Neysluskammtar, lögleiðing og sérfræðingar

Ég get tekið undir þá skoðun að það hljómi skringilega ef 18 ára unglingur er gripinn af lögreglu með 6. g af "grasi" og kippu af bjór, þá sé kippan tekin af honum en grasið ekki.

Cannabis taxed containerEn það sýnir ef til vill að viðhorf til áfengis er óþarflega strangt.

Það má líka velta því fyrir sér hvort hvort að afglæpavæðing er fyrst og fremst hugsað sem skref til lögleiðingar t.d. kannabisefna, eða hvort þar á að láta staðar numið?

Er rökrétt að löglegt sé að hafa í fórum sínum efni sem keypt er af lögbrjótum?  Því einhver þarf að brjóta lögin til að koma efnunum á markað, óháð því hvort að "neysluskammtar" eru löglegir eður ei.

Svo kemur spurningin hvað er neysluskammtur? Er hann mismunandi eftir ólíkum efnum?

Verður gefin út skrá yfir "löglega neysluskammta" af öllum hugsanlegum ólöglegum fíkniefnum?

Það má nefna að í Ontario Kanada, þar sem kannabis er löglegt, má þó ekki eiga, eða panta, meira en 30g af því einu.  Eigin ræktun er leyfð, en ekki mega vera fleiri en 4 plöntur í íbúð.

Þar rekur hið opinbera-fylkið, vefverslun og heildverslun með kannabis.

Þar er mikið úrval af alls kyns efnum, sælgæti, drykkjum og öðru "dóti".

Ef ég hef skilið rétt er "same day express" heimsending í boði.

Quebec er svo með sína vefverslun og svo eru einkaaðilar með verslanir víða um fylkin.

Rétt eins og er með áfengiskaup, miðast kannabiskaup við 19. ára aldur.

Nú eru ríflega 2. ár síðan kannabis varð löglegt í Kanada.  Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um hvernig til hefur tekist, en heilt yfir held ég að nokkur sátt ríki. Ég hef ekki heyrt neinn berjast fyrir því að efnið verði bannað aftur.

Ég sá að talað var um að hlutdeild hins opinbera í sölunni væri nú komin yfir 50% og ykist jafnt og þétt, eftir því sem fleiri kæmust upp á lagið með að notfæra sér löglega söluaðila, sem byðu upp á meira úrval og öryggi, en hærra verð.

Árangurinn er þó eitthvað misjafn eftir fylkjum. Ontario hefur að talið er markaðshludeild undir meðallagi, að í kringum 40%, en er samt stærsti aðilinn á Kanadamarkaði.  Ontario hefur selt kannabis fyrir u.þ.b. milljarð dollara (CAD) á þeim ríflega 2. árum sem lögleg sala hefur farið fram.

Það er rétt að taka fram að eftir sem áður gilda takmarkanir um hvar megi neyta kannabisefna.  Það vakti t.d. athygli mína að bannað er að neyta kannabisefna á íþróttasvæðum í opinberri eigu, nema á golfvöllum.

Heilt yfir held ég að lögleiðingin hafi ekki haft miklar neyslubreytingar í för með sér.  Vissulega er algengara að sjá neyslu t.d. ef farið í "í bæinn" um helgi.  Jafnvel má sjá neyslu á svölum eða sólpöllum. En það þýðir ekki að neysla hafi aukist heldur er ekki þörf fyrir feluleik eftir lögleiðingu.

En það að eitthvað sjáist ekki, þýðir ekki að það sé ekki til staðar.

Ég held að það sé þarft að ræða þessi mál á Íslandi. Þessi tillaga um afglæpavæðingu er þarft innlegg í þá umræðu.  Ekki þar með sagt að einhver "erlend leið", sé það sem sé best, eða hægt sé að yfirfæra það sem ákveðið hefur verið annars staðar í heild sinni til Íslands.

En miðað við hvað ég heyri, hefur baráttan gegn fíkniefnum ekki borið árangur á Íslandi undanfarna áratugi, hvorki fyrir né eftir að barist var fyrir "fíkniefnalausu Íslandi 2000".

Myndin er af kannabis dós með innsigli hins opinbera í Quebec.

 


mbl.is Sammála sérfræðingum um áfengi en ekki fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott og tímabært skref

Það er löngu tímabært að liðka til í reglum um heimaslátrun.  Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þetta á eftir að nýtast bændum og neytendum.

Persónulega er ég bjartsýnn hvað það varðar og hef trú á því að bændur verði fundvísir á leiðir til að byggja betra samband við neytendur og finna styrkja jafnframt grundvöllinn fyrir búum sínum.

Ég held að þetta sé því býsna merkilegt skref og vonandi verður árangurinn slíkur að þetta verði útvíkkað og fært yfir til fleiri búgreina.

En nú færist "boltinn" yfir til bændanna og ég býð spenntur eftir að sjá hvernig þeir nýta þetta tækifæri.

Kristján var svo í viðtali um þetta efni í Bítinu í morgun, þar segir hann að þetta hafi ekki gengið átakalaust og þurft hafi að berjast við "kerfið" og hagsmunaaðila.

Er það ekki í takt við umræðuna í dag?

En ef til vill þurfti stjórnmálamann sem er að hætta til að taka af skarið?


mbl.is Kristján Þór heimilar slátrun beint frá býli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er gott fyrir vín að eldast í geimnum?

Vín batnar með aldrinum, því eldri sem ég verð því betra finnst mér það. En að öllu gamni slepptu þá hefur lengi verið leitað að leið til að "elda" vín við ýmsar aðstæður.

Það er áríðandi að vínið eldist við bestu aðstæður og auðvitað æskilegt að það sé drukkið sem næst toppi gæða þess (þar geta verið skiptar skoðanir).

En nú á víst að fara að bjóða upp eina af vínflöskunum frá Petrus, sem voru sendar út í geiminn, til Alþjóðlega Geimstöðvarinnar og geymdar þar í þyngdarleysi í kringum ár.

Margir sérfræðingar segja að það sé enginn vafi á því að gæðin hafi aukist umtalsvert við geimdvölina og búist er við að flaskan seljist fyrir metfé, jafnvel allt að milljón dollurum.

Með í kaupunum fylgir samskonar flaska (Petrus 2000 árgangur)sem aldrei hefur ferið í geimferð, alveg ókeypis, þannig að væntanlegur kaupandi mun geta borið gæði vínsins fyrir og eftir geimferð, fari svo að flöskurnar verði opnaðar.  Reyndar mun "jarðbundna" flaskan kosta allt að 10.000, dollara, þannig að ef "lífsreynda" flaskan selst á milljón, má líta á það sem 1% afslátt.

Hér er svo grein frá Decanter, sem segir frá smökkun á annarri "geimferðarflösku" og þar er talað um að hún sé 2 til þremur árum á undan "á þróunarbrautinni".

Það er reyndar ekkert minnst á kolefnissporið, sem kom mér nokkuð á óvart.

En svo fór ég að velta því fyrir mér hvernig þetta hljómar á Íslenskunni.  Myndi ég segja að verið sé að bjóða upp "geimelt" vín?

 

 

 


En hún snýst nú samt, eða "einræði vísindanna"?

Sem betur fer gerist það enn reglulega að ég rekst á greinar sem fá mig til að "hugsa", það er að segja heldur dýpra en ég geri í amstri dagsins, af því er "nóg til".

Nú nýverið rakst ég á eina slíka á vefritinu "Unherd".  Þar fjallar Matthew B. Crawford,  um breytt hlutverk vísindanna undir fyrirsögninni "How Science Has Been Corrupted".

Greinin hans er það löng að sjálfsagt þykir mörgum nóg um og slíkt ekki vænlegt til vinsælda nú til dags, en ég verð að segja að mér þótti lestrartímanum vel varið.

Það má alltaf deila um innihaldið, en greinin "ljáði mér" athyglisvert sjónarhorn og vakti mig til umhugsunar. Ég get í raun ekki gefið frá mér betri meðmæli en það.

Crawford fjallar um "stofnana/fyrirtækjavæðingu" vísíndanna, vald þeirra og tiltrú eða trú okkar (almennings) til þeirra eða á þeim.

Þar skiptir líklega ekki síst máli hvort við eigum nokkurn möguleika á því að sannreyna þau, eða hvort við (rétt eins og í trúarbrögðum) ákveðum að fylgja ákveðnum einstaklingum eða einstaklingi (Messíasi?) og/eða "hjörðinni okkar".

Ég get ekki annað en hvatt alla til að gefa sér tíma til að lesa greinina og velta málunum fyrir sér.

Ég reikna með að mismunandi aðilar komist að mörgum mismunandi niðurstöðum, það er ekkert nema jákvætt.

En á meðal þess sem vakti mína athygli, er eftirfarandi:

"The pandemic has brought into relief a dissonance between our idealised image of science, on the one hand, and the work “science” is called upon to do in our society, on the other. I think the dissonance can be traced to this mismatch between science as an activity of the solitary mind, and the institutional reality of it. Big science is fundamentally social in its practice, and with this comes certain entailments.

As a practical matter, “politicised science” is the only kind there is (or rather, the only kind you are likely to hear about). But it is precisely the apolitical image of science, as disinterested arbiter of reality, that makes it such a powerful instrument of politics. This contradiction is now out in the open. The “anti-science” tendencies of populism are in significant measure a response to the gap that has opened up between the practice of science and the ideal that underwrites its authority. As a way of generating knowledge, it is the pride of science to be falsifiable (unlike religion).

Yet what sort of authority would it be that insists its own grasp of reality is merely provisional? Presumably, the whole point of authority is to explain reality and provide certainty in an uncertain world, for the sake of social coordination, even at the price of simplification. To serve the role assigned it, science must become something more like religion.

The chorus of complaints about a declining “faith in science” states the problem almost too frankly. The most reprobate among us are climate sceptics, unless those be the Covid deniers, who are charged with not obeying the science. If all this has a medieval sound, it ought to give us pause.

We live in a mixed regime, an unstable hybrid of democratic and technocratic forms of authority. Science and popular opinion must be made to speak with one voice as far as possible, or there is conflict. According to the official story, we try to harmonise scientific knowledge and opinion through education. But in reality, science is hard, and there is a lot of it. We have to take it mostly on faith. That goes for most journalists and professors, as well as plumbers. The work of reconciling science and public opinion is carried out, not through education, but through a kind of distributed demagogy, or Scientism. We are learning that this is not a stable solution to the perennial problem of authority that every society must solve.

The phrase “follow the science” has a false ring to it. That is because science doesn’t lead anywhere. It can illuminate various courses of action, by quantifying the risks and specifying the tradeoffs. But it can’t make the necessary choices for us. By pretending otherwise, decision-makers can avoid taking responsibility for the choices they make on our behalf.

Increasingly, science is pressed into duty as authority. It is invoked to legitimise the transfer of sovereignty from democratic to technocratic bodies, and as a device for insulating such moves from the realm of political contest.

Over the past year, a fearful public has acquiesced to an extraordinary extension of expert jurisdiction over every domain of life. A pattern of “government by emergency” has become prominent, in which resistance to such incursions are characterised as “anti-science”.

But the question of political legitimacy hanging over rule by experts is not likely to go away. If anything, it will be more fiercely fought in coming years as leaders of governing bodies invoke a climate emergency that is said to require a wholesale transformation of society. We need to know how we arrived here.".

...

"For authority to be really authoritative, it must claim an epistemic monopoly of some kind, whether of priestly or scientific knowledge. In the 20th century, especially after the spectacular successes of the Manhattan Project and the Apollo moon landing, there developed a spiral wherein the public came to expect miracles of technical expertise (flying cars and moon colonies were thought to be imminent). Reciprocally, stoking expectations of social utility is normalised in the processes of grant-seeking and institutional competition that are now inseparable from scientific practice.

The system was sustainable, if uneasily so, as long as inevitable failures could be kept offstage. This required robust gatekeeping, such that the assessment of institutional performance was an intra-elite affair (the blue-ribbon commission; peer review), allowing for the development of “informal pacts of mutual protection”, as Gurri puts it. The internet, and the social media which disseminate instances of failure with relish, have made such gatekeeping impossible. That is the core of the very parsimonious and illuminating argument by which Gurri accounts for the revolt of the public."

...

"

Public opinion polls generally indicate that what “everybody knows” about some scientific matter, and its bearing on public interests, will be identical to the well-institutionalized view. This is unsurprising, given the role the media plays in creating consensus. Journalists, rarely competent to assess scientific statements critically, cooperate in propagating the pronouncements of self-protecting “research cartels” as science.

Bauer’s concept of a research cartel came into public awareness in an episode that occurred five years after his article appeared. In 2009, someone hacked the emails of the Climate Research Unit at the University of East Anglia in Britain and released them, prompting the “climategate” scandal in which the scientists who sat atop the climate bureaucracy were revealed to be stonewalling against requests for their data from outsiders. This was at a time when many fields, in response to their own replication crises, were adopting data sharing as a norm in their research communities, as well as other practices such as reporting null findings and the pre-registration of hypotheses in shared forums.

The climate research cartel staked its authority on the peer review process of journals deemed legitimate, which meddling challengers had not undergone. But, as Gurri notes in his treatment of climategate, “since the group largely controlled peer review for their field, and a consuming subject of the emails was how to keep dissenting voices out of the journals and the media, the claim rested on a circular logic”.

One can be fully convinced of the reality and dire consequences of climate change while also permitting oneself some curiosity about the political pressures that bear on the science, I hope. Try to imagine the larger setting when the IPPC convenes. Powerful organisations are staffed up, with resolutions prepared, communications strategies in place, corporate “global partners” secured, interagency task forces standing by and diplomatic channels open, waiting to receive the good word from an empaneled group of scientists working in committee.

This is not a setting conducive to reservations, qualifications, or second thoughts. The function of the body is to produce a product: political legitimacy."

...

"

As UK epidemiologist Neil Ferguson said to the Times last December: “It’s a communist one-party state, we said. We couldn’t get away with [lockdowns] in Europe, we thought… and then Italy did it. And we realised we could.” He added that “These days, lockdown feels inevitable.”

Thus, what had seemed impossible due to the bedrock principles of Western society now feels not merely possible but inevitable. And this complete inversion happened over the course of a few months.

Acceptance of such a bargain would seem to depend entirely on the gravity of the threat. There is surely some point of hazard beyond which liberal principles become an unaffordable luxury. Covid is indeed a very serious illness, with an infection fatality rate about ten times higher than that of the flu: roughly one percent of all those who are infected die. Also, however, unlike the flu this mortality rate is so skewed by age and other risk factors, varying by more than a thousand-fold from the very young to the very old, that the aggregate figure of one percent can be misleading. As of November 2020, the average age of those killed by Covid in Britain was 82.4 years old.

In July of 2020, 29 % of British citizens believed that “6-10 percent or higher” of the population had already been killed by Covid. About 50% of those polled had a more realistic estimate of 1%. The actual figure was about one tenth of one percent. So the public’s perception of the risk of dying of Covid was inflated by one to two orders of magnitude. This is highly significant.

Public opinion matters in the West far more than in China. Only if people are sufficiently scared will they give up basic liberties for the sake of security – this is the basic formula of Hobbes’s Leviathan. Stoking fear has long been an essential element of the business model of mass media, and this appears to be on a trajectory of integration with state functions in the West, in a tightening symbiosis. While the Chinese government resorts to external coercion, in the West coercion must come from inside; from a mental state in the individual. The state is nominally in the hands of people elected to serve as representatives of the people, so it cannot be an object of fear. Something else must be the source of fear, so the state may play the role of saving us. But playing this role requires that state power be directed by experts.

Early in 2020, public opinion accepted the necessity of a short-term suspension of basic liberties on the supposition that, once the emergency had passed, we could go back to being not-China. But this is to assume a robustness of liberal political culture that may not be warranted. Lord Sumption, a jurist and retired member of the UK’s Supreme Court, makes a case for regarding lockdowns in the West as the crossing of a line that is not likely to get uncrossed. In an interview with Freddie Sayers at UnHerd, he points out that, by law, the government has broad powers to act under emergency. “There are many things governments can do, which it is generally accepted they should not do. And one of them, until last March, was to lock up healthy people in their homes.”"

...

"“Following the science” to minimise certain risks while ignoring others absolves us of exercising our own judgment, anchored in some sense of what makes life worthwhile. It also relieves us of the existential challenge of throwing ourselves into an uncertain world with hope and confidence. A society incapable of affirming life and accepting death will be populated by the walking dead, adherents of a cult of the demi-life who clamour for ever more guidance from experts.

It has been said, a people gets the government it deserves."

En ég ítreka hvatningu mína til allra að lesa greinina alla.

 


Verðbólgan að koma?

Það eru miklar líkur á því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum.  Ekki eingöngu á Íslandi, heldur víðast um heiminn.

Það mun líklega hrikta í kenningum sem hafa verið áberandi upp á síðkastið, um að hægt sé að prenta peninga út í hið óendanlega, án þess að "nokkuð gerist".

Meira að segja Eurosvæðið (þar sem lítið hefur gerst í langan tíma) er farið að sjá hækkandi verðbólgu.

Þannig er verðbólgan Luxembourg 3.3%, 2.1% í Þýskalandi, í Litháen er hún 2.4 og á Spáni 1.9%.  Hér er miðað við HICP (Harmonized Index Consumer Prices) frá "Sambandinu".  Þessar tölur eru fyrir apríl (og eru líklega bráðabirgða).  Nýjustu tölur frá Íslandi eru þar síðan í mars og þá var verðbólgan þannig mæld 3.8%.

Eurosvæðið í heild hefur verðbólgu upp á 1.3% (tölur frá mars), en meðaltalið segir lítið (þó að ýmsum á Íslandi sé tamt að nota það), enda er til dæmis en verðhjöðnun í Grikklandi er enn 0.8% (apríl), sem er þó skömminni skárra en þegar hún var 2% í mars. Verðhjöðnun er sérstaklega eitruð fyrir ríki eins og Grikkand, sem skuldar svo gott sem tvöfalda þjóðarframleiðslu sína.

Í Bandaríkjunum var verðbólga 2.3% í mars, sú hæsta frá 2018.

Á Íslandi mun það duga skammt að ætla að "berja" á fyritækjum, kostnaður þeirra hefur aukist og verð á innfluttum vörum og hráefni mun líklega hækka verulega næstunni.  Hefur einhver heyrt um að kostnaður s.s. raforka, hitaveita, laun eða annar kostnaður hafi lækkað? Hefur einhver trú á því að húsaleiga, eða annar húsnæðiskostnaður muni lækka?

Hvað skyldi kostnaður fyrirtækja af sóttvarnaraðgerðum vera?

Eftirspurn eftir stáli og málmum hefur aukist hratt og verð hækkað. Kopar hefur hækkað um fast að 90% á síðasta ári, hveiti hefur ekki verið dýrara síðan 2013.

Soyabaunamjöl hefur hækkað um 40% á u.þ.b. ári og kostnaðurinn við að ala sláturfé á maís, hefur víða hækkað um fast að 100%.

Framtíðarverð á kaffi hefur hækkað um ca. þriðjung og sykur hefur sömuleiðis hækkað í slíkum viðskiptum.

Víða er því spáð að "hrávara" muni hækka að meðaltali um 10% það sem eftir lifir árs, eða næstu 12 mánuðum.

Mest af þessu eru líklega bein og óbein áhrif viðbragða heimsins við "veirunni".

Hvernig þetta allt spilast eigum við eftir að sjá, því spámennska er eitt og raunveruleikinn annar.

Engin veit hvað framtíðin ber í skauti sér, og eins og maðurinn sagði, ber að varast alla spádóma, sérstaklega um framtíðina.

En það er vert að velta því fyrir sér fyrir hagfræðinga sem og áhugamenn um slík fræði hvernig "veiran" hefur áhrif á hagkerfin.

Hvað gerist t.d., þegar flestir eru heima hjá sér og hella upp á kaffi í sínum vélum (sem oftar en ekki leiðir til að kaffi fer til spillis og eftirspurn eftir kaffi eykst) en spara með því fé, sem hægt er að nota til annars.  Á meðan borgar hið opinbera laun kaffigerðarmannana, og heldur þannig uppi eftirspurn (í raun eykur hana) jafnframt því að stuðla að sóun á kaffi og aukinni eftirspurn eftir því.

Ef þetta er margfaldað yfir allar starfsgreinar, hver verður útkoman?

Halló verðbólga?

Halló vaxtahækkanir?

Seðlaprentun þegar eftirspurn dregst saman er annað en seðlaprentun þegar eftirspurn er að aukast, eða útlit fyrir slíkt.

Líklega eru flestir seðlabankar í heiminum að hugleiða vaxtahækkanir, en hvenær þær koma til framkvæmda er erfiðara að sjá, þar ræður líka pólítískt andrúmsloft nokkru um.

En líklega er veruleg verðbólga nokkurn vegin óumflýjanleg.

En líklega bíta verkfæri seðlabankans á Íslandi fljótar nú þegara svo margir hafa flutt húsnæðislán sín yfir í óverðtryggð lán, með breytilegum vöxtum.

 

 


mbl.is Hækkunin kom mikið á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnar vilja fara varlega í fjármálum

Finnar (hið opinbera) fara alla jafna varlega í fjármálum og fjármálakreppan sem setti landið í heljargreipar seint á síðustu öld dró ekki úr því.

Vissulega hefur staðan, eins og hjá svo mörgum öðrum, versnað undanfarin áratug, og Finnland uppfyllir ekki lengir þau skilyrði sem sett eru Euroþjóðunum.  Það gera þau reyndar fæst.

Ætli það séu ekki 6 eða 7 af þeim.

Það er ekki óeðlilegt að deilt sé um fjárlög og þátttöku þjóða í "Neyðarsjóði Evrópusambandsins", um er að ræða stórar upphæðir og í raun fjármagnsfærslur á milli þjóða. 

Raunar eru enn 10 þjóðir sem hafa ekki samþykkt "Neyðarsjóðssamninginn" á þjóðþingum sínum, þar á meðal ríki eins og Þýskaland, Holland, Finnland og Pólland.

Í Þýskalandi fór málið fyrir Stjórnlagadómstól landsins, sem  gaf grænt ljós fyrir viku síðan, en setti svo marga fyrirvara að líklegt þykir að þar muni koma til nýrra málaferla, sem hugsanlega gætu staðið svo árum skiptir.

En þetta sýnir hvað ákvarðanir og aðgerðir geta tekið langan tíma innan "Sambandsins", nú þegar u.þ.b. 14 mánuðir eru síðan "veirufaraldurinn" hófst, hyllir undir að "Neyðarsjóðurinn" komist á laggirnar, en er þó alls ekki útséð enn hvenær það verður.

En "faraldurinn" hefur skerpt á ójafnvæginu sem ríkir í fjármálum Euroríkjanna, sem sést á meðfylgjandi línuriti, sem sýnir Target 2, "balansinn".

En með örfáum undantekningum stefnir Target aðeins í eina átt, og ekki til jafnvægis.  Finnar hafa jafnan verið plúsmegin og hefur "balans" þeirra því sem næst 16 faldast síðan 2008.

Target 2 balances 01.04.21


mbl.is Harðar deilur á finnska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa opinberir starfsmenn frekar vernd en starfsmenn á almennum markaði?

Hvar liggja mörkin á milli ábyrgðar starfsmanns og ábyrgðar fyrirtækis eða stofnunar?  Það er líklega spurningin sem skiptir mestu máli þegar rætt er um hvort að rétt og eðlilegt sé að höfðað sé mál gegn starfsmönnum stofnunar s.s. Seðlabankans.

Persónulega tel ég opinbera starfsmenn ekki eiga eða þurfa meiri rétt en starfsmenn fyrirtækja á almennum vinnumarkaði.

Ég tel starfsmenn Seðlabankans eigi ekki að þurfa frekari vernd en t.d. lögreglumenn.

Að krefjast "skaðleysis" þeim til handa finnst mér langt seilst.

Þegar Seðlabankinn ákærði Samherja, voru jafnframt 3. eða 4. lykilstarfsmenn Samherja ákærðir.

Er eitthvað óeðlilegt að lykilsstarfsmenn Seðlabanka geti sömuleiðis verið ákærðir?

Fram hefur komið í fréttum að mjög vafasöm tölvupósts samskipti hafi farið á milli starfsmanna Seðlabanka og Ríkisútvarpsins.

Er óeðlilegt að fyrir slíkt sé kært?

Ef yfirmenn viðkomandi starfsmanna stíga fram og segja þá aðeins hafa verið að framfylgja skipunum sínum, horfir öðru vísi við og ætti þá ákærur að beinast að yfirmönnum?

En eins og frægt er orðið, þykir að ekki nóg að hafa eingöngu verið að framfylgja skipunum til að teljast saklaus.

Persónulega get ég ekki séð nein rök fyrir því að opinberir starfsmenn fái "skaðleysi", frekar en starfsmenn hjá öðrum fyrirtækjum.

Opinberir starfsmenn hljóta að þurfa að gæta þess eins og aðrir að misnota ekki vald sitt eða starf og gæta þess að lög og lagaheimildir séu að baki aðgerða þeirra.

Svo að eitt af tískuorðum nútímans sé notað, þá þurfa þeir einnig að gæta þess að gæta meðalhófs.

Það væri mikil afturför ef opinberir starfsmenn yrðu gerðir "skaðlausir" vegna valdníðslu gegn almenningi.

 

 


mbl.is Umdeilanlegt að höfða mál gegn starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pandórubox Demókrata

Persónulega finnst mér fyrstu mánuðirnir á valdatíma Joe Bidens hafa tekist ágætlega, þó alltaf megi deila um einstaka aðgerðir.

Forsetinn hefur haldið sig nokkuð til hlés, ekki komið mikið fram opinberlega eða haldið marga fundi með fjölmiðlum, en verið iðinn eigi að síður.

En með þessu frumvarpi og vangaveltum um að fjölga í hæstarétti sýna Demókratar að þeir eru ekki að hugsa um að lægja öldurnar ef svo má að orði komast.

Bæði málin eru "pandórubox" sem ég held að færi betur á að væru óopnuð.

Ef stofnað verður til borgríkis í Washington D.C., fara líklega margar aðrar borgir að hugsa um "sín réttindi".

Ég held að 19 borgir í Bandaríkjunum hafi fleiri íbúa en Washington, þar af líklega 5 í Texas einu saman, 4. í Californiu.

Þessar borgir gætu örugglega hugsað sér að hafa 2 öldungardeildarþingmenn hver.

Hins vegar get ég skilið að áhugi sé á því að íbúar Washington kjósi til þings. 

Eðlilegasta lausnin á því vandamáli væri líklega að láta borgina tilheyra Maryland. Þaðan var landsvæðið tekið, ef ég hef skilið rétt, því landsvæði sem tekið var frá Virginiu var skilað síðar.

Rökin gegn því að ríkjandi valdhafar fjölgi í Hæstarétti til að ná þar meirihluta eru vonandi flestum augljós.

Slíkt fyrirkomulag leiðir landið í ógöngur, ef slíkt þykir eðlilegt í hvert skipti sem skipt er um valdhafa.

Þar má vissulega ræða hvort að rétt sé að skipa dómara til ákveðins tíma, eða þar til þeir hafa náð ákveðnum aldri.

En það er óskandi að Öldungadeildin svæfi þessi mál.

 

 

 

 

 


mbl.is Frumvarp um 51. ríkið komið til öldungadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

(Fimmaur) Sannarlega engir Kórdrengir

Gat ekki stillt mig um þennan fimmaur.

En sannir Kórdrengir rjúfa ekki sóttkví.


mbl.is Bretarnir rufu sóttkví eftir komuna til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsjálenska leiðin?

Ég skrifaði fyrir fáum dögum um "Áströlsku leiðina" í baráttuni við "veiruna".  En nú tala allir um "Nýsjálensku leiðina", og ef ég hef skilið rétt er hafin undirskriftasöfnun slíkr leið til stuðnings.

Margir virðast telja að Nýsjálendingar hafi "einfaldlega lokað landamærunum og lifað hamingjusamir upp frá því".

Svo er þó ekki.  Þar var gripið til fjölmargra mjög harðra aðgerða.

"Lokun" landamæranna er þar vissulega mikilvæg.  En einnig var gripið til umfangsmikilla "lockdowna", þar sem gefnar voru út tilskipanir um bann við því að fara út (stay at home order), nema í nauðsynlegustu erindum, s.s. að kaupa mat og lyf.

Á síðasta ári var "lockdown" frá enda mars, til byrjun júni. Hundruðir ef ekki þúsundir Nýsjálendinga voru sektaðir fyrir að brjóta "lockdownið".

Síðan hefur landið reglulega gripið til harðari samkomutakmarkana og stærsta borgin, Auckland hefur nokkrum sinnið farið í styttri "lockdown, nú síðast yfir mánaðarmótin febrúar/mars 2021.

Það er því alls ekki svo að "lokun" landamæra ein og sér hafi dugað.

Hér má finna sögu takamarkana í Nýja Sjálandi og hvernig mismunandi "Alerts" virka. 2. stigs "Alert" takmarkar mannfjölda t.d. við 100 og 3. stigs við 10 og þá eingöngu fyrir brúðkaup og jarðarfarir.

En það er rétt að taka eftir að mismunandi "Alerts" geta verið í gildi á mismunandi svæðum.  Þannig væri t.d. líklegt að ef reglurnar yrðu yfirfærðar á Ísland, hefðu mun strangari reglur gilt á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni, rétt eins og Auckland hefur þurft að búa við mun meiri takmakanir en önnur svæði á Nýja Sjálandi.

Það getur meira en verið að margir Íslendingar vilji fara "Nýsjálensku leiðina" og ekkert út á slíkt að setja, en það verður að ræða um hana í heild, ekki bara segja að það eigi að "loka landamærunum".

En það verður líka að ræða um afleiðingar eins og lesa má um í viðhengdri frétt, þegar fólk "lokaðist úti"  beið í 400 daga eða þar um bil.

En sjálfsagt finnst mörgum leið Nýsjálendinga athyglisverð, t.d. er aðeins 4. mismundandi stig, þannig að fyrirsjáanleiki er meiri, ekki sama "spennan" um hvað verður á "minnisblaðinu".

En best fyrir Íslendinga að finna sína eigin "leið" og sjálfsagt að leita "áhrifa" víða. 

Hvernig blandast kiwi og hnetusmjör?

P.S. Eitthvað hefur misfarist, því fréttin sem ég hugðist festa þessa færslu við, er hvergi að finna. En hana má finna hér: Fjöl­skyld­ur sam­einaðar eft­ir 400 daga aðskilnað


Það áhugaverðasta sem ég hef lesið í dag

Mér finnst margt áhugavert sem kemur fram í þessari frétt og ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því að hvað þáttur Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skipt miklu máli fyrir Íslendinga.

Fyrst í skimunum og svo í raðgreiningum.

En ég hafði engin tök á að fylgjast með þessum fyrirlestrum, en í þessari frétt finnst mér tvennt sérstaklega athyglisvert.

Þessi málsgrein finnst mér sérstaklega athyglisverð, haft er eftir Kára:

"Mun­ur­inn á ann­ars veg­ar þess­um miklu ein­kenn­um sem er það sem sjúk­ling­ur­inn kvart­ar und­an og hins veg­ar þess­um ör­fá­um hlut­um sem hægt er að mæla bend­ir til þess að áhrif sýk­ing­ar­inn­ar á and­legt ástand fólks virðist skipta mjög miklu máli," seg­ir hann.

Ég velti fyrir mér hvað þetta þýðir nákvæmlega.

"... að áhrif sýkingarinnar á andlegt ástand fólks virðist skipta mjög miklu máli".

Ég get ekki alveg ákveðið með sjálfum mér hvað þetta þýðir. 

Ég er þó þeirrar skoðunar að vissulega skipti andlegt heilbrigði máli hvað varðar líkamlegt og öfugt.  Ég er orðinn svo gamall að ég man eftir slagorðinu "heilbrigð sál í hraustum líkama", slíkt þótti ekki einu sinni "smánandi þegar ég var að alast upp.

En hvernig hefur "sýkingin áhrif á andlegt ástand"?

Getur það verið (fyrir suma einstaklinga) andlegt áfall að sýkjast af Covid? Getur hræðsla við sjúkdóminn ýkt sýkingu og einkenni sjúkdómsins? Með öðrum orðum veikt ónæmiskerfið?

Ótti og hræðsla er ekki æskilegir félagar í lífshlaupinu og mér finnst ekki ótrúlegt að slíkt geti haft áhrif á heilbrigði, þ.e.a.s. líkamlegt, ég held að fáir efist um hið andlega.

Ég hef reyndar oft velt því fyrir mér þegar fréttir hafa borist af fjölda einstaklinga í smitskimunum, hvað hrjáir allt þetta fólk.

Það hefur komið fram í fréttum að 99%, eða svo af þeim sem hafa komið í skimun á Íslandi, hafa reynst ósmitaðir af Covid.  Hvaða sjúkdómar gáfu þessum fjölda einstaklinga þau einkenni að þeim þótti ástæða að fara í skimun?

Virkilega þess virði að velta þessu fyrir sér.

Hin setningin (og fyrirsögnin) finnst mér einnig athygli virði.  "Hann seg­ir veir­ur alltaf hafa sprottið upp í heim­in­um en ástæðan fyr­ir því að þessi hafi orðið svona stórt vanda­mál sé sú hversu heim­ur­inn er orðinn lít­ill. „Menn eru að fær­ast á milli með svo mikl­um hraða og í svo mikl­um fjölda að ef svona veirupest sprett­ur upp á ein­um stað þá kem­urðu ekki í veg fyr­ir að hún breiðist út um heim­inn með því að setja upp smá girðingu uppi á Holta­vörðuheiði."

Er verulega flóknara að setja upp "girðingu" á Holtavörðuheiði, en á Keflavíkurflugvelli og Seyðisfirði?

Þarf ekki banna ónauðsynleg ferðalög, t.d. má banna bílaumferð einstaklinga um Holtavörðuheiði.  "Nauðsynlegir" ferðalangar sem lenda á Akureyrar- eða Egilstaðaflugvelli eru svo fluttir með rútum á "Sóttkvíarhótel".

Ekki mín tillaga, mér sýnist hún vel framkvæmanleg, skynsamleg er hún þó varla. En ef á að byggja upp veirufrí svæði, gæti hún gagnast.

 

 


mbl.is Girðing á Holtavörðuheiði dugar ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástralska leiðin?

Ég fæ það stundum á tilfinninguna að Íslendingar hafi eitthvað óútskýrt blæti fyrir "útlendum leiðum".

En eins og Samfylkingarfólki ætti að vera í fersku minni, reynast þær ekki alltaf eins og lagt er upp með.

Líklega hafa flestir heyrst minnst á "Sænsku leiðina", en hún er til á fleiri en einu sviði, en Portúgalska leiðin (hvað varðar fíkniefni), "Finnska leiðin" í skólamálum, "Skoska leiðin" leiðin í flugsamgöngun hafa einnig verið í umræðunni og fleiri dæmi má líklega finna.

Nú er all nokkuð rætt um "Áströlsku leiðina" í sóttvörnum.

Að því að ég hef séð hefur þó enginn, fjölmiðill eða talsmenn leiðarinnar, haft fyrir því að útskýra hvaða leið Ástralir fóru, nema að sagt að (í stuttri útgáfu) þeir hafi lokað landamærunum, þar séu allir hamingjusamir, borðandi á veitingahúsum og syngjandi á tónleikum.

En Áströlsk yfirvöld hafa gripið til mjög harðra aðgerða hvað varðar landamæraeftirlit.  Ekki eingöngu þurfa allir sem koma til landsins (þeir eru að gera undantekningu nú, hvað varðar Nýsjálendinga) að fara í 14. daga sóttkví undir eftirliti lögreglu/hers, heldur hafa þeir takmarkað þann fjölda sem fær að koma til landsins.

Það kann enda að vera nauðsynlegt til að hafa fulla stjórn á sóttkvíarstandinu.

Þannig hafa aðeins 5000 til 7500 eintaklingar getað komið til Ástralíu í viku hverri, eftir því hvað harðar aðgerðir hafa verið við lýði.

Ástralskir ríkisborgarar, eða þeir sem hafa heimilisfesti þar hafa ekki notið neins forgangs eða sleppa fram hjá þeim kvóta.

Miðað við höfðatöluna margfrægu, reiknast mér til að það samsvari á bilinu 70 til 100 yrði hleypt til Íslands á viku hverri.

Af slíkum kvótum leiða önnur vandamál.  Sökum þess hve fáir mega koma, en flugfélög leitast samt við að halda uppi lágmarksstarfsemi og samgöngum, eru gjarna aðeins hægt að bóka örfáa í hvert flug, en þó notaðar mjög stórar flugvélar, vegna fjarlægðarinnar til áfangastaða.

Mikið er um að 40 til 60 manns séu í hverri flugvél og aðeins seld sæti í "dýrustu klössum".

Sem aftur hefur orðið til þess að aðeins þeir efnameiri hafa efni á sætunum og ferðalög erlendra auðkýfinga og kvikmyndastjarna til Ástralíu, hafa mælst mis vel fyrir á meðal Ástrala, ekki síst þeirra sem hafa ekki efni á að fljúga heim til sín og hafa verið strandaglópar erlendis svo mánuðum skiptir.

Engin sleppur við sóttkví, en kvikmyndastjörnur og auðkýfingar hafa fengið leyfi til að taka út sína sóttkví á búgörðum og lúxus "resortum".

En merkilegt nokk, heyrist mér að málsvara "Áströlsku leiðarinnar" megi á Íslandi ekki hvað síst finna á meðal þeirra sem kenna sig við sósíalisma og stuðngingsmanna fyrrverandi "alþýðuflokka".

En það er allt eins líklegt að slíkar aðgerðir á Íslandi hefðu í för með sér að allar flugsamgöngur, utan fragtflugs og þær flugleiðir sem Ríkissjóður greiddi fyrir, mundu leggjast af.

Talað er um að nú, í kringum ári eftir að reglurnar tóku gildi, sé enn allt að 40.000, Ástralskir ríkisborgarar strandaglópar erlendis, margir búnir að missa atvinnu og búi við þröngan kost.

Þeir hafa leitað til Sameinuðu þjóðanna vegna þess sem þeir telja mannréttindabrot og að Áströlsk yfirvöld brjóti Mannréttindasáttmála samtakanna.

En auðvitað eru skiptar skoðanir um hvort lög, mannréttindi eða annað slíkt sé nokkuð sem þurfi að taka tillit til.

Í janúar síðastliðnum, lækkuðu Áströlsk stjórnvöld vikuleg fjöldan tímabundið, en hleyptu samt inn 1700 tennisspilurum og fylgdarliði þeirra fyrir "Australian Open".

Þeir þurftu í sóttvkí eins og aðrir, en tennisspilarar fengu forgang yfir Ástralska ríkisborgara.

Mér skilst einnig að svo gott sem allar nema nauðsynlegustu samgöngur á milli fylkja í Ástralíu hafi verið bannaðar.

Líklega má færa fyrir því rök að ef Íslandi hefði verið skipt upp í 4 til 5 sóttvarnarsvæði, gætu í það minnsta Norð- og Austlendingar og gott ef ekki Vestfirðingar líka setið á veitingastöðum og sungið á tónleikum, rétt eins og Ástralir.

Spurning sem verður að svara er hins vegar hvort að Íslendingar vilji fara slíkar leiðir og svo má spyrja sóttvarnaryfirvöld hvers vegna þær hafa ekki verið valdar.  Ekki það að ég sé að mæla fyrir þeim.

Persónulega tel varasamt að halda að það sé hægt að "kaupa" pakka að utan, finna bara "töfralausn" sem hægt sé að afrita og allt falli í blóma.

Það sést ef til vill best á þeirri frétt sem þessi færsla er hengd við, þar segir frá baráttu Færeyinga við veiruna.

Þeir virðast í fljótu bragði beita svipuðum vopnum og Íslendingar, en með mikið betri árangri.  "Færeyska leiðin" virðist virka vel, fyrir Færeyinga.

Þar eru líklega að verki einhverjar "breytur" sem blasa ekki við.

Sjálfsagt má líka sitthvað læra af Áströlum, en það er nauðsynlegt að þeirra aðgerðir séu ræddar sem heild og allt komi fram (þessi færsla er ekki heildaryfirlit yfir aðgerðir Ástralskra stjórnvalda).

Þessi færsla byggir á fréttum frá SBS NewsFrance24 og BBC.

P.S. Hitt er svo að þegar þegar stjórnmálamenn, ekki síst ef þeir eru úr Samfylkingunni, boða "töfralausnir", þá tel ég rétt að taka því með miklum fyrirvara.  :-)

 


mbl.is Í Færeyjum er lífið næstum eðlilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinna, einkalíf og siðanefndir og -vandir einstaklingar

Urskurðir siðanefnda vekja alltaf athygli, en ekki nauðsynlega gleði.  Hvort að siðavandir einstaklingar sitji í siðanefndunum eru sömuleiðis skiptar skoðanir um.

En hvaða rétt hafa fyrirtæki til að skipa siðanefndir til að fjalla um athæfi starfsmanna sinna utan vinnutíma?

Fróðlegt væri að heyra álit stéttarfélaga á því.

Ég er sammála því að ýmsu leyti virðist framganga Helga á samfélagsmiðlum rýra trúverðugleika hans sem hlutlauss fréttamanns, og þá óbeint stofnunarinnar sem hann starfar fyrir.

En hvar liggja mörkin á milli vinnu og einkalífs?

Hefur vinnuveitandi rétt á því að krefjast á starfsmaður viðri skoðanir sínar hvergi opinberlega?

Má íþróttafréttaritari "halda með" félagi?

Eftir því sem mér skilst lét RÚV starfsmann sinn á Selfossi "fjúka" vegna svipaðs atviks, en ég treysti mér ekki til segja um hvort það er fyllilega sambærilegt eða ekki, þekki ekki nóg til málsins.

Kennari norður í landi, sem var rekinn fyrir að viðra í frítíma sínum, trúarskoðanir  og hvernig "heilög ritning" fjallar um samkynhneigð, var rekinn úr starfi.

En dómstólar töldu rétt hans til að að aðhafast slíkt í frítíma sínum ótvíræðan.

Kennari við háskóla var hins vegar rekinn fyrir að tjá þær skoðanir að konur væru til leiðinda og spilltu fyrir, og dómstólar töldu það lögmæta ástæðu uppsagnar.

Ég þekki ekki hvort að hann ritaði orð sín á Facebook í frítíma sínum eða í vinnunni. Þó skilst mér að um hafi verið að ræða lokaðan hóp.

Þannig að eitthvað eru málin blandin.

Hvar liggja mörkin á milli einkalífs og atvinnu?

Getur framkoma í frítíma, réttlætt atvinnumissi?

Er hægt að banna starfsmönnum að tjá skoðanir sínar?

Ef starfmaður lætur tattúvera hamar og sigð á áberandi stað, gefur það vinnuveitenda rétt til að segja honum upp, vegna þess að táknið gæti sært bæði samstarfsfélaga og viðskiptavini?

Persónulega finnst mér enginn vafi á því að Helgi Seljan hefur brotið siðareglur RUV, rétt eins og mér fannst líklegt að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur Alþingis.

En hvort að siðareglurnar og siðanefndirnar eigi rétt á sér er allt annar handleggur.

Hvort að það sé lagagrunnur fyrir því að setja starfsmenn undir slíkt, utan vinnutíma, væri fróðlegt að fá úrskurð um.

Þó að í "tísku" sé að setja slíkar reglur segir það lítið til um lögmæti þeirra, það er að segja utan vinnutíma.

En framganga utan vinnutíma getur vissulega skaðað trúverðugleika t.d. fréttamanna, en ég held að engar siðareglur breyti afstöðu þar um.  Einstaklingar dæma eftir "eigin standördum".

En ef til vill segir Helgi Seljan okkur ábúðarfullur frá því næst þegar þingmaður verður sakaður um að hafa brotið siðareglur eða næst þegar háskólakennari verður rekinn fyrir að segja einhverja vitleysu á samfélagsmiðlum.

En svo gæti RUV líka haft "siðameistara" sem starfsmenn senda færslur sínar til, og fá samþykki, áður en þeir birta þær á samfélagsmiðlum.

 

 


mbl.is Siðanefnd féllst ekki á endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig ættu smit á landamærum að teljast?

Þó að alltaf megi deila um hversu áreiðanlegar talningar og tölulegar upplýsingar sem þessar eru, eru þær þau gagnlegar og gefa vísbendingar sem hægt er að byggja á.

Þó að misjafnlega sé staðið að talningum og skimunum í mismunandi löndum, þá er þetta sannarlega betri en ekkert.

En ég velti því fyrir mér hvernig rökrétt er telja smit sem lönd stöðva á landamærum sínum, rétt eins og gert er á Íslandi.

Ég er eiginlega þeirrar skoðunar að smit á sem eru stöðvuð á landamærum eigi ekki að teljast sem smit í viðkomandi landi.

Ef eitthvað, ættu þau frekar að teljast til landsins sem ferðast er frá.

Þannig eykst hættan af ferðalöngum frá Íslandi ekki við að fjölmargir smitaðir einstaklingar finnist á landamærunum.  Í raun má ef til vill segja þvert á móti.

Það að á annan tug smitaðra einstaklinga finnist um borð í skipi sem kemur til hafnar á Íslandi kallar ekki á frekari aðgerðir á Íslandi, eða gerir Íslenskan ferðamann líklegri líklegri til að bera með sér smit til annars lands.

Það er að segja ef smitin uppgötvast strax og viðeigandi ráðstafanir séu gerðar. (Eins og mér skilst að hafi t.d. tekist vel fyrir Austan.).

Ef flugvél er lent á Keflavíkurflugvelli, vegna þess að einn farþegi hennar hefur veikst og er fluttur á spítala, ætti það ekki að skapa neina hættu á Íslandi (ef vel er að málum staðið, sem ég hef fulla trú á) eða í raun að teljast sem Íslenskt smit.

Ég hugsa að Sóttvarnarstofnunar Evrópu færðist nær því að sýna raunverulega stöðu, ef smit væru talinn á þann máta.

 


mbl.is Ísland grænt á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör, jafnrétti og jafnræði

Mér er sagt að úrslit í forvali hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi hafi vakið mikla athygli og komið á óvart.

Mér sýnist þó að útkoman sé frambærilegur og ágætis listi (sem getur þó átt eftir að breytas í uppröðun).  Ekki það að það sé mitt að dæma, það gerðu flokksmenn með þátttöku sinni.

En þegar konur skipa 3. efstu sætin og 4. sæti af fimm, þá upphefst umræðan um "jafnrétti" á listanum.

Ég vona svo sannarlega að VG (líklega kjördæmisráð) félagið sem sá um framkvæmd forvalsins hafi haft jafnrétti í hávegum að gætt til hins ítrasta að allir þátttakendur nytu jafns réttar og fyrirgreiðslu af þess hálfu.

Það er jafnrétti, að njóti jafns réttar.

Hvort að jafni rétturinn hafi síðan skilað úrslitum þar sem jafnræði sé með kynjunum er annað mál og svo varð ekki í þessu tilviki.

Eitthvað hef ég heyrt talað um að breyta uppröðun og færa karl ofar á listann í nafni jafnréttis jafnræðis kynjanna og verður fróðlegt að sjá hvað gerist.

Til samanburðar má nefna að talað er um að líklega standi baráttan um efsta sætið hjá VG í Suðvesturkjördæmi á milli Umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar og Ólafs Þórs Gunnarssonar. 

Þá heyri ég um leið sagt að úrslit þar sem þeir tveir yrðu í efstu sætunum yrðu aldrei látin standa.  Hvernig slík úrslit yrðu höndluð (ef til þess kæmi að þau yrðu svo) á svo vitanlega eftir að koma í ljós.

Hvort að VG ákveddi að breyta slíkum úrslitum í nafni jafnræðis kynjana, er mér að sjálfsgögðu að að meinalausu og að hafa þeir til þess fullan rétt.

En það er í mínum huga ekki jafnrétti, það er "skilyrt lýðræði", í nafni jafnræðis kynjana.

Þar með er ég ekki að segja að það sé nauðsynlega slæmt markmið, en ég kýs þó að hafa "mitt lýðræði" óskilyrt.

 

 

 

 


mbl.is Hólmfríður leiðir lista Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slaufanir og nornaveiðar

Það hefur býsna mikið verið fjallað um svokallaðan "cancelkúltúr", eða "slaufunarmenningu eins og er byrjað að kalla fyrirbærið, upp á síðkastið.

Það kemur ef til vill ekki til af góðu, enda hefur fyrirbærinu vaxið hratt fiskur um hrygg á undanförnum misserum.

Margir hafa líkt þessu við fasisma, enda hefur "cancelkúltúr" líklega hvergi átt betra skjól en hjá alræðisstjórnum s.s. kommúnisma og fasmisma.

Kínverski kommúnistaflokkurinn er ekki síður duglegur við að "cancela" einstaklingum en "Twitterherinn".

Trúarbrögð hafa einnig ljóta sögu hvað slíkt varðar og "canceluðu" mörgum sér ekki þóknanlegum  bókstaflega endanlega, og slíkt virðist enn mæta velþóknun í sumum trúarbrögðum.

Ekki er úr vegi að minnast á nornaveiðar og -brennur í þessu samhengi, enda margt keimlíkt með athöfnunum, þó að nú á tímum séu bálkestirnir og heykvíslarnar næstum eingöngu "sæber".

Þessi árátta er lang mest áberandi nú á vinstri væng stjórnmálanna nú á dögum, en hægri menn hafa vissulega spreitt sig á þessum vettvangi á ýmsum skeiðum. 

Nægir þar að minna á "óameríkanska tímabilið" um miðja síðustu öld.  Þar naut "cancelkúlturinn" sín vel, þó að undir öðru nafni væri. Fáir voru þar líklega "dæmdir" saklausir, ef það að vera kommúnisti er talið saknæmt athæfi, en hversu eðlilegt er að telja stjórnmálaskoðanir saknæmt athæfi?

Reyndar má segja að ekkert sé nýtt í þessu efnum og allt snúist í hringi.  Eins og áður sagði hafa t.d. kristin trúarbrögð "cancelað" (t.d bannfært) marga einstaklinga í gegnum tíðina, en á upphafsárum þeirra trúarbragða létu (í það minnsta ef trúa má frásögnum) Rómverjar ljón sjá um að "cancelera" ýmsum áberandi kristnum einstaklingum.

Það sem ef til vill sker "cancel culture" nútímans hvað mest frá fornum tímum, er að nú á dögum nýtur hann alls ekki stuðnings, eða atbeina hins opinbera nema á stöku stað.

Líkamlegt ofbeldi, þó að það sé ekki óþekkt, er einnig sem betur fer fjarverandi í flestum tilfellum.

"Aftökustaðirnir" eru fjöl- og samfélagsmiðlar og refsingin smánun og atvinnumissir, frekar en "beinar aftökur".

"Athugasemdir" og "statusar" hafa leyst af "heykvíslar" og "kyndla", og vissulega má telja það að til framfara tæknialdarinnar:-)

En að sama skapi krefjast þær framfarir minna af þátttakendum í "blysförunum" sem þurfa ekki að einu sinni að hafa fyrir því að yfirgefa þægindi heimila sinna.

Það má "hafa allt á hornum" sér á sama tíma og steikin er í ofninum, nú eða vinnunni sinnt á "faraldurstímum".

En af hverju eiga svo margir erfitt með að umbera andstæðar skoðanir, önnur trúarbrögð, eða hvað það svo sem er sem fer í taugarnar á þeim?

Auðvitað er alltaf eðlilegt og sjálfsagt að ræða málin, rökræða, berjast um hugmyndir eða "fræði" þeim tengd.

En þýðir það að þeir sem eru andstæðrar skoðunar séu óalandi, óferjandi, eigi skilið að missa vinnunna, eða að engir eigi að kaupa hugverk þeirra?

Auðvitað verður hver að svara fyrir sig.

En frjálslyndi, umburðarlyndi og skilningur á mismunandi sjónarhornum virðast mér víða vera á undanhaldi.

Þó er eðlilegt að halda fram eigin skoðunum og mótmæla þeim sem viðkomandi er ekki sammála.

Jafnvel af festu, en ekki ofstæki.

 


Bóluefni og upplýsingaóreiða

Það hefur mikið verið rætt um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og annað í þeim dúr upp á síðkastið, líklega sérstaklega á síðasta ári.

Mikið hefur borið á því að aðilum eins og Rússum, Kínverjum og Írönum séu taldir standa á bakvið óreiðuna og ég tel að vissulega hafi svo verið á stundum.

Það er enda gömul saga og ný að ríki reyni noti margvíslegar aðgerðir til að hafa áhrif í öðrum ríkjum bæði í kosningum sem í öðrum málefnum.

Slíkar tilraunir eru langt í frá bundnar við þau þrjú ríki sem nefnd eru hér að ofan.

En hvað varðar bóluefni og umræðu um þau, sérstaklega í Evrópu, geta Rússar sem aðrir hallað sér aftur og látið sér nægja að fylgjast með umræðunni.

Evrópskir leiðtogar, stjórnmálamenn og vísindamenn hafa alfarið tekið að sér að upplýsingaóreiðina og "vitleysis" fréttirnar.

Fyrst mátti t.d. ekki gefa bóluefni Astra/Zeneca þeim sem voru eldri en 65 ára.  Svo mátti ekki gefa neinum það.

Svo mátti gefa þeim svo voru eldri en 70. ára bóluefni Aztra/Zeneca, svo mátti gefa það körlum á öðrum aldri, en ýmsir vísindamenn segja þó að það sé áhættunnar virði að þyggja títtnefnt bóluefni.

Hverjum viltu trúa?

Svo eru þeir sem segja að bóluefni gefi ekki 100% vörn (sem er líklega rétt), því sé ekki rétt að gefa þeim sem eru bólusettir neinn forgang.

Þannig að þeir sem eru í lítilli hættu á að smitast hagnast lítið sem ekkert á því að láta bólusetja sig, eða er ég að misskilja útreikningana?

Staðreyndin virðist mér vera sú að forsvarsmenn Evrópusambandsins eru gjörsamlega búnir að klúðra bólusetningarmálunum, og með því að "hengja sig" við "Sambandið" deila Íslensk stjórnvöld klúðrinu.

"Faraldurinn" herjar lang verst á Evópulönd.  Þar á eftir i lönd í Ameríku.  Það þarf því enginn að undra að lönd í þeim heimsálfum hafi gengi harðast fram í að tryggja sér bóluefni.

Þó virðast lönd innan Evrópusambandsins (og að hluta EES) hafa gert þau mistök að hafa treyst um of á "miðstýrt apparat" "Sambandsins" sem hefur enga reynslu í slíkum efnum, eða er vant að höndla heilbrigðismál.

Sé afrekaskrá Ursulu Von Der Leyen skoðuð í Varnarmálaráðuneyti Þýskalands, þarf fáum að koma á óvart að hún valdi ekki slíku verkefni.

Sú afrekaskrá byggist ekki hvað síst á því að "ráðast" á þá sem bera ábyrð á mistökunum (rétt eins og Aztra/Zeneca) og fría sjálfan sig.

En hitt er svo rétt að velta fyrir sér, að ef allt það sem sagt hefur verið um bóluefni Astra/Zeneca á mismunandi tímum er rétt, það er ef við göngum út frá því að vísindin byggist á viðbótarþekkingu. 

Hvers vegna í ósköpunum ætti almenningur að sætta sig við að vera þátttakendur í slíkri tilraun, án þess að vera tilkynnt um slíkt fyrirfram og án þess að samþykkis þátttakenda sé aflað?

Er einhver von um að slíkri spurningu sé svarað?

 

 

 


mbl.is Forsætisráðherrar fá efni AstraZeneca
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvirkt gæsluvarðhald ólögmætt

Ég get ekki neitað því að mér fannst gleðilegt að heyra að ákvörðun um að að hluti þeirra sem koma til Íslands frá útlöndum þurfi að sæta forvirku gæsluvarðhaldi/sóttkvíarhús hafi verið hnekkt fyrir dómstólum.

Það virðist einfaldlega hafa verið gengið út frá því að ákveðin áhætta væri á því að einstaklingar brytu af sér.

Sú meginregla réttaríkja að í það minnsta rökstuddur grunur þurfi að vera um afbrot, til að megi svipta einstaklinga frelsi var að engu hafður.

Það virðist hafa verið talin hætta á að viðkomandi einstaklingar brytu af sér.  Gæsluvarðhald/sóttkví verður því talin forvirk aðgerð.

Vissulega geta verið rök fyrir því að gera ákveðnar kröfur til dvalarstaðar þeirra sem ætlað er að vera í sóttkví.

Það kann jafnvel að vera talið sé nauðsynlegt að haft sé eftirlit með þeim sem í sóttkví dvelja.

Allt þarf það þó að byggjast á lögum.

Það er hálf skrýtið að sjá alla þá sem hafa stigið fram og talið að lögmenn og dómstólar ættu að fara eftir einhverju öðru en þeim lögum sem gilda í landinu.

Að lög gildi í landinu eða að grundvallarregla sé að einstaklingar séu saklausir þangað til sekt sé sönnuð, hvað þá að ekki sé ástæða til að refsa þeim sem ekkert hafa brotið af sér, virðist ekki vefjast fyrir þeim sem þannig tala.

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Ég finn alveg rosalega mikið traust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein gata - 64 myndir

"Heimsfaraldurinn" hefur haft margvísleg áhrif.  Víða hafa lokanir verið strangar og bitnað hvað harðast á smáum sérverslunum, veitingahúsum, litlum þjónustuaðilum og þeim sem hjá þeim starfa.

Hér má sjá seríu 64. mynda sem allar eru nýlega teknar á Queen Street í Toronto.

Samtök sjálfstæðra Kanadískra fyrirtækiseigenda segir ástandið svart á meðal félagsmanna sinn og að einn af hverjum 6 þeirra séu í óvissu um hvort að fyrirtæki sitt lifi af.

Það er fjöldi upp á u.þ.b. 181.000 fyrirtæki sem gætu lokað, sem hefði í för með sér atvinnumissi fyrir allt að 2.4, milljónir einstaklinga.

Ef svo illa færi, bættist sá fjöldi við þau 58.000, fyrirtæki sem lokuðu á árinu 2020. En talað er um að í meðalári verða u.þ.b. 7000 fyrirtæki í landinu gjaldþrota.

Það virðist því margt benda til að smærri fyrirtæki, sérstaklega í verslunar- og þjónustugeiranum, og starfsfólk þeirra, fari áberandi verst út úr lokunaraðgerðum stórnvalda um víða veröld.

Stórfyrirtæki og keðjur virðast almennt komast betur frá aðgerðunum, svo ekki sé minnst á opinber fyrirtæki.

Ef til vill eru aðgerðir frekar sniðnar að stærri fyrirtækjum og/eða að þau eiga auðveldar með að uppfylla þau skilyrði og skila upplýsingum og umsóknum um styrki til hins opinbera.

Það eru því sjáanleg merki um að flóra fyrirtækja verði mun fátæklegri og einhæfari þegar aðgerðum stjórnvala linnir, hvenær sem það verður.

 

 

 

 


mbl.is „Ég á ekki pening fyrir mat“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegir bólusettir ferðamenn, en "litakóði" í lagi?

Það er býsna merkilegt að fylgjast með umræðum um hvort að óhætt sé að hleypa bólusettum einstaklingum sem koma utan Schenge svæðisins inn til Íslands.

Það er rétt að hafa í hyggju að eingöngu er að ræða um bóluefni sem hafa hlotið samþykki innan Evrópusambandsins sem Ísland hefur ákveðið að tengja sig við, sem vissulega væri þarft að ræða.

Skyldu þingmenn eins og t.d. Guðmundur Andri, telja að bólusettur einstaklingur frá Bretlandi sé hættulegri en bólusettur einstaklingur frá Belgíu?

Er bólusettur Íri hættulegri en bólusettur Lithái? 

Er það ekki bólusetninging sem skiptir máli fremur en búsetan?

Hins vegar er sú ákvörðun að leyfa íbúum á Scengen svæðinu að koma til Íslands byggt á "litakóðum" skiljanleg, en þó mikið umdeilanlegri.

En þá bregður svo við að stór hluti stjórnarandstöðunnar lætur sig það littlu skipta, enda í raun verið að framselja vald til að ákvaða hverjir geti komið til Íslands í hendur stofnunar Evrópusambandsins.  

Og í mörgum flokkum stjórnarandstöðunnar þykir ekki tilhlýðilegt að tala á móti slíku fyrirkomulagi.

Þannig blandast saman pólítík og sóttvarnir, þó að flestir reyni að klæða slíkt í "vísindalegan búning".

Það er hins vegar flestum ljóst að "litakóðinn" byggir á hæpnum grunni, enda ekki til nein ein aðferð sem notuð er til skrásetningar á þeim tölum sem hann byggir á.

Skimanir eru mis víðtækar, og "áreiðanleiki" heilbrigðiskerfa einnig.

En allir vilja trúa vísindamönnunum, bara ekki nauðsynlega þeim sömu, enda skoðanir þar skiptar eins og víða annars staðar.

En það styttist vissulega í kosningar.

P.S. Hér má hlusta á viðtal við Guðmund Andra á Bylgjunni um málið.  Þar hamrar hann enn á því vafasamt sé að hleypa einstaklinum utan Schengen svæðisins til Íslands, en ekkert er talað um "litakóðann" væntanlega.

Þar er haft eftir Guðmundi Andra í fyrirsögn, að hann vilji að "Þórálfur" ráði þessu.  Ég ætla ekki að dæma um hvort að þar er um "Freudian slip" að ræða hjá þeim Bylgjumönnum.

 

 

 


mbl.is Brot á sóttvarnalögum eða eðlileg ráðstöfun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband