Fćrsluflokkur: Tónlist

Mongólar sem rokka

Ég get nú ekki talist mikill "rokkhundur"; en ţó finn ég alltaf reglulega rokklög sem ég hrífst af,  jafnvel úr ţungarokkinu.

Síđasta hljómsveitin sem ég hef hrifist af úr ţeim geira er Mongólska hljómsveitin HU.

Nokkur lög ţeirra hafa notiđ vinsćlda víđa um heim, en mesta athygli hefur líklega lagiđ "Yuve Yuve Yu" vakiđ.

Lagiđ er enda gott og myndbandiđ hreint augnakonfekt.

Eins og einhver orđađi ţetta ef Ghengis Khan hefđi hlustađ á rokk, hefđi hann hlustađ á "The Hu".

 

 


Fyrir Roland nördana

Nýja áriđ ćtti ađ verđa sérstaklega gefandi, skemmtilegt og skapandi.

303 + 808 + 909 = 2020


Hatari! Varúđ. Vinsamlegast haldiđ ykkur á stígnum

Ég fór međ fjölskyldunni í dýragarđ í dag.  Ekki í frásögur fćrandi, skemmtum okkur vel og nutum dagsins.

En á "afrísku sléttunni", í kringum ljónin og önnur afríksk dýr mátti sjá skilti:  Hatari Caution Please Stay on pathway.

Eđlilega vakti ţetta forvitni Íslendingins.

Spurđi Hr. Google ţegar heim var komiđ, jú Hatari ţýđir varúđ á Swahili.

Hatari Varud


mbl.is Hatari leggur land undir fót
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Menningarţáttur á föstudegi: Kerli og Low Steppa

Ţá er hér smá menning á föstudegi, tónlist til ađ ylja eyrunum. Fyrra lagiđ er međ Eistnesku söngkonunni Kerli (boriđ fram Gerlý, ţó ađ Enskumćlandi segi gjarna "Curly", og Íslendingum ţyki líklega liggja beinast viđ ađ láta vađa međ hörđu kái og jafnvel rödduđu erri.) En lagiđ er splunkunýtt, heitir Savage og er electróskotiđ popp međ Eistneskum áhrifum. Persónulega verđ ég ađ segja ađ mér ţykir myndbandiđ vel gert.

Seinna lagiđ er svo hamingjusamt melódískt "danshús", međ Breska plötusnúđnum Low Steppa og heitir "You´re My Life". Í sjálfu sér ekki mikiđ meira um ţađ ađ segja.

 


Ađ ţroska ost međ tónlist

Einhver skemmtilegasta frétt sem ég hef lesiđ um nokkra hríđ, var ađ finna í The National Post, nú fyrir skemmstu.

Ţar er fjallađ um rannsóknir Svissneskra vísindamanna á ţví ađ spila mismunandi tegundir tónlistar á međan ostur ţroskast.

Notast var viđ stór "hjól" af Emmental og látlaust spiluđ tónlist í hljóđeinangruđum boxum.

Lögin sem notast var viđ voru: Yello -  “Monolith” (ambient), Mozart’s “The Magic Flute” (klassík), A Tribe Called Quest’s “Jazz (We’ve Got)” (hip-hop), Led Zeppelin’s “Stairway to Heaven” (rokk), and Vril’s “UV” (teknó).

Lagaspilunin tók 6. mánuđi og niđurstađan er sú ađ tónlistin hafi marktćk áhrif á ostinn.

Ostur sem naut tónlistar ţótti mildari og bragđbetri en ostur sem engrar tónlistar naut.

Bestur ţótti ostur sem var spilađ hip-hop fyrir, eđa lagiđ "Jazz (We´ve Got), međ A Tribe Called Quest, frá ţví snemma á 10. áratugnum.>Lagiđ er hrein snilld, og ekki ađ undra ađ ţađ hafi góđ áhfrif á ostinn.

 

 

 

 

Svo er spurning hvort ađ Osta og smjörsalan eigi ekki eftir ađ notfćra sér ţetta. Gćti orđiđ búbót fyrir tónlistarmenn einnig.

6 mánađa "Hatari" gćti orđiđ góđ söluvara, 45% "Bubbi" og ţeim ţjóđlegri vćri bođiđ upp á ost sem hefđi ţroskast undir rímum.

 


Menningarţáttur á föstudegi - Klassísk endurvinnsla og Hrossakjötsdiskó

Líklega hefur danstónlist aldrei spannađ víđara sviđ en akkúrat í dag og sér ekki fyrir endan á ţeirri ţróun.

Danstónlist verđur ć "harđari" en jafnframt hefur á undanförnum árum fátt veriđ eftirtektarverđar heldur en glćsileg endurkoma diskósins.

Ţađ má líklega segja ađ ásýnd ţess hafi breyst, ţađ má ţekka "house" áhrif í diskóinu, en "kjarninn" er beint frá 8. áratugnum.

Bćđi er fullt af nýjum diskólögum sem koma alls stađar ađ, og svo er gríđarlega mikiđ af "endurunni" klassík.

Gott dćmi um hiđ fyrrnefnda er lag Horse Meat Disco (Breskir plötusnúđar), Let´s Go Dancing Tonight. Splunkunýtt lag, en samt sem áđur hljómar eins og klassíkst discó.

Um hiđ síđarnefnda er svo lag PEZNT (ţeir koma frá Króatíu ef ég man rétt), Son Of A Gun.  Mjög "housebasađ" lag, en  í raun ađeins "endurvinnsla" á lagi First Choice Double Cross, frá 1979, og varla hćgt ađ hugsa sér öllu klassískara diskolag.

 

 

 

 


Grandmaster Flash er ekki rappari

Ţađ skiptir í sjálfu sér ekki meginmáli, nema ađ ţví marki ađ ávallt ber ađ reyna ađ hafa ţađ sem sannara reynist, en Grandmaster Flash er ekki rappari.

Hann er plötusnúđur, eđa DJ.

Stundum á enskunni einnig nefndir "turntablist".

Og sem slíkur lagđi hann grunninn, ásamt nokkrum öđrum, ađ ţvi sem kallađ er Hip-Hop, en ég man ekki eftir ađ hafa heyrt Íslenska ţýđingu á nafni ţeirrar tónlistarstefnu, oft er hún  kölluđ rapp, en rapp er vissulega fyrirferđarmikill ţáttur hennar.

Upprunalega byggđist hún fyrst og fremst á plötusnúđ (DJ) og rappara (MC). En seinna fóru hljóđfćri og "sömpl" ađ spila stćrri rullu. Hér eru tvö tóndćmi. Hiđ fyrra er The Adventures of Grandmaster Flash on the Wheels of Steel. Ţar blandar Grandmaster saman ólíkum hljómplötum frá hljómsveitum eins og Blondie, Queen, Chic, Incredible Bongo Band og fleirum. Sagt er ađ ţetta hafi allt veriđ gert "live" í studíói. Nokkuđ sem hafđi ekki heyrst á plötu áđur áriđ 1981.

Seinna dćmiđ er svo líklega ţekktasta lag Grandmaster Flash and The Furious Five, en ţar er rappiđ í fyrir rúmi, en í raun leggur Grandmaster Flash lítiđ til lagsins. En lagiđ ţótti marka ákveđin tímamót hvađ rapp varđar, ţar sem fjallađ er um ţjóđfélagsmál, en ekki fyrst og fremst um rapparann sjálfan eđa "party" hegđun.


mbl.is Rappari og fiđluleikari fá Polar-verđlaunin í ár
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hatari á Gaza?

Ég horfđi nú ekki á Söngvakeppnina í gćr, en ég held ađ ég hefi heyrt flest lögin á einn eđa annan hátt.

Persónulega er ég sáttur viđ val áhorfenda.  Sjálfur hefđi ég greitt Hatara atkvćđi mitt alla leiđ.

Einfaldlega fínt lag og bar höfuđ og herđar yfir önnur - svona ađ mínu mati. 

Hvađ varđar svo pólítík hljómsveitarinnar, ţá verđ ég ađ viđurkenna ađ hún er mér minna ađ skapi, en ekki svo ađ ég geti ekki hlustađ á tónlistina.

Ég er enda vanur ţví ađ margir listamenn sem ég kann ađ meta hafi stjórnmálskođanir sem eru andstćđar mínum og jafnvel stundum hálf fyrirlitlegar.

Ţađ hefur aldrei truflađ mig viđ ađ lesa góđa bók, hlusta á góđa tónlist, horfa á góđa bíómynd eđa dást ađ ljósmynd.

En ég gat ekki varist ţeirri hugsun ţegar ég horfđi á stórgott myndband Hatara, ađ ef svo fćri ađ Sjónvarpiđ myndi enda á ţví ađ senda ţá til Jerúsalem, hvort ađ ţeir myndu ekki nota tćkifćriđ og fara í tónleika ferđ um nágrannalöndin?

Hatari - in concert - á Gaza, Vesturbakkanum, Egyptalandi, Líbanon. Ţeir gćtu jafnvel reynt ađ "hoppa" yfir til Íran.

 


mbl.is Hatari og Hera í úrslit
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Menningarţáttur á föstudegi - Austur-Evrópu rapp - Tommy Cash

Ég verđ líklega seint sakađur um ađ vera "menningarviti", ţó ađ vissulega sé menning snar ţáttur í lífi mínu.

"House"tónlist hefur veriđ snar ţáttur af lífi mínu um áratugaskeiđ og einnig hefur rap og hip hop tónlist alltaf höfđađ sterkt til mín.

En raptónlist er mismunandi eftir hvađan hún kemur.

Undanfarin ár hef ég haft gaman af ţví ađ fylgjast međ "local" raptónlist ţar sem ég bý.

Ţar á međal er Eistneski rapparinn Tommy Cash. Hann var einmitt ađ vinna verđlaun á Eistnesku tónlistarverđlaunum seinni partinn í janúar, hann vann verđlaun fyrir bestu hip-hop breiđskífuna og besta myndbandiđ, fyrir Little Molly.

 Seinna myndbandiđ er svo međ Tommy og Rússnesku sveitinni Little Big

 

 

Alltaf gott ađ víkka sjóndeildarhringinn og sjá hvernig hlutirnir gerast í öđrum löndum. Eins og stundum er sagt:  Njótiđ.


Party like a Russian

Ég hef ekki talist á međal ađdáenda Robbie Williams og get ekki talist enn.  En ţetta lag vakti athygli mína.

Nokkuđ sérkennilegt og textinn međ sterkar vísanir, ekki síst ţessi hluti:

It takes a certain kinda man with a certain reputation
To alleviate the cash from a whole entire nation
Take my loose change and build my own space station
(Just because you can, man)
Ain't no refutin' or disputin' I'm a modern Rasputin

Leyfi mér ađ efast um ađ Robbie haldi tónleika í Rússlandi á nćstu mánuđum, eđa jafnvel árum.

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband