Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
1.12.2011 | 18:44
Auka bónus fyrir heimilin í landinu?
Ég var að enda við að lesa leiðara Viðskiptablaðsins á netinu. Virkilega góð skrif og fróðlegt að lesa. Hvet alla til að fylgja hlekknum þangað og lesa frá upphafi til enda.
Hollt og gott fyrir Íslendinga að velta þvi fyrir sér hvaða "meðlæti" þeir hafa verið að borga fyrir um leið og þeir hafa keypt sér í matinn.
Læt hér 2. smá kafla fylgja með:
Það á ekki að koma á óvart að samtryggingin á milli fyrrverandi eigenda Haga og núverandi stjórnenda var traust. Stuttu áður en Arion tók yfir Haga hafði félagið verið látið kaupa verðlítil hlutabréf í sjálfu sér sem voru í eigu stjórnenda. Upphæð viðskiptanna, sem fóru fram á árunum 2008 og 2009, var vel yfir milljarði króna og gengið sem notast var við langt yfir markaðsverði. Sumir myndu segja að bréfin hafi verið verðlaus á þessum tíma.
Það kann að vera að stjórnendur Haga séu góðir rekstrarmenn. Fyrrum eigendur sóttu vopn sín í birgðageymslur fyrirtækisins. Hagar voru notaðir til að ná ítökum í Byr sparisjóði og töpuðu. Hagar sátu uppi með hugsanlega samráðsskuld þegar Skeljungur var seldur Pálma Haraldssyni. Félagið tapaði miklu þegar eigendum FL Group var bjargað um áramótin 2007 og 2008. Og þá á eftir að nefna baráttuna um fjölmiðlaveldi 365 þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson beitti Högum til að halda yfirráðum sínum á Fréttablaðinu, Stöð 2 og tengdum miðlum. Það þýddi að Hagar töpuðu minnst 300 milljónum króna.
1.12.2011 | 15:04
Kínverskar hunangsgildrur
Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um samskipti Íslandinga og Kína, eða jafnvel skort þar á. Hér í Kanada hefur einnig verið fjallað nokkuð um samskipti innlendra og Kínverja, en með öðrum formerkjum þó.
Umfjöllun fjólmiðla hér hefur að miklu leytist snúist um meintar njósnir Kínverja í Kanada og hugsanlegar tilraunir þeirra til að ná tangarhaldi á Kanadískum stjórnmála- og viðskiptamönnum. Mikla athygli vakti uppljóstanir um "dufl og daður" stjórnmálamanns við Kínverskan blaðamann, sem síðan hefur verið kölluð heim.
Nú nýverið var haldin ráðstefna um Kínverskar njósnir og fjölluðu fjölmiðlar nokkuð um hana. Nationalpost birti athygliverða grein, þar sem m.a. mátti lesa eftirfarandi:
Canadian Security Intelligence Service (CSIS) director Richard Fadden was right all along. According to a former Chinese spy speaking to a security conference Wednesday, the Ministry of State Security has long targeted foreign politicians. Li Fengzhi, who defected in 2003, told the conference in Gatineau that China wants to steal commercial secrets and influence politicians. China wants to find some important, influential people to speak out for China. They pay attention to this, he said.
Mr. Fadden got into hot water last year when he said municipal officials and provincial Cabinet ministers from two provinces were under the influence of the Chinese government. He backed off from his comments after loud criticism from Chinese-Canadian groups.
Earlier in the day, the conference heard from former diplomat Brian McAdam, who detailed how the Chinese government recruits many of its informants sexpionage. He said virtually all hotels in China are rigged with microphones and video cameras and many brothels, karaoke bars and massage parlours are owned by Triads who co-operate with Chinese intelligence services.
The aim is to trap unwary Westerners in honey pot traps. Mr. McAdam said men of influence are often targeted and face trumped up charges of rape or attempted rape and are forced to co-operate or face jail time.
They want to capture people in shameful activities alleging sex with minors is a common method used, he said. British and French secret services have started warning prominent business people visiting China about the risks. Public servants and politicians are the main targets but the Chinese are also after the technology and military sector, so they target engineers, business people and scientists, too.
Globe and Mail var einnig með stutta frétt um málið.
1.12.2011 | 01:42
Alþjóðleg hjálp til eurosvæðisins
Þá er hættunni afstýrt alveg fram að næsta krísufundi. Stærstu seðlabankar heims ákváðu að nóg væri komið af aðgerðaleysi og ákvarðanafælni og komu eurosvæðinu til hjálpar.
Það er mikið talað um að stór evrópskur banki hafi verið kominn að því að falla og skapa "Lehman moment", en það er þó aldrei staðfest heldur sagt meira sem svona "word on street" fréttir.
En það kann að hljóma skringilega að lönd eins og Bandaríkin, Japan og Bretland séu að bjarga einhverjum úr skuldakrísu, það er ekki eins og fjármálin þar séu skínandi fyrirmynd, en það er nú samt sem áður staðreynd.
Þessi lönd hafa betri getu til að takast á við krísuna heldur en Eurosvæðið og "Sambandið". Þau hafa styttri boðleiðir og skjótari ákvarðanatöku og hafa sinn eigin gjaldmiðil sem gerir það verkum að þau njóta enn fulls trausts á markaðnum.
Flestar fréttir eru á þann veg að Bandaríski seðlabankinn hafi í raun leitt aðgerðirnar og er það í raun enn ein niðurlægingin fyrir "Sambandið" að utanaðkomandi seðlabanki þurfi að leiða aðgerðir til bjargar fjármálakerfi þess.
En flestir eru sammála um að þessi lausn eins og svo margar sem hafa komið á undan, kaupir aðeins tíma. Eftir er að ráða bót á undirliggjandi vanda eurosvæðisins, koma skikki á uppbyggingu þess og skipulag. Líklega verður það þrautin þyngri, þar reynir á ríkin 17, en þó umfram allt á Þýskaland. Þangað er horft, þar er styrkurinn.
Bankar koma til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)