Óþarft bergmál af Samfylkingunni

Svona kannanir eru alltaf frekar spaugilegar að mínu mati, þó að vissulega felist í þeim vísbendingar.  Að geta hugsað sér að styðja einhvern segir ekki mikið og felur ekki í sér neinn raunverlulegan stuðning.

Hvers vegna skyldi einhver ekki geta hugsað sér að kjósa flokk sem Guðmundur Steingrímsson er í forsvari fyrir?  Flokkurinn hefur ekki lagt fram neina stefnu sem heitir getur, það er ekki ljóst hverjir verða í framboði fyrir hann.

Það eina sem er vitað er að Guðmundur mun líklega verða í framlínunni og hann hefur sagst vera fylgjandi aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið og virðist vera frekar hrifinn af ríkisstjórninni.

Þetta nægir til að 2/3 kjósenda virðist ekki geta hugsað sér að kjósa flokk sem Guðmundur verður á meðal forystumanna.

Það þarf svo engum að koma á óvart að það séu helst kjósendur Samfylkingarinnar sem gætu hugsað sér að kjósa flokk Guðmundar Steingrímssonar, því hann hljómar eins og óþarfa bergmál af þeim flokki. 

Síðan á Guðmundarflokkurinn þolanlega möguleika á því að ná í atkæði frá VG og skal engan undra þó að stuðningsfólk þess floks sé opið fyrir þeim möguleika að færa atkvæði sitt, jafnvel hvert sem er.

Gamlir flokksfélagar Guðmundar úr Framsóknarflokknum er ekki ginkeyptir fyrir stuðningi við Guðmund, enda það pólítíska kapítal sem hann hlaut í arf þar, líklega því sem næst uppurið.

Guðmundur virðist ekki eiga neina verulega möguleika á því að taka umtalsvert fylgi frá Sjálfstæðisflokknum.

Það eina sem flokkur Guðmundur virðist hugsanlega geta gert er að stýra fylgistapi ríkisstjórnarflokkanna í ákveðinn farveg.  Líklega hefur það verið tilgangurinn frá upphafi.


mbl.is Þriðjungur gæti hugsað sér að kjósa Guðmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband