Slæm útkoma ríkisstjórnarinnar - hrun Vinstri grænna

Skoðanakönnun er bara skoðanakönnun, en það er þó alltaf gaman að spá í tölurnar.  Þessi könnun bendir eindregið í þá átt að ríkisstjórnin og flokkarnir sem standa að henni  hafi  misst traust Íslendinga. 

Það er reyndar ekkert sem kemur á óvart, því það hefur verið niðurstaðan úr flestum könnunum undanfarna mánuði.

Vinstri grænir fá háðulega útkomu, enda líklega ekki við öðru að búast verandi í ríkisstjórn sem vinnur gegn einu helsta stefnumáli flokksins.  Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og líklega margir þeir sem fluttu atkvæði sitt yfir til VG vegna andstöðu flokkins við ESB búnir að yfirgefa hann eða eru að hugsa sér til hreyfings.  Það skýrir nú í það minnsta að hluta til sterkari stöðu Framsóknarflokks, enda voru þeir býsna margir Framsóknarmennirnir sem riðu um héruð fyrir síðustu kosningar og boðuðu það fagnaðarerindi, að VG væri eini flokkurinn sem væri hægt að treysta til að berjast gegn "Sambandsaðild".  Eðlilega finnst þeim þeir nú illa sviknir.

Samfylkingin má líklega þokkalega við una sína stöðu miðað við hvernig ástandið er.  Flokkurinn er eins og forystan, þreytulegur og veit ekki hvert skal stefna.  Töfralausnin er í standandi vandræðum og ef "Sambandið " fer ekki að hrista af sér slenið, er liklegt að stefnan liggi aðeins niður á við.

Sjálfstæðisflokkurinn sígur hægt og rólega áfram, eykur fylgi en líklega eru menn þar þó að vonast eftir betri útkomu.  Framsóknarflokkurinn virðist heldur vera að sækja í sig veðrir og virðist styrkjast við að þeir sem tala hátt um að þeir séu frjálslyndir, en hafa ekkert annað fram að færa, séu að yfirgefa flokkinn.

En ég hlakka til að sjá betri upplýsingar um þessa könnun, því einhvern veginn fæ ég þessar próstentutölur ekki til að ganga upp í huga mér.  Séu aðeins flokkarnir teknir, eru þær van, en ef allar tölur eru teknar eru þær of.

 

 


mbl.is Aukinn stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband