Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Euroið hefur misst 26% af verðgildi sínu á síðustu 5 árum

Fyrirsögnin á þessari færslu hljómar eflaust röng í eyrum margra Íslendinga.  Þeir myndu eflaust flestir segja að euroið hafi ekki misst neitt af verðgildi sínu, heldur þvert a móti styrkst til muna á þessu tímabili.  Það hafi stuðlað að hækkun á innfluttum vörum og gert Íslendingum erfiðara að ferðast til eurolanda.

Euro vs Renmimbi NOV  2007   2012

En fyrir Kínverja er þessi fyrirsögn sannleikur.  Euroið hefur mist u.þ.b. 26% af verðgildi sínu gagnvart renmimbi (eða alþýðudollar) þeirra Kínverja.

Það hefur lækkað verð í Kína á innfluttum vörum frá eurolöndum  og gert það meira aðlaðandi fyrir Kínverska ferðamenn að ferðast til sömu landa.  Fyrir mörg Kínversk fyrirtæki hefur þetta sömuleiðis gert fjárfestingar í eurolöndunum aðlaðandi.

En er þetta ekki slæmt fyrir íbúa eurolandanna?

Vissulega hefur þetta gert það að verkum að innfluttar Kínverskar vörur eru dýrari en ella.  Það á við bæði núðlur og rafmagnstæki og allt þar á milli.  Sömuleiðis er hlutfallslega dýrara fyrir íbúa eurolandanna að ferðast til Kína.

En þetta hefur hjálpað fyrirtækjum í eurolöndunum, bæði að standast samkeppni við innflutning frá Kína og til að flytja út vörur til Kína.  Þannig hafa bæði orðið til ný störf og eldri varðveist.  Ekki veitir af nú þegar atvinnuleysi í eurolöndunum er í kringum 11%, því nóg af störfum hafa vissulega tapast.

Það versta fyrir íbúa eurolandanna er að þessi hjálp sem veiking eurosins gagnvart renmimbinu er, dreifist misjafnlega á milli landanna.  Velgengnin í Þýskum efnahag ætti í raun að þýða að gjaldmiðll Þýskalands hefði ekki átt að veikjast eða jafnvel styrkjast.  En gjaldmiðill Grikklands hefði þurft að veikjast mun meira.  Önnu eurolönd liggja svo þarna á milli.

Breytingin á gengi euros gagnvart nenmimbi er ekki óeðlileg þegar litið er til eurosvæðisins í heild og líklega myndu margir segja að euroið þyrfti að veikjast frekar.  Uppgangur og hagvöxtur í Kína er enda með allt öðrum hætti en í eurolöndunum.

En efnahagur er líka að ólíkum hætti innan eurosvæðisins.  En þar breytist gengið ekki, þar eru allir með euro.  Þá þarf að grípa til annara ráða.  Launalækkanir, uppsagnir, niðurskurður, neyðarlán, skerðingar og svo framvegis. Það þarf enda ekki að leita lengi að slíkum fréttum.

P.S.  Ef ég man rétt er veiking Bandarísks dollarans gagnavart renmimbi, á þessu sama tímabili all nokkuð meiri en eurosins.  Þar erum við að tala um nær 40% ef ég man rétt.

 

 


Fluttir að heiman?

Ég held að það sé vonum seinna að Björt framtíð sé að átta sig á því að það sé ef til vill ekki vænlegast til árangurs í komandi kosningum að fylgja öllum stefnumálum Samfylkingar og skilja sig hvergi frá ríkisstjórninni.

Þó skal ég fúslega viðurkenna að þessi yfirlýsing kemur mér nokkuð á óvart, en þó á nokkuð skemmtilegan hátt.

Ég er alveg sammála þeim félögum um að þó að megi færa rök fyrir því að hækka virðisaukaskattsprósentu á ferðaþjónustuna, þá er ekki sama hvernig og með hvaða fyrirvara er staðið að málinu.

Það er óskandi að þetta verði upphafið að því að Björt framtíð skilji sig frekar frá ríkisstjórnarflokkunum og móti sér sjálfstæða stefnu, það er eina leiðin til að ná árangri.

En það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig málalyktir verða í þessu.  Hvað stendur ríkisstjórnin hörð á sínu?  Mun Björt framtíð fella fjárlagafrumvarpið og ríkisstjórnina ef þetta verður ekki dregið til baka?

Eða er þetta einfalt "trikk" til að búa sér til vígstöðu og ná í atkvæði?

En það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta endar.

 

 


mbl.is Styðja ekki 14% skatt á ferðaþjónustuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forréttindi þeirra sem ferðast

Ég hef séð að nú er býsna mikið rætt um það á Íslandi að nauðsynlegt sé að þeir sem ferðist fái að koma með meiri og dýrari vörur inn í landið án þess að greiða af þeim tilskilin gjöld.

Þetta er ekki ný umræða, reyndar held ég að hún skjóti upp kollinum, af mismklum krafti þó, fyrir flest jól.

En út af hverju ættu þeir sem ferðast að njóta frekari fríðinda en þeir sem sitja heima?

Út af hverju snýst umræðan ekki frekar um hvernig standi á því að hægt sé að kaupa ferð til útlanda og spara andvirði hennar með því að kaupa fáa en dýra hluti í ferðinni?

Út af hverju ættu þeir sem heima sitja frekar að greiða háa tolla, vörugjöld og virðisaukaskatt til hins opinbera, en þeir sem ferðast?

Er þá ekki rétt að krefjast þess að þeir sem panta vörur á internetinu fái sömuleiðis tollfrían "kvóta"?

Eiga ef til vill allir Íslendingar að fá "kvóta" sem heimilar þeim að flytja inn vörur fyrir ákveðna upphæð á mánuði án gjaldtöku, hvernig sem staðið er að innflutningnum?

Hvað er svona merkilegt við að ferðast?

Ég held að Íslendingar ættu frekar að berjast fyrir lægri álögum, þannig mætti líklega flytja þó nokkuð mikla verslun "heim" sem myndi bæta hag allra.

Það að auka forréttindi þeirra sem ferðast getur varla verið forgangsatriði í dag.

P.S.  Allra síst á auðvitað að vera að hnýta í tollverði, sem gera ekkert nema að sinna því starfi sem þeir eru ráðnir í og framfylgja þeim lögum sem í gildi eru.

 

 

 

 

 


Hverjir eru hræddir við "Sambandið"?

Það er varla hægt að kalla það sem birtist i hinum Þýska Spegli viðtal. Svo stutt og yfirborðslegt er það að spjall væri líklega nær lagi, en það er varla að það nái einu sinni því máli.

Eigi að síður er ýmislegt athyglivert í þessu samtali.

Ég efa ekki að mörgu "miðstéttarfólki" á Íslandi þyki það all nokkur tíðindi að Steingrímur J. Sigfússon lýsi því yfir að nauðsynlegt sé að verja kaupmátt þess.  Ekki held ég að mörgu af því fólki þyki það síður merkilegt að í orðanna hljóðan liggi að Steingrímur telji sig einmitt hafa gert það, tryggt kaupmátt "millistéttarinnar".

Ekki síður er merkileg ummæli hans um Evrópusambandið og afstöðu Íslendinga til þess.  Hann virðist telja Íslendinga hræðast "Sambandið".  Ég held að það sé rangt hjá honum.  Reyndar tel ég að vilji Íslendinga til að ganga í "Sambandið" minni í réttu hlutfalli við það hvað dregur úr hræðslu hjá þeim.

Þegar Íslendingar horfðu hræddir til framtíðar, var meiri vilji til að ganga "Sambandinu" á hönd.  Þess vegna lagði Samfylkinging svo mikla áherslu á að koma umsókninni frá sér eins hratt og mögulegt var.  Þess vegna var ómögulegt að staldra við og ræða málin, bera það undir þjóðina og fara svo af stað.  Í þessu feigðarflani stóð Steingrímur og VG eins og klettur að baki Samfylkingunni.

Stjórnarflokkarnir hugðust notfæra sér ástandið á meðan þjóðin var hrædd og í hálfgerðu sjokki til að koma henni inn í "Sambandið".

En andstaðan vex eftir því sem umræðan eykst og fleiri kynna sér málin.

Íslendingar eru ekki hræddir við Evrópusambandið.  Æ stærri hópur þeirra vill hins vegar ekki að Íslendingar gangi til liðs við það.  Það sama má reyndar segja um Vinstri græna, æ minni hópur Íslendinga vill ganga til liðs við Vinstri græna, eða að þeir stjórni 'Islandi.

Þannig æxlast það þegar menn kynna sér málin, eða finna þau á eigin skinni.

P.S.  Því má svo bæta hér við, að ekki veit ég hvort sú orðnotkun sé runninn frá Steingrími J. Sigfússyni, eða blaðamann eða þýðanda Spiegel, en það er alltaf jafn mikið út í hött að sjá setningar eins og:

"Now the fear of Europe prevails again, especially when it comes to our fishing rights."

Evrópa og Evrópusambandið er ekki eitt og hið sama.  Því miður virðist frammámönnum "Sambandsins" vera að takast á taka Evrópu yfir í "málfræðilegum skilningi", en þetta er auðvitað út í hött og leiðinlegt að sjá svona haft eftir Íslenskum ráðherra.

Evrópa er svo mikið meira en Evrópusambandið.  Ísland er nú þegar í Evrópu og því verður varla breytt.  Því þarf Ísland ekki að sækja um aðild að Evrópu.  Illu heilli sóttu Íslenska ríkisstjórnin hins vegar um aðild að Evrópusambandinu, en það er önnur ella.

 


mbl.is „Nú ræður hræðslan við Evrópu ríkjum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankastjóri sóttur úr "Samveldinu"

Ég hafði í sjálfu sér ekki velt skipun seðlabankastjóra Bretlands mikið fyrir mér. En skipunin kemur á óvart en virkar um leið ákaflega skynsamleg.

Seðlabanki Kanada hefur verið á skynsamlegum nótum undanfarin ár og er fjármálaverkið Kanadíska traust og hefur verið haldið utan um það af skynsemi.  Þess vegna hafa margir horft til Kanada undanfarin misseri. 

Hvort að þessi skipan þýði að Bretar hafi áhuga á því að færa fjármálakerfi sitt nær því sem er í Kanada er ekki rétt að fullyrða á þessari stundu, en þó held ég að óhætt sé að segja að skipanin sé yfirlýsing um að festa sé ofarlega á óskalistanum.

Einhverjir myndu líka freystast til að túlka þessa skipan í þá átt að Bretar vilji á ný styrkja Samveldistengslin, sem hafa látið verulega á sjá undanfarna áratugi.  Það er enda ekki síst til Samveldisins sem margir Bretar vilja horfa, takist þeim að endurheimta meira vald frá Brussel eða ef þeir kjósa að segja sig úr "Sambandinu".


mbl.is Nýr bankastjóri kemur frá Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmerkilegar stofnfrumur

Ég er engin sérfræðingur í stofnfrumum, en hef þó lesið mér nokkuð til um þær. Ég heyrði fyrst talað um möguleika á notkun þeirra til lækninga fyrir u.þ.b. 9 árum. Þá vorum við hjónin að bíða eftir því að eignast okkar fyrsta barn.

Á sjúkrahúsinu sem við höfðum ákveðið að barnið kæmi í heiminn á, var okkur kynntur sá möguleiki a að frysta stofnfrumur úr naflastreng sem gætu komið barninu til góða síðar á lífsleiðinni.

Eftir að hafa leitað heimilda vítt og breytt um internetið og lesið okkur til um þá möguleika sem þetta gæti hugsanlega gefið, ákváðum við að notfæra okkur þessa þjónustu.  Á síðan eru stofnfrumur úr syni okkar geymdar í frysti og þegar dóttir okkar kom í heiminn var pöntuð sama þjónusta.

Sumt af því sem þá var talað um sem framtíðarmöguleika hefur þegar orðið að veruleika og enn fleiri gæti orðið það innan skamms, eftir því sem mér er sagt.

Enn sem komið er hafa börnin ekki þurft á stofnfrumunum sínum að halda og auðvitað vona ég að til þess komi aldrei.  Þær voru auðvitað fyrst og fremst hugsaðar sem baktrygging, en rétt eins og með aðrar tryggingar er vonast eftir því að á þær reyni aldrei.

En það er óskandi að Íslendingar, sem og heimurinn allur skoði og noti þessa tækni fordómalaust og taki henni fagnandi.  Þegar kemur að stofnfrumum getur verið,  rétt eins varðar margar aðrar tækniframfarir siðferðisspurningar sem þarf að takast á við. 

En stofnfrumulækningar geta bætt líf margra og bjargað annara.  Það er því sjálfsagt að nota og þróa þessa tækni og horfa fram á við.

Sjálfur kem ég ekki til með að eiga kost á því að sjá umrædda heimildamynd, en fagna því að hún skuli hafa verið gerð og þessi tækni verði kynnt almenningi með þessum hætti.

 


mbl.is Stofnfrumur á mannamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg ákvörðun

Þegar góðir sigrar vinnast er mikilvægt að kunna að nýta þá. Það er ekki skynsamlegt að taka allt það "pólítíska kapítal" sem áunnist hefur og leggja það strax undir í "double or nothing" fléttu.

Ef Hanna Birna tæki formannsslag nú og tapaði, glataði hún mestu ef ekki öllu sem ávannst um síðustu helgi.

Því held ég að Hanna Birna sé að taka skynsamlega ákvörðun með því að lýsa þvi yfir að hún hyggist ekki bjóða sig fram til formanns, heldur láta niðurstöðu síðasta Landsfundar ráða.

Það er ekki eins og hún sé að renna út a tíma, eða það verði ekki fleiri Landsfundir.

Nú er tími til að þétta raðirnar, vinna góðan sigur í vor og mæta með stóran og sterkan þingflokk næsta haust.

Ég tel að þessi ákvörðun sýni skynsemi og hyggindi.  Það eru eiginleikar sem gott er að taka með sér inn á Alþingi.  

 

 


mbl.is Hanna Birna ekki í formanninn að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð Björns Vals vanhugsað en ekki óvanalegt

Ég hef tekið eftir að hér og þar um netið eru kýtur um hvernig ber að túlka frekar háðulega útkömu Björns Vals í forvali Vinstri grænna í Reykjavík.

Beinast liggur við að álíta að framboðið hafi verið vanhugsað og Björn Valur hafi eins og kom á daginn ekki notið teljanlegs stuðnings flokksfélaga sinna í Reykjavik.  Sérstaklega þegar litið er til þeirrar fullyrðingar Björn Vals að u.þ.b. 100 einstaklingar hafi gengið í flokkinn sérstaklega til að styðja hann.  Stuðningur hans hjá þeim sem hafa verið fyrir hefur þá líklega ekki verið mikill.

En það er stórmerkilegt að stjórnmálafræðingur reyni að afsaka dapurlegan árangur Björns Vals með því að hann hafi verið að gera eitthvað sérstaklega óvanalegt og nýtt.  

Ekki er nema u.þ.b. 4. ár síðan almennur þingmaður gerði það nákvæmlega sama.  Hafði áður boðið sig fram í NorðAusturkjördæmi og flutti sig til og bauð sig fram á vegum flokks síns í Reykjavík.

Og það sem meira er, náði góðum árangri og hélt áfram þingsetu.

Það var Ólöf Nordal, sem flutti sig um set fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins 2009, náði góðum árangri og varð síðan varaformaður flokks síns.

Hún er nú hins vegar að láta af þingstörfum og er að mínu mati eftirsjá af henni.  Þá tilfinningu fæ ég hins vegar ekki vegna væntanlegs brotthvarfs Björns Vals af þingi.

 


mbl.is Úrslit leysa ekki togstreitu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórir sigrar, sterkur listi

Þó að flestir hafi átt von á sigri Hönnu Birnu, hygg ég að sigur hennar sé stærri en margir hafi reiknað með.  Staða hennar er gríðarsterk eftir þennan afgerandi sigur.

Glæsileg innkoma Brynjar Níelssonar vekur sömuleiðis athygli og kemur þægilega á óvart. Ég get heldur ekki annað en glaðst yfir því hve sterk staða Péturs Blöndals er.

Ég held að þessi listi Sjálfstæðismanna sé gríðarsterkur, góð blanda af núverandi þingmönnum og nýliðum.  Þessi úrslit ættu að gefa Sjálfstæðiflokknum byr í seglin.

Vissulega hefði verið æskilegt að sjá meiri þátttöku í prófkjörinu, en sé litið til þess sem hefur verið að gerast í vetur er þátttakan góð.  Enn og aftur sýnir það sig að Sjálfstæðisflokkurinn er pólítísk fjöldahreyfing, eitthvað sem aðrir flokkar á Íslandi trauðla ná og eiga oft erfitt með að skilja eða sætta sig við.

Sé þátttakan borin saman við þátttöku hjá öðrum flokkum, koma yfirburðir Sjálfstæðisflokksins í ljós.

Hvort að flokknum tekst að nýta sér þetta til sóknar og sigurs í vor á eftir að koma í ljós, en möguleikarnir eru sannarlega til staðar.

 

 


mbl.is Lokatölur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botnvörpungurinn sendur út á hafsauga - 53 sem taka þátt fyrir hvern frambjóðanda

Það vekur líklega mesta athygli í þessu forvali að Birni Vali er rækilega hafnað. Botnvörpungurinn (BV) nýtur ekki nægjanlegs fylgis í Reykjvík og kemur ef til vill ekki um of á óvart.  Líklega er fátt sem kemur á óvart í uppröðun á efstu sætunum. 

En dræm þátttaka litar atkvæðatölurnar.  Þannig greiða aðeins 639 greiða atkvæði í forvalinu, eða að meðaltali u.þ.b. 53 þáttakendur á hvern þeirra 12 sem buðu sig fram.  Hvort að það er vísbending um hvað koma skal í atkvæðatölum hjá VG er erfitt að spá um, en fjöldinn virkar ekki traustvekjandi.

Sé litið til fullyrðingar Björns Vals um að u.þ.b.  100 einstaklingar hafi skráð sig í flokkinn til þess að styðja hann, verður þátttakan enn ámátlegri, sem og stuðningur hans á meðal þeirra sem voru fyrir skráðir í flokkinn.

Sé litið til þeirra prófkjara, flokksvala og forvala sem þegar hafa farið fram, finnst mér margt benda til þess að kosningaþátttaka gæti orðið með minnsta móti í vor.

 

 


mbl.is Katrín efst en Birni Val hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband