Tvær umtöluðustu auglýsingarnar í Bandaríkjunum

Stjórnmálauglýsingar eru merkilegur flokkur. Það má segja að helstu undirflokkarnir séu tveir, jákvæðar og neikvæðar.

Þær geta haft mikil áhrif. Hnitmiðuð auglýsing getur haft líklega haft meiri áhrif en 20 mínútna ræða.  Það er líka spurning hvað margir hlusta á ræðuna til enda.

Persónulega er ég alltaf hrifnara af þeim jákvæðu og fyrri auglýsingin er líklega ein sú frægasta af þeirri gerð.  Hún er frá 1984 og er gerð af framboði Ronald Reagan.  Einstaklega vel heppnuð, full af bjartsýni og jákvæðni. Flestir telja að hún hafi aukið fylgi Reagans svo um munaði.  En hann var í góðri stöðu fyrir, en svo fór að hann vann 49 ríki af 50 ef ég man rétt.

Seinni auglýsingin er ný, í raun endurgerð á hinni fyrri og er gerð af hópi innan Repúblikanaflokksins sem er andsnúin Donald Trump og þykir vel þess virði að ganga gegn eigin flokki til að koma Trump frá.

Endurgerðin er í neikvæða flokknum, einnig vel gerð.

Persónulega finnst mér "orginalinn" bera höfuð og herðar yfir endurgerðina.

En sjón er sögu ríkari.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband