Það er alltaf rétti tíminn til að ræða málin

Ég get ekki tekið undir með Birgi Ármannssyni að að ekki eigi að ræða þessi mál eða hin. Það er hins vegar rétt hjá honum að það er umdeilanlegt hvort að það sé hjálplegt.

Vissulega gefst best við erfiðar aðstæður að einbeita sér að aðalatriðunum.  En það kunna líka að vera skiptar skoðanir um hver aðalatriðin eru.

Ég er sammála því að að á sínum tíma var ekki ástæða til að keyra í gegn um Alþingi aðildarumsókn að Evrópusambandinu.  Mér hefur sýnst að æ fleiri séu þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðsla hefði t.d. verið æskilegri.

En það breytir því ekki að fjöldi þingmanna (og Íslendinga) taldi þetta vera eitt af aðalatriðunum til að lyfta efnahag Íslendinga.

Einstaka þingmenn sögðu það eitt að sækja um væri töfralausn.

Sjálfsagt eru líka til þingmenn (og Íslendingar) sem telja það nú, ef ekki töfralausn, í það minnsta bestu lausnina á efnahagsvanda Íslendinga undir núverandi kringumstæðum. Eða mikilvægan part af lausninni.

Ég er ekki þeirrar skoðunar, en það breytir ekki því að slíkar hugmyndir eru til staðar og því þörf á að ræða þær.

Það er líklegt að einhverjir flokkar fari enn á ný með það sem eitt sitt helsta stefnumál í næstu kosningum, að hafnar verði aðlögunarviðræður við Evrópusambandið.

Það er eins með stjórnarskrárbreytingar.  Án efa eru verulega skiptar skoðanir um hve mikið liggur á, eða hve þörf er á miklum breytingum.

Fáa hef ég heyrt kvarta undan því að Alþingi hafi verið of önnum kafið upp á síðkastið.

En það er býsna algeng skoðun að best að sé að umbylta í kreppum.  Sérstaklega hjá þeim sem vilja færa aukið vald til stjórnvalda, auka miðstýringuna.

Athygli almennings er þá gjarna á öðrum hlutum.

En það er rétt að mínu mati að mál tengd Kórónufaraldrinum og efnahagsaðgerðum tengt honum hafi algeran forgang í störfum Alþingis.

En að því slepptu ættu öll mál að "vera á dagskrá". 

 

 


mbl.is Einbeitum okkur að aðalatriðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Svona í prinsippinu er jú gott að ræða alla hluti, en í praxís verður stundum að setja takmörk. Prinsipp eru jú óháð tímamörkum en þingmenn ekki þannig að ég hef samúð með Birgi.

En það er þó algjör óþarfi að tala um það hvort þingmenn eru á sokkunum eða í jakka. 

Kristján G. Arngrímsson, 7.5.2020 kl. 12:23

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég er ekki viss um að andrúmsloft á vinnustöðum batni ef allir eru á sokkaleistunum.  Mörgum þykir t.d. dónaskapur að samferðafélagar þess fari úr skónum í flugvélum. 

Auðvitað eru takmörk fyrir því hvað ástæða er til að ræða mál lengi o.s.frv. Þau eru til staðar.

Það ætti sömuleiðis að vera óþarfi að vera með fyrirspurnir sem hægt er að fletta upp, t.d. í fjárlögum.

https://www.ruv.is/frett/2020/05/05/sma-uppnam-vegna-fyrirspurnaflods-bjorns-levi

En eins og ég sagði í færslunni hefur þingið svo að ég hafi getað séð verið svo upptekið, að hægt sé að segja að ekki sé tími til að ræða ýmis mál.  Svo á þessum fordæmalausu tímum verður að lengja þingtímann ef þurfa þykir.

En heilt yfir sýnist mér þingið hafa staðið sig ágætlega. Nefndir þess hafa unnið gott starf varðandi ýmis "Kórónumál" og þau hafa farið greiðlega í gegnum þingið.

En það skilur eftir tíma fyrir "önnur mál".  Vissulega má vorkenna þingmönnum að þurfa á hlusta á hvorn annan til langframa, en þetta er starfið sem þeir sóttust eftir.

Ef þingið er í mikilli tímaþröng gildir annað.

Persónulega finnst mér að flytja hefði mátt þingið í stærra húsnæði meðan á þrengra samkomubanni stóð, en það ætti að vera óþarfi nú.

G. Tómas Gunnarsson, 7.5.2020 kl. 14:23

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þú segir nokkuð - allir bíósalir landsins hafa staðið auðir.

En já, það var þetta spurningaflóð sem ég hafði í huga. Soldið hallærislegt þegar þingmenn virðast vera að "trolla".

Kristján G. Arngrímsson, 7.5.2020 kl. 14:42

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Stjórnarandstaðan lagði þetta til, þó líklega aðeins óformlega.  Þekki þó ekki hvernig var að því staðið.

Þó var að mig minnir minnst á Hörpu, sem hefði sjálfsagt getað verið ágætt.

Hátt til lofts og vítt til veggja og mestur hluti stóraukins tapreksturs nú líklega að enda á ríkinu hvort eð er.

En óþarft spurningaflóð er annað en að taka fyrir einhver mál.

G. Tómas Gunnarsson, 7.5.2020 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband