Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Bættar samgöngur

Samgöngur eru mikið til umræðu í "prófkjörstíðinni".  Enginn hefur þó lofað mér bættum samgöngum þó að vissulega hafi ég ennþá atkvæðisrétt á Íslandi.

En er útlit fyrir að samgöngur á milli Íslands og Kanada stórbatni með vorinu, en Icelandair hefur ákveðið að fljúga til Halifax frá og með maí mánuði og Heimsferðir hafa sömuleiðis hafið sölu á ferðum til Montreal.

Því miður hefur enginn ákveðið að hefja flug til Toronto, en þetta er þó vissulega til mikilla bóta.  Ekki er nema 5 tíma akstur til Montreal, nú eða um klukkutíma flug og báðir staðirnir bjóða upp á þann kost að ekki þarf að ferðast í gegnum Bandaríkin með tilheyrandi vegabréfa-, innflytjenda og tolleftirliti.

Enn sem komið er fljúga Heimsferðir þó aðeins frá enda maí til um miðjan júlí, en ég vona að það lengist á næstu árum, því mér sýnist að þessi flugleið sé að fá afar góðar móttökur hjá þeim.  Keypti miða fyrir mömmu í gær, og þá þegar voru margir dagar (flogið er á fimmtudögum) að verða uppseldir.  Verðið er ágætt, eða undir 50.000.  Ég reikna með að keyra til Montreal og sækja hana og fría hana þannig við að skipta um vél.

Halifax flugið var nokkuð vinsælt hér í "den" en var slegið af hjá Icelandair árið 2001, ég vona að það nái fyrri vinsældum og verði valkostur framtíðarinnar þegar við þurfum að bregða okkur til Íslands, alla vegna á þeim tímum sem Montreal flugið verður ekki á boðstólum.

En þó að þetta sé ekki afrakstur loforða stjórnmálamanna, er ekki þar með sagt að þeir hafi ekkert haft með þessa þróun að gera.  Þetta er vissulega afrakstur viðræðna og samninga á milli Kanadískra og Íslenskra yfirvalda þar sem koma við sögu stjórnmálamenn, embættismenn og diplómatar.  Hafi þeir þökk fyrir.  Loftferðasamningar eru mikilvægir, ekki bara fyrir þá sem ferðast, heldur opna þeir tækifæri og flugrekstur er mikilvæg atvinnugrein á Íslandi.


46%

Þetta er ánægjuleg frétt.

"Álagður tekjuskattur lögaðila á tekjuárinu 2005 nemur 34,7 milljörðum. Hann hefur hækkað frá fyrra ári um nær 11 milljarða eða 46%. Fjöldi gjaldenda tekjuskatts er nær 15.000 og hefur þeim fjölgað frá fyrra ári um 11%.

Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað nær stöðugt frá því skatthlutfall var lækkað í 18% tekjuárið 2002."

Þetta er nokkuð góður vitnisburður um stöðu íslensks atvinnulífs.  Tekjur ríkissins af tekjuskatti lögaðila eykst um 46% á milli ára.

Það er einnig ánægjulegt að sjá að tekjur ríkisins af skattinum hafa aukist nær stöðugt frá því að % var lækkuð í 18%.  Þetta er gamla sagan um að stækka kökuna.  Leyfa "lyftiduftinu" að vera hjá fyrirtækjunum frekar en hjá hinu opinbera, sjá þau vaxa og dafna.

Það eru margir sem vilja hækka skattprósentuna, en þá er meiri hætta á því að "kakan falli".


mbl.is Álagning lögaðila 73,9 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dugar "Sleggjan" gegn konum?

Það virðist ljóst að þeir eru til Framsóknarmennirnir sem líta á niðurstöðu prófkjörs Samfylkingarinnar í NorðVestur kjörsdæmi sem "manna af himnum".  Þar hafi fallið þeim i skaut margföld tækifæri.

Þeir virðast líta svo á að ekki aðeins hafi Samfylking verið að hafna konum, heldur einnig veikt stöðu sína á Norð-Vesturlandi, en þar hafa Framsóknarmenn gjarna verið sterkir og hafa sóknarfæri.

Varaþingmaðurinn Herdís Sæmundardóttir er einmitt af Norð-Vesturlandi og sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokksins.

Því eygja Framsóknarmenn þann möguleika að slá margar flugur í einu höggi, höfða til kvenna, höfða til kjósenda á Norð-Vesturlandi og síðast en ekki síst, senda Kristinn H. Gunnarson í 3ja sæti eða aftar.

Er hægt að biðja um meira?

Nú er að sjá hvernig "Sleggjan" dugar gegn "stöðu kvenna".


mbl.is Öll atkvæði talin í NV-kjördæmi; Guðbjartur sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eru sem sé ekki bara skattsvikarar, þeir eru líka skrýtnir og hörundsárir.

Það er hálf grátbroslegt að lesa þessa frétt.  Líklega hefði mátt bæta við fyrirsögnina.... og margir hverjir athyglisjúkir.  Ekki sé ég tilganginn með lögsókninni, nema ef til vill að hann sé að vekja athygli á fréttinni?  Það gæti auðvitað verið "plottið".

En ef ég verð kallaður fyrir í réttarsalinn, til að kanna sannleiksgildi fréttar Extra blaðsins, þá gæti ég ekki neitað því, að ég væri reiðubúinn til að nýta mér gloppur í skattkerfinu.  Og yrði ég spurður hvort að ég væri reiðubúinn til að leggja undir mig heiminn?  Eiðsvarinn gæti ég ekki sagt annað en að í félagi við góða menn, þá væri ég vissulega reiðubúinn til að leggja mitt á vogarskálarnar.

En þetta eru auðvitað samviskuspurningar sem hver og einn verður að svara fyrir sig.

En svo verður auðvitað að fara að ræða hvað verði gert við þær skaðabætur sem Extra blaðinu verður gert að greiða þjóðinni, eða hvernig eigi að skipta þeim?

Einhverjar hugmyndir?

 


mbl.is Ekstra-Bladet sakað um kynþáttafordóma gagnvart Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttast hún ekki um sína eigin stöðu?

Mér finnst alltaf hálf hjákátlegt þegar menn eða konur færa áhyggjur af sinni eigin stöðu yfir á allt kyn sitt.  Þetta er þó nokkuð algengt þegar konum gengur ekki vel í pólítík.  Þá er það gjarna vegna þess að konur njóti ekki sannmælis eða brautargengis.  Ekki minnist ég þess að nokkur hafi haldið því fram að velgengni hennar væri vegna þess að hún væri kona. Einstaka sinnum hef ég séð ungt fólk nota sömu rök.

Það sem mér finnst hins vegar blasa við er að viðkomandi kona hafi orðið undir í "hrepparíg" innan kjördæmisins.  Það er ljóst að Skagamenn ætluðu ekki að láta "þingsæti sitt" af hendi og þeir "skora mörkin" nú sem oft áður. Vestfirðingar landa síðan öðru sætinu og Samfylkingarmenn á Norð-Vesturlandi verða að sætta sig við það þriðja.

Eftirminnilegur þingmaður sem hefði látið vel að sér kveða á yfirstandandi kjörtímabili hefði átt að hafa nokkð forskot, en því er ekki að heilsa í þessu tilfelli, enda Anna Kristín Gunnarsdóttir ekki með eftirminnilegri þingmönnum, hvernig sem á því stendur.

Hitt er svo flestum orðið ljóst að "landsbyggðarkjördæmin" eru alltof stór og að vægi stærri þéttbýlistaðanna þar er svo mikið að tíðindi sem þessi eiga eftir að verða nokkuð algeng svo lengi sem þessi skipan gildir. 

Ég skora á fólk að fylgjast með prófkjörum og uppstillingum í NorðVestur, NorðuAustur og Suðurkjördæmi, mjög líklega mun svipað verða upp á teningnum í einhverjum tilfellum.

Oft er talað illa um það þegar "hreppir" berjast fyrir "þingmanni sínum" og talað um kjördæmapot og hreppapólítík.  Hinu er hins vegar ekki hægt að neita, að Íslendingar búa við fulltrúalýðræði.  Kjósendur eru að kjósa sér fulltrúa á þing, til að tala þar fyrir málum sínum og hagsmunum.

 


mbl.is Anna Kristín óttast um stöðu kvenna í kjördæminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar orðið er ekki frjálst

Athugasemd við orðið

Ég lít oft við á blogsíðu "fjölmiðilsins" "Orðið á götunni".  Það er ágætis síða sem stendur vel með sínum flokki, segir "jaðarfréttir", jafnvel hálfgert slúður, sumt satt, sumt sem ekki stenst. 

En það er nú lítið um það að segja, ég er eins og hver annar hef oft gaman af þessum "óstaðfestu sögnum" og einstaka sinnum hef ég ritað stuttar athugasemdir við þær.

Fyrir fáum dögum birtist þar grein sem ber heitið "Sagði einhver "tortryggni" og "blóðug átök"?"

Undir þá grein ritaði ég stutta athugasemd á aðfaranótt laugardags.  Þegar ég skoðaði síðuna síðan á laugardag sá ég að hún var ekki á síðunni.  Á laugardag setti ég hana því inn aftur, en enn hvarf hún.

Nú er það svo að þeir "orðsins menn" ráða að sjálfsögðu hvað birtist á þeirra síðu og ekki dettur mér í hug að fara að kvarta undan því.  Það er að sjálfsögðu réttur hvers og eins að ritstýra sínum miðli.  En þar sem ég hef þó á því mikinn áhuga að athugasemdin birtist, þá liggur auðvitað beinast við að birta hana á minni eigin síðu.

En athugasemdin var sem hér segir:

"Það er nú engin ægileg tortryggni að vilja vita hvernig tölvuforrit vinna og hvaða "möguleika" þau bjóða upp á.
Þeim sem komu nálægt varaformannskjöri í Samfylkingunni ætti nú ekki að koma slíkt á óvart."

Undir þetta var síðan "kvittað" með nafni mínu sem vísaði hingað á þessa síðu, því ekki vildi ég vera að skjóta neitt í skjóli nafnleysis.

En þessu er hér með komið á framfæri, því ekki er orðið allstaðar "frjálst".


Að fagna sigri - að eflast í mótlætinu

Þá er niðurstaðan í "Prófkjörinu" ljós.

Það er alveg ljóst að Guðlaugur Þór er sigurvegari prófkjörsins.  Aðrir þeir sem "hampa bikurum" eru Guðfinna Bjarnadóttir og Illugi Gunnarsson. 

En til þess að einhverjir sigri, í slag sem þessum, er það yfirleitt svo að einhver þarf að tapa.  Það er engin leið að líta fram hjá því að Björn Bjarnason tapaði slagnum um annað sætið.  En það tap (sem annar hvor þeirra hlaut að lenda í) var ekki eins og spáð var.  Björn féll ekki niður listann, hann fékk mjög góða kosningu í 3ja sætið og yfir sjö þúsund atkvæði í heild.  Vissulega hlýtur þetta að vera áfall fyrir Björn en enginn endir. 

Ósigur er mismunandi eftir hvernig hann er höndlaður, í honum geta einnig falist tækifæri.  Í því sambandi er ef til vill næst að benda á Össur Skarphéðinsson, sem var felldur með afgerandi hætti, sitjandi formaður, en hefur eflst við ósigurinn og er öflugasti þingmaður Samfylkingar, eftir sem áður.  Það skipti engu þótt að rýmt væri til fyrir formanninum, Össur ber eftir sem áður höfuð og herðar yfir þingmenn Samfylkingar og hefur að engu leyti látið ósigurinn setja mark sitt á sig, nema að síður sé.

Þingmennirnir Birgir Ármannsson og Sigurður Kári fá báðir ágætis kosningu, annar niður um eitt, hinn upp um eitt.  Það var löngu ljóst að þeir áttu á brattann að sækja, enda fast sótt á listann ekki síst af konum.

Sigríður Andersen, Dögg Pálsdóttir og Grazyna Okuniewska koma svo nokkuð sterkar inn og gætu endað á þingi á góðum degi.  En þær fá vel viðunandi kosningu fyrir nýliða.

Eftir stendur að listinn er gríðarlega sterkur, hefur víða skírskotun og ætti að duga vel í kosningum í vor.

Við eigum þó eftir að heyra andstæðinga flokksins reyna að gera eins mikið og kostur er úr ósigri Björns Bjarnasonar.  Við eigum líka eftir að heyrar þá tala um að konum hafi verið hafnað, að þetta sé "karlalisti" og þar fram eftir götunum.

Hvað varðar ósigur Björns, þá var það ljóst að aðeins einn getur unnið sætið.  Það er ekki eins og þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks sé eitthvert skammarsæti, eða hætta sé á að viðkomandi falli af þingi.  Menn berjast og þurfa að vera jafn reiðubúnir til að tapa og fagna sigri. 

Svo er það staða kvenna.  Hvernig sem á því stendur eru margir ekki lengra komnir en að líta á málin sem konur á móti körlum.  Ekkert er meira fjarri mér.  Hér sem áður hljóta menn að vera að leita að hæfustu einstaklingunum, það er ef til vill ekki svo í öllum flokkum, en ég held að Sjálfstæðisfólk hafi þann háttinn á.

Kona sem er nýliði var kjörin í fjórða sæti listans, lýsir það því að konum sé ekki treyst til áhrifa?  Hins vegar segi ég það fullum fetum að engin sú kona sem var í framboði að þessu sinni stendur þeim sem fengu 3. fyrstu sætin á sporði. Ekki eins og staðan er í dag.  Í raun er það ekki flóknara en það.

En þetta lýtur vel út, og með prófkjörinu er kominn sá grunnur sem ætti að nýtast Sjálfstæðisflokknum til góðs sigurs í vor.  Listinn er feykisterkur.

Bendi hér svo á frétt ruv.is, en þar er ákaflega greinargóð sundurliðun á því hvernig atkvæði féllu.


mbl.is Niðurstaða prófkjörs Sjálfstæðisflokksins bindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útflutningur á "þjóðaríþróttinni"?

Það verður að taka það fram að ég hef ekki Extra Bladet undir höndum og hef því aðeins séð takmarkaða umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið.

En heldur þykir mér lítið búa að baki stórra auglýsinga Extra Bladet ef þetta er allt og sumt.  Íslendingar eru sem sé að flytja út sína gömlu "þjóðaríþrótt", skattsvik, eða eins og þetta heitir í dag "skattahliðrun", "að notfæra sér gloppur í skattkerfinu" og svo framvegis.

Það eru nú þó nokkrir dönsku lögfræðingarnir sem hafa lífsviðurværi sitt af þeim leiknum, og svo ku það vera víða um lönd.

Ef ekki er meira "kjöt á beinum" þeirra Extra Blad manna, er þetta "ódýr" árás á íslenska viðskiptamenn.

En vonandi birtist öll greinin þýdd í íslenskum miðlum og svo framhaldið.

Hér er það eina sem ég fann á vefsíðu Extra Bladet.

 


mbl.is Ekstra Bladet segir viðskipti Íslendinga erlendis líkjast skattaundandrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskýring

Ég bloggaði hér í gær um meinta auglýsingu Árna Páls Árnasonar.  Þá setti ég tengil á síðu Ómars R. Valdimarssonar.  Nú sé ég að skýring á auglýsingunni er komin þar, og því sjálfsögð kurteisi að tengja einnig á hana.

Að auglýsa eða ekki að auglýsa?

Er það ekki stóra spurningin hvað varðar prófkjörin eru annars vegar?  En það hlýtur að vekja athygli þegar ákveðið er að bannað sé að auglýsa, en svo brýtur einn frambjóðandinn bannið?

Ekki hef ég séð Fréttablaðið en rakst á þetta hér á blogginu (hver segir að blog hafi ekki áhrif?), nánar tiltekið hjá Ómari R. Valdimarssyni.

En þetta vekur upp ýmsar spurningar, en helst þó hvað viðurlögum geta stjórnmálaflokkar beitt, eða eiga að beita?

Á að vísa viðkomandi frambjóðanda úr prófkjörinu?  Á að dæma hann til fésektar? 

Hvaða viðurlögum á að beita frambjóðendur sem ekki hlýta reglum?  Það hlýtur að teljast áríðandi að frambjóðendur komist ekki upp með að brjóta reglur flokka og prófkjara?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband