En það er svo frábært að búa á Spáni, er það ekki?

Það hefur verið allt að því "kómískt" að fylgjast með umræðunni á Ísland nú um all nokkra hríð, þar sem borið hefur verið saman að lifa á Spáni og Íslandi.

Ef hægt er að sameina þetta tvennt, hafa tekjur frá Ísland og lifa á Spáni þá lítur þetta allt ljómandi vel út.

Það kanna þó að vera að það sé ekki svo frá sjónarhóli margra Spánverja, sem þurfa að reiða sig á Spænskar tekjur eða búa jafnvel við atvinnuleysi.

En það er svo margt sem þarf að bera saman, ekki bara verð á bjór, rauðvíni og kjúkling.

Það er ekki tilviljun að þær þjóðir þar sem alla jafna ríkir hvað mest velmegun og velferð, eru þær þjóðir sem er hvað dýrast að lifa.

En það er ýmis réttindi, og kostnaður sem fylgir þeim sem er vert að hafa í huga þegar "lífið" er borið saman í mismunandi löndum.

Mér skilst t.d. að konur eigi rétt á 16. vikna fæðingarorlofi á Spáni, feðraorlof var lengt á nýliðnu ári úr 5. í 8 vikur. Að vísu á fullum launum, en líklega þætti það stutt á Íslandi nú orðið.  Í fjölburafæðingum lengist orlof konunnar um 2. vikur fyrir hvert barn umfram 1.

En dagvist er bæði einka og ríkisrekin á Spáni.  Eitthvað er misjafnt hvað gjaldið er og sums staðar er það tekjutengt. Þannig getur það verið frá 50 euroum til u.þ.b. 500 til 600 euro.

En það sem er ef til vill eftirtektarverðast fyrir Íslendinga er hlutfall barna/starfsfólks.  Undir 3ja ára aldri má hlutfallið vera 8/1, en á frá 3ja til 6 getur hlutfallið verið 20/1. Meðaltalið er víst talið um 13/1, en það er líka OECD meðaltalið.  En leikskólar geta svo verið opnir til 9. á kvöldin. 

Hvað ætli Efling og Dagur B. segðu við slíku?

Meðallaun á Spáni (2018) eru 2330 euro (eða 311,540 ISK) en lágmarkslaun eru u.þ.b. 900 (2019) euro (124,200 ISK), eða 30 euro (4.140 ISK) til að lifa á hvern dag.

Lágmarks ellilífeyrir er eftir því sem ég kemst næst 600 euro, en meðal ellilífeyrir ca. 906 euro.

En það er margt gott á Spáni, húsnæðisverð og leiga er mun lægra en á Íslandi (og víða annars staðar), sérstaklega ef eingöngu er leigt yfir vetrarmánuðina (það gildir um vinsæla strandbæi, þar sem oft er hægt að leigja út á mjög háu verði júní til águst, ágúst gjarna lang dýrastur).

Hér hefur verið tæpt á örfáum atriðum, heildarkostnaður við að "lifa" er samansettur úr fjölda hluta til viðbótar, mismunandi eftir einstaklingum.

En að er áríðandi að þegar verið er að bera saman kostnað á milli landa, að reyna að líta á heildarmyndina, eða alla vegna eins stóran hluta af henni og mögulegt er.

 

 


mbl.is „Sláandi ójöfnuður“ á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sápuópera með 10.000 (tíu þúsund) þætti

Eins og oft áður var ég að þvælast eitthvað um netið og rakst þá á þá staðreynd að í dag (föstudag) hefði verið sýndur 10.000, þátturinn af Bresku sjónvarpsseríunn, eða "sápuóperunni" "Coronation Street".

Þó að mig reki minni til að hafa eitthvað heyrt um þessa "seríu" hef ég aldrei séð einn einasta þátt.

En fyrsti þátturinn var sýndur fyrir 60 árum síðan, 1960.

Það hlýtur að vera ákveðið afrek að hafa haldið þessu gangandi í öll þessi ár.

En það besta sem ég sá var stutt umsögn sem einhver hafði sett inn, eitthvað á þá leið að fyrstu 30. árin hefðu verið góð, en síðan hefði þetta verið allt niður á við.

En þetta gæti auðvitað verið "últimate" hámhorf. lol

 


Tapa Kommunist

Börnin mín hafa lengi hrifist af Tapa og Viljandi. Það ásamt "mannasúpunni" hafa lengi verið aðhlátursefni þeirra á milli.

Ekki má heldur gleyma littla þorpinu "Ape", sem er í Lettlandi, rétt við landamæri þess og Eistlands.

En Tapa hefur verið í byggð í óratíma, en þó að enginn viti 100% hvernig nafnið er til komið en fyrst var þar "herragarður" með svipuðu nafni.

En bærinn á seinni tíma tilveru sína að þakka járnbrautarlest sem lögð var í gegnum bæinn og svo einnig flugvelli/herflugvelli.

En goðsögnin um "Tapa Kommunist" í líka góðan stað í hjörtum margra Eistlendinga.

En Tapa er ein beygingarmynd Eistnesku sagnarinna að drepa. Goðsögnin segir að stuttu eftir hernám Sovétríkjanna á Eistlandi hafi deild Kommúnistaflokksins í Tapa gefið út blaðið "Tapa Kommunist", sem getur á Eistnesku hvoru tveggja þýtt, "Tapa kommúnistinn" eða "Drepum kommúnistann".

Tartu KommunistÞví miður er ekkert sem bendir til þess að goðsögnin sé sönn, en góð er hún eigi að síður. En t.d. var til blað sem hét "Tartu Kommunist".

Eldvatnið í Tapa (Tapa põlev vesi) er einnig vel þekkt í Eistlandi.

Þá nafngift má rekja til þeirrar staðreyndar að eftir Sovétmenn höfðu verið með MIG23 flugsveitir sínar um árabil á flugvellinum við Tapa, hafði lekið svo mikið eldsneyti niður í jarðveginn, að oft mátti kveikja í vatninu sem kom úr krananum hjá þorpsbúum.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Taparar unnu Viljandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband