Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020
9.5.2020 | 13:10
Eystrasaltsríkin opna sín á milli þann 15. maí
Tilkynnt hefur verið að íbúar Eystrasaltsríkjanna geti ferðast óhindrað á milli ríkjanna þriggja frá og með 15. maí næstkomandi.
Enginn krafa verður um sóttkví en allir eru hvattir til að fara varlega, fara eftir reglum, halda fjarlægð og vera með grímu ef svo ber undir.
Forystumenn ríkjanna tala um að næstu skref gætu orðið að bjóða Finnlandi og Póllandi að að taka þátt í "ferðafrelsissvæðinu".
Öll löndin 5. hafa komið þokkalega undan Kórónuveirunni hingað til.
Eistland mun einnig slaka á takmörkunum á ferðum til Finnlands þann 14. maí, en takmarkanir verða enn þá í gild.
Boðið verður upp á skimanir um borð í ferjum á á milli Tallinn og Helsinki.
Það er ekki ólíklegt að við sjáum fleiri sambærilega tilkynningar á næstunni. Öll ríki eru að leita leiða til að koma efnahagslífinu í gang auka viðskipti og ferðalög.
Samgöngur á milli svæða þar sem veiran hefur verið hamin, eru álitin hæfileg fyrstu skref.
8.5.2020 | 10:44
Fjarfundur Öryggisráðsins sýndur beint á YouTube. En hollt er öllum að lesa yfirlýsingu Mið- og Austur-Evrópu þjóða
Það er vert að minnast þess að heimstyrjöldinni síðari lauk, hvað Evrópu áhrærði fyrir 75. árum. Margar þjóðir heims höfðu fært ótrúlegar fórnir til þess að sigra Þjóðverja. Mannfall hafði víða verið í einu orði sagt hrikalegt.
Þjóðir Mið- og Austur Evrópu urðu sumar sérstaklega illa úti og þurftu að þola sitt á hvað hernám Sovétríkjanna og Þýskalands.
En það er líka vert að minnast þess að mannfalli þeirra eða hörmungum lauk ekki fyrir 75. árum. Hernámið varði miklu lengur. Fast að 50. árum til víðbótar og hundruðir þúsunda til víðbótar töpuðu lífinu eða heilsunni í fangelsum og fangabúðum Sovétríkjanna. Lestarteinar Mið- og Austur Evrópu hættu ekki að flytja fólk í dauðann þó að Þjóðverjar hafi verið sigraðir.
Því birti ég hér yfirlýsingu frá mörgum þjóðum Mið- og Austur Evrópu ásamt Bandaríkjunum. Ég veit ekki hvers vegna önnur ríki Evrópubandalagsins taka ekki þátt í yfirlýsingunni, en vissulega væri fróðlegt að komast að slíku.
"7. May 2020Joint statement by the U.S. Secretary of State and the Foreign Ministers of Bulgaria, the Czech Republic, Estonia, Hungary, Latvia, Lithuania, Poland, Romania, Slovakia, and the United States ahead of the 75th anniversary of the end of the Second World War
Marking the 75th anniversary of the end of the Second World War in 2020, we pay tribute to the victims and to all soldiers who fought to defeat Nazi Germany and put an end to the Holocaust.
While May 1945 brought the end of the Second World War in Europe, it did not bring freedom to all of Europe. The central and eastern part of the continent remained under the rule of communist regimes for almost 50 years. The Baltic States were illegally occupied and annexed and the iron grip over the other captive nations was enforced by the Soviet Union using overwhelming military force, repression, and ideological control.
For many decades, numerous Europeans from the central and eastern part of the continent sacrificed their lives striving for freedom, as millions were deprived of their rights and fundamental freedoms, subjected to torture and forced displacement. Societies behind the Iron Curtain desperately sought a path to democracy and independence.
The events of 1956, creation and activities of the Charter 77, the Solidarity movement, the Baltic Way, the Autumn of Nations of 1989, and the collapse of the Berlin Wall were important milestones which contributed decisively to the recreation of freedom and democracy in Europe.
Today, we are working together toward a strong and free Europe, where human rights, democracy and the rule of law prevail. The future should be based on the facts of history and justice for the victims of totalitarian regimes. We are ready for dialogue with all those interested in pursuing these principles. Manipulating the historical events that led to the Second World War and to the division of Europe in the aftermath of the war constitutes a regrettable effort to falsify history.
We would like to remind all members of the international community that lasting international security, stability and peace requires genuine and continuous adherence to international law and norms, including the sovereignty and territorial integrity of all states.
By learning the cruel lessons of the Second World War, we call on the international community to join us in firmly rejecting the concept of spheres of influence and insisting on equality of all sovereign nations."
"Foreign Minister Urmas Reinsalu said. Manipulating the historical events that led to the Second World War and to the division of Europe in the aftermath of the war constitutes a regrettable effort to falsify history.
The ministers who joined the statement would like to remind all members of the international community that lasting international security, stability and peace requires genuine and continuous adherence to international law and norms, including the sovereignty and territorial integrity of all states.
By learning the cruel lessons of the Second World War, the ministers call on the international community to firmly reject the concept of spheres of influence and insist on the equality of all sovereign nations.""
Að lokum vil ég vekja athygli þeirra sem kunna að hafa áhuga á fjarfundinum í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að hann verður í beinni útsendingu á YouTube.
Þá útsendingu má finna hér. Eftir því sem ég kemst næst hefst fundurinn kl. 14:00 í dag að Íslenskum tíma.
Minnast 75 ára frá stríðslokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.5.2020 | 08:32
Evrópusambandið beygir sig undir ritskoðun Kínverja á blaðagrein embættismanna sinna
Það hefur verið rætt nokkuð um aukin þrýsting Kínverja á stjórnvöld annarra ríkja og jafnvel hótanir upp á síðkastið.
Oft tengist það umfjöllun um Kórónuveiruna.
Ég bloggaði um slíkt fyrir stuttu undir yfirskriftinni: "Að þóknast Kínverjum".
Nú er enn eitt dæmi um slíkt komið upp.
Evrópusambandið sættir sig við og ver að grein sem sendiherrar þess skrifuðu og birtist í Kínverskum miðli, hafi verið ritskoðuð af Kínverskum yfirvöldum.
Greinin er skrifuð til að minnast 45 ára afmælis stjórnmálasambands Kína og Evrópusambandsins.
Hér má finna greinina á vef Eistneska sendiráðsins.
Hér er greinin eins og hún birtist á vef China Daily, sem lýtur stjórn Kínverskra stjórnvalda.
Munurinn liggur í 4. málsgreininni.
Á vef Eistneska sendiráðsins segir: But the outbreak of the coronavirus in China, and its subsequent spread to the rest of the world over the past three months, has meant that our pre-existing plans have been temporarily side-tracked as both the EU and China are fully mobilised to tackle what has now become a challenge of truly global proportions.
Á Kínversku vefsíðunni segir: But the outbreak of the coronavirus has meant that our pre-existing plans have been temporarily side-tracked as both the EU and China are fully mobilized to tackle what has now become a challenge of truly global proportions.
Auðvitað má segja að þetta sé smáatriði, rétt eins og sígarettan hans Bubba.
En það er ekkert smáatriði í mínum huga þegar ríki, eða ríkjasambönd beygja sig undir ritskoðunarvald annar ríkis.
Rétt eins og með sígarettuna boðar það ekkert gott fyrir framtíðina.
Þegar skoðanir og sagan er ritskoðuð er það ekki smá mál í mínum huga.
Evrópusambandið fær bæði lof og last í þessu máli. Lof fyrir að hafa þó hugrekki til þess að birta upprunalega bréfið á vefum sendiráða sinna, last fyrir að beygja sig undir ritskoðunarvald Kínverska kommúnistaflokksins.
Enn fremur fá forsvarsmenn "Sambandsins" last fyrir að reyna að verja þær gjörðir sínar.
Hér má lesa frétt Deutsche Welle um málið.
Svona til að reyna að slá á léttu nóturnar í lokin, má velta því fyrir sér hvort að það flokkist ekki undir "upplýsingaóreiðu" að birta svona tvær útgáfur af sömu greininni?
En ef til vill verður þetta tekið fyrir hjá "starfshópnum".
8.5.2020 | 07:01
Allir hafa rödd í holræsunum
Ég hef oft heyrt talað um að finni megi sannanir um útbreiðslu fíkniefnaneyslu í holræsum. En nú rakst ég á myndband frá Bloomberg, þar sem rætt er við frumkvöðla sem eru að reyna að finna út hve útbreidd Kórónuveiran er í borgum út frá sýnishornum í holræsum og hreinsunarstöðvum.
Þeirra fyrstu niðurstöður eru sláandi, en ég ætla ekkert að segja um hvað tæknin er góð.
En ég hló dátt þegar annar frumkvöðullinn lýsti því yfir í myndbandinu að allir hafi rödd í holræsunum.
En þetta er vissulega athygisvert starf sem þarna er unnið.
7.5.2020 | 18:41
Sóttvarnir á hröðu undanhaldi?
Það hefur margt breyst á fáum dögum. Hvort sem það eru pólítískar ákvarðanir eða vísindalegar er ljóst að áherslan á strangar sóttvarnir er á undanhaldi.
Áður var tilkynnt að 2 til 3 vikur yrðu á milli tilslakana, nú er það vika.
Veiran deyr í klórblönduðum sundlaugum, sem leiðir hugann að því hvort að það hafi verið nauðsynlegt að loka sundlaugum, þó að fjöldatakmarkanir og sjálfsögð varúð hefði verið nauðsynleg.
Það virðist hættulegra að spila fótbolta á Íslandi en í Danmörku og Þýskalandi.
Tónlistarfólk og skemmtikraftar (býsna sterkir áhrifavaldar) kvarta hástöfum og hafa góðan aðgang að fjölmiðlum.
Líkamsræktendur (sem er risa stór hópur) ber harm sinn ekki hljóði.
Og á örfáum dögum breytast hlutrinir og "2ja metra reglan" er orðin "valkvæð", en þó ekki alveg, hugsanlega réttur einstaklinga, en samt skorar hugtakið all vel í útvíkkun.
En hún gildir ekki í strætó, og enginn hefur fyrir því að telja inn í vagnana.
En ég held að þetta sé skynsamleg nálgun, það þurfti að auka hraðann á tilslökunum.
Með vaxandi hluta almennings óánægðan, er hætta á hlutirnar virki ekki. Samstaðan brotnar. Því enn er nauðsynlegt að sýna varúð, og sá árangur sem hefur náðst í að auka hreinlæti o.s.frv. má ekki glatast.
Svo þarf að hugsa um efnahaginn. Það þarf að hugsa um almenna lýð- og geðheilsu.
Brain And Mind Centre, við háskólann í Sidney Ástralíu birti nýverið "spálíkan", sem gerði ráð fyrir að sjálfsvígum í Ástralíu myndi fjölga um 25 til 50%, árlega, næstu 5. árin vegna efnahagslegra afleiðinga Kórónuvírussins.
Ef slíkar spár ganga eftir, er það mun fleiri dauðsföll en af völdum veirunnar sjálfrar, eins og staðan er í Ástralíu í dag.
Það er að mörgu að hyggja.
Hagkerfið gæti dregist saman um 9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2020 | 18:03
Hlíðfðarfatnaðinn "heim"?
Það hefur verið ótrúlega mikið af fréttum um að hlífðarbúnaður ætlaður heilbrigðisstarfsfólki uppfylli ekki gæðakröfur.
Slíkar fréttir hafa borist frá Finnlandi, Hollandi, Spáni og ýmsum fleiri löndum.
Oftast hefur verið um að ræða búnað frá Kína.
Nú bætist við frétt frá Bretlandi um að 400.000 hlífðargallar frá Tyrklandi uppfylli ekki nauðsynlega gæðastaðla.
Slík vandræði bætast við hinn mikla skort sem hefur á tíðum ríkt.
Ég held að eitt hið fyrsta sem verður farið að hyggja að eftir að hlutirnar fara að róast, sé að flytja framleiðslu hlífðarbúnaðar "heim".
Það má reyndar þegar sjá merki um slíkt.
Líklega er Ísland of lítill markaður til að slíkt virkilega borgi sig. En það gæti verið vel þess virði að athuga grundvöllinn fyrir slíkri framleiðslu í samstarfi við Norðurlöndin, jafnvel að útvíkka samstarfið til Eystrasaltslandanna.
Þannig er auðveldara að tryggja gæði og framboð.
7.5.2020 | 16:49
Út að borða, í tveggja manna "sal".
Það má lengi finna lausnir. Samgöngubann er ekki auðvelt viðureignar fyrir veitingahús og hafa mörg þeirra þurft að fækka borðum verulega til að halda fjarlægð á milli gesta.
En Hollenskt veitingahús gekk skrefinu lengra og tryggir að samgangur gestanna sé svo gott sem enginn.
Er þetta ekki eins og sniðið fyrir Íslenska sumar veðráttu og sóttvarnir? Tveggja til átta manna gróðurhús?
7.5.2020 | 08:45
Það er alltaf rétti tíminn til að ræða málin
Ég get ekki tekið undir með Birgi Ármannssyni að að ekki eigi að ræða þessi mál eða hin. Það er hins vegar rétt hjá honum að það er umdeilanlegt hvort að það sé hjálplegt.
Vissulega gefst best við erfiðar aðstæður að einbeita sér að aðalatriðunum. En það kunna líka að vera skiptar skoðanir um hver aðalatriðin eru.
Ég er sammála því að að á sínum tíma var ekki ástæða til að keyra í gegn um Alþingi aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Mér hefur sýnst að æ fleiri séu þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðsla hefði t.d. verið æskilegri.
En það breytir því ekki að fjöldi þingmanna (og Íslendinga) taldi þetta vera eitt af aðalatriðunum til að lyfta efnahag Íslendinga.
Einstaka þingmenn sögðu það eitt að sækja um væri töfralausn.
Sjálfsagt eru líka til þingmenn (og Íslendingar) sem telja það nú, ef ekki töfralausn, í það minnsta bestu lausnina á efnahagsvanda Íslendinga undir núverandi kringumstæðum. Eða mikilvægan part af lausninni.
Ég er ekki þeirrar skoðunar, en það breytir ekki því að slíkar hugmyndir eru til staðar og því þörf á að ræða þær.
Það er líklegt að einhverjir flokkar fari enn á ný með það sem eitt sitt helsta stefnumál í næstu kosningum, að hafnar verði aðlögunarviðræður við Evrópusambandið.
Það er eins með stjórnarskrárbreytingar. Án efa eru verulega skiptar skoðanir um hve mikið liggur á, eða hve þörf er á miklum breytingum.
Fáa hef ég heyrt kvarta undan því að Alþingi hafi verið of önnum kafið upp á síðkastið.
En það er býsna algeng skoðun að best að sé að umbylta í kreppum. Sérstaklega hjá þeim sem vilja færa aukið vald til stjórnvalda, auka miðstýringuna.
Athygli almennings er þá gjarna á öðrum hlutum.
En það er rétt að mínu mati að mál tengd Kórónufaraldrinum og efnahagsaðgerðum tengt honum hafi algeran forgang í störfum Alþingis.
En að því slepptu ættu öll mál að "vera á dagskrá".
Einbeitum okkur að aðalatriðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2020 | 17:52
Tvær umtöluðustu auglýsingarnar í Bandaríkjunum
Stjórnmálauglýsingar eru merkilegur flokkur. Það má segja að helstu undirflokkarnir séu tveir, jákvæðar og neikvæðar.
Þær geta haft mikil áhrif. Hnitmiðuð auglýsing getur haft líklega haft meiri áhrif en 20 mínútna ræða. Það er líka spurning hvað margir hlusta á ræðuna til enda.
Persónulega er ég alltaf hrifnara af þeim jákvæðu og fyrri auglýsingin er líklega ein sú frægasta af þeirri gerð. Hún er frá 1984 og er gerð af framboði Ronald Reagan. Einstaklega vel heppnuð, full af bjartsýni og jákvæðni. Flestir telja að hún hafi aukið fylgi Reagans svo um munaði. En hann var í góðri stöðu fyrir, en svo fór að hann vann 49 ríki af 50 ef ég man rétt.
Seinni auglýsingin er ný, í raun endurgerð á hinni fyrri og er gerð af hópi innan Repúblikanaflokksins sem er andsnúin Donald Trump og þykir vel þess virði að ganga gegn eigin flokki til að koma Trump frá.
Endurgerðin er í neikvæða flokknum, einnig vel gerð.
Persónulega finnst mér "orginalinn" bera höfuð og herðar yfir endurgerðina.
En sjón er sögu ríkari.
6.5.2020 | 16:23
Merkilegar fríverslunarviðræður
Það er góðs viti að Bandaríkin og Bretland gefi sér tíma í miðjum Kórónufaraldrinum til þess að hefja fríverslunarviðræður.
Líklega eru þetta fyrstu fríverslunarviðræður sem hefjast í gegnum fjarfundabúnað.
En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessum viðræðum kemur til með að miða áfram.
Það verður margt sem verður erfit að ná samkomulagi um, en hins vegar þurfa bæði ríkin meira á aukinni fríverslun að halda, meira en nokkru sinni fyrr.
Öflugur fríverslunarsamningur gæti hjálpað þeim að komast fyrr út úr "Kórónuskaflinum", þó að hann einn og sér dugi ekki til.
En það að fríverslunarviðræður hefjist, þýðir ekki að þeim ljúki með samningi.
Það hefur sést áður.
Eins og svo oft áður má reikna með að landbúnaðarafurðir verði hvað erfiðastar, enda vekja þær gjarna mesta athygli.
En báðar þjóðirnar þurfa góðar fréttir á viðskiptasviðinu, þó líklega Bretar enn frekar.
En það er ástæða til að fagna upphafinu, þó að sjálfsögðu verði að hafa í huga að ekkert er víst um endinn.
200 manns á fjarfundi um fríverslunarsamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |