Er þá ríkisstjórnin hætt að trúa á töfralausnir?

Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika og aðstæðum á borð við þær sem Íslendingar standa nú frammi fyrir," sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við Viðskiptablaðið í dag.

Af vef Viðskiptablaðsins þann 5. oktober 2008

Einhvern veginn finnst mér þetta ekki hljóma líklega, en væri þó langt frá því það vitlausasta sem sem þessi ríkisstjórn framkvæmt.   Auðvitað er starf fjármálaráðherra langt í frá að vera fullt starf.  Starfskraftar Steingríms hafa ekki verið nýttir sem skyldi.  Hann gæti svo hæglega lagt á fleiri og hærri skatta og verður ekki skotaskuld úr því að taka yfir eitt ráðuneyti í viðbót.  Það er ekki eins go efnahagur og viðskipti sé eitthvað sem þurfi að hanga yfir allan daginn til að koma í gang.


mbl.is Árni Páll sagður vera á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þetta er sannleikanum samkvæmt, þá er þetta borderline valdarán og næsti bær við einræði. Vitfirring þessa fólks toppar sig dag frá degi þessi misserin. Nú lýsi ég eftir kosningum.

Það þarf annars að leysa þann lýðræðishalla sem er á styrkjum hins opinbera til stjórnmálaflokka. Það er nánast séð til þess með lögum að önnur framboð nái ekki upp á yfirborðið með fjársvelti.  Þetta er reginhneysa í ríki sem segir sig byggja á lýðræði.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2011 kl. 04:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Því færri sem koma að ríkisstjórnarborðinu, því minni líkur á því að þar verði einhver gagnrýni á ferðinni.  "Bunker mentalítetið" á það til að taka yfir þegar halla fer undan fæti.

En ég hef ekki trú á því að þetta sé byggt á áreiðanlegum heimildum.  Þetta gæti verið einhvers konar "floater".....   Það er líka nokkuð vel þekkt trix í pólítík að setja á flot létt geggjaða hugmynd.  Svo er hún dregin til baka allir eru glaðir og ánægðir með hvernig lýðræðið virkar og eru mun ólíklegri til að gagnrýna það sem var framkvæmt, vegna þess að það lýtur svo mikið betur út en það sem sett var á "flot".

En styrkir hins opinbera ættu auðvitað að hverfa, þeir eru óskundi.  Það það verður ekki,  flestar heilsugæslustöðvar verða lokaðar áður en til þess kæmi.

G. Tómas Gunnarsson, 2.12.2011 kl. 04:58

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sjaldan ef aldrei hefur setningin "Farið hefur fé betra" átt betur við en í þessu tilfelli :)

Guðmundur Pétursson, 2.12.2011 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband