Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
5.12.2011 | 01:07
Ráðherrar að "víla og díla". Stjórnsýsla með ávaxtakeim.
Ég hef verið frekar hlynntur því að Nubo væri boðinn velkominn á Íslandi, skrifaði um það stuttan pistil, aðallega út frá þeim forsendum að það ætti ekki að skipta máli frá hvaða landi hann væri, eða hvort hann kæmin frá EES eður ei.
Ég verð að viðurkenna að hin ofsafengnu viðbrögð við úrskurði Ögmundar gerðu mig afar hugsi. Það var engu líkara en helsta stefnumál ríkisstjórnarinnar væri orðið stopp að mati Samfylkingarinnar.
En ég skrifaði í þessum pistli um nauðsyn þess að koma þessum málum í einhvern farveg fyrir Íslendinga, þannig að það væri ekki bara spurning um hver er ráðherra og hvernig honum lýst á málið sem réði úrslitum.
Það er líka stórundarlegt að 2. ráðherra skuli allt að því vera komnir í hár saman út af framhaldi málsins. En hvers vegna er iðnaðráðherra komin í spilið? Er það hennar hlutverk að "víla og díla" við erlenda fjárfesta í ferðamálaiðnaði? Er ekki nær að t.d. Íslandsstofa sinni því hlutverki heldur en ráðherra? Á heimasíðu hennar má m.a. finna eftirfarandi lýsingu á hlutverki hennar:
Eða er málið fyrst og fremst rekið sem flokkspólítískt mál? Er þetta mál þess eðlis að það eigi fyrst og fremst að vera á könnu ráðherra? Hefði ekki verið nóg að hún gengi úr skugga um að Íslandsstofa tæki það upp á sína arma? Eða er hennar mátturinn og dýrðin?
Hefur ekki verið upp sú krafa á Íslandi að draga þurfi úr samtvinnun stjórnmála og viðskipta og helst eigi hún að heyra sögunni til? Gildir það ekki bæði um erlenda og innlenda aðila?
Ráðherrar eiga að vara sig á samskiptum við kaupahéðna ef svo má að orði komast. Mér er enn í fersku minni hve undrandi ég varð þega ég las um að þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, hefði fundað með Jóni Ásgeiri og Philip Green, þegar þeir félagar komu til Íslands til að reyna að kaupa skuldir Baugs á hrakvirði úr þrotabúum Íslenskra banka.
Ráðherrar eiga að sneyða hjá slíkum uppákomum og vísa á viðeigandi stofnanir, það á að vera regla en ekki undantekning. Ráðherrar eiga ekki að "víla og díla" með kaupsýslumönnum, eða "leiðbeina" þeim í gegnum Íslenskt lagaumhverfi.
Það sterkur ávaxtakeimur af slíkri stjórnsýslu.
Sakar Ögmund um dylgjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2011 | 03:39
Hvað gerir Íslending að Íslendingi?
Þegar ég var að þvælast um bloggið hér á blog.is, eftir að hafa komið konunni og börnunum í bólið, þá rakst ég á blogg, Tryggva Gíslasonar fyrrverandi skólameistarara, þar sem hann veltir fyrir sér spurningunni, hvað gerir Íslendinga að Íslendingum?
Ef ég skil niðurstöðu hans rétt, þá telur hann að svarið við þessu sé tungumálið, það að tala Íslensku geri okkur að Íslendingum. Eins og títt er um góðar spurningar og skemmtileg blogg, fékk þetta mig til að hugsa. Reyndar hef ég oft verið að velta svipuðuðum spurningum fyrir mér. Ég var að hugsa um að setja inn stutt svar, en sá fljótt að betra væri að setja þetta hér inn á mínum eigin vegum, enda óx svarið eins og skuggi þegar sólin tekur að setjast.
Ekki ætla ég að mótmæla því að tungumálið er mikilvægt í sjálfsvitund hvers einstaklings. En ég held að þjóðarvitund, eða það sem fær okkur til að líta svo að að við tilheyrum einhverri þjóð sé mun flóknara, sérstaklega á þeim tímum sem við lifum nú.
Persónulega mun ég líklega aldrei hætta að hugsa um mig sem Íslending. Þó að árin sem ég hef dvalið erlendis séu að nálgast tuginn, breytist það ekki. Ég tala tungumálið, ein af meginástæðum þess að ég byrjaði að blogga hér var að mér fannst að ég þyrfti á vettvangi að halda þar sem ég notaði Íslensku, hugsaði á Íslensku og skrifaði á Íslensku, en er það nóg til að gera mig að Íslending? Dags daglega nota ég málið eingöngu þegar ég tala við börnin mín. Þó að börnin séu skemmtileg viðræðu, þá bjóða þær samræður ekki upp á Íslenskan veruleika, eða verulega "flóknar" samræður, enda börnin ung að aldri.
En eru þau Íslendingar?
Bæði tala ágætis Íslensku, þó að stundum eigi þau erfitt með að finna Íslensk orð til að lýsa upplifunum sínum. En þau tala jafnhendis Eistnesku, Ensku og því sem næst Frönsku. Það gerir þau ekki að Eistlendingum, Kanadamönnum eða Quebecbúum, ef svo mætti að orði komast.
Líklega mætti segja að þau séu Kanadamenn, enda upplifun þeirra og lífreynsla eðilega líkust og hjá þeim sem hér hafa alist upp í nágrenninu.
Ef till vill eru minningarnar, upplifunin og samkenndin það sem fær okkur til að líta svo á að við tilheyrum tiltekinni þjóð, þó að vissulega spili tungumál þar inn í.
Í þessu sambandi kemur mér líka oft í hug þegar við heldum vestur á bóginn til Manitoba árið 2007. Þar á ég, eins og svo margir Íslendingar, nokkuð stóran frændgarð. Þar hittum við fyrir ættingja á ýmsum aldri, en sá eftirminnilegasti var frændi minn ríflega níræður. Hann talaði reiprennandi Íslensku (þó að hann ætti í erfiðleikum með orð yfir tækninýjungar og annað slíkt) og bakaði handa okkur pönnukökur af mikilli list. Hann var fæddur í Kanada en hafði margsinnis ferðast til Íslands og enginn vafi var á þvi hve vænt honum þótti um landið. Samt fannst mér augljóst að hann hugsaði um sjálfan sig sem Kanadamann, þó að ræturnar toguðu í hann.
En hvað gerir okkur þá að Íslendingum?
Er nóg að sakna fjallanna og heita vatnsins hér á flatlendinu? Telur það að horfa á Íslenskar fréttir og hvetja börnin sín til að horfa á Stundina okkar á netinu? Eða kemur fleira til?
Ég held að ég verði aldrei Kanadamaður. Það má til dæmis merkja á því að þegar ég er staddur í samkvæmum með þeim og sagðar eru gamansögur sem ég skil ekki. Ekki vegna þess að ég skilji ekki það sem sagt er, heldur vegna þess að ég hef ekki upplifað "samfélagið" sem býr að baki. Grínið tengist t.d. einhverju sem "allir" Kanadamenn á mínum aldri hafa upplifað í "High school".
Þess vegna held ég að það sumu leyti breytist það, hvað það er að vera Íslendingur með hverri kynslóð. Rétt eins og tungumálið, það breytist sömuleiðis með hverri kynslóð. Ekki þannig að um nýtt tungumál sé að ræða, heldur hefur það þróast.
Það að vera Íslendingur fyrir mína kynslóð er því margbreytilegt, allt frá því að muna eftir bröndurunum sem Glámur og Skrámur sögðu, eða að hafa dansað við Can´t Walk Away (hveru óíslendingslegt er það nú að hafa enskan titil) með Hebba, að hafa staðið eftir ball í biðröð við bæjarins bestu, eða að muna hvar maður var staddur þegar Íslenska handboltalandsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum (persónulega hef ég ekki hugmynd), og svona mætti lengi telja. En það er örugglega hægt að vera Íslendingur án þess að eiga nokkra slíkar minningar.
Ég held að það að vera Íslendingur sé upplifun. Það sama gildir auðvitað um aðrar þjóðir. Það eitt að flytja á milli landa og/eða skipta um ríkisborgararétt gerir þig ekki "þarlendan".
Þess vegna er ekki hægt að kenna neinum að vera Íslendingur, en ef honum finnst það sjálfum og segir "ég er Íslendingur", og virkilega meinar það, þá er hann það.
En auðvitað er þetta allt tengt eigin upplifunum og vonum. Í mínu tilfelli ef til vill ekki hvað síst þeirri von að börnin mín eigi einhvern tíma eftir að segja, land míns föður er líka landið mitt.
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2011 | 01:38
Hvernig lítur myndavél út eftir 1. ár á sjávarbotni?
Jú, hún lýtur út eins og sést á myndinni hér til hliðar, ekki glæsilega. En á bakvið þessa myndavél er þó falleg saga sem mátti lesa í The Toronto Star í dag.
Fjölskylda missir myndavélina sína í sjóinn, áhugaljósmyndari finnur hana ári síðar. Myndirnar eru enn heilar á minniskortinu og með hjálp samfélagsmiðla er hægt að koma þeim í réttar hendur.
Það að Canon hér í Kanada og Sandisk hafi ákveðið að bæta eigendunum tjónið setur svo punktinn yfir Iið, þannig að sagan fær góðan endi.
En ljósmyndarar standa saman, eða eins og finnandinn segir:
Any photographer finding my camera would do the same, right? Thompson asked his Google+ circle. Thanks for the great help that came from all of you.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og flestum er líklega kunnugt, upphófst fyrir skömmu mikið havarí á Ítalíu vegna þess að nauðsynlegt þótti að skipta um ríkisstjórn, því sem næst yfir nótt.
Ríkistjórnir eru býsna flókið fyrirbæri og margt sem þarf að hafa í huga og þó að ráðherrar séu mikilvægir, þá eru að störfum her manns í ráðuneytunum fyrir utan þá.
Aðstoðarráðherrar (ég nota það orð hér yfir undersecretary) eru víða um lönd og þar með talið á Ítalíu. Þannig atvikaðist að þar sem þurfti að skipta út allri Ítölsku ríkisstjórninni í fljótheitum, að Kanadabúi af Ítölskum uppruna las það seint um kvöld að hann hefði verið skipaður aðstoðarráðherra í landbúnaðarráðuneytinu Ítalska. Honum fannst þetta bera nokkuð fljótt að, þar sem enginn hafði haft samband við hann til þess að bjóða honum embættið. Hann hefur vissluega menntunina, er prófessor í "landbúnaðarviðskiptum" við háskólann í Guelph. Hann fór að reyna að afla sér frekari upplýsinga um málið og komst að því að skipanin var eitthvað á reiki. Þó sá hann í Ítölskum veffjölmiðlum að birt var mynd af honum og hann tengdur við embættið.
Eða eins og segir í frétt The National Post:
A Monday night, Italy has a new government and I'm looking online at the list of new undersecretaries when I see the name "Francesco Braga" in the Agriculture Ministry. I show my wife and she says, "it must be somebody else." But the next morning I get an email from the Ministry of Agriculture saying "we've been trying to contact you." I showed it to my wife as proof, but she said, "ah, these are your friends in Italy playing a practical joke." But then I check the Italian news and I see that they've posted my picture - which was eerie - and everybody's saying I'm the new undersecretary - and [Italian Agriculture Minister Mario Catania] is at a conference saying "I'm delighted [Braga] was chosen; he's led a distinguished academic career, he has industry experience - that's the guy we need."
En málið var ekki alveg svona einfalt. Ítalska stjórnsýslan var ekki með það á hreinu frá klukkutíma til klukkutíma, hverjir skipuðu Ítölsku ríkisstjórnina. Ringulreiðin var slík.
A I have a couple of hot coffees and I finally call Rome. I speak to a lady and ask, "am I the undersecretary?" She says "half an hour ago we were certain you were, but right now there's some confusion - we let you know." I said, "OK." But now I'm somewhat demoralized, you know? [Later, after he calls the Italian Prime Minister's office] a gentleman there asks me "are you the undersecretary?" And I say, "sir, with due respect, it's the Prime Minister who appoints that position and you work in his office; you should tell me whether I'm the undersecretary." He says, "good question; I don't know." It's a mess, right? Disorganization. He says, "call back in 10 minutes," and when I do the guy puts me on hold for half an hour (and I'm paying, so never mind) ... and then he says "it's not you, it's the other guy." ... They end up sending me this very polite letter saying, "we regret to advise that we've been told by the Prime Minister that it's not you, it's the other guy." And if you read between the lines, the message was that the Ministry would have preferred me. Believe me - I'm not trying to brag.
Það er bersýnilega ekki bara á Íslandi sem að það er líf og fjör í landbúnaðarráðuneytinu og það er óvissa um hverjir eru ráðherrar - frá degi til dags.
3.12.2011 | 22:38
Masfylkingin
Það er ekkert nýtt að Íslendingar hafi áhuga á nýjum framboðum. Það má meira að segja halda því fram að ýmsum framboðum hefði hugsanlega vegnað betur hefði ekki svo margir haft áhuga á því að bjóða sig fram fyrir þau.
Ný framboð hafa oft dregið að sér hópa sem ef til vill er best lýst með ensku slangi, "the usual suspects".
En ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að það sem ég hef heyrt af fyrirhuguðu framboði Guðmundar Steingrímssonar, þá minni það mig á óþarft bergmál af Samfylkingunni. Ég tel því liggja beinast við að snúa við fyrstu 3. stöfunum í nafninu og kalla flokkinn Masfylkinguna.
Gríðarlegur áhugi á framboðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2011 | 00:32
Jacques Delors: Allir gallar eurosins eru nú sjáanlegir
Það er skammt stórra högga á milli í yfirlýsingum hvað varðar euroið þessa dagana. Nú er það Jaques Dolors sem segir í viðtali við The Telegraph að gallar eurosins hafi alltaf verið til staðar, en enginn viljað takast á við þá.
For a long time, the euro did remarkably well, Mr Delors argues, bringing growth, reform and price stability to the weaker members as well as the stronger. But there was a reluctance to address any of the problems. The finance ministers did not want to see anything disagreeable which they would be forced to deal with. Then the global credit crisis struck, and all the defects were exposed.
Það er býsna merkilegt að heyra manninn sem oft hefur verið nefndur faðir eurosins tala á þennan hátt. Aðspurður um hvort að euroið komi til með að lifa kreppuna af, gefur hann tvírætt svar.
So will the euro survive? Mr Delors does not, of course, deviate from his belief in the European single currency. He is also very conscious of the danger of someone in his position saying anything that might help to destabilise the situation. I am struck, however, by his downbeat interpretation of events.
Jean Monnet [the founding father of the European Union] used to say that when Europe has a crisis it comes out of the crisis stronger but there are some, like me, who think that Monnet was being very optimistic. You must be very vigilant to make sure that you do come out of a crisis in a better state I am like Gramsci [the Italian Marxist philosopher]: I have pessimism of the intellect, optimism of the will.
Right now, Mr Delors judges, even Germany will have great difficulty in sorting out the mess. Markets are markets. They are now bedevilled by uncertainty. If you put yourself in the position of investment funds, insurance companies and pension funds, you will understand they are looking for a clear signal.
All the heads of government need to give this signal together. Instead, there has been, at least until the end of October, a cacophony of statements.
En að sumu leyti endurspeglar þetta umræðuna á Íslandi. Þar átti helst bara að tala um góðu hliðar eurosins, það var töfralausnin og kletturinn í hafinu. Flest ef ekki öll vandamál Íslands yrðu að baki ef sótt yrði um aðild að "Sambandinu" og stefnt á upptöku euros. Fáir minntust á gallana.
Skyldi tími umræðunnar um gallana nú vera kominn?
Skyldi vera kominn tími til að setja aðildarumsóknina á ís - fyrir Ísland?
2.12.2011 | 18:57
Efnahagslegt Stalingrad?
Hún er fróðleg, beitt og hittir beint í mark greinin sem Ambrose Evans-Pritchard skrifar á vef The Telegraph í dag. Það er ekki töluð tæpitungan, enda á það líklega ekki við þegar skrifað er um fjármál eurosvæðisins þessa dagana. Dagar sannleikans eru runnir upp og myndu líklega margir segja, þó fyrr hefði verið.
Það er fyllsta ástæða til þess að hvetja til lesturs greinarinnar. Jafnt fyrir þá sem halda að allt sé á leið til fjandans og þá sem enn kunna að trúa því að um sé að ræða óróa á mörkuðum. Feigðin hangir yfir eurosvæðinu, en hún hefur verið til staðar upp upphafi, en skuldasöfnun og töpuð samkeppnisstaða "Suðurríkjanna" færðu hana upp á yfirborðið. Allt bendir til að lausnin sem verði valin verði frekari samruni og frekara tap á fullveldi og minnkandi lýðræði verði gjaldið. Það er gjaldið fyrir mynt sem byggð er á pólítískum draumum, frekar en efnahagslegum staðreyndum.
Það hlýtur að þurfa að staldra við og velta því fyrir sér hvers vegna í ósköpum ríkisstjórn Samfylkingar og VG vill stefna Íslendingum þarna inn. Trúir ríkisstjórnin ennþá á að aðild að "Sambandinu" sé töfralausn við efnahaglegum óstöðugleika? Ætlar hún enn að bera á borð fyrir Íslendinga þann hálfsannleik að um sé að ræða einfalt samstarf fullvalda og sjálfstæðra þjóða og svo munii það verða?
Er ekki komin tími til að staldra við og setja umsóknaraðildina á ís - fyrir Ísland?
Læt fylgja hér með smá búta úr greininni:
Germany cannot unwind the clock. It did take the fateful step of joining monetary union, and from that awful error follows a string of strategic imperatives.
As the wise professors warned at the time, EMU would lead ineluctably to full fiscal union because an orphan currency would not endure without an EU Treasury and government to back it up, but it would a fiscal union accountable to nobody, because no European democracy exists, or can exist.
It would lead to debt pooling and shared budgets.
It would lead fatally to loss of the Bundestags sovereign powers to tax and spend. The core functions of parliament would slip away to EU mandarins.
It would lead to the emasculation of Germanys exemplary post-War democracy.
It would lead in essence to the abolition of Germany as a nation state, even if the window flowers remained in place.
All else was illusion and wishful thinking.
That is what monetary union always meant and means now, though the trick being played on Europes citizens was fudged by dishonest treaties, themselves dishonestly ratified.
It is a horrible choice. My sympathies go to the German people who were never given a vote on this ensnarement and infeudation of their peaceful country, and who were egregiously deceived by their own leaders, and who cannot now begin to understand why they suddenly are target of such furious and venomous global criticism.
The Germans too are victims of this ruinous project, the greatest victims of all. Their elites have led them into a diplomatic and economic Stalingrad.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.12.2011 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2011 | 04:51
Slæm útkoma ríkisstjórnarinnar - hrun Vinstri grænna
Skoðanakönnun er bara skoðanakönnun, en það er þó alltaf gaman að spá í tölurnar. Þessi könnun bendir eindregið í þá átt að ríkisstjórnin og flokkarnir sem standa að henni hafi misst traust Íslendinga.
Það er reyndar ekkert sem kemur á óvart, því það hefur verið niðurstaðan úr flestum könnunum undanfarna mánuði.
Vinstri grænir fá háðulega útkomu, enda líklega ekki við öðru að búast verandi í ríkisstjórn sem vinnur gegn einu helsta stefnumáli flokksins. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og líklega margir þeir sem fluttu atkvæði sitt yfir til VG vegna andstöðu flokkins við ESB búnir að yfirgefa hann eða eru að hugsa sér til hreyfings. Það skýrir nú í það minnsta að hluta til sterkari stöðu Framsóknarflokks, enda voru þeir býsna margir Framsóknarmennirnir sem riðu um héruð fyrir síðustu kosningar og boðuðu það fagnaðarerindi, að VG væri eini flokkurinn sem væri hægt að treysta til að berjast gegn "Sambandsaðild". Eðlilega finnst þeim þeir nú illa sviknir.
Samfylkingin má líklega þokkalega við una sína stöðu miðað við hvernig ástandið er. Flokkurinn er eins og forystan, þreytulegur og veit ekki hvert skal stefna. Töfralausnin er í standandi vandræðum og ef "Sambandið " fer ekki að hrista af sér slenið, er liklegt að stefnan liggi aðeins niður á við.
Sjálfstæðisflokkurinn sígur hægt og rólega áfram, eykur fylgi en líklega eru menn þar þó að vonast eftir betri útkomu. Framsóknarflokkurinn virðist heldur vera að sækja í sig veðrir og virðist styrkjast við að þeir sem tala hátt um að þeir séu frjálslyndir, en hafa ekkert annað fram að færa, séu að yfirgefa flokkinn.
En ég hlakka til að sjá betri upplýsingar um þessa könnun, því einhvern veginn fæ ég þessar próstentutölur ekki til að ganga upp í huga mér. Séu aðeins flokkarnir teknir, eru þær van, en ef allar tölur eru teknar eru þær of.
Aukinn stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2011 | 03:53
Er þá ríkisstjórnin hætt að trúa á töfralausnir?
Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika og aðstæðum á borð við þær sem Íslendingar standa nú frammi fyrir," sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við Viðskiptablaðið í dag.
Af vef Viðskiptablaðsins þann 5. oktober 2008
Einhvern veginn finnst mér þetta ekki hljóma líklega, en væri þó langt frá því það vitlausasta sem sem þessi ríkisstjórn framkvæmt. Auðvitað er starf fjármálaráðherra langt í frá að vera fullt starf. Starfskraftar Steingríms hafa ekki verið nýttir sem skyldi. Hann gæti svo hæglega lagt á fleiri og hærri skatta og verður ekki skotaskuld úr því að taka yfir eitt ráðuneyti í viðbót. Það er ekki eins go efnahagur og viðskipti sé eitthvað sem þurfi að hanga yfir allan daginn til að koma í gang.
Árni Páll sagður vera á útleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2011 | 01:05
Það á að klippa þá af spenanum
Það er ótrúlegt hvað stjórnmálaflokkarnir hafa gengið langt í að tryggja sér fjármagn frá opinberum aðilum. Hreint til skammar. Þessi útgjöld hafa líkið haldið sér í gegnum alla kreppuna, þó að margt hafi verið skorið niður.
En þetta er hægt. Ég er mjög ánægður með að segja frá því að hér í Kanada hefur þetta verið aflagt. Hér var það svo að stjórnmálaflokkar fengu 2 dollara fyrir hvert atkvæði sem þeir hlutu í kosningum. Núverandi ríkisstjórn klippti þetta af.
Þarft mál og gott.
Segir fjórflokkinn sjá um sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |