Færsluflokkur: Hæðni

Er "húsfólksorlof" tímaskekkja?

Varla geta Íslendingar verið þekktir fyrir að halda úti "húsmæðraorlofi", ef ekki á að leggja það niður hlýtur í það minnsta "húsfólksorlof" að taka yfir.

Þess utan er "orlof" grunsamlega Rússneskt hljómandi. 

Er ekki öruggara að skipta því út?

"Húsfólksfrí" hljómar auðvitað Íslenskara.

Eftir það slíkar breytingar hafa náðst í gegn, er hægt að rökræða um hvort að "húsfólk" eigi rétt á því að ríkið (gott hvorugkynsorð) eigi að greiða hluta af kostnaði við frí þess.

En fyrr varla.


mbl.is Vilja ekki afnema húsmæðraorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkefni fyrir Neytendastofu?

Auglýsingar eiga það til að ergja einstakling og jafnvel keppinauta þeirra sem auglýsa.  En að sjálfsögðu er til ríkisstofnun sem sér um að slá á hendur þeirra sem brjóta lög um auglýsingar.

Ef mig misminnir ekki er slíkt eftirlit í höndum Neytendastofu.

Hún deilir út sektum og krefst breytinga á orðalagi o.s.frv.

Mér sýnist því engin ástæða til þess að vera að hnýta í VG, heldur ætti Amnesty að skjóta máli sínu til "systurstofnunar" Neytendastofu í Noregi.

Hún verður varla í vandræðum með að skrifa út sektir eða krefja Kínverja um leiðréttingar.

Eða gilda lögin ekki fyrir alla?


mbl.is Amnesty fyrtist við auglýsingu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Mannréttindadómstóllinn ekkert heyrt um Íslensku vanhæfireglurnar?

Ekki veit ég hvernig niðurstaðan í þessu máli verður, það er eins og jólagjafirnar, vandi um slíkt að spá.

En ég velti því fyrir mér hvort að Mannréttindadómstóllinn hafi ekkert heyrt af Íslensku "vanhæfisreglunum"?

Nú hef ég séð það í fjölmiðlum að Róbert Spanó dómari í málinu og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaðurinn sem kemur umræddu máli fyrir dóminn, séu æskuvinir.

Nú get ég ekkert fullyrt um sannleiksgildi þess, enda hvorki vinur né kunningi þeirra sem um er rætt.

En sé þetta nú satt, hvernig stendur á því að Íslenskir stjórnmálamenn og almenningur eru ekki brjálaðir og krefjast þess að dómarinn stígi til hliðar?

Er ekki um augljóst "vanhæfismál" að ræða?

Eða eru svona tengsl bara "allt í lagi" svo lengi sem hvorugir minnist á að hann hafi hringt í hinn?

Er ekki þörf á að rannsaka þetta frekar?

P.S.  Íslenskir fjölmiðlar ættu auðvitað að rannsaka þetta frekar. Síðan væri auðvitað tilvalið að bera þetta undir Helgu Völu Helgadóttur, sem er eftir því sem ég kemst næst stödd út í Strassbourg, og svo Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sem er einmitt (einn af tveimur af ég man rétt) fulltrúi Íslendinga á Evrópu(ráðs)þinginu.

P.S.S. Auðvitað á Evrópuráðsþingið frekar að vera kalla "Evrópuþingið" en þing "Sambandsins", sem hefur ekki nema u.þ.b. helming Evrópuríkja sem aðildarlönd. Sömuleiðis á Mannréttindadómstóll Evrópu mun meira tilkall til þess að vera kallaður "Evrópudómstóllinn", en einhver "smá" dómstóll sem aðeins dæmir í málum sem varða aðildarríki "Sambandsins",


mbl.is Á ekki von á viðsnúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá bílastæðavandinn við framhalds- og háskóla Íslendinga leystur?

Það er hreint undravert að heyra um hvað ungir Íslendingar (sem og ungt fólk annars staðar um heiminn) er orðið meðvitað um "umhverfisvánna" og "hamfarahlýnun".

Og það krefst aðgerða án tafa.

Það verður að draga úr losun koltvísýrings.

Skyldi það ekki þýða að seinna í vikunni verða öll vandamál hvað varðar skort á bílastæðum úr sögunni í skólum á Íslandi?

Segir það sig eiginlega ekki sjálft?

Varla þyrpast þessi "grænu" ungmenni á einkabílnum í skólann.

Skyldi það einnig þýða að það verði engar útskriftarferðir í vor og haust?

Losunin frá fluginu er víst eitt helsta vandamálið.

Skyldi blómatími farþegaskipanna renna upp aftur?

En þau menga á meira en meðalþorp eftir því sem ég kemst næst.

Líklega eru gönguferðir með bakpoka það eina sem "blífar" fyrir útskriftarferðirnar.

En það er skratti lýjandi að bera allan vökvann.

Skyldi vera til einhver lausn á því?

 


mbl.is „Ákveðin vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjötskattur er vinstra (grænt) rugl

Nú nýlega viðraði einn af þingmönnum Vinstri grænna þá hugmynd að rétt væri að huga að því að setja sérstakan skatt á kjötneyslu.

Eðlilega er slík hugmynd umdeild, og sitt sýnist hverjum, en auðvitað þarf að velta því fyrir sér hvort að slíkt sé rökrétt, fyrst að þingmenn setja slíkar hugmyndir fram, jafnvel þó að þeir teljist þinglegir "villikettir".

Í mínum huga er hugmyndin algert rugl.

Í fyrsta er hugmyndin næsta óframkvæmanleg svo vel fari.

Í öðru lagi, ef við kjósum að trúa öllu því sem fram er haldið um hættuna á loftslagshlýnum o.s.frv, er kjötframleiðsla ekki það sama og kjötframleiðsla.

Þannig á bóndi til þess að gera auðvelt með að "kolefnisjafna" kjötframleiðslu sína, með skógrækt, nýtingu á metangasi og með öðrum aðferðum (hann gæti t.d. neitað sér um utanlandsferðir, lol).

Því er algerlega órökrétt að skattleggja kjötneysluna, heldur yrði, ef vilji væri til þess að skattleggja losun "gróðurhúsaloftegunda", að líta á heildarmyndina.

Og skattleggja hvernig staðið er að ræktun og svo framvegis.  Hvað er innflutt (með kolefnum) o.s.frv.

Einnig má velta því fyrir sér hvort að þeir sem fari sjaldnar erlendis (með flugvélum) eigi rétt á því að neyta meira kjötmetis o.s.frv.

Meta þarf hvað innflutt kjötmeti (og einnig grænmeti) ætti að bera hærri neysluskatt o.s.frv.

Ég held að flestir sjái að hugmyndir sem þessar séu næsta mikið rugl, og komast vonandi seint eða aldrei til framkvæmda.

En eflaust eru þær nóg til að afla nokkurra "læka" og einhverra atkvæða.

 

 


Engin markaðslausn hjá Viðreisn - Sænska þingið setur kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja til hliðar.

Það virðist nokkkuð ljóst að Viðreisn (og núverandi ríkisstjórn) treystir markaðnum ekki til þess að greiða starfsfólki laun eins og það á skilið - alla vegna ekki út frá kynlegu sjónarmiði.

Þar verður "mamma ríkið" að koma til sögunnar.  Þó er að þeirra mati ennþá í lagi að í fámennum fyrirtækjum sé einhver "markaðsmismunun".

Það verður fróðlegt að sjá hvað þessi íþyngjandi "tímabundna lagasetning" (hefur einhver heyrt slíkt áður frá ráðherra?) kemur til með að kosta fyrirtækin og hver muni sjá um vottunina.

Það getur vissulega orðið svo að einhver fyrirtæki fresti því að ráða 25. starfmanninn eins lengi og mögulegt er, vegna þess að þau telji að hann verði fyrirtækinu "dýr".

Það er sömuleiðis spurning hvort að fyrirtæki sem hafa aðeins annað kynið í vinnu séu undanþegin vottuninni?

Slíkt gæti verið hvati til "kynhreinna" vinnustaða.

En það er ekki ólíklegt að markaðurinn finni leið til að aðlaga sig að þessari íþyngingu eins og öðrum sem ríkið setur. Það gerist yfirleitt þó að það taki tíma.

Það er heldur ekki eins og búið sé að fullnýta hugmyndaflugið hvað varðar starfsheiti og titla.

Það má geta þess hér að lokum að samkvæmt frétt Reuters hefur sænska ríkistjórnin (sem er minnihlutastjórn) hætt við að leggja fram frumvarp um 60/40 kynjakvóta í stjórnum þarlendra fyrirtækja.

Ástæðan fyrir því er að ljóst var að þingið myndi ekki samþykkja frumvarpið.

En á Íslandi þurfa ráðherrar ekki að eiga von á neinum slíkum bakslögum.

Enda er á Íslandi, ef marka má orð stjórnarandstöðunnar, nýtekin við "harðsvíruð frjálshyggjustjórn".

 

 

 

 


mbl.is Vottað á þriggja ára fresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarta Pétri laumað yfir til VG

Það er ekkert undarlegt að illa gangi að færa viðræður 5 flokka frá því að vera "óformlegar" yfir í það að vera "formlegar".  Það þarf óneitanlega að sætta mörg sjónarmið áður en hægt er að ræða málin formlega.

Líklega eru allir væntanlegir þátttakendur að pressa fötin og bursta skóna áður ef koma skyldi til "formlegra" viðræðna.

En það er ljóst að í "forspilinu" hafa hinir flokkarnir sammælst um að lauma Svarta Pétri yfir til Vinstri grænna.

Síðast var það Viðreisn að "kenna" að ekki var haldið áfram, en nú virðast flestir vera á þeirri skoðun að það sé VG að kenna, ef ekki tekst að færa umræðurnar á "formlegt" stig.

Það setur nokkra pressu á Vinstri græn.

Annars vegar eiga þeir kost á því að sitja uppi með Svarta Pétur.  Hins vegar að viðurkenna að það gefist betur að Píratar leiði samstarf þessara 5 flokka heldur en þau sjálf.

Hvorugur kosturinn er góður, allra síst fyrir formann Vg, Katrínu Jakobsdóttur.

 


mbl.is Telja VG vera vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einokun og ofur skattheimta leiða til undarlegra ákvarðanna

Það er rétt, að það er sóun að hella niður góðum bjór, ekki síður en að henda góðum matvælum.

En fyrir því eru ástæður sem fyrst og fremst má rekja til einokunar og ofur skattheimtu.

Einokunar vegna þesss að það er aðeins einn söluaðili og þær eru líklega ekki margar vörutegundir sem fjármálaráðurneytið setur reglugerðir um löglegt sölutímabil.

Ofur skattlagningar, vegna þess að álögur ríkisins eru það stór hluti af vöruverðinu, að afsláttur sem veittur væri t.d. vegna þess að koma þarf vörunni út, væri í raun ekki mikill, því opinberu gjöldin stand að mestu óhögguð.

En þetta er það fyrirkomulag sem svo margir íslendingar virðast vera svo ánægðir með.

Þess má til gamans geta að ég keypti mér dulítið af bjór og víni á útsölu nýlega, hér þar sem ég bý.

Bjórflöskur keypti ég á um það bil 40 krónur stykkið, og svo keypti ég nokkrar "beljur" af rauðvíni og hvítvíni.

Þær inniheldu 3. lítra af þokkalegu áströlsku rauðvíni og veru seldar á 700 krónur íslenskar stykkið.

Góða verðið stafaði af því að stutt var í síðasta söludag.

En vínið rann út og var forðað frá sóun, en slíkt er auðveldara þar sem er ekki ofur skattheimta.

En það er auðvitað erfitt hlutskipti að búa þar sem aðgengi að áfengi er mikið og verðin góð.  Slíkt leggst þungt í íslendinga.

Líklega er það í genunum á okkur.

 

 


mbl.is Fáránleg sóun á jólabjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurheimt votlendis lykilverkefni

Það ku vera rétt hjá Reykjavíkurborg að votlendi, varðveisla þess og endurheimt mun vera ákaflega mikilvægt til bindingar kolefna og varðveislu lífríkis.

Það kann því að virka nokkuð skringilegt að ef ég hef skilið stefnu borgarstjórnar rétt er eitt af hennar helstu stefnumálum að þrengja að og byggja í helstu votlendissvæði borgarinnar.

Væri nú ekki ráð að halda stefnunni með niðurlagningu flugvallarins áfram, en í stað þess að leggja stóran hluta svæðisins undir byggingar, væri stefnt að endurheimt og stækkun votlendis?

Þannig fengi borgin "öflugt lunga" nálægt hjarta sínu.

Skyldi slíkt ekki neitt hafa borist í tal í París? Í það minnsta yfir kaffibolla á Champs Élysées?

 


mbl.is „Hér iðar allt af lífi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótagreifarnir í 101

Það er fyrir all nokkru búið að setja kvóta á hlutfall veitingahúsa í miðbæ Reykjavíkur. Fyrir all nokkru varð þessi kvóti fullnýttur, ef ég hef skilið rétt.

Merkilegt nokk, þá var ákveðið þegar kvótinn var settur á að þeir sem höfðu leyfi fyrir heldu þeim, en ekki var farið í að auglýsa þau laus til umsóknar eða að bjóða þau upp.

Eins oft vill verða þegar kvótum er komið á, verður það til þess að "kvótinn" verður verðmæti.

Þannig hefur heyrst að verðmæti veitingaleyfa og -staða, á "kvótasvæðinu" hafi aukist og reynt sé að kaupa veitingaleyfi/veitingarekstur "innan kvóta".

Heyrst hefur af "samþjöppun" á kvótanum og vissulega gerir þetta alla nýliðun erfiðari.

Í raun þarf ekki að efa að almennir reykvíkingar bera skarðan hlut frá borði, þegar arðinum af þeirri auðlind sem miðbærinn í Reykjavík er, er skipt.

Svo ekki sé minnst á eigendur fasteigna sem ekki geta fengið kvóta og eru þannig sviptir frjálsum afnotarétti á eignum sínum. Til framtíðar þarf ekki að draga í efa að kvótaleysið getur orðið til verðlækkunar á fasteignum þeirra

Það má ótrúlegt vera ef borgaryfirvöld, Samfylkingin, Björt framtíð, Vinstri græn og Píratar ætla að láta málið standa eins og það er nú komið.

Það hlýtur að vera á stefnuskránni að innkalla öll veitingaleyfi og endurúthluta þeim með reglulegu millibili, eða jafnvel að bjóða þau út til 1. eða 2. ára í senn.

Þannig myndi arðurinn af miðbæjarauðlindinni skila sér til allra reykvíkinga.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband