Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020
14.5.2020 | 15:08
Bóluefni: Þeir sem leggja fram áhættufé í rannsóknir njóta forgangs
Það eru mýmörg fyrirtæki og rannsóknarhópar um allan heim sem vinna að því markmið að finna upp bóluefni sem dugar gegn Kórónaveirunni.
Slíkt kostar gríðarlega fjármuni og mikil áhætta er til staðar. Það er engan veginn víst að fjárfestingin eða erfiðið skili árangri.
Ef einhver annar er langt á undan að ná árangri, tapast líklega fjárfestingin.
Er þá ósanngjarnt að fjárfestirinn njóti forgangs að bóluefninu ef árangur næst?
Um þetta eru skiptar skoðanir.
Þannig þykir sem sem leggja til peningana eðlilegt að þeir njóti forgangs, enda óvíst að rannsóknarstarfið hefði fram án þeirra fjármuna.
Svo eru þeir sem segja að allar þjóðir eigi að eiga jafnan rétt.
Þannig sagði forstjóri Franska lyfjafyrirtækins Sanofi í samtali við Bloomberg: "The U.S. government has the right to the largest pre-order because its invested in taking the risk, Hudson said. The U.S., which expanded a vaccine partnership with the company in February, expects that if weve helped you manufacture the doses at risk, we expect to get the doses first."
Í sömu frétt kemur fram að: "Supplies of an experimental shot from the University of Oxford will be prioritized for the U.K. before other parts of the world, according to Pascal Soriot, CEO of AstraZeneca Plc, which will make the vaccine."
En þetta eru Frönsk yfirvöld ekki sátt við.
Í annari frétt Bloomberg má lesa: "A vaccine against Covid-19 must be a common good that stands outside of market rules, an official at the Elysee palace said Thursday. Macron was affected, by the news, the official said, asking not to be identified to comply with government rules."
...
"Prime Minster Edouard Philippe said on Twitter that equal access to a vaccine is not negotiable. Olivier Faure, the head of Frances Socialist Party, suggested that Paris-based Sanofi risked being nationalized.
For us, it would be unacceptable that there be privileged access for this or that country on a pretext that would be a financial pretext, Junior Economy Minister Agnes Pannier-Runacher said in an interview Thursday on Sud Radio."
En er það eitthvað óeðlilegt að þau ríki sem leggja fram fjármagnið njóti forgangs?
Hvað gerist ef engin þjóð eða fyrirtæki eru reiðubúin til að leggja fram fé í rannsóknir sem slíkar?
Er það enn eitt dæmið um að "sæl er sameiginleg eymd syndrómið"?
Alls kyns lýðskrumurum er tamt að tala um "hin ógeðfelldu lyfjafyrirtæki" sem maki krókinn á alls kyns sjúkdómum.
En það þarf mikið fé til lyfjarannsókna. Það er lagt fram án þess að nokkur trygging sé til staðar um að rannsóknir beri árangur.
Það hefur mikið fé fengist sem ábati af velheppnuðum rannsóknum. En það hefur sömuleiðis tapast mikið fé á þeim sem einfaldlega runnu út í sandinn.
Ætla ríki heims að bæta slíkt tjón?
Óviðunandi að Bandaríkin fái bóluefnið fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2020 | 09:58
En hvar ættu liðin að æfa?
Það er gaman að sjá að alls kyns hugmyndir koma fram sem geta hjálpað til við að setja efnahagslífið af stað og þá sérstaklega tengdar ferðamennsku. Það er mikið af möguleikum til staðar og mikið af eignum vannýttar
Þannig vantar líklega ekki hótelplássið fyrir Ensk knattspyrnulið á Íslandi og myndu margir hóteleigendur gleðjast ef þau boðuðu komu sína.
En hvar ættu liðin að æfa?
Eru ekki Íslenskir knattspyrnuvellir og hús að mestu fullnýtt af Íslenskum liðum? Og þar sem liðin yrðu líklega að vera í 14 daga sóttkví-B, til 15. júní, gætu þau varla æft á sömu völlum og Íslensk lið æfa, eða hvað?
En ef til vill eru til einhverjir vellir sem eru lítið eða ekkert notaðir.
En hugmyndin er að öðru leyti góð og myndi án efa gefa Íslenskri ferðaþjónustu vel þegna athygli.
Ensk úrvalsdeildarlið á leið til landsins? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2020 | 12:41
Er þetta ekki bara "sjó off"?
Það hefur verið "stöðug barátta" síðan ég man eftir mér við að styrkja og vernda Íslenskuna.
En hvað er verið að vernda?
Íslenskuna sem var töluð árið 1900? Árið 1950? Árið 1970?
Eða er eingöngu verið að vernda að til sé eitthvað sem er ber heitið Íslenska?
Það þarf ekki að hlusta lengi á Íslenskt útvarp til að heyra viðtöl sem eru svo enskuskotin að sá sem ekkert skildi í hinu engilsaxneska máli, næði ekki fullum skilningi á því sem rætt var um í viðtalinu.
Þannig finnst mér alveg nóg að segja að Íslenska sé opinbert tungumál Íslands.
Að ríkinu sé skylt "að styðja hana og vernda" er svo loðið og teyjanlegt að það hefur enga þýðingu.
Hvað þyrfti Íslenskunni að "hraka" mikið svo að augljóst væri að Íslensk stjórnvöld væru að brjóta stjórnarskránna, með því að standa sig ekki í stykkinu við að "vernda hana og styrkja"?
Perónulega er ég þeirrar skoðunar að best fari á að stjórnarskrá sé með frekar einföldum og skýrum hætti, forðast sé orðskrúð og "feel good" atriði eins og lagt er til hér.
Og fyrst að minnst er á þjóðkirkjuna í fréttinni á að mínu mati að fella þá grein niður.
Þar fækkar jafnt og þétt og lítill meirihluti þjóðarinnar á ekki að hafa stjórnarskrárvarinn rétt á kostnað minnihlutans.
Það er tímaskekkja í stjórnarskrá.
Ríkismálið íslenska í stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
13.5.2020 | 05:23
Heimspekingur með sígarettu
Sinn er siður í landi hverju er oft sagt.
Mér flaug það máltæki í hug þegar ég sá auglýsingu um sýningu í Þýska Sögusafninu um Þýsk/Bandaríska heimspekinginn Hönnu Arendt.
Mér varð hugsað til Íslands þegar ég sá að safnið hafði "vogað" sér að setja mynd af henni með sígarettu á vefborðann (sem ég tók að láni og birti hér).
Reyndar held ég að í gegnum tíðina hafi ég séð fleiri myndir af henni með sígarettu en án.
Einhvern tíma sá ég haft eftir henni setningu sem í minni eigin þýðingu myndi hljóða eitthvað á þessa leið: Að reykja og hugsa fer vel saman.
Hr. Google var ekki lengi að finna nokkrar FaceBook síður sem tengdust henni, þar á meðal þessa , sem er "útbíuð" í sígarettum.
En ef til vill kunna Þjóðverjar ekkert fyrir sér í tóbaksvörnum og þyrftu leiðsögn Íslendinga í slíkum málum.
Þjóðverjar gætu svo í staðinn deilt með Íslendingum reynslu sinni af ritskoðun og sögufölsunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
12.5.2020 | 14:07
Þarft að mæla mótefni í blóði
Það er gott að hafin er mæling á mótefnum í blóði hjá Íslendingum. Mæling eins og hér er talað um er þó annmörkum háð og líklegt að hún skil að einhverju marki skekktum niðurstöðum.
En það þyrfti að framkvæma þokkalega stóra úrtakskönnun í öllum landshlutum, þannig að yfirsýn náist.
Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki hvað þessi prófun er dýr (það væru vissulega fróðlegar upplýsingar), en það er eigi að síður nauðsynlegt.
Ef að kostnaður er ekki óheyrilegur væri einnig æskilegt að hægt væri að bjóða einstaklingum (t.d. í samvinnu við ÍE, ef áhugi væri þar fyrir hendi) upp á þann kost að kaupa sér mótefnamælingu.
Eða er æskilegra að bíða með fjöldamælingar þangað til verðin leita niður á við, eftir því sem tíminn líður?
En miðað við hvað ég hef heyrt frá mörgum að þeir séu í vafa hvort það þeir hafi sýkst af Kórónuveirunni eða ekki, reikna ég með að eftirspurnin sé til staðar.
Söfnun blóðsýna fyrir mótefnamælingu hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2020 | 12:12
Er hættulegra að dansa en að sitja hlið við hlið í strætó?
Ég get alveg skilið að skemmtistaðir valdi vandræðum hvað varðar ákvarðanir um sóttvarnir. Drukkið fólk tekur ekki alltaf skynsamlegust ákvarðanirnar.
Þéttskipað dansgólf, þar sem "heitir og sveittir" einstaklingar "hrista" sig hlið við hlið hljómar eins og ákjósanlegur staður fyrir smit.
Svo er auðvitað hættan á að einhverjir kjósi t.d. að skiptast á munnvatni.
En er meiri hætta á að smitast á skemmtistað en í strætó?
Er meiri hætta á að smitast af einstaklingi á skemmtistað en sama einstaklingi á leið á skemmtistað í strætó? Hvað skyldu margir einstaklingar sitja í sama sætinu að meðaltali á dag í strætó?
Er einhver sem sótthreinsar í strætó yfir daginn?
Nú er mikið talað um smit á skemmtistöðum í Kóreu. Hefur einshvers staðar verið talið hvað margir hafa smitast í almenningssamgöngum? Ég hef ekki séð slíkar tölur, en það má heyra á æ fleirum að þeir forðist almenningssamgöngur eins og heitan eldinn.
Svo er það þetta með munnvatnið. Skyldi "Þríeykinu" ekki hafa dottið í hug að það þurfi að loka "Tinder" og öllum þessum "öppum" fyrir Íslendingum?
Svo er það 2ja metra reglan.
Það þarf ekki að nema að líta yfir helstu fréttasíður Íslands til að sjá að hvorki almenningur né opinberir aðilar fara eftir reglunni.
Það er hins vegar eðlilegt að skemmtistaðir þurfi að virða fjöldatakmarkanir eins og verður í gild í það og það skiptið.
Til skoðunar að seinka opnun skemmtistaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2020 | 05:39
Hafa Íslendingar verið að sniðganga erlendar vörur?
Fáar þjóðir eru jafn háðar millilandaviðskiptum og Íslendingar. Þjóð sem framleiðir langt umfram eigin þörf af fiski og rafmagni.
Það er ekki síst vegna þess sem sú kreppa sem fylgir viðbrögðum þjóða heims við Kórónuveirunni eiga eftir að verða Íslendingum erfið.
En þessi viðbrögð eru ef svo má að orði komast alþjóðleg. Það er að verða "þjóðleg".
Allar þjóðir heims eru meira og minna að hvetja eigin þegna til að neyta meira af innlendum afurðum.
Íslendingar ekki undanskildir.
Við höfum heyrt að Frakkar hvetja sitt fólk til borða meiri ost, Belgar og Kanadamenn hvetja sitt fólk til að borða meira af frönskum kartöflum.
Ítalir vilja að sitt fólk drekki meira af "local" vínum. Og svo framvegis.
Sjálfur vildi ég glaður leggja mitt af mörkum, hugsa að ég gæti drukkið meira af Ítölskum vínum og notið með þeim franskra osta. Ég get alveg hugsað mér að snæða meira "belgískum" kartöflum, sérstaklega ef að steik væri með.
Þegar ástandið er erfitt þjappa þjóðir og hópar sér saman.
Það eru eðlileg viðbrögð þó að þau geti verið varasöm ef of langt er gengið.
En það er líklegt að víða um heim muni fyrirtæki endurskoða það nú er kallað "aðfangakeðjur" sínar. (þarf bara að bæta "dags" inní og það hljómar eins og jólaskraut).
Hugsanlega til styttingar og jafnvel auka fjölbreytni, þannig að síður sé hætta á skorti.
En þegar hvatt er til þess að keypt sé Íslenskt er gott að leiða hugann að því að sambærilegar hvatningar heyrast í öllum löndum.
Eins og alltaf er best að miða kaup útfrá samspili verðs og gæða.
Frakkar sagðir sniðganga íslenskar sjávarafurðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2020 | 04:31
Athyglisverð viðtöl á Sprengisandi
Sprengisandur á Bylgjunni er að mínu mati langbesti þjóð- og stjórnmálaþátturinn á Íslandi í dag.
Ég vil ennfremur hrósa stjórnenda/tæknimönnum fyrir hvað klippur úr þáttunum eru fljótar að koma á netið. Þar er vel að verki staðið.
Þegar ég hlustaði á þáttinn frá í gær nú í morgunsárið fannst mér hann góður, sérstaklega viðtölin við Eirík Ragnarsson í endann og Árna Odd Þórðarson í upphafi þáttar.
En þátturinn í heild sinni er vel þess virði að hlusta.
10.5.2020 | 17:10
Er launa og réttindaskerðing ósanngjörn?
Ég ætla byrja á því að taka fram að ég hef ekki hugmynd um hver eðlis réttindaskerðingar þær sem Icelandair er að fara fram á eru.
Ég hef heldur ekki hugmynd um hversu miklar kauplækkanir félagið er að fara fram á.
En eru þær ósanngjarnar?
Ég veit það ekki.
En ég veit að flugfélög um allan heim eru að berjarst fyrir lífi sínu. Ég hef lesið fréttir um að t.d. flugmenn Lufthansa hafa boðist til þess að lækka launin sín um 45%, en aðeins í 2. ár.
Það er engin leið að Icelandair geti keppt við önnur flugfélög í flugi yfir Atlantshafið ef launakostnaður er mun hærri en annara flugfélaga.
Sjálfur hef ég ekki keypt miða með Icelandair yfir Atlantshafið undanfarin ár vegna þess að félagið hefur alltaf verið verulega dýrara en önnur flugfélög.
En enginn kjarasamningur gildir að eilífu.
En það er vert að hugsa um hvort að óbilgirni starfsmanna helgist að hluta til af þeim yfirlýsingum stjórnvalda að þau komi til með að grípa inn í ferlið og tryggja að Icelandair fljúgi, með einum eða öðrum hætti?
Hvernig munu kjaraviðræður þróast á komandi árum ef um ríkisflugfélag er að ræða?
Ímyndar sér einhver að kröfurnar yrðu minni á hendur ríkisrekstri?
Icelandair krefst launa- og réttindaskerðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stundum setur mig eiginlga alveg hljóðan þegar ég les fréttir. Þegar lesa má um úrelt lög, sem ekki er þó samstaða um að afnema og hvernig þau auka ár frá ári á vitleysuna.
Að mínu mati er það algerlega úrelt að ríkið innheimti "sóknargjöld" af öllum skattgreiðendum á Íslandi, óháð því hvort að viðkomandi tilheyri sókn eður ei. Síðan er þessum peningum dreift til alls kyns trú- og/eða lífsskoðunafyrirbæra, eftir því hvað margir hafa skráð sig í viðkomandi félög hjá Þjóðskrá.
Þeir sem ekki tilheyra neinum borga samt. Hvar er réttlætið í því?
Síðan spretta upp alls kyns samtök og hver hefur ekki skoðun á lífinu?
Frægasta dæmið er líklega Zuistarnir, sem urðu býsna fjölmennir en nú hefur Íslenska ríkið tekið að sér að rukka inn félagsgjöld fyrir þá sem hafa marxisma sem lífsskoðun.
En ekki nóg með að Íslenska ríkið innheimti fyrir marxistana félagsgjöldin, heldur vilja þeir nú fá ókeypis lóð frá Reykjavíkurborg til að reisa "marxíska kirkju".
Eða ættum við frekar að nota orð eins og hof eða tilbeiðslustað?
Þetta máttti lesa í frétt á Vísi.is. Ég skora á alla að lesa fréttina.
Þar segir m.a.:
"Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið rannsakaði ekki kvörtun marxíska lífsskoðunarfélagsins Díamat vegna synjunar Reykjavíkurborgar á lóðaúthlutun með fullnægjandi hætti, að mati umboðsmanns Alþingis. Hann beinir því til ráðuneytisins að taka kvörtunina aftur til meðferðar.
Forsaga málsins er sú að Díamat, félag um díalektíska efnishyggju, krafðist þess að Reykjavíkurborg úthlutaði félaginu lóð án endurgjalds í maí árið 2017. Það gerði félagið á grundvalli ákvæðis laga um Kristnisjóð um að sveitarfélögum beri að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargaldi."
..."Díamat hlaut skráningu sem lífsskoðunarfélag árið 2016 og byggir á grunnheimspeki marxismans. Félagið fékk 965.700 krónur í sóknargjöld úr ríkissjóði fyrir síðasta ár en sú fjárhæð miðaðist við að 87 manns voru skráðir í það 1. desember árið 2018. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru nú 139 manns skráðir í Díamat.
Í ársskýrslu sem Díamat skilaði til sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlits með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, fyrir árið 2017 kom meðal annars fram að félagið hefði sent Reykjavíkurborg erindi þar sem óskað hefði verið eftir að fá úthlutað lóð undir díalektískan skála."
Þessi lög hafa þegar haft í för með sér að stjórnkerfið, hjá Reykajavíkurborg, í Sveitarstjórnarráðuneytinu og hjá Umboðsmanni Alþingis, er önnum kafið við að afgreiða og fjalla um umsóknir og kærur.
Allt vegna þess að lög og reglugerðir sem upphaflega var líklega fyrst og fremst hugsuð til að hygla einu trúfélagi, er löngu orðin úrelt og þyrfti að afnema hið fyrsta.
Auðvitað á Ríkissjóður ekki að standa í innheimtu "sóknargjalda", eða að greiða þau fyrir þá sem greiða ekki skatta.
Það fer best á því að hvert félag fyrir sig innheimti sín félagsgjöld.
Til vara má hugsa sér að skattgreiðendum verði boðið að haka í hólf á skattskýrslu, þar sem þeir óska eftir að dregið verði af sér gjald til trú- eða lífsskoðunarfélags.
Ella verði það ekki gert.
Í sjálfu sér er ekki hægt að áfellast marxista fyrir að vilja notfæra sér lögin á sama hátt og aðrir gera.
Það gerir ekkert annað en að afhjúpa hvað lögin eru skringileg. Þar sem jafnvel þeir sem ekki tilheyra neinum söfnuði, þurfa samt að borga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.5.2020 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)