur yfir þessari mynd og þeir vilja vera láta, en vissulega er þetta tækifæri alltof gott til þess að láta það fram hjá sér fara, og það á sjálfum kjördeginum.

Ég yrði reyndar ekki hissa ef þessi skopmynd myndi færa Framókn nokkur auka atkvæði í dag.

P.S.  Fyrir leikmann eins og mig er ekki allur munur á búningi Ku Klux Klan og búrku, þó að tilgangurinn með klæðaburðinum sé ólíkur.  Ég hugsa jafnvel að það hefði verið beittari húmor að nota búrkuna.

P.S.S. Með því að sleppa Múhameð á myndinni er þó líklegt að höfundurinn fái aðeins kröfu um afsökunarbeiðni, en varla líflátshótanir.

 


mbl.is Sakar Fréttablaðið um einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrifamikill stjórnmálamaður og fyrrum boðberi pedófílíu hættir á Evrópusambandsþinginu

Það verður ekki á móti því mælt, hvort sem maður er fylgjandi skoðunum Daniels Cohn-Bendit eður ei, að hann hefur verið áhrifamikill í Evrópskum stjórnmálum í yfir 40 ár.

Daniel (eða Danni rauði, Dany le Rouge) Cohn-Bendit vakti fyrst athygli í kringum mótmæli/óeirðir í París 1968.

Hann starfaði í róttækum (margir myndu líklega kalla þau öfga eitthvað) samtökum og flokkum á vinstri væng stjórnmálanna, en gekk til liðs við Græningja árið 1984.

Það er síðan fyrir Þýska og Franska græningjaflokka sem hann hefur setið á Evrópusambandsþinginu síðan 1994.

En Cohn-Bendit hefur verið umdeildur, þó að hann þyki líklega hafa mildast með árunum.  

Hann hefur verið gagnrýndur bæði frá vinstri og hægri.

Ýmislegt hefur þótt vafasamt í fortíð hans, og neitaði Evrópusambandsþingið til dæmis beiðini saksóknara í Frankfurt, um að það aflétti þinghelgi hans í tengslum við sakamálarannsókn á hryðjuverkastarfsemi tengdri Hans-Joachim Klein.

Umdeildari og meiri athygli hafa þó vakið skrif hans frá áttunda áratugnum um kynferðisathafnir með börnum.

Eða eins og lesa má í grein Þýska blaðsins Spiegel, þar sem vitnað er til skrifa Kohn-Bendit:

How should we react when Cohn-Bendit writes, in his memoirs, about "little, five-year-old girls who had already learned to proposition me?" It wasn't the only time the Green politician raved about his experiences with children. In a largely unnoticed appearance on French television on April 23, 1982, Cohn-Bendit, a member of the European Parliament today, said the following:

"At nine in the morning, I join my eight little toddlers between the ages of 16 months and 2 years. I wash their butts, I tickle them, they tickle me and we cuddle. … You know, a child's sexuality is a fantastic thing. You have to be honest and sincere. With the very young kids, it isn't the same as it is with the four-to-six-year-olds. When a little, five-year-old girl starts undressing, it's great, because it's a game. It's an incredibly erotic game."

Cohn-Bendit later claimed that his portrayals in the book were meant as a provocation. Whether or not one believes his assertions, the development of the Greens in the 1980s shows that their nonchalant talk about sex with young children eventually attracted real pedophiles.

Í bók sem gefin var út árið 1975 og ber nafnið "The Great Bazaar", skrifaði Daniel Cohn-Bendit m.a.:

"My constant flirtations with the children took on erotic characteristics. It happened to me several times that a few children undid my flies and started to stroke me."

Eins og kemur fram hjá Spiegel, hélt Cohn-Bendit því fram síðar, sér til varnar, að hann hefði skrifað þetta til að ögra og virðast "hættulegri" en hann í raun hefði verið.

Daniel Cohn-Bendit sóttist ekki eftir endurkjöri á Evrópusambandsþingið í nýliðnum kosningum og hefur því hvatt það nú, eftir 20 ára setu.

Nýtt þing tekur nú við, ne það er ekkert nýtt að þangað setjist "skrýtnir kvistir", með kynlegar skoðanir í farteskinu.

 

Hér að neðan eru blaðagreinar sem fjalla um Daniel Cohn-Bendit og þátt hans í þeirri skringilegu upphafningu á pedófílíu, sem margir í "vilta vinstrinu" í Þýskalandi tóku þátt í á sjöunda og áttunda áratugnum.

Myndband með upptöku af sjónvarpsviðtalinu sem vitnað er til hér að ofan má finna á YouTube.  Og svo er það auðvitað Google, ef áhugi er á frekari upplýsingum.

 

http://www.theguardian.com/world/2013/may/14/green-party-germany-paedophiles-80s

 

http://www.spiegel.de/international/germany/past-pedophile-links-haunt-german-green-party-a-899544.html

 

http://www.spiegel.de/international/germany/green-party-leader-trittin-admits-to-approving-document-on-pedophilia-a-922442.html


http://www.spiegel.de/international/zeitgeist/the-sexual-revolution-and-children-how-the-left-took-things-too-far-a-702679-3.html

 


Moska eða ekki moska, það er aðal spurningin

Ég get ekki neitað því að mér hefur hálfpartinn verið skemmt yfir umræðu um byggingu mosku í Reykjavík, eða hvort þar eigi yfirleitt að leifa að byggja mosku.

Allt í einu er þetta orðið aðalmálið fyrir borgarstjórnarkosningar og hvort að eigi að byggja leiguíbúðir fyrir ríflega 70 milljarða, eða hvort flugvöllurinn á að vera eða fara, fá lítið pláss í umræðunni. Hvort að stórauka eigi niðurgreiðslur á dagvistun og gera hana gjaldfrjálsa eða ekki, er engin þörf á að ræða.

Engu máli skiptir hvort að frambjóðendur hafa vilja til að lækka útsvar eða ekki.

En moska eða ekki moska, það er málið.

Sjálfur hef ég ekki sterka skoðun á málinu.

Er þó þeirra skoðunar að alger tímaskekkja sé að skylda sveitarfélög til að sjá trúfélögum fyrir ókeypis byggingarlóðum. 

En þar er ekki við Reykjavíkurborg að sakast.  Hún eins og aðrir lögaðilar og einstaklingar eiga að fara að lögum.

Ég ber heldur ekki mikla virðingu fyrir trú múslima, reyndar eru trúfélög mér lítt að skapi.

En ég ber ómælda virðingu fyrir rétti þeirra til að hafa trú sína og fá að iðka hana í friði fyrir afskiptum annara, sem og rétti þeirra til að standa jafnfætis öðrum trúfélögum. Það sama gildir um önnur trúfélög.

Kosning um hvort að múslimar eigi að fá lóð eða ekki lóð, er afleit hugmynd.  Lýðræði snýst ekki um að meirihlutinn geti neitað minnihlutanum um sjálfsögð réttindi.  Það var einmitt einn af mörgum göllum á vinnu stjórnlagaráðs að það hafði ekki hugrekki til að afnema þjóðkirkjuskipan á Íslandi.

Slíkt á ekki að vera komið undir meirihlutaræði, heldur á stjórnarskrá að veita réttindi til allra, sem verða ekki frá þeim tekin, hvort sem þeir eru í minni- eða meirihluta.

Svo er spurningin hvort að lóðin sé "á réttum stað".  Það hef ég ekki hugmynd um, frekar en nokkur annar, slíkt er líklega smekksatriði og hlýtur að einhverju marki að lúta skipulagsmálum.

En lóðaúthlutanir eru ekki þess eðlis að þær eigi að breytast og vera dregnar til baka eftir því hver er í meirihluta.  Festa og eðlilegir ferlar eiga að gilda í þessum málum.

Síðan hef ég séð fullyrðingar um að starfsemi trúfélaga múslima brjóti í bága við Íslensk lög hvað varðar jafnrétti og mismunum.

Um það ætla ég ekki að dæma, enda þekki ég ekki starfsemi trúfélaga múslima nægilega til þess.  

En við verðum að treysta því að yfirvöld, mannréttindasamtök og hópar og aðrir sem láta sig slík mál varða veiti aðhald, vekji athygli á og grípi í taumana ef mannréttindabrot eru framin.

En rétt er að hafa í huga að byggingar fremja ekki mannréttindabrot, hvort sem það eru moskur eða aðrar byggingar.

Mest um vert er að hafa lögin í huga.


Ekki trúverðugar fullyrðingar Guðrúnar. "Smjerherferð"?

Það er engin leið að dæma um hvað er rétt og hvað er rangt í deilumáli sem þessu.  Engir eru til frásagnar nema þeir sem deila.

En persónulega þykir mér yfirlýsingar Guðrúnar ekki trúverðugar.

Ekki er ég í aðstöðu til að segja þær rangar, en mér þykir með eindæmum ef einstaklingur sem hefur fengið þá meðferð af hendi stjórnmálaflokks sem Guðrún segist hafa fengið af hendi Framsóknarflokksins, sækist jafn stíft eftir því að leiða lista flokksins og Guðrún gerði.

Hvers vegna í ósköpunum sagði hún sig ekki frá listanum löngu fyrr, ef öll vinnubrögð eins og hún lýsir og talað var um að setja málefni á oddinn sem hún er á móti?

Og hvers vegna skyldi hún bíða með að upplýsa þetta allt þangað til 2. dögum fyrir kosningar?

Í mínum huga ber þetta skýr merki pólítískrar "smjerherferðar" (smear campaign), en í þessu máli eins og mörgum öðrum verður hver að dæma fyrir sig.

 


mbl.is Segir yfirlýsingu Guðrúnar ósanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flikkerað

Ég er alltaf að taka myndir jafnt og þétt, en er hins vegar ekki nógu duglegur við að vinna þær koma þeim inn á Flickr síðuna mína.  AF og til geri ég þó skurk í þeim efnum og hefur orðið nokkuð ágengt undanfarna daga.  Hluta af afrakstrinum má sjá hér að neðan, en einnig er hægt að skoða Flickr síðuna beint með því að heimsækja www.flickr.com/photos/tommigunnars.

Einnig er hægt að klikka á myndirnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Úrelt kerfi

Það hlýtur að teljast gott fyrir þá sem eru að nema iðngrein að starfa við hlið reyndra einstaklinga í faginu og læra af þem.

En það getur ekki verið rétt að þeir sem starfa í viðkomandi fagi geti stjórnað því hverjir ná að klára nám og hafa þannig kverkatak á hvernig eða hvort fjölgar í stéttinni.

Lausnin hlýtur að vera að bjóða upp á mismunandi námsferla, þar sem hægt er að ljúka námi með aðstoð meistara eða eingöngu skólavist.

Eða þá hitt að leggja "meistarakerfið" alfarið af.

 


mbl.is Margir gefast upp á hárgreiðslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvatinn til skattsvika

Það hefur löngum loðað við veitinga og ferðaþjónustu að þar sjái menn svart meira en gengur og gerist.  Vissulega er ekki rétt að alhæfa, en það er mikið talað bæði um undanskot og svokallað "þrepahopp".

Það er kunn staðreynd að eftir því sem skattar verða hærri og skattkerfið flóknara, eykst hvati til skattsvika.  Áhættan kann að þykja þess virði ef umbunin er hærri.

Virðisaukaskatt er t.d. best að hafa í einu þrepi og án undanþága.

Bara svo eitt dæmi sé nefnt.  Ef ég kaupi mér laxveiðileyfi þar sem gisting og fæði er innifalið, hlýtur það að vera álitamál hvað sé virðisaukaskattskylt.  Veiðileyfi eru eftir því sem ég man best undanþegin virðisaukaskatti, en gisting og veitingasala ekki.

Það liggur því beinast við að selja veiðileyfið dýrt og gistingu og fæði ódýrt, eða er hugsanlegt að slíkt sé gefið með veiðileyfinu?

Lægri skattar og einfaldara skattkerfi er nauðsyn og styrkir tekjuöflun hins opinbera til lengri tíma litið.  Er það ekki þannig sem allir vinna?

P.S.  Líklega er svo auka hvati fyrir þá sem þjónusta ferðamenn að stinga undan gjaldeyri á meðan höft eru í gildi.  Skilaskyldan gildir ekki um það sem "ekki kom í kassann".

 

 


mbl.is 17,5 milljarðar ekki verið gefnir upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rím sögunnar

(Þessi verður að vera á Ensku).

Mark Twain is quoted as saying,  "History does not repeat itself, but it does rhyme."

Is there any better proof for that than Russia.  There used to be a very powerful man there called Rasputin.

And now the main man there is that ass Putin.

Do I have to say more?

 


Er Evrópusambandið boðberi rasisma og útlendingahaturs?

Í nýafstöðunum kosningum til Evrópusambandsþingsins unnu margir flokkar á sem vilja að þjóðlöndin taki til sín fulla stjórn á innflytjendalöggjöf og takmarki fjölda innflytjenda.

Það er ekki óalgengt að heyra fullyrt að slíkir flokkar séu boðberar rasisma og/eða útlendingahaturs.

Það er reyndar langt seilst að fullyrða að þeir sem vilji takmarka fjölda innflytjenda séu rasistar eða hati útlendinga, en það þarf alls ekki að fara saman þó að það sé vissulega hugsanlegt.

En það er svo að Evrópusambandið sjálft heimilar ekki óheftan aðgang innflytjenda inn í "Sambandið" og mér er ekki kunnugt um að nokkurt ríki innan þess hafi slíkt fyrirkomulag.  Ég man ekki eftir því að nokkur stjórnmálaflokkur á Evrópusambandsþinginu berjist fyrir ótakmörkuðum aðgangi innflytjenda, en það getur þó verið að slíkt hafi farið fram hjá mér.

Mér er reyndar ekki kunnugt um neitt ríki heims sem hefur ekki einhverjar takmarkanir hvað varðar innflytjendur, en það þýðir reyndar ekki að það geti ekki verið til.

En þegar flokkar vilja takmarka innflytjendur frá öðrum ríkjum "Sambandsins" vilja margir kalla þá rasista og útlendingahatara.

Í raun er þó munurinn engin, nema að önnur skilgreining er á hverjir eru innflytjendur.

Að takmarka fjölda innflytjenda frá "Sambandsríkjunum" brýtur hins vegar gegn sáttmálum þess og verður ekki gert löglega nema að þeim sé breytt.

En það þýðir ekki að þeir sem það vilja séu rasistar eða útlendingahatarar, þó að það útiloki það ekki heldur.

 

 

 

 


Staðbundið innanmein?

Það er ljóst að staða Sjálfstæðiflokksins í Reykjavík er ekki góð.  Ef til vill segir það ýmislegt um ástandið að samþykkt skuli sértök ályktun til stuðnings oddvita lista flokksins fáum dögum fyrir kosningar.

En ég ætla ekki að halda því fram að ég viti hver vandamál Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru.

En ég held að það sé nokkuð ljóst að þau eru ekki óuppgerð fortíð flokksins, afstaða flokksins til "Sambandsins", eða að kjósendur ætil að refsa flokknum fyrir "landsmálin".

Það að staða flokksins er með ágætum víða um landið og ekki hvað síst í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, hlýtur að afsanna það, nema því sé haldið fram að samsetning kjósenda í Reykjavík sé með allt öðrum hætti en annarsstaðar.

Mun nær hlýtur að vera að leita skýringa í frambjóðendahópi Sjálfstæðisflokksins, og ef til vill ekki síður í starfsemi borgarstórnarhóps hans undanfarin kjörtímabil.

Þessu virðist hins vegar vera öfugt farið hjá Samfylkingunni, hún virðist ætla að fá góða kosningu í Reykjavík, en á í verulegum vandræðum víða um land.

 


mbl.is Segir Halldór njóta stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband