Færsluflokkur: Löggæsla

Var starfandi hæfisnefnd?

Nú hefur það þótt tilhlýðilegt að skipa hæfisnefndir þegar skipað er í embætti.  Því er vert að það komi fram hvort að hæfisnefnd hafi starfað við þegar þessi ákvörðun var tekin eður ei?

Var Karl Gauti talinn hæfastur í embættið, ef hún hefur þá verið starfandi?

Ef hæfisnefnd hefur verið starfandi, hefði ráðherra verið stætt á því að ganga fram hjá áliti nefndarinnar?

Hefði það ekki valdið óróa í samfélaginu og jafnvel því að málsókn á hendur ríkisins vegna skipunarinnar?

Hefði verið hægt að kæra afgreiðslu mála þess sem hugsanlega hefði verið skipaður til t.d. Mannréttindadómstólsins, vegna þess að ekki hefði verið löglega staðið að skipuninni?

Er ekki vandlifað í veröldinni?

 

 


mbl.is Gagnrýnir skipun Karls Gauta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanadískur dómstóll: Íran skaut viljandi niður farþegaþotu

Hæstiréttur Ontario (Ontario Superior Court of Justice), hefur fellt þann dóm að Íran hafi viljandi skotið niður farþegaþotu. Dómstóllinn ákvarðaði árásina hryðjuverk. 

Nú mun 6 manna kviðdómur ákveða hvaða skaðabætur Íranska ríkið skuli greiða fórnarlömbunum.

Málið var höfðað fyrir hönd 4ja fjölskyldna fórnarlamba.

Það er rétt að taka það fram að Íranska ríkið tók ekki til varna í réttarhöldunum, og spurningin hvort að önnur niðurstaða hafi verið möguleg, þegar eingöngu málflutningur sækjenda er á borð borinn?

En ýmsum, jafnt innan Kanada sem utan, þykir þó dómstóllin hafi farið út fyrir lögsögu sína.

En þó að yfirvöld í Íran hafi ekki gripið til varnar fyrir dómstólnum, hafa þau mótmælt dómnum og segja hann til skammar fyrir land sem telji sig réttarríki.

Hvar liggur lögsaga i máli sem þessu?

Það hefur verið rætt um að Kanada hafi áhuga á því að koma málinu fyrir Alþjóða dómstólinn.

Getur það verið rétt leið að sækja mál sem þetta fyrir "lókal" dómstólum og viðkomandi land berjist svo fyrir kyrrsetningu eigna þess lands sem fær á sig dóm, hvar sem til þeirra næst og lönd eru tilbúin til að framfylgja slíkum dómi?

Slíkir dómar gætu haft margvísleg áhrif á alþjóðavettvangi.  Ekki eingöngu hvað varðar "meint hryðjuverk"; ímyndum okkur dóma um ólöglegar fangelsisvistanir og dóma.

Hvernig myndi "alþjóðasamfélagið" vinna úr slíku?

P.S. Það er rétt að taka það fram að í þessu tilfelli efast ég ekki um sekt Íran í málinu, þó að ég hefi ekki séð neitt sem sker úr um hvort að vísvitandi aðgerð hafi verið að ræða eða ekki

En ég er samt hugsi um hvaða leið sé best fallin til þess að ná fram "réttlæti" fyrir fórnarlömbin.

Er að í heimalandi hvers og eins þeirra, eða eru aðrar leiðir vænlegri?

En hér má lesa nokkrar fréttir um málið.

Iran intentionally shot down Flight PS752 in 'an act of terrorism,' Ontario court rules | CBC News

Iran Calls Canada Shameful For Ruling Aircraft Shooting 'Act of Terrorism' (newsweek.com)

Iran owes damages for downing Flight 752: Ontario court - The Globe and Mail

Iran shot down plane full of Canadians intentionally in act of terrorism, Ontario judge rules (msn.com)


Forvirkt gæsluvarðhald ólögmætt

Ég get ekki neitað því að mér fannst gleðilegt að heyra að ákvörðun um að að hluti þeirra sem koma til Íslands frá útlöndum þurfi að sæta forvirku gæsluvarðhaldi/sóttkvíarhús hafi verið hnekkt fyrir dómstólum.

Það virðist einfaldlega hafa verið gengið út frá því að ákveðin áhætta væri á því að einstaklingar brytu af sér.

Sú meginregla réttaríkja að í það minnsta rökstuddur grunur þurfi að vera um afbrot, til að megi svipta einstaklinga frelsi var að engu hafður.

Það virðist hafa verið talin hætta á að viðkomandi einstaklingar brytu af sér.  Gæsluvarðhald/sóttkví verður því talin forvirk aðgerð.

Vissulega geta verið rök fyrir því að gera ákveðnar kröfur til dvalarstaðar þeirra sem ætlað er að vera í sóttkví.

Það kann jafnvel að vera talið sé nauðsynlegt að haft sé eftirlit með þeim sem í sóttkví dvelja.

Allt þarf það þó að byggjast á lögum.

Það er hálf skrýtið að sjá alla þá sem hafa stigið fram og talið að lögmenn og dómstólar ættu að fara eftir einhverju öðru en þeim lögum sem gilda í landinu.

Að lög gildi í landinu eða að grundvallarregla sé að einstaklingar séu saklausir þangað til sekt sé sönnuð, hvað þá að ekki sé ástæða til að refsa þeim sem ekkert hafa brotið af sér, virðist ekki vefjast fyrir þeim sem þannig tala.

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Ég finn alveg rosalega mikið traust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þangað til fyrir 6. árum

Þangað til fyrir 6. árum hefði sambærileg frétt og þessi getað komið frá Íslandi.

Snemma árs 2015 voru lög um guðlast felld úr gildi á Íslandi.

Ég held að síðast hafi lögin verið "virk" hafi verið árið 1997, þegar Spaugstofan var ásökuð um guðlast.

Þáttur þeirra var rannsakaður, en ef ég man rétt hætti saksóknari við ákæru.

En það var ekki fyrr en 2015 sem lögin voru afnumin.

Fyrir það geta Íslendingar þakkað Pírötum, en flutningsmenn frumvarpsins um afnámið voru Helgi Hrafn, Jón Þór og Birgitta.

 

 


mbl.is Þungarokkari sektaður fyrir guðlast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sex skotárásir miðsvæðis í Reykjavík?

Það að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar og á bíl borgarstjóra, vekur bæði undrun og ugg.

En þegar kemur fram að þegar hafi verið skotið á skrifstofur, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Pírata vekur það enn meiri undrun.

Bæði að slíkt skuli ekki hafa vakið meiri athygli og verið í fréttum, og hitt að slíkir raðglæpir skuli eiga sér stað.

Ef marka má fréttir hefur ennfremur verið skotið á skrifstofur Samtaka Atvinnulífsins.

En þegar málið er hugsað frekar, og aðrir atburðir rifjast upp, er í raun ljóst að ofbeldi gegn stjórnamálfólki og frammáfólki í atvinnulífinu á sér býsna langa sögu á Íslandi.

Það er ekki langt síðan stjórnmálafólk var ofsótt við heimili sín, frammáfólk í viðskiptum (ekki síst tengt orkufrekum iðnaði virðist vera) þurfti ítrekað að þola skemmdarverk á og við heimili sín og í það minnsta kosti í einu tilfelli olli það líkamlegu tjóni (líklega má telja það heppni að ekki varð alvarlegra líkamstjón).

Síðan er óþarfi að rifja upp þau átök sem urðu í "Búsáhaldabyltingunni", þar sem ýmsir stjórnmálamenn áttu fótum sínum fjör að launa, ef svo má að orði komast.

Það er uggvænlegt að allt að 6. skotárásir (skemmdarverk) skuli hafa átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík.

Það hefur mikið verið rætt um aukna "heift" í stjórnmálaumræðu og hvort að þessir leiðindaatburðir séu "framhald" af slíku er ekki gott að segja.

Hvort að um sé að ræða "pólítískt statement", eða "heimskupör" vil ég ekki fullyrða, en það er fyllsta ástæða til þess að taka þessa atburði alvarlega.

En hvort sem um er að ræða árásir með sýru (lakkþynni) eða skotvopnum, er ljóst að það þarf ekki mikið að bregða út af til að líkamstjón geti orðið.

 


mbl.is Fordæmir ógnanir og ofbeldi gegn stjórnmálafólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkir lögreglan ekki reglugerðina, eða hefur blaðamaður rangt eftir henni?

Í fréttinni segir:  "„Við erum að skoða þetta. Það mega ekki fleiri koma sam­an en 10 nema í mat­vöru­búðum. Ef þetta er veit­inga­hús, þá verður að hólfa­skipta,“ seg­ir Jó­hann. Bæt­ir hann við að hver þurfi að dæma fyr­ir sig, út frá reglu­gerð heil­brigðisráðherra."

Það er rangt að ekki megi koma fleiri en 10 saman nema í matvöruverslunum.

Í reglugerð frá 10 des segir:

"Lyfja- og matvöru- og aðrar verslanir mega taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að hámarki 100 manns svo lengi sem hægt sé að tryggja að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra sem eru ekki í nánum tengslum.".

Tekið héðan.

Það verður því að öllum líkindum skilgreiningaratriði hvers kyns rekstur er í Ásmundarsal.  Er það verslun með listmuni, eða eitthvað allt annað?

En það er eiginlega eðlilegt að gera þá lágmarkskröfu að lögregla geti vitnað rétt í reglugerðir sem hún hyggst beita vegna hugsanlegra brota.

Það hlýtur líka að vekja spurning hvað lögregla ætli að gera varðandi brot "Sóttvarnartroikunnar" við skipulagningu á blaðamannafundi?

Ekki ætti að vanta ljósmyndir sem sönnunargögn þar.

En líklega er "troikan" sorgmædd yfir því að hafa ekki farið að eigin tilmælum.

 


mbl.is Tilkynna hvort Ásmundarsalur verði sektaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grafalvarleg mistök lögreglu

Það eru grafalvarleg mistök hjá lögreglu að birta upplýsigar með þessum hætti.  Við verðum að vona að afsökunarbeiðni lögreglunnar dugi og engin fari að krefjast afsagnar lögreglustjóra, eða þess að einhverjir starfsmenn verði látnir taka pokann sinn.

En við verðum líka að vona að við eigum ekki eftir að lesa tilkynningar frá lögreglunni, s.s. að fimm hafi verið teknir undir áhfrifum við akstur, þar á meðal forstjóri stórfyrirtækis.

Nú eða að lögreglan hafi verið kvödd að heimili þekkts fjölmiðlamanns vegna heimilisofbeldis.

Slíkar upplýsingar eiga ekkert erindi til almennings. 

Við verðum líka að vona að það komi ekki í ljós að "stjórnmálaskoðanir" hafi orðið þess valdandi að þessar upplýsingar rötuðu í tilkynningu lögreglu á aðfangadag.

Að þessu sögðu, og með von um að lögreglan bæti sig, á ég erfitt með að vera lögreglunni reiður yfir þessum mistökum.

Upplýsingar sem þessar leka á einhvern hátt út fyrr eða síðar.  Fjölmiðlafólk á sér "heimildamenn" og fyrr en varir eru atburðir sem þessi gjarna á allra vörum, þó óstaðfestir séu.

Að því leiti er ekki slæmt að þetta hafi allt komið fram - strax.

 

 

 


mbl.is Segja mistök að hafa upplýst um ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reyndi Reykjavíkurborg að hafa áhrif á úrslit síðustu borgarstjórnarkosningar?

Það virðist margt vera sem hefur betur mátt fara í stjórnarháttum Reykjavíkurborgar undanfarin ár.

Kunningi minn sendi mér hlekk á frétt sem birtist á vef ríkisútvarpsins um alvarlegar ákúrur sem Persónuvernd veitir Reykjavíkurborg fyrir framgöngu hennar fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.

Í fréttinni má lesa m.a.:

"Í úrskurðinum eru gerðar alvarlegar athugasemdir við framgöngu borgarinnar í málinu. Í bréfi sem Persónuvernd sendi borginni í júni á síðasta ári er til að mynda spurt af hverju Persónuvernd hafi aðeins verið upplýst um afmarkaðan þátt málsins og hvers vegna það hafi ítrekað gætt ósamræmis í svörum borgarinnar. 

Borgin baðst afsökunar á þessu í svari sínu og sagði það ekki hafa verið ætlun sína að leyna neinu um það hvernig verkefnið yrði unnið. Þá var jafnframt beðist velvirðingar á því að ósamræmis hefði gætt í svörum. 

Persónuvernd virðist ekki taka þessi svör gild. Í niðurstöðu stofnunarinnar segir að ekki hafi komið fram fullnægjandi skýringar á því hvers vegna hún hafi ekki fengið allar upplýsingar sem óskað hafði verið eftir sérstaklega. Það sé alvarlegt að ábyrgðaraðili, sem vinni með persónuupplýsingar og sé auk þess stærsta sveitarfélag landsins, skuli láta undir höfuð leggjast að svara fyrirspurnum eftirlitsvalds.  Slíkt sé ámælisvert.

 

Gildishlaðin smáskilaboð og óþarfa bréf

Persónuvernd er líka nokkuð afdráttarlaus varðandi sms-skilaboðin og bréfin  sem send voru ungu fólki.  Hún segir að texti þeirra hafi verið gildishlaðin og í bréfum, þar sem rætt var um skyldu til að kjósa, hafi hann verið rangur. Hvergi sé minnst á kosningaskyldu í íslenskum lögum.  Þá segir Persónuvernd að bæði smáskilaboðin og bréfin hafi verið til þess fallin að hafa áhrif á hegðun unga fólksins í kosningunum.  Öll bréfin og skilaboðin hafi eingöngu verið merkt Reykjavíkurborg og því ekki gefið til kynna að einhverjir aðrir, eins og Háskóli Íslands, stæðu á bak við sendinguna. Uppruni þeirra og tilgangur hafi því ekki verið skýr. 

Persónuvernd segir að bréfin sem voru send til kvenna  80 ára og eldri og erlendra ríkisborgara hafi ekki einungis verið til upplýsinga og fræðslu heldur hafi þau einnig verið hvatning til að kjósa."

Það má jafna þessu við að borgin sé sökuð um að reyna að hafa áhrif á kosningar með gildishlöðnum skilaboðum.  Jafnframt er borgin sökuð um að hafa í raun leynt upplýsingum og ósamræmi í þeim upplýsingum sem óskað var eftir.

Það er þekkt staðreynd að mismunandi flokkar hafa mismunandi fylgi innan mismunandi hópa.

Því er það alltaf verulega tvírætt og vafasamt ef stjórnvald eins og Reykjavíkurborg reynir að hafa á einhvern hátt áhrif á hegðun kjósenda.  Sérstaklega þegar ákveðnir hópar eru teknir út úr.

Ríkisstjórnir, sveitarstjórnir og önnur yfirvöld eiga ekki að skipta sér af kosningum.  Það vekur alltaf upp spurningar og vírkar tvímælis.

Margir hafa undanfarið lýst yfir áhyggjums sínum af því að nafnlausir aðilar reyni að hafa áhrif á einhverja hópa.

Sýnu alvarlegra högg fyrir lýðræðið er ef stjórnvöld standa fyrir slíku.

 

 

 

 

 

 

Er Svíþjóð þá enn í Schengen?

Ákvörðun sænska þingsins er skiljanleg, og kemur í raun mun seinna en búast hefði mátt við.

Svíar sjá það einfaldlega að þeir geta ekki treyst öðrum aðildarlöndum Evrópusambandsins og Schengen samkomulagsins til að standa sína pligt.

Gæsla á ytri landamærum hefur verið með öllu ófullnægjandi og því verða ríki eins og Svíþjóð að grípa til aðgerða sem þessara.

En ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort að lagasamþykktir sem þessi rúmist innan Schengen samkomulagsins?

Vissulega hef ég heyrt um að ríkjum sé heimilt að grípa til landamæragæslu, en ég hef alltaf skilið að það yrði að vera undir formerkjum einhvers sem flokkaðist undir neyðarástand, eða aðra vá. Og þá einungis sem tímabundna aðgerð.

Lagasetning finnst mér mun varanlegri aðgerð, því þótt að vissulega megi segja að neyðarástand ríki í landamæramálum, víðast í Evrópu, þá er ekkert sem segir að það ástand muni ríkja í 3. ár, þó að það sé reyndar alveg eins líklegt miðað við hvernig "Sambandið" höndlar krísuna.

Því velti ég því fyrir mér hvort að Svíþjóð teljist enn meðlimur Schengen, eða hvort lagasetning sem þessi væri álitin uppsögn samningsins af þeirra hálfu.

En það er ljóst að Schengen samkomulagið er orðið ansi snjáð og lúið.

Meirihlutinn sem stendur að lagasetningunni er svo athyglisverður. Það eru sænski Jafnaðarmannflokkurinn, Græningjar og Svíþjóðardemókratar sem standa saman að þessari lagasetningu.

 

 

 


mbl.is Svíar gera skilríki að skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga íslenskir stjórnmálamenn kröfu á Facebook?

Hér og þar á netinu hef ég rekist á umfjöllun um að Össur Skarphéðinsson hefi verið "sviptur" aðgangi sínum að Facebook.

Tala margir eins og að um sé að ræða hina mestu lýðræðisvá og ógni bæði frjálsum skoðanaskiptum og tjáningarfrelsi.

Sumir, þar á meðal Össur, tala um að skoða verði að setja lög á starfsemi slíkra fyrirtækja.

Það væri í senn fróðlegt,  skondið og sorglegt ef Alþingi íslendinga myndi setja lög sem skylduðu samfélagsmiðla til að halda halda öllum "reikningum" opnum, nema að undangengnum dómsúrskurði á Íslandi.

Eða ættu slik forréttindi eingöngu að vera fyrir þá sem gætu fært sönnur á að þeir væru stjórnmálamenn?

Og hvað með þá miðla sem "starfa" í raun ekki á Íslandi?  Ætti þá einfaldlega að banna íslendingunum að nota þá, ef þeir virtu ekki íslensk lög?

Eins og ég lít á málið eiga íslendingar, eða aðrir, hvort sem þeir eru stjórnmálamenn eða gegna öðrum störfum, enga kröfu á hendur fyrirtækjum sambærilegum Facebook, um að aðgangur þeirra sé jafn, stöðugur og óslitinn.

Ekki frekar en þeir eiga heimtingu á því að vefsvæði eins og mbl.is, visir.is, nú eða blog.is, birti allt sem þeim dettur í hug að setja fram.

Það er reyndar ekki síst vegna kröfugerða um ábyrgð og að ekki eigi að birta "vafasamt" efni, s.s. eitthvað sem felur í sér jafn teigjanleg hugtök og mannfyrirlitningu, klám, hatur o.s.frv. að sakleysingjar eins og Össur verða fyrir lokunum.

Því miðlar sem eðli málsins samkvæmt lúta ekki stöðugri ritskoðun, eru sífellt hræddir um að "uppþot" verði vegna efnis sem einhver hefur póstað á síðu sína og uppfyllir ekki "standard dagsins" um pólítíska rétthugsun.

Þannig er erfitt fyrir tölvuforrit að greina á milli berbrjósta "pin-up stúlku" og "samfélagslegrar byltingarkonu" sem birtir mynd af geirvörtum sínum.

Það er því affarasælast að banna hvoru tveggja, enda eiga bæði athæfin sér andstæðinga, þó líklega sé um ólíka hópa að ræða.

Þess vegna eru miðlar líkt og Facebook einnig með sjálfvirka lokun, ef ákveðinn fjöldi kvartana berst, og er líklegt að Össur hafi orðið fyrir barðinu á á slíku.

Það þýðir einfaldlega að hópur einstaklinga getur gert Facebook notendum lífið leitt með því að sammmælast um að kvarta, jafnvel þó að það sé að tilefnislausu.

Þeir sem fara fram á leiðréttingu sinna mála, eins og Össur gerði, fara síðan líklegast í nánari skoðun, og fá aðgang sinn opnaðan, eins og mér skilst að hafi verið raunin með Össur.

Allt eftir (Face)bókinni.

En að sjálfsögðu fagna allir stjórnmálamenn fjölmiðlaumfjöllun og fyrir marga þeirra er það plús að geta mátað sig í hlutverki fórnarlambs, þó ekki nema stutta stund.

Í þessu samhengi má minnast á það að margir íslenskir fjölmiðlar hafa valið þá leið að einungis þeir sem eru skráðir á Facebook geta gert athugasemdir við fréttir og greinar.

Þannig er ég og aðrir þeir sem ekki eru skráðir á Facebook útilokaðir frá "umræðunni".

Ætti ég að líta svo á að þetta sé tilraun til þöggunnar? Beinist þetta gegn mér persónulega?

Ætti ég að reyna að hafa áhrif á alþingismenn um að þeir setji lög sem skylda íslenska fjölmiðla til að heimila þeim sem ekki hafa Facebook aðgang að gera athugsemdir?

Auðvitað ekki.

Það að vera ekki með Facebook síðu er mitt val. Rétt eins og þeir sem slíkt hafa, hafa slíkt kosið.

Fjölmiðlaeigendur hafa svo líklega kosið þá lausn, til að reyna að hafa einhverja stjórn á "kommentakerfinu", sem fyrir þá hefur verið einföldust og ódýrust.

Það útilokar vissulega einhverja einstaklinga frá því að tjá sig, en það er ekki tilraun til þöggunar, það er ekki aðför að lýðræðinu.

Það er vel þess virði að velta því fyrir sér hverju við teljum okkur eiga "rétt á", eða "kröfu til".

Slík mál er þarft að ræða, hvort sem sú umræða fer fram á Facebook, í "kommentakerfum", eða annars staðar.

Til dæmis í kaffistofum eða heitum pottum.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband