Sóttvarnir á hröðu undanhaldi?

Það hefur margt breyst á fáum dögum.  Hvort sem það eru pólítískar ákvarðanir eða vísindalegar  er ljóst að áherslan á strangar sóttvarnir er á undanhaldi.

Áður var tilkynnt að 2 til 3 vikur yrðu á milli tilslakana, nú er það vika. 

Veiran deyr í klórblönduðum sundlaugum, sem leiðir hugann að því hvort að það hafi verið nauðsynlegt að loka sundlaugum, þó að fjöldatakmarkanir og sjálfsögð varúð hefði verið nauðsynleg.

Það virðist hættulegra að spila fótbolta á Íslandi en í Danmörku og Þýskalandi.

Tónlistarfólk og skemmtikraftar (býsna sterkir áhrifavaldar) kvarta hástöfum og hafa góðan aðgang að fjölmiðlum. 

Líkamsræktendur (sem er risa stór hópur) ber harm sinn ekki hljóði.

Og á örfáum dögum breytast hlutrinir og "2ja metra reglan" er orðin "valkvæð", en þó ekki alveg, hugsanlega réttur einstaklinga, en samt skorar hugtakið all vel í útvíkkun.

En hún gildir ekki í strætó, og enginn hefur fyrir því að telja inn í vagnana.

En ég held að þetta sé skynsamleg nálgun, það þurfti að auka hraðann á tilslökunum.

Með vaxandi hluta almennings óánægðan, er hætta á hlutirnar virki ekki. Samstaðan brotnar. Því enn er nauðsynlegt að sýna varúð, og sá árangur sem hefur náðst í að auka hreinlæti o.s.frv. má ekki glatast.

Svo þarf að hugsa um efnahaginn.  Það þarf að hugsa um almenna lýð- og geðheilsu.

Brain And Mind Centre, við háskólann í Sidney Ástralíu birti nýverið "spálíkan", sem gerði ráð fyrir að sjálfsvígum í Ástralíu myndi fjölga um 25 til 50%, árlega, næstu 5. árin vegna efnahagslegra afleiðinga Kórónuvírussins.

Ef slíkar spár ganga eftir, er það mun fleiri dauðsföll en af völdum veirunnar sjálfrar, eins og staðan er í Ástralíu í dag.

Það er að mörgu að hyggja.

 


mbl.is Hagkerfið gæti dregist saman um 9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er erfitt að skilja hvar menn draga mörkin þegar slakað er á. Það mættu allavega fylgja skýringar á því af hverju þessi má opna en ekki hinn.

Ég skil takmarkaleysið með strætó því ég man aldrei eftir að sjá fullan strætisvagn í Reykjavík nema kannski í kringum 1975 þegar bílaeign var minni. Yfirleytt eru aðeins örfáar hræður í vögnunum.

Varðandi vínveitingastaði þá er skiljanlegt að menn setji sér að loka klukkan ellefu áður en mannskapurinn drekkur alla dómgreind úr sér. Það mætti raunar vera föst regla. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2020 kl. 21:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta.  Ég er sammála því að það er erfitt að sjá hvar best er að draga mörkin og það er enginn öfundsverður af því að vera í því hlutverki.

Ég held að það sé nokkuð sama hvaða ákvarðanir eru teknar, það verða alltaf einhverjir óánægðir. 

Það verða alltaf uppi raddir sem finnst og langt gengið, og aðrar sem finnst of stutt.

Á álagstímum skilst mér að býsna góð nýting sé á strætó, og þar séu nú oft fleiri en mega vera í vagninum.  Það er talað um í fréttinni sem ég setti hlekk á strætó.

En ef ég væri virkilega sótthræddur myndi ég forðast strætó.  Mun frekar en marga aðra staði.

En mín reynsla er sú að gleðskapur endar þegar þátttakendur eru reiðubúnir að hætta.

Ef vínveitingahús loka fyrr, færist leikurinn annað.  Oft með verri afleiðingum.

En hvað varðar sóttvarnir eru auðvitað mikill munur á littlum börum eða stórum skemmtistöðum, sem ef til vill hafa þéttskipað dansgólf.

G. Tómas Gunnarsson, 8.5.2020 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband