Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Hverjir voru hvar?

Ég sé ekki prentútgáfu Morgunblaðsins, hef látið mér nægja að fylgjast með á netmiðlum um alllangt árabil.  En ég sá afar athygliverða færslu á bloggi Gests Guðjónssonar, þar sem virðist vitnað í "Blaðmoggann".  Í blogginu segir:

Það var allrar athygli vert í ágætri umfjöllun Morgunblaðsins um væntanlega þjóðnýtingu Glitnis, að Jón Ásgeir Jóhannesson skuli hafa hellt sér yfir Björgvin G Sigurðsson, viðskiptaráðherra og boðað nokkra aðra stjórnarþingmenn á fund til yfirheyrslu í skjóli nætur.

Þeir hafi allir mætt um miðja nótt, eins og lögreglan hafi boðað þá.

Af hverju mæta menn og hví telur Jón Ásgeir sig umkominn að skamma lýðræðslega kjörna fulltrúa okkar eins og hunda?

Eins og áður sagði hef ég ekki lesið nefnda umfjöllun Morgunblaðsins, en það er vissulega athygli vert, ef Jón Ásgeir hefur hellt sér yfir viðskiptaráðherra.  En það sem á eftir kemur vekur líka upp spurningar, spurningar sem ég teldi áríðandi að blaðið gæfi svör við, en léti ekki hanga í lausu lofti.

Hvaða þingmenn eru það sem Morgunblaðið telur sig geta sagt að hafi komið á næturfund hjá Jóni Ásgeiri? 

Telja Morgunblaðsmenn það ekki fréttnæmt hverjir það eru sem hlýða kalli viðskiptajöfra um miðjar nætur?

Telur Morgunblaðið ekki rétt að lesendur þess og almenningur á Íslandi fái vitneskju um slíkt, eða finnst þeim sér skyldara að halda hlífiskildi yfir þingmönnunum?


Þarf ég að hafa áhyggjur?

Það er eitthvað súrrealískt að sjá auglýsingu frá Glitni á forsíðu mbl.is, og á síðu 3 í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni "Þarf ég að hafa áhyggjur?".  Einhvern veginn hittir þessi auglýsing beint í mark í dag.

Auglýsingin er fyrir opin fund um fjármál.  Sérstaka athygli mína vekja tveir síðustu dagskrárliðirnir, en um þá segir í auglýsingunni.

20.45 Sparnaður - tækifæri og áhættur

Sigurður B. Stefánsson, sjóðsstjóri hjá Glitni Sjóðum, fjallar um hvernig huga eigi að sparnaði í dag, hvar tækifærin liggja og hvað ber að forðast.

21.05 Hvernig tekst ég á við fjármálin?

Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri Glitnis Þarabakka, fjallar um gildi þess að horfast í augu við fjármálin og taka þau föstum tökum.

Er eitthvað sem á betur við í dag?


Voff, voff?

Þeir fjölmörgu sem hafa áhuga fyrir og velta fyrir sér sambandi fjölmiðla og eigenda þeirra og samspili þar á milli, hafa sitthvað áhugavert að skoða og hugleiða þessa dagana.

Til dæmis þettaog þetta

Tilviljun, eða gott dæmi um að "great minds think alike"?


Það Stoðar ekki að kvarta

Það hefur verið nokkuð merkilegt að sjá og fylgjast með viðbrögðum við fyrirhuguðum kaupum hins opinbera á 75% hlut í Glitni.  Viðbrögðin hafa verið á ýmsa vegu, bæði í fjölmiðlum og ekki síður í bloggheiminum.

Það er eiginlega með eindæmum hvað margir virðast halda að eitthvað óeðlilegt sé á ferðinni.

Samt er þetta nákvæmlega sama verklagið og hefur verið beitt í Bandaríkjunum og í Evrópu. Reyndar nokkuð sama aðferðin og beitt var í Svíþjóð snemma á síðasta áratug.  Hið opinbera bjargar bankastofnunum, en hluthafarnir missa sitt. 

Þrátt fyrir að Seðlabanki Evrópu hafi aukið framboð af lánsfé, hefur hann ekki komið þeim fjármálastofnunum sem hafa átt hættu á að komast í þrot til hjálpar.  Það hefur hið opinbera þurft að gera.  Seðlabanki Evrópu hefur þannig ekki verið "lánveitandi til þrautavara", það hefur komið í hlut viðkomandi ríkistjórna að "beila" bankana út.

Það sama er upp á teningnum á Íslandi.

Ekkert er eðlilegra, enda eðlilegt að ríkissjóður njóti góðs af því að taka áhættuna, þegar hluthafar leggja til fé, vilja þeir njóta hagnaðar (og hafa gert), það er ekkert óeðlilegt að það sama gildi um hið opinbera.

Það stoðar ekki að kvarta, það á enginn fjármálastofnun heimtingu á því að fá lán hjá hinu opinbera, að skattgreiðendur hlaupi undir bagga. 

Hluthafar og stjórnendur lýsa því yfir við Seðlabankann að þeir treysti sér ekki til að reka bankann að óbreyttu.  Þeir réðu ekki við ástandið.

Það kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart að einhverjir hluthafar í Glitni, ætli að bregða sér í hlutverk "fórnarlamba", að kenna hinu opinbera og Seðlabankanum um hvernig fór, ásaka það um "ofsóknir".

Þeim væri hollara að leita orsakanna hjá sjálfum sér, bankinn hafði teygt sig of langt, og þegar öldurótið kaffærði væntanlega lánveitendur, stóðu þeir berskjaldaðir.

Hlutafjárkaup hins opinbera koma líklega til með að auka traust á bankanum, það er ólíklegt að "last resort" lán frá hinu opinbera hefði gert það sama, jafnvel þvert á móti.

 


mbl.is Átelja harðlega vinnubrögð Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað rotið í bílskúr Ferrari

Ég hafði ekki tíma til að skrifa neitt um Formúluna í gærdag.  Ef til vill var það eins gott, þar sem ég var ekki mjög kátur þegar henni lauk í gærmorgun.

Keppnin var ekki auðveld áhorfs fyrir okkur Ferrari aðdáendur.  Enn einu sinni þurftum við að horfa upp á stórt klúður í bílskúrnum og enn einu sinni þurftum við að horfa upp á Kimi Raikkonen koma í mark án stiga.  Þessi keppni var þó enn verri, þar sem hvorugur ökumaðurinn náði stigi og liðið missti forystu sína í keppni bílsmiða.

En það er ljóst að breytinga er þörf í bílskúrnum.  Nýja kerfið með ljósunum og án "sleikipinnans" er ekki að gera sig og því fylgja mistök.  Mistök sem eru dýrkeypt.

En keppnin var að mörgu leyti skemmtileg áhorfs, brautarstæðið fallegt og nokkuð mikil "aktíon".  Ég get þó ekki varist þeirri tilhugsun að það hafi fyrst og fremst verið öryggisbílinn sem stjórnaði keppninni, og færði í hana virkilega spennu.  Án hans og þeirra óhappa sem kölluðu hann inn, er alveg eins líklegt að keppnin hefði ekki orðið verulega spennandi.

En Alonso var vel að sigrinum kominn, keyrði af öryggi og tók réttar ákvarðanir. 

Hamilton og McLaren standa nú best að vígi til að innbyrð báða titlana, ég held að ef Hamilton dettur ekki úr leik í neinni þeirra, verði titillinn hans.

En það er ástæðulaust að gefast upp fyrirfram, það verður að berjast allt til enda - og taka til hendinni í bílskúrnum.

 

 


mbl.is Lánið lék við Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisvæðing

Þær gerast ekki öllu stærri fréttirnar úr Íslenska fjármálageiranum en að hið opinbera sé í þann veginn að eignast 75% af hlutafé í Glitni.

Það er engin leið að dæma um hvort að þetta sé rétta leiðin, eða ekki, hvað þetta varðar er ekki hægt annað en að trúa því sem ráðamenn og stjórnendur Glitnis segja, að aðrar leiðir hafi ekki verið færar.  Alla vegna hef ég engar upplýsingar í höndunum sem gefa tilefni til að rengja þá.

En þessi aðgerð og viðbrögð við henni vekja vissulega upp margar spurningar og ýmsar hugleiðingar.

Það vekur athygli þegar stjórnarformaður Glitnis lætur hafa eftir sér að hann sé hundfúll með aðgerðirnar.  Ég reikna ekki með því að neinn af hluthöfum Glitnis sé ánægður, enda útlit fyrir að þeir tapi stórum fjárhæðum.

En í mínum huga er það ljóst að ef til þess þurfti að koma að hið opinbera kæmi að fjármögnum bankans yrði það að vera fyrst og fremst með hagsmuni almennings og sparifjáreigenda að leiðarljósi.  Hagsmunir hluthafa hljóta að koma þar á eftir.  Enn þá hafa hluthafar möguleika á því að fella umrætt samkomulag og koma bankanum sínum til bjargar á annan hátt, en það hefur ekki heyrst mikið í stærstu hluthöfunum enn sem komið er.  Það er auðvitað þeirra að leiða aðgerðir ef reyna á aðra leið en þá sem nú er uppi á borðinu.

Það er einnig með eindæmum að heyra marga, þar á meðal forystu menn í stjórnmálum tala um að þetta sé ríkisstjórninni og Seðlabankanum að kenna.  Slíkt tal gengisfellir þá láta slíkt hafa eftir sér.

Þeir sömu telja þá líklega að það sé Bresku stjórninni hvernig komið var fyrir B&B og að það sé Evrópska seðlabankanum að kenna að hið opinbera (í Hollandi, Belgíu og Luxemborg) þurfti að koma hinum stóra og "öfluga" Fortis banka til aðstoðar? Eftir því sem ég kemst næst eru eignir Fortis metnar á meira en t.d. þjóðarframleiðsla Belga og hann stærsti einkarekni vinnuveitandinn í Belgíu,  því töldu fyrrnefndar ríkistjórnir afar mikilvægt að honum væri komið til hjálpar.

Stjórnendur Íslenskra banka eru ekkert verri en stjórnendur margra erlendra banka, en þeir eru sömuleiðis langt frá því að vera betri.  Sú staða sem nú er komin upp vekur líka upp þá spurningu hver ábyrgð stjórnenda og stjórnarmanna er?  Í þeirri stöðu sem nú er upp komin virðist ábyrgðin fyrst og fremst felast í því a leita til hins opinbera þegar staðan er tvísýn, þá er ábyrgðin falin í því að koma til hins opinbera áður en bankinn fer í þrot.

Margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé rétt að skipta um stjórnendur í bankanum, og má að mörgu leyti taka undir slíkt.  Það er ekki óeðlilegt að krafa sé upp um að skipt sé um stjórnendur á tímapunkti sem þessum.  Á móti kemur að nýr stjórnandi, sem tæki líklega nokkrar vikur að setja sig inn í málin er líklega ekki það sem Glitnir þarfnast akkúrat núna.

Mesta hættan sem líklega blasir við núna er að fjárflótti hefjist fyrir alvöru frá Íslandi.  Áframhaldandi fall krónunnar er því líklegt.


mbl.is Glitnir hefði farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkvæmt væntingum

Þetta var eins og ég átti von á.  Þó að upphaflega hafi þessi refsing komið mér nokkuð á óvart, fannst mér það augljóst þegar nánari leiðbeiningar voru gefnar í síðustu keppni, að þessi niðurstaða myndi standa.

En spennan er í hámarki í keppni bílsmiða, 1. stig sem skilur að Hamilton og Massa og munurinn í keppni bílmsiða sömuleiðis verið að minnka.

Það verða því spennandi keppnir og næsta víst að úrslitin verða ekki ráðin fyrr en í þeirr síðustu, sem er auðvitað hið besta mál.

Ég er farinn að hlakka til að sjá kappana keppa í Singapore


mbl.is Hamilton tapaði áfrýjuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitamál til lykta leitt?

Það er mikið fagnaðarefni ef sátt næst um starfsemi REI á þessum nótum.  Það er löngu tímabært að setja starfsemina í farveg, þannig að hægt sé að gera framtíðarplön.

En auðvitað er ekki sama í hvaða farveg starfsemin er sett.  Þetta sýnist mér vera góð lausn og í raun sú eina ásættanlega.

Það sem gefur þessarri lausn gildi er að ekki verður sett meira af fjármunum Orkuveitunnar til uppbyggingar REI, heldur leitað til þeirra sem áhuga hafa á að fjárfesta í Íslensku orkuútrásinni.

En það sem er ekki síður fagnaðarefni er að eins og staðan virðist nú, verður þátttaka í fjárfestingunni öllum opin.  Ekki verður lengur um það að ræða að stjórnmálamenn handvelji fjárfesta eða renni opinberum eignum saman við einkaaðila.

Þarna er vonandi kominn lausn á þessu deilumáli sem allir ættu að geta sætt sig við. 

Vonandi merki um nýja og betri tíma í borgarstjórninni.

 

 


mbl.is Vilja stofna opinn fjárfestingarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækur varaforseti?

Um leið og ég var að athuga um tölvupóstinn minn rakst ég á áhugaverða grein sem fjallaði um ríkidæmi verðandi varaforseta Bandaríkjanna, eða öllu heldur skort þar á.

Í greininni er fullyrt að það skipti engu máli hvor nái kjöri, McCain eða Obama, varaforsetinn verði sá "fátækasti" í Bandaríkjunum um langa hríð.

Síðan fer greinarhöfundur nokkuð yfir fjármál bæði Biden og Palin, en bæði öldungaþingmenn og ríkisstjórar þurfa að gera nokkra grein fyrir fjármálum sínum.

En ýmislegt athyglivert kemur í ljós og í greininni má lesa m.a.:

"Compared with the piles of financial disclosures from would-be U.S. presidents I've pored over in recent months, the filings of America's vice-presidential candidates Sarah Palin and Joe Biden are astonishing.

Palin, the Alaska governor whose selection by John McCain for the Republican ticket has riveted both sides of the U.S. political aisle, would be the poorest vice president in recent memory. Biden, Barack Obama's almost-taken-for-granted running mate, would be as well.

Rather than multimillionaires with sprawling assets tucked into tax-free bonds (Obama) and lavish estates (McCain) or with gigantic incomes from speeches and books (Hillary Clinton), the Republican and Democrat VP hopefuls are the folks next door. Palin carpools to school basketball games. Biden struggles to pay off college loans for his sons.

In a political world usually divided between the rich and superrich, the Palins and Bidens are decidedly middle class. And their investments are on the same scale as yours and mine."

"Not counting their homes, which are exempt from reporting requirements, the America's VP candidates would struggle to find $1 million between them. Their retirement nest eggs -- which for both candidates are almost their entire net worth -- are modest in the extreme, amounting to somewhere between $300,000 and $400,000 for each family."

"Palin's public image as a down-to-earth, effusive hockey mom is reflected in her finances. Her state disclosure form is handwritten. It confesses she accepted a "gift" from an Alaska lobbyist in the form of carpooling with another mother of a sixth-grader. She also, as governor of the largest U.S. state, accepted an ivory puffin mask worth $2,200 from Calista, an economic-development group of Native peoples.

She earns $125,000 a year as governor, and Todd Palin earns almost exactly as much from seasonal jobs, including salmon fishing, oil-rig maintenance and his championship snowmobiling in Alaska's annual Iron Dog race."

"In 2007, the period covered by the latest financial disclosures, Biden earned a little less than $300,000 from the Senate ($165,200), part-time teaching jobs and a book advance. His income and portfolio reflect his ranking as one of the poorest U.S. senators.

He is encumbered by several loans, including one dating to 1989 that was used for a son's college expenses. It was valued between $15,001 and $50,000 at the end of 2007. Unlike Palin's filing, which under Alaska rules can be detailed down to the penny, Biden's is on a U.S. federal form that organizes finances into broad ranges, such as $100,001 to $250,000."

"It's hard to tell where these two would rank historically in terms of vice-presidential wealth, but they're certainly in the same rut as Walter Mondale. While running with Jimmy Carter in 1976, he revealed a net worth of $77,000 and joked he wanted the job "because I need the money."

Those who followed Mondale -- George H.W. Bush, Dan Quayle, Al Gore and Dick Cheney -- ranked much higher on the wealth meter.

From a class point of view, virtually all of the families in my neighbourhood are very much like the Palins and Bidens, living modestly but well on incomes in the low six figures.

Families like the Obamas and the McCains live on the other side of the tracks -- literally, in my New Jersey town, where the mansions are higher up the Short Hills for which the place is named.

Whether my neighbours tuck in their children at night cooing, "You could grow up to be vice president," I do not know. (More likely they say, "Please don't go into politics." That's what I always cooed.)

But it's refreshing to come across a pair of politicians who truly do understand our situation, because they share it. And it's too bad one of them could be the only such person in Washington come next January."

Þannig er það.  "Miðstéttarvaraforseti" verður í Hvíta húsinu, hver sem úrslitin verða.  "Ríkisbubbarnir" eru í forsetaframboði. 


Endurgreiðsla frá súpermarkaðnum

Við fengum í póstinum í gær, okkar árlegu endurgreiðslu frá súpermarkaðnum.  Þetta árið hljóðaði hún upp á 216 dollara, það gleður alltaf að fá peninga í pósti.

En ávísunin er frá Costco, stórri Bandarískri heildsölu/súpermarkaðskeðju og gildir aðeins þar (þeir gefa þó reiðufé til baka upp að vissu marki fyrir ávísanirnar).  Það verður að koma fram að til þess að njóta þessarar endurgreiðslu (og að geta verslað þar) greiðum við 100 dollara á ári í árgjald.  Nettó endurgreiðslan er því aðeins 116 dollarar en það er vissulega betra en ekkert, sérstaklega þegar haft er í huga að í versluninni er alla jafna afar ódýrt verð.  Stundum þarf þó að kaupa nokkurt magn.

En þetta þýðir að Bjórárfólkið hefur keypt í versluninn fyrir u.þ.b. 11.000 dollar á síðastliðnu ári, því endurgreiðslan er 2% (með örfáum undantekningum).

En við verslum ekki eingöngu matvöru, heldur má kaupa hjá þeim býsna margt af því sem fæst á milli himins og jarðar.  Tölvuvörur, sjónvörp, fatnað, bækur, leikföng, frystikistur og verkfæri.  Svo má nefna að ég er nýbúinn að kaupa dekk hjá þeim og láta þá skipta um á bílnum okkar.

Einnig notum við ljósmyndaþjónustuna hjá þeim nokkuð mikið, en útprentuð stafræn mynd (venjuleg stærð á klukkutíma) kostar 15 cent.

En þessi endurgreiðsla kemur líklega báðum til góða, við erum ánægð með aurinn sem vissulega eykur ánægjuna og þar með "tryggðin" við verslunina.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband