Prófkjör, jafnrétti og jafnræði

Mér er sagt að úrslit í forvali hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi hafi vakið mikla athygli og komið á óvart.

Mér sýnist þó að útkoman sé frambærilegur og ágætis listi (sem getur þó átt eftir að breytas í uppröðun).  Ekki það að það sé mitt að dæma, það gerðu flokksmenn með þátttöku sinni.

En þegar konur skipa 3. efstu sætin og 4. sæti af fimm, þá upphefst umræðan um "jafnrétti" á listanum.

Ég vona svo sannarlega að VG (líklega kjördæmisráð) félagið sem sá um framkvæmd forvalsins hafi haft jafnrétti í hávegum að gætt til hins ítrasta að allir þátttakendur nytu jafns réttar og fyrirgreiðslu af þess hálfu.

Það er jafnrétti, að njóti jafns réttar.

Hvort að jafni rétturinn hafi síðan skilað úrslitum þar sem jafnræði sé með kynjunum er annað mál og svo varð ekki í þessu tilviki.

Eitthvað hef ég heyrt talað um að breyta uppröðun og færa karl ofar á listann í nafni jafnréttis jafnræðis kynjanna og verður fróðlegt að sjá hvað gerist.

Til samanburðar má nefna að talað er um að líklega standi baráttan um efsta sætið hjá VG í Suðvesturkjördæmi á milli Umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar og Ólafs Þórs Gunnarssonar. 

Þá heyri ég um leið sagt að úrslit þar sem þeir tveir yrðu í efstu sætunum yrðu aldrei látin standa.  Hvernig slík úrslit yrðu höndluð (ef til þess kæmi að þau yrðu svo) á svo vitanlega eftir að koma í ljós.

Hvort að VG ákveddi að breyta slíkum úrslitum í nafni jafnræðis kynjana, er mér að sjálfsgögðu að að meinalausu og að hafa þeir til þess fullan rétt.

En það er í mínum huga ekki jafnrétti, það er "skilyrt lýðræði", í nafni jafnræðis kynjana.

Þar með er ég ekki að segja að það sé nauðsynlega slæmt markmið, en ég kýs þó að hafa "mitt lýðræði" óskilyrt.

 

 

 

 


mbl.is Hólmfríður leiðir lista Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur nú kannski ekki á óvart að þú ætlir ekki að kjósa VG.

En þetta er svona í öllum flokkum. Ef karl er kosinn formaður koma bara konur til greina sem varformenn, og ef kona er formaður slást bara karlar um varaformanninn. Og það er svona af því að flokkarnir telja að kjósendur vilji það frekar. Sem er kannski bara rétt.

ls (IP-tala skráð) 15.4.2021 kl. 21:34

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta. Það er auðvitað afleitt að vera svona augljós lol.

En ég hef aðeins kosið einn flokk á Íslandi. Eins og er með marga þá vel ég að eigin mati illskásta flokkinn og mótþróaröskunin hefur aldrei leitt mig lengra en að kjósa ekki, eða að strika einhvern út.

En það er önnur saga.

Ef fólk er þeirra skoðunar að best fari á því að for- og varaformaður skiptist á milli kynja, þá er það mér ekkert á móti skapi, ef atkvæði skipast þannig.

Sjálfsagt endar þetta með því að for-, varformaður og ritari skiptist á milli þeirra sem skilgreina sig sem "hann", "hún" og "hán". 

Svo getur vel farið svo að finna þurfi upp fleiri embætti til að halda jafnvægi.

Fari óskilyrtar kosningar svo, er það mér ekki á móti skapi, en skilyrt lýðræði er ekki eitthvað sem ég skrifa upp.

Mér finnst ekkert út á það að setja að VG hafi kosið konur í efstu 3. sæti og látið þingmanns- of fyrrverandi "þingmannslufsur" sigla sinn sjó.

En væri það þá út í hött að tvær karlmenn, þar af ein "ráðherralufsa" skipaðu tvö efstu sætin í Suðvestur?

Hvernig sem fer er það auðvitað í sjálfu sér eitthvað sem mér kemur við, en ég er einfaldlega að lýsa þeirri skoðun minni að "skilyrt lýðræði" er mér ekki að skapi og ekki eitthvað sem mér finnst að eigi að stefna að.

Ekki það að ég haldi að ég verði spurður álits.

G. Tómas Gunnarsson, 15.4.2021 kl. 23:17

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

"Tvær karlmenn" - var þetta misritun hjá þér? (Maður veit aldrei núorðið).

En er ekki fulltrúalýðræði skilyrt lýðræði? Var það ekki skilyrt lýðræði hjá Grikkjum þegar bara frjálsir karlmenn töldust framboðsfærir?

Að ekki sé nú talað um áður en konur fengu almennan kosningarétt? 

Ég meina, hvað væri "óskilyrt lýðræði"?

Hvað með jafnt vægi allra atkvæða? 

Kristján G. Arngrímsson, 16.4.2021 kl. 07:46

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. "Tvær karlmenn" var ekki vísvítandi skrifað, en ég læt að það sjálfsögðu standa.  Líklega hefur undirmeðvitundin þar tekið völdin, nú nema að Hliða Billi (Bill Gates) hafi vélað um þetta, enda skrifað undir styrkri stjórn Windows 10 (ber ekki að taka alvarlega, er ekki vissara að taka það fram?).

Sjálfsagt mætti ég skilgreina hugakið "skilyrt lýðræði" betur.  Lýðræði hjá Grikkjum var einfaldlega "lýðræði" karlkyns þegna.

Kosningarétturinn var skilyrtur en útkoman ekki (að ég best veit).  En það er einmitt það sem ég meinti með því að segja "lýðræðið skilyrt". 

Ég tel það ekki "skilyrt lýðræði" þegar aðeins félagar í VG fá að kjósa sér fulltrúa.  Ég tel það ekki "skilyrt lýðræði" þegar aðeins hluthafar í félagi fá að kjósa stjórn þess.

En ef kosið er í 5 manna stjórn, fram bjóða sig 5. konur og 2. karlar og karlarnir eru sjálfkjörnir, en kosið um konurnar í 3. sæti, þá kalla ég það "skilyrt lýðræði".

Jafnt vægi atkvæða getur verið með ýmsu móti. Jafnt vægi er innan kjördæma.  Kjördæmin hafa síðan misjafnt vægi.  Hjá Sameinuðu þjóðunum hafa ríki ekki atkvæðastyrk í samræmi við fólksfjölda.  Bandaríska kerfið þekkja margir.

Atkvæði allra eru jöfn innan viðkomandi ríkis, en t.d. Öldungadeildarþingmenn hafa mjög mismunandi atkvæðafjölda á bak við sig.

En niðurstaðan í kosningunum er ekki á neinn hátt "skilyrt".

G. Tómas Gunnarsson, 16.4.2021 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband