Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2019

Er listrænt frelsi enn til staðar?

Ekki hef ég hugmynd um hvernig þessi Ísraelska sjónvarpssería "tekur á" Frökkum.  En ef allar sjónvarpsseríur sem framleiddar hafa verið væru teknar þessum tökum væri líklega ekki friðvænlegt í heiminum.

Hvenær er skáldskapur ekki skáldskapur?

Hvenær er réttlætanlegt að skáldskapur leiði til milliríkjadeilu?

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað verður úr þessari deilu.

En ég hélt, líklega er ég of einfaldur, að Frakkar bæru meiri virðingu fyrir "listrænni tjáningu" en þetta.

En þeir geta vissulega átt það til að vera hörundsárir.

Að vissu leyti gefur sagan þeim tilefni til þess.

En þeir hafa þó í sér streng umburðarlyndis, ekki síst hvað varðar "listræna tjáningu" svo þetta kemur örlítið á óvart.

 

 

 


mbl.is Hóta að sniðganga Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuþjóðir verða að axla ábyrgð á eigin þegnum

Margar Evrópuþjóðir hafa gengið fram að fullkominni lettúð um langt skeið.  Það er tímabært að þær axli ábyrgð.

Margar þeirra gagnrýndu til dæmis harðlega tilvist Guantanamo Bay búðana og að þeirra þegnar væru vistaðir þar (ekki að fyrirkomulagið hafi verið hafið yfir gagnrýni).

Nú þegar þeim er boðið að taka við eigin þegnum, ella verði þeim sleppt er það "erfitt" og ýmsum þeirra lýst ekki á blikuna.

En það er eðlileg krafa að evrópuríkin axli ábyrgð á þegnum sínum og þeir snúi heim.  Hvernig heimkomunni er háttað hlýtur svo að vera undir hverju og einu ríki komið.  Nú þau geta einnig ákveðið að hafa engin afskipti af þeim, en það þýðir ekki að kvarta undan því að þeim sé sleppt.

Það er líka eitt að kvarta undan því að Bandaríkin hyggist draga herlið sitt frá Sýrlandi, en annað að bjóða ekki eigin hermenn til starfa.

Þaðð er eitt að hafa áhyggjur af því að áhrif Rússlands aukist í Sýrlandi, en annað að auka áhrif þess aukist í orkubúskap eigin ríkis og Evrópu allrar. 

Það er auðveldara að kvarta undan því að bandamaður hyggist draga úr hernaðarumsvifum sínum, heldur en að auka framlög til eigin hers og sjá til þess að hann geti verið þokkalega vopnum búinn.

Það er löngu tímabært að evrópuríki axli aukna ábyrgð í varnarmálum, útbúi heri sína almennilega og þau þeirra sem eru aðilar að NATO uppfylli 2% kröfuna.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Flókið að taka aftur við vígamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olympíuleikar oftar en ekki fjárhagsleg byrði

Það færist í vöxt að íbúar borga hafni alfarið að heimaborg þeirra reyni að fá að að halda Olympuleika.

Þeir eru einfaldlega of stór fjárhagsleg byrði, nokkuð sem skynsamir skattgreiðendur hafa ekki áhuga á að kosta. Þess utan hafa uppbygging í kringum Olympíuleika oft verið umleikin spillingu, svo ekki sé minnst á þegar ákveða á hvar þeir eru haldnir.

Þau hafa verið mörg stór "fíaskóin" hvað varðar Olympíuleika undanfarna áratugi.  Það tók Montrealbúa u.þ.b. 30 ár að borga upp skuldirnar sem urðu til vegna Olympíuleikanna 1976.  Olympíuleikvangurinn gekk lengi (og gerir jafnvel enn) undir nafninu "The Big Owe".

Olympíuleikarnir í Aþenu töpuðu óhemju fé og það sama má segja um ýmsar aðrar borgir.

Nýtingin á mannvirkjum er svo önnur saga eins og lesa má í þessari frétt BBC frá síðasta ári.

Auðvitað fylgir Olympíuleikum mikil umsvif og kynning á viðkomandi borg.  En það verður líka að horfa til þess til er kostað.

 

 

 


mbl.is Ólympíuþorpið orðið að draugabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsakennd pólítísk réttarhöld í Vestur Evrópu?

Það er vægast sagt undarleg stemning í Spænskum stjórnmálum þessi dægrin.  Umfangsmikil pólítísk réttarhöld standa yfir í landinu.

Þá réttkjörnum fulltrúum í Katalóníu er gefið að sök að hafa staðið fyrir uppreisn gegn Spænska ríkinu og krafist er áratuga fangelsisdóma yfir þeim.

Á meðal þeirra sem sitja á sakamannabekk er fyrrverandi forseti Katalónska þingsins.

Og megnið af "stjórnmálaelítu" Everópusambandsins horfir á, en lætur ekkert í sér heyra, samþykkir með þögninni farsakennd póítísk réttarhöld í einu af stærstu ríkjum "Sambandsins".

Sökin að berjast fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar.

Í þessu sambandi er fróðlegt að bera saman viðbrögð í Bretlandi og á Spáni.

Hvernig sjálfstæðiskröfur eru meðhöndlaðar.

Hvernig lýðræði getur virkað og hvernig reynt er að bregða fæti fyrir það.

Frá Íslenskum stjórnmálamönnum heyrist lítið.

Og æði margar af Íslenskum stjórnmálahreyfingum eru auðvitað of uppteknar við að mótmæla komu Pompeo, til að taka eftir pólítískum réttarhöldum í V-Evrópu.

Það má líklega gera sér vonir um fleiri atkvæði með því að vera á móti Trump, en Spáni.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sanchez boðar til þingkosninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarþáttur á föstudegi - Klassísk endurvinnsla og Hrossakjötsdiskó

Líklega hefur danstónlist aldrei spannað víðara svið en akkúrat í dag og sér ekki fyrir endan á þeirri þróun.

Danstónlist verður æ "harðari" en jafnframt hefur á undanförnum árum fátt verið eftirtektarverðar heldur en glæsileg endurkoma diskósins.

Það má líklega segja að ásýnd þess hafi breyst, það má þekka "house" áhrif í diskóinu, en "kjarninn" er beint frá 8. áratugnum.

Bæði er fullt af nýjum diskólögum sem koma alls staðar að, og svo er gríðarlega mikið af "endurunni" klassík.

Gott dæmi um hið fyrrnefnda er lag Horse Meat Disco (Breskir plötusnúðar), Let´s Go Dancing Tonight. Splunkunýtt lag, en samt sem áður hljómar eins og klassíkst discó.

Um hið síðarnefnda er svo lag PEZNT (þeir koma frá Króatíu ef ég man rétt), Son Of A Gun.  Mjög "housebasað" lag, en  í raun aðeins "endurvinnsla" á lagi First Choice Double Cross, frá 1979, og varla hægt að hugsa sér öllu klassískara diskolag.

 

 

 

 


Hvert stefnir Bretland, hvert stefnir "Sambandið"?

Það hefur verið í senn fróðlegt og undarlegt að fylgjast með "Brexit", ég get ekki komist hjá þeirri hugsun að illa hafi verið haldið á málinu, af báðum málsaðilum.

Nú hafa liðið næstum 2. ár síðan Bretar ákváðu formlega að ganga úr "Sambandinu" og enn hefur ekki tekist að ná niðurstöðu sem báðum aðilum þykir góð (ekki frekar en glæsilega niðurstöðu Svavars Gestssonar og samninganefndar undir hans forystu, um "IceSave" málið).

Þess má til gamans geta að það tókst að kljúfa Tekkkóslóvakíu í tvö ríki í mestu vinsemd á um það bil 6 mánuðum. Þó var Tekkóslóvakía sambandsríki og þar var fljótlega ákveðið að sama myntin myndi ekki gilda í löndunum báðum (sama myntin var notuð í einhvern tíma eftir "skilnaðinn".)

En þannig gekk það ekki fyrir sig þegar Bretland ákvað að ganga úr "Sambandinu".

Einfaldast er að álykta að sökin liggi að einhverju marki hjá báðum aðilum. 

Bretar höfðu ekki undirbúið sig fyrir þessa útkomu úr þjóðaratkvæðagreisðlunni, það er ekki síst vegna þess að þá, rétt eins og nú, var landinu stjórnað af þeim sem voru fylgjandi áframhaldandi "Sambandsaðild".  Sama gilti um "Humpreya" stjórnkerfisins.

Þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram er líklegt að útganga hefði verið kolfelld í þingdeildunum, hún opnaði því "gjá á milli þings og þjóðar".

Enn fremur þarf að líta til þess að þeir sem studdu "Brexit" gerðu það af mörgum mismunandi ástæðum, og um heildarstefnu var ekki að ræða, hvað þá að hún væri skýr, þegar fylgjendur "Sambandsaðildar" innan Íhaldsflokksins tóku að sér að framfylgja niðurstöðu þjóðaratkvæðisins.

Það má líka velta því fyrir sér hvers vegna fylgjendur áframahaldandi aðildar Bretlands innan Íhaldsflokksins, stigu ekki til hliðar og létu "útgöngusinnum" eftir stjórnina. Svona í takt við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

En líklega eru stærstu mistök May að hafa efnt til kosninga. Þar ofmat hún stöðu sína og gaf andstæðingum sínum, þar á meðal "Sambandinu", mun betri vígstöðu.  Í aðdragenda þeirra ásakaði hún enda "Sambandið" um óeðlileg afskipti af þeim.

Þess utan fór mikilvægur tími í kosningar sem hefði líklega betur verið notaður við samningaborðið.

En það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að mótaðilarnir, þ.e. "Sambandið", hafi reynt eftir fremsta megni að stuðla að niðurlægingu May og Bretlands. Þeir hafi fyrst og fremst talið það til sinna hagsmuna að stuðla að upplausn og sundrungu í Breskum stjórnmálum, og reyndar tekist ágætlega upp.

Að þeir hafi talið að hagsmunir "Sambandsins" lægju frekar í að setja "fordæmi" gagnvart öðrum þjóðum (sem ef til vill myndu hugleiða útgöngu í framtíðinni) en að tryggja sameiginlega viðskiptahagsmuni "Sambandsins" og Bretlands.

Það er rétt að hafa í huga að enginn af þeim sem hafa leitt samningagerðina af hálfu "Sambandsins", mun þurfa að horfast í augu við kjósendur um árangurinn.

Auðvitað er hægt að halda því fram að það séu hagsmunir "Sambandsins" að "refsa" Bretum harkalega til að halda "Sambandinu" saman.

Margir virtust taka þann pól í hæðina, rétt eins og þeir sem vildu endilega hætta að nota Ensku sem eitt af opinberum málum "Sambandsins", þó að þeir vissu að það myndi koma harkalega niður á samskiptum innan þess.  Það er hins vegar afar ólíklegt að af því verði, því myndi fylgja svo gríðarlegt óhagræði.

En það er alveg rétt hjá Carney að útgöngunni geta fylgt gríðarleg tækifæri fyrir Bretland, fyrst og fremst ef það kýs að standa utan tollsvæðis "Sambandsins".

Ef Bretland yrði áfram í tollabandalagi við "Sambandið", er útgangan til lítils.

En það er ýmislegt sem bendir til þess að Bretar gangi út án samnings, það er ekki æskileg útkoma, en ekki sú versta.

Það mun þýða að það mun taka Breta lengri tíma en ella að vinna bug á þeim vandamálum sem upp munu koma og fylgja útgöngu.

En til lengri tíma litið trúi ég að útganga verði þeim til góðs.

Það má einnig velta því fyrir sér hvort að útganga Breta hafi ekki alltaf verið nær óhjákvæmileg, og betra að hún eigi sér stað fyrr en síðar.  Flækjustigið mun aðeins koma til með að aukast.

Þegar "Sambandið" vill og stefnir leynt og ljóst á að æ fleiri ákvarðanir verði meirihlutaákvarðanir, og er að seilast inn á svið eins og skattaákvarðanir og utanríkismál, held ég að það hefði ekki verið spurningin hvort, heldur hvenær Bretar kysu útgöngu.

En það verður "ókyrrð" í Breskum stjórnmálum næstu misserin. Íhaldsflokkurinn hefur laskast verulega í "Brexit" baráttunni.  Það vill honum þó til happs að Verkamannaflokkurinn stendur þeim mun verr.

Líklegt er að Skotar fari einnig að blása enn á ný í glæður sjálfstæðiskrafna sinna, þannig að ég held að Bretar þurfi ekki að láta sig dreyma um neina lognmollu.

En en góð orð Carneys vekja vissa bjartsýni um að Bretar búi sig undir útgöngu af auknum krafti, og þar eru seðlabankar eitt af vopnunum sem beita þarf að skynsemi.

P.S Hér er svo tengill á opið bréf frá Jim Ratcliffe til Juncker, sem segir margt af því sem segja þarf, um aukna möguleika Breta utan "Sambandsins".  Þeir felast m.a. í að gera fríverslunarsamninga á eigin spýtur, en einnig að taka til í regluverkinu.

 

 

 


mbl.is Mikil tækifæri fólgin í Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflutt hús betri kostur en "innlend"?

Mér kemur það ekki á óvart að ýmsir aðilar gagnrýni að Íslensk verkalýðsfélög standi fyrir því að flytja inn einingahús frá Lettlandi.

Þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir sem vinna við framleiðslu á einingunum fá í laun, þá veit ég að lágmarkslaun í Lettlandi eru u.þ.b. 340 euro á mánuði.

Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að mögulegt er að fá einingar framleiddar þar fyrir töluvert lægra verð en á Íslandi.

En ég tek hinn ímyndaða hatt minn ofan fyrir verkalýðsfélögunum að fara þessa leið.  Auðvitað á að gefa Íslenskum verktökum möguleika á að bjóða í verkið, en að sjálfsögðu á að velja þann ódýrasta af sambærilegum kostum.

Þannig gerast viðskiptin best og ég er reyndar hissa á Íslenskum verktökum að hafa ekki gert slíkt í miklu meira mæli á undanförnum árum.

Það ætti að geta aukið byggingarhraða, dregur úr þennslu á innlendum markaði, dregur úr húsnæðisþörf fyrir verkamenn, eykur sveigjanleika, o.sv.frv.

Ég held að flestum sé ljóst að þörf er á auknu framboði á húsnæði á Íslandi, en aukin þennsla síður eftirsóknarverð.

Þetta er því líklega góð lausn.

 


mbl.is Erlendu húsin betri kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grandmaster Flash er ekki rappari

Það skiptir í sjálfu sér ekki meginmáli, nema að því marki að ávallt ber að reyna að hafa það sem sannara reynist, en Grandmaster Flash er ekki rappari.

Hann er plötusnúður, eða DJ.

Stundum á enskunni einnig nefndir "turntablist".

Og sem slíkur lagði hann grunninn, ásamt nokkrum öðrum, að þvi sem kallað er Hip-Hop, en ég man ekki eftir að hafa heyrt Íslenska þýðingu á nafni þeirrar tónlistarstefnu, oft er hún  kölluð rapp, en rapp er vissulega fyrirferðarmikill þáttur hennar.

Upprunalega byggðist hún fyrst og fremst á plötusnúð (DJ) og rappara (MC). En seinna fóru hljóðfæri og "sömpl" að spila stærri rullu. Hér eru tvö tóndæmi. Hið fyrra er The Adventures of Grandmaster Flash on the Wheels of Steel. Þar blandar Grandmaster saman ólíkum hljómplötum frá hljómsveitum eins og Blondie, Queen, Chic, Incredible Bongo Band og fleirum. Sagt er að þetta hafi allt verið gert "live" í studíói. Nokkuð sem hafði ekki heyrst á plötu áður árið 1981.

Seinna dæmið er svo líklega þekktasta lag Grandmaster Flash and The Furious Five, en þar er rappið í fyrir rúmi, en í raun leggur Grandmaster Flash lítið til lagsins. En lagið þótti marka ákveðin tímamót hvað rapp varðar, þar sem fjallað er um þjóðfélagsmál, en ekki fyrst og fremst um rapparann sjálfan eða "party" hegðun.


mbl.is Rappari og fiðluleikari fá Polar-verðlaunin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna hefur matarverð hækkað mun meira á Íslandi en í Noregi?

Það hefur mikið verið rætt um hvers vegna í nýlegri verðkönnun á milli höfuðborga Norðurlanda, Ísland kom út svo dýrt.

Sérstaklega hafa margir furðað sig á því hvers vegna "karfan" (sem var vissulega umdeilanlega sett saman) var svo mikið dýrari í Reykjavík en Oslo.

Það er auðvitað margar mismunandi ástæður fyrir því, en hér vil ég birta eina þeirra.

Þetta línurit af gengi Norsku og Íslensku krónunnar. Eins og sést hefur það breyst gríðarlega á undanförnum 10. árum.

NOK ISK 10 year

 


Hatari á Gaza?

Ég horfði nú ekki á Söngvakeppnina í gær, en ég held að ég hefi heyrt flest lögin á einn eða annan hátt.

Persónulega er ég sáttur við val áhorfenda.  Sjálfur hefði ég greitt Hatara atkvæði mitt alla leið.

Einfaldlega fínt lag og bar höfuð og herðar yfir önnur - svona að mínu mati. 

Hvað varðar svo pólítík hljómsveitarinnar, þá verð ég að viðurkenna að hún er mér minna að skapi, en ekki svo að ég geti ekki hlustað á tónlistina.

Ég er enda vanur því að margir listamenn sem ég kann að meta hafi stjórnmálskoðanir sem eru andstæðar mínum og jafnvel stundum hálf fyrirlitlegar.

Það hefur aldrei truflað mig við að lesa góða bók, hlusta á góða tónlist, horfa á góða bíómynd eða dást að ljósmynd.

En ég gat ekki varist þeirri hugsun þegar ég horfði á stórgott myndband Hatara, að ef svo færi að Sjónvarpið myndi enda á því að senda þá til Jerúsalem, hvort að þeir myndu ekki nota tækifærið og fara í tónleika ferð um nágrannalöndin?

Hatari - in concert - á Gaza, Vesturbakkanum, Egyptalandi, Líbanon. Þeir gætu jafnvel reynt að "hoppa" yfir til Íran.

 


mbl.is Hatari og Hera í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband