"Greta Thunberg" hringir í Bernie Sanders. Rússarnir láta gamminn geysa

Nú flýgur um netið YouTube myndband þar sem Rússnesku "hrekkjalómarnir" Vladimir Kuznetsov og Alexey Stolyarov (eða Vovan og Lexus) ásmamt óþekktri leikkonu þykjast hringja í Bernie Sanders sem Greta Thunberg og faðir hennar.

Þau spjalla við Bernie all langa stund og talið berst býsna víða, mest um "loftlagsvánna" og forsetaframboð Bernie.

Enn hefur enginn staðfest að símtalið sé ósvikið, en eftir því sem kemur fram í AP frétt hafa talsmenn framboðs Bernies hvorki viljað játað því né neitað.

En FBI staðfestir að tilkynnt hafi verið til þeirra símtöl til ýmissa þekktra Demókrata í nóvember síðastliðnum.

En myndbandið og símtalið er hér að neðan.

 

 


Það er gott að útvista menguninni og enn betra ef það kemur Rússum til góða, eða hvað?

Það eru mörg ríki að setja sér háleit markmið í umhverfismálum. Það hefur Evrópusambandið einnig gert og sett aðildarríkjum stíf markmið og sett há gjöld á mengun.

En þá verður allt í einu hagkvæmara að framleiða raforkuna utan "Sambandsins" en innan og flytja hana síðan inn.

Þar koma Rússar auðvitað til skjalanna, þeir selja í vaxandi mæli raforku til landa "Sambandsins", Eystrasaltslandanna og Finnlands.

Rússar seldu Eystrasaltslöndunum u.þ.b. 3 terawattstundir á ári frá 2013 til 2017. Árið 2018 jókst magnið í 5.5 terawattstundir og 2019 var magnið 7.8 terawattstundir.

Á sama tíma á raforka sem er framleidd í þessum löndum undir högg að sækja vegna kolefnisskatta.

En "kolefnisbókhaldið" í "Sambandinu" sýnir auðvitað jákvæðari hlið, mengunin verður Rússlands megin og "Sambandið" getur klappað sjálfu sér á bakið.

Sama dæmið verður svo enn stærra þegar hækkandi orkuverð hrekur margan iðnað til landa sem eru ekki jafn skattaglöð á mengunina.

En síðan þarf einnig að hafa í huga að með þessu eykst enn hlutdeild Rússa í orkuneyslu "Sambandsins" og gerir það enn háðari þeim.


Bloggfærslur 17. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband