Evrópusambandið beygir sig undir ritskoðun Kínverja á blaðagrein embættismanna sinna

Það hefur verið rætt nokkuð um aukin þrýsting Kínverja á stjórnvöld annarra ríkja og jafnvel hótanir upp á síðkastið.

Oft tengist það umfjöllun um Kórónuveiruna.

Ég bloggaði um slíkt fyrir stuttu undir yfirskriftinni: "Að þóknast Kínverjum".

Nú er enn eitt dæmi um slíkt komið upp.

Evrópusambandið sættir sig við og ver að grein sem sendiherrar þess skrifuðu og birtist í Kínverskum miðli, hafi verið ritskoðuð af Kínverskum yfirvöldum.

Greinin er skrifuð til að minnast 45 ára afmælis stjórnmálasambands Kína og Evrópusambandsins.

Hér má finna greinina á vef Eistneska sendiráðsins. 

Hér er greinin eins og hún birtist á vef China Daily, sem lýtur stjórn Kínverskra stjórnvalda.

Munurinn liggur í 4. málsgreininni.

Á vef Eistneska sendiráðsins segir:  But the outbreak of the coronavirus in China, and its subsequent spread to the rest of the world over the past three months, has meant that our pre-existing plans have been temporarily side-tracked as both the EU and China are fully mobilised to tackle what has now become a challenge of truly global proportions.

Á Kínversku vefsíðunni segir: But the outbreak of the coronavirus has meant that our pre-existing plans have been temporarily side-tracked as both the EU and China are fully mobilized to tackle what has now become a challenge of truly global proportions.

Auðvitað má segja að þetta sé smáatriði, rétt eins og sígarettan hans Bubba.

En það er ekkert smáatriði í mínum huga þegar ríki, eða ríkjasambönd beygja sig undir ritskoðunarvald annar ríkis.

Rétt eins og með sígarettuna boðar það ekkert gott fyrir framtíðina.

Þegar skoðanir og sagan er ritskoðuð er það ekki smá mál í mínum huga.

Evrópusambandið fær bæði lof og last í þessu máli.  Lof fyrir að hafa þó hugrekki til þess að birta upprunalega bréfið á vefum sendiráða sinna, last fyrir að beygja sig undir ritskoðunarvald Kínverska kommúnistaflokksins.

Enn fremur fá forsvarsmenn "Sambandsins" last fyrir að reyna að verja þær gjörðir sínar.

Hér má lesa frétt Deutsche Welle um málið.

Svona til að reyna að slá á léttu nóturnar í lokin, má velta því fyrir sér hvort að það flokkist ekki undir "upplýsingaóreiðu" að birta svona tvær útgáfur af sömu greininni?

En ef til vill verður þetta tekið fyrir hjá "starfshópnum".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband