Merkilegar fríverslunarviðræður

Það er góðs viti að Bandaríkin og Bretland gefi sér tíma í miðjum Kórónufaraldrinum til þess að hefja fríverslunarviðræður.

Líklega eru þetta fyrstu fríverslunarviðræður sem hefjast í gegnum fjarfundabúnað.

En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þessum viðræðum kemur til með að miða áfram.

Það verður margt sem verður erfit að ná samkomulagi um, en hins vegar þurfa bæði ríkin meira á aukinni fríverslun að halda, meira en nokkru sinni fyrr.

Öflugur fríverslunarsamningur gæti hjálpað þeim að komast fyrr út úr "Kórónuskaflinum", þó að hann einn og sér dugi ekki til.

En það að fríverslunarviðræður hefjist, þýðir ekki að þeim ljúki með samningi.

Það hefur sést áður.

Eins og svo oft áður má reikna með að landbúnaðarafurðir verði hvað erfiðastar, enda vekja þær gjarna mesta athygli.

En báðar þjóðirnar þurfa góðar fréttir á viðskiptasviðinu, þó líklega Bretar enn frekar.

En það er ástæða til að fagna upphafinu, þó að sjálfsögðu verði að hafa í huga að ekkert er víst um endinn.

 


mbl.is 200 manns á fjarfundi um fríverslunarsamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband