Finnar vilja fara varlega í fjármálum

Finnar (hið opinbera) fara alla jafna varlega í fjármálum og fjármálakreppan sem setti landið í heljargreipar seint á síðustu öld dró ekki úr því.

Vissulega hefur staðan, eins og hjá svo mörgum öðrum, versnað undanfarin áratug, og Finnland uppfyllir ekki lengir þau skilyrði sem sett eru Euroþjóðunum.  Það gera þau reyndar fæst.

Ætli það séu ekki 6 eða 7 af þeim.

Það er ekki óeðlilegt að deilt sé um fjárlög og þátttöku þjóða í "Neyðarsjóði Evrópusambandsins", um er að ræða stórar upphæðir og í raun fjármagnsfærslur á milli þjóða. 

Raunar eru enn 10 þjóðir sem hafa ekki samþykkt "Neyðarsjóðssamninginn" á þjóðþingum sínum, þar á meðal ríki eins og Þýskaland, Holland, Finnland og Pólland.

Í Þýskalandi fór málið fyrir Stjórnlagadómstól landsins, sem  gaf grænt ljós fyrir viku síðan, en setti svo marga fyrirvara að líklegt þykir að þar muni koma til nýrra málaferla, sem hugsanlega gætu staðið svo árum skiptir.

En þetta sýnir hvað ákvarðanir og aðgerðir geta tekið langan tíma innan "Sambandsins", nú þegar u.þ.b. 14 mánuðir eru síðan "veirufaraldurinn" hófst, hyllir undir að "Neyðarsjóðurinn" komist á laggirnar, en er þó alls ekki útséð enn hvenær það verður.

En "faraldurinn" hefur skerpt á ójafnvæginu sem ríkir í fjármálum Euroríkjanna, sem sést á meðfylgjandi línuriti, sem sýnir Target 2, "balansinn".

En með örfáum undantekningum stefnir Target aðeins í eina átt, og ekki til jafnvægis.  Finnar hafa jafnan verið plúsmegin og hefur "balans" þeirra því sem næst 16 faldast síðan 2008.

Target 2 balances 01.04.21


mbl.is Harðar deilur á finnska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband