Að þóknast Kínverjum

Það er ekkert nýtt að ýmsir þjóðarleiðtogar teygi sig langt til þess að þóknast öðrum og oftast öflugri ríkjum.

"Finnlandísering" er hugtak sem í það minnsta þeir sem eitthvað muna eftir "kalda stríðinu" kannast við.

Finnland lagði sig í líma við að gera ekkert sem "úrilli Sovéski björninn" gæti ekki sætt sig við.

Einn Finnskur stjórnmálamaður lýsti þessu á þann veg, að þetta væri sú stjórnmálalega list að hneygja sig djúpt til austurs án þess að sýna afturendann í vestur.

Árið 1986 var staðan enn sú að kvikmynd var bönnuð í Finnlandi að "kröfu Sovétríkjanna".  En það var myndin Born American, leikstýrt af Renny Harlin. Þá dýrasta kvikmynd sem hafði verið gerð í Finnlandi.  En það er erfitt að sjá að hún hefði bakað Sovétríkjunum mikið tjón.

En nú er það "hið mjúka vald".  Viðskiptahagsmunir og fá ef nokkurt ríki hefur efni á að hundsa þá, allra síst í núverandi ástandi.

Þegar viðskiptin fara ekki fram á jafnréttisgrundvelli og öðrumegin er einræðisstjórn eins flokks, sem getur ákveðið hvort viðskiptin fara fram eður, hefur sú ríkisstjórn meira vald sín megin.

Það segir sig eiginlega sjálft.

Mannflesta ríki í heimi með sístækkandi "millistétt" sem er "hungruð" í lúxusvörur og ferðalög.

Það má hneygja sig djúpt fyrir minna.

Þá erum við heldur ekki byrjuð að tala um hugsanlegar fjárfestingar, bæði í Kína og svo aftur "Sambandinu".

Mannréttindi eru svo annað mál. Vissulega eru þau afar takmörkuð í Kína.  Þeir berja niður alla mótstöðu og andófsmenn hverfa. Aftökur eru algengar og grunur um að þær stjórnist að hluta til af eftirspurn eftir líffærum. Stjórnarandstaða er óþörf, enda veit Kommúnistaflokkurinn "hina réttu leið fram á við".

En við getum verið þakklát fyrir að Kínversk stjórnvöld eru kurteis og eru ekkert að segja frá þessu á "Twitter".

Þeir eru svo "tillitsamir" að þeir eru ekkert að segja t.d. frá fjölda aftaka opinberlega. Þá fellur "heiðurinn" af fyrirsögninni til Saudi Arabíu.

En bæði börn og stjórnmálamenn skynja auðveldlega það sem er bannað, þó að það sé ekki sagt berum orðum.

 

Það má ekki tala illa um Kína

Og Taiwan ekki stuðning sýna

Ekki  tala um  Tíbet

eða hitta  Dalai Lama

Ekki gera neitt sem Kína er til ama

 


mbl.is ESB dró úr gagnrýni á Kína eftir þrýsting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

"Aftökur eru algengar og grunur um að þær stjórnist að hluta til af eftirspurn eftir líffærum".

Þetta er enginn grunur, heldur er búið að setja dóm í alþjóða dómstól yfir Kína í þessu sambandi. Dómurinn staðfestir að það hafi og egi sér "enn" stað í Kína.

Að hneygja sig fyrir þessu, er svipað og að hneygja sig fyrir Hitler.

Skammarlegt, en Hitler, Stalín og Mússólíni voru allir Evrópumenn ... og ESB virðist ætla að sverja sig í ættina.

Örn Einar Hansen, 26.4.2020 kl. 15:18

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kína vinnur að því leynt og ljóst að ná undirtökunum í heimsviðskiptum og gera þjóðir háðar sér. Afleiðingar upplausnarinnar vegna kórónaveirunnar munu reynast þeim afar gagnlegar í þessari viðleitni.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.4.2020 kl. 23:09

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Örn, þakka þér fyrir þetta. Persónulega hef ég ekki séð neinar 100% sannanir fyrir "uppskeru líffæra".  En ég veit að það þykir afar líklegt. "Beyond reasonable doubt", eins og sagt er á Enskunni.

Ég veit ekki hvort þú er að vísa til The China Tribunal https://chinatribunal.com/about/ en þar fór vissulega fram merkt starf.

En Kína segist fara eftir stöðlum WHO hvað líffæragjafir og öflun varðar. 

The China Tribunal gaf vitnisburð hjá Sameinuðu þjóðunum. Hjá Mannréttindaráðinu ef ég man rétt.

Það er hægt að horfa á myndband frá því hér https://chinatribunal.com/statement-made-to-the-united-nations-september-2019/

Verðum við ekki að treysta því að Sameinuðu þjóðirnar taki þetta föstum tökum ?

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Í sjálfu sér ekki óeðlilegt að fjölmennasta þjóð veraldar auki hlut sinn í heimsviðskiptum.

En aðferðirnar og lítt duldar hótanir eru annað mál.  Ástralir hafa t.d. lagt til að sett verði á laggirnar óháð rannsóknarnefnd um upphaf Kórónuveirunnar í Wuhan.

Kína má auðvitað ekki heyra á það minnst og Kínverski sendiherrann hótaði Áströlum því að ef slíku yrði haldið til streitu myndu Kínverskir neytendur "boycotta" Ástralskar vörur.

Líklega eru "neytendasamtökin" í Kína eitthvað öflugri en þau sem við þekkjum.

En Ástralir hafa líka verið að reyna að afla hugmyndinni stuðnings, t.d. á meðal Evrópusambandsþjóða, en með engum árangri eftir því sem ég best veit.

Það væri hægt að halda lengi áfram.

G. Tómas Gunnarsson, 27.4.2020 kl. 06:08

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sum Evrópulönd eru þegar svo flækt í net Kínverja að þau standa gegn hugmyndum á borð við þessa. Það eru sérstaklega Grikkland og Portúgal skilst mér. 

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2020 kl. 08:06

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Það má líklega bæta Ítalíu við þennan lista og jafnvel Spáni.  Þetta eru auðvitað þau lönd sem fóru verst út úr Eurokreppunni og eru viðkvæmust efnahagslega.

En svo eru Þýskaland og Frakkland ekki langt undan. Hvorugt vill gera nokkuð sem er Kína til ama. 

Þýskaland selur þangað mikið af vél og tæknibúnaði og Kína er gríðarlega stór markaður fyrir lúxusvörur sem ekki hvað síst eiga uppruna sinn (í það minnsta hönnum) í Frakklandi og Ítalíu.

Og ef Þýskaland og Frakkland kærir sig ekki um að rugga bátnum, kærir Evrópusambandið sig ekki um það.

Það hefur að vísu farið aðeins í taugarnar á Frökkum hvað Kínverskir erindrekar eru "hortugir" upp á síðkastið.

En útflutningur er mikils virði og enn fremur svo á komandi mánuðum.

G. Tómas Gunnarsson, 27.4.2020 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband