Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

"The Usual Suspects": Einræðisherrar, íþrótta- og listamenn

Stóra fréttin í dag er að sjálfsögðu meint skattsvik margra einstaklinga með því að eiga "gjöfula" reikninga hjá HSBC bankanum.

Það ætti þó ekki að koma mörgum á óvart að Svissneskt útibú Bresks banka hafi aðstoðað einstaklinga við að "sneiða" hjá skattgreiðslum.

Og þó er sekt engra sönnuð, því enn sem komuið er  vitum við einungis að viðkomandi hafi átt reikninga hjá HSBC í Sviss, en ekki hvort að þeir hafi talið þá fram í heimalandi sínu.

En það sem vekur ekki síst athygli þegar þau nöfn sem hafa verið gefin upp hingað til, er að það eru fyrst og fremst "the usual suspects".  Það er að segja einræðisherrar (og einstaklingar tengdir þeim) og aðrir vafasamir karaktera frá Afríku, Asíu og S-Ameríku og svo íþrótta og listamenn.

Það verður að vísu að horfa til þessa með þeim fyrirvara að enn á eftir að upplýsa um eignarhald á fjöldanum öllum af eignarhaldsfélögum.

En við fyrstu sín þá eru þetta ekki stórar fréttir, einhverjar þúsundir eru gómaðar, sem hefðu líklega betur ráðið sér dýrari skattalögfræðinga.

En þetta á örugglega eftir að hrista upp í "skattaundanskotageiranum".

Sjálfur hef ég ekki rekist á nema tvö Íslensk nöfn á þessum listum, og ég reikna með að flestir ef ekki allir Íslenskir fjölmiðlar hafi þau undir höndum nú.

Þau eins og flest önnur nöfn á þessum lista eru slík "non entity" (í það minnsta eins og ég kemst næst) að fjölmiðlum þykir líklega meira krassandi að nefna þau ekki, heldur láta frekar ímyndunaraflið vinna sitt verka.

En sjálfsagt er hægt að vinna frekari fréttir úr þessu næstu daga.

Og ef til vill koma einhverjar raunverulegar uppljóstranir fram. En um það er eég ekki bjartsýnn.

 

 

 


Meiri "numb" fréttamennska

Ég bloggaði hér fyrir nokkur stuttlega um frétt sem byggði á "niðurstöðu" vefsíðunnar numbeo.com um gæði Íslensku heilbrigðisþjónustunnar.

En ég sá svo í gærdag að þá var komin frétt á vefsíðu Visis.is, sem var því sem næst samhljóða (það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvort að blaðamenn taka svona upp eftir hvor öðrum, eða hvort einhver sendir þetta út?)

Þá var fyrirsögnin að Ísland væri með 25. besta heilbrigðiskerfi í Evrópu, en það 67. á heimsvísu.

Eins og áður er fréttin byggði á vefsíðunni www.numbeo.com

Í fréttinni er ekkert minnst á hvernig vefsíðan kemst að þessari niðurstöðu, eða hvaða "rannsóknir" búa þar að baki. Sem ætti nú að vera lágmarks krafa í vandaðri fjölmiðlun. Ekki væri síðra ef blaðamaðurinn leitaði sér aðeins upplýsinga um slíkt sjálfur.

Healthcare NumbeoEn þessi niðurstaða byggir á heimsóknum 24. einstaklinga á síðu Numbeo, á síðastliðnum 3. árum. Það gerir að meðaltali 8 einstaklinga á ári. Þó er ekki hægt að segja neitt um hvernig dreifingin er, þeir gætu hæglega allir hafa komið síðasta mánuðuðinn, nú eða þann fyrsta. Síðan segir að niðurstaðan sé byggð á "upplifunum" þeirra.

Með þessar "rannsóknarniðurstöður" segir Numbeo að Íslenska heilbrigðiskerfið sé það 25. besta í Evrópu og númer 67 í heiminum.

Og Vísir "lepur" þetta upp, án þess að útskýra fyrir lesendum hvernig þessi niðurstaða er fengin, eða gera nokkra tilraun til að segja hvað stendur að baki.

Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að Íslenskst heilbrigðiskerfi hefur heldur sigið á undanförnum árum. En mér sýnist þó í fljótu bragði að það sé ekkert á við það "hrun" sem er að verða í gæðum á Íslenskum fjölmiðlum.

Mér finnst ekki trúlegt að þeir nái 25. sæti í Evrópu, hvað þá 67. sæti í heiminum, alla vegna ekki miðað við þessa frammistöðu.

Svona vinnubrögð ganga vel þegar skrifaðar eru fréttir af "rauða dreglinum", en persónulega finnst mér rétt að gera meiri kröfur þegar fréttirnar eru um heilbrigðiskerfi.

 

Ég læt að lokum fylgja hér með tvær fréttir sem ég rakst sömuleiðis á í gær, frá tveimur mismunandi fjölmiðlum, um tvö mismunandi heilbrigðiskerfi í Evrópu.

Úr New York Times um það Gríska.

Og úr The Telegraph um það Breska.

 

P.S. Myndin er skjáskot af vef Numbeo og rauðu undirstrikanirnar eru mínar.


Landið sem hefur ekki gefið út ríkisskuldabréf

"Peningaprentun" Seðlabanka Eurosvæðisins hefur eðlilega verið all nokkuð til umræðu síðustu vikurnar.

Hluti af "peningaprentuninni" fer fram hjá Seðlabanka Eurosvæðisins, en stærstur partur á að fara fram hjá Seðlabönkum aðildarríkjann, í réttu hlutfalli við eignarhlut þeirra í bankanum.

Í hlut Eistlands er talað um að þá kæmu rétturinn til að "prenta" 3. milljarðar euroa. En eins og allir vita þá er reiknað með að peningarnir séu notaðir til að kaupa örugg skuldabréf, aðallega ríkisskuldabréf (hversu örugg sem þau nú mega teljast sum hver á þessum síðustu og verstu).

En þá kemur örlítið babb í bátinn hjá Eistlandi, því landið hefur aldrei gefið út ríkisskuldabréf.

Meginreglan hefur verið að lifa innan tekjumarka og frekar að leggja fyrir heldur en hitt. Þó skuldar ríkið lítillega, en það er einfaldlega í formi lána í bönkum.

Það sem hefur þó hækkað skuldir Eistneska ríkisins á undanförnum árum, eru framlög þess til hinna ýmsu "björgunarsjóða" "Sambandsins", sem það hefur verið skuldbundið til að leggja til.

En heildarskuldir ríkisins eru í kringum 10% af GDP og mun það eiga peningalegar eignir á móti þeim skuldum, í það minnsta að lang mestu leyti, ef það er ekki í plús. Þó gætu gjaldþrot eða skuldaafskriftir annara Euroríkja haft áhrif á það, ef til kæmi.

Oft hefur verið rætt um að ríkið ætti að skuldsetja sig frekar, til að "hífa upp lífstandardinn" en ávallt hefur varkárnin ráðið ríkjum.

En nú þarf auðvitað að ákveða hvað á að gera við alla þessa peninga. 3. milljarðar euroa eru mikið fé fyrir lítið og fátækt land.

Mörgum stjórnmálamönnum klæjar í fingurna yfir að fá að eyða þeim, en aðrir vilja stíga varlega til jarðar.

Rætt hefur verið um að kaupa skuldabréf af ríkisfyrirtækjum, en sumir hafa einfaldlega viljað kaupa skuldabréf að öðrum ríkjum, s.s. Finnlandi, Hollandi eða Þýskalandi.

Og auðvitað er engin skortur á hugmyndum um hvernig væri hægt að eyða 3 milljörðum euroa. Það er enda mikið verk óunnið í að byggja Eistland upp, eftir hersetu og ógnir Sovétsins.

Margir vilja ráðast í umfangsmikla uppbyggingu samgöngumannvirkja og svo frv.

En það verður fróðlegt að sjá hvað Eistlendingar ákveða að gera við peningana sem "Frúin í Frankfurt" ákvað að þeir þyrftu að "prenta".

Fyrir marga hljómar þetta eins og "manna af himnum", en aðrir líta svo á að skuldir sé eitthvað sem þurfi að borga - með vöxtum.

En það er vissulega hressandi að vita um ríki þar sem ekki þykir tilhlýðilegt að auka skuldir hins opinbera sífellt, og stjórnmálamenn eru tvístígandi um hvort gefa skuli út ríkisskuldabréf.

 

 

 


Mörgum spurningum ósvarað

Auðvitað er rétt að hafa flesta anga úti þegar handsama þarf þá sem brjóta lög. Það skiptir í sjálfu sér engu máli hvaða lög það eru.

Það sem ber þó að varast, er að brjóta lög til að handsama þá sem brjóta þau. Slíkt getur ekki gengið upp, og leiðir jafn oft, eða oftar, en ekki til að aðgerðin er dæmd ólögmæt.

En þessi frétt, og svipaðar fréttir áður vekja upp ýmsar spurningar.

Í fyrsta lagi, hversu áreiðanleg eru gögnin talin, og hvaða líkur eru á að þau væru talin fullgild sönnunargögn fyrir dómi?

Það er auðvelt fyrir hvern þann sem hefur nokkuð góða tölvukunnátta að falsa alls kyns gögn. Listum má breyta, setja inn nöfn og taka út og svo framvegis. Mjög erfitt getur verið að greina á upprunalegra gagna og falsana.

En segjum að gögnin teljist ófölsuð. Ef lögð eru fram gögn um að einstaklingur X, eigi svo og svo miklar innistæður í banka Y. Þessar upphæðir hafa ekki verið taldar fram til skatts. Bankinn segir að hann kannist ekki við viðkomandi reikning, eða neitar alfarið upplýsingum.

Hvaða líkur eru á að Íslensk skattyfirvöld nái að keyra í gegn að fá afhentar allar þær upplýsingar frá viðkomandi banka?

Ef það tekst ekki, hvers virði eru gögnin fyrir rétti?

Svo er auðvitað spurningin hvernig greiða á fyrir upplýsingarnar? Varla er meiningin að koma með ferðatösku fulla af notuðum hundrað dollara seðlum og skipta á henni og tölvudisk, í almenningsgarði eða á járnbrautarstöð?

Það hafa verið all nokkrar fréttir frá Þýskalandi um að þarlend yfirvöld hafi keypt diska með uppýsingum frá Svissneskum bönkum. Samkvæmt fréttum hafa Þýsk yfirvöld greitt allt að 3.5 milljón euro, fyrir disk með 1000 nöfnum.

Það gerir ríflega hálfan milljarð Íslenskra króna.

En Þýsk yfirvöld virðast aðallega hafa notað upplýsingarnar til þess að ráðast inn í skrifstofur fyrirtækja og einstaklinga og reyna að finna gögn til að sanna mál sitt. Hvergi hef ég séð að gögnin á diskunum hafi verið talin næg sönnunargögn. Þau virðast fyrst og fremst verið álitin "vísbendingar".

En það væri vissulega fróðlegt að vita hvað Þýsk yfirvöld hafa haft upp úr "krafsinu", sem svo má að orði komast, veit það einhver?

Ég gúglaði aðeins, en fann lítið um það. Sá þó í einni grein frá 2012, að Svissnesk yfirvöld höfðu gefið út handtökuskipun út á starfsmann Þýskra skattyfirvald, fyrir að kaupa þýfi. En það er rétt að taka það fram að ég hafði ekki tíma til að leita lengi.

En síðurnar sem ég las má finna hér, hérhér og hér.

En árangur hefur náðst, og á einhverjum punkti voru Þýsk stjórnvöld búin að ná inn í það minnsta 200 milljónum euroa, sem hlýtur að teljast dágott. En það sem skipti líklega ekki minnstu máli, var að þá höfðu 600 manns gefið sig fram og sæsta á sektir og eftirágreiðslu skatta, í kringum disk sem hafði verið keyptur frá Liechtenstein, en innihélt þó aðeins 210 nöfn.

Því má ef til vill segja að það að yfirvöld sýni að þau séu reiðubúin til að ganga þetta langt, hafi áhrif.

En þetta er eitt af þessum málum sem má ekki skilja eftir hangandi. Fjármálaráðuneytið ásamt skattayfirvöldum þurfa að taka ákvörðun og það sem fyrst.

Það er eðlilegt á þessu stigi málsins að upplýsa frekar hvað um er að ræða. Hvað er "í boði", hvað kostar það? Hvernig meta skattayfirvöld líkurnar á sakfellingu og hvað áætla þau að gæti "náðst inn"?

Síðast en ekki síst, þarf að velta fyrir sér laga og siðferðishliðinni, er eðlilegt og sjálfsagt að Íslensk stjórnvöld kaupi þýfi? Og sömuleiðir hvort að þeim sé nokkuð meiri hætta búin af þvi en Þýskum stjórnvöldum, sem virðast hafa notað þetta með þokkalegum árangri.

Ef til vill er hægt að leita fordæmis hvernig þau höndluðu lagahliða og hvernig þau "bókfærðu" greiðslur í reiðufé.

En umfram allt er þetta mál sem ekki á að skilja eftir í lausu lofti.


mbl.is Bjarni: Greiðum ekki með ferðatöskum af seðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Ukraínu ríkir þegar styrjöld

Í Ukraínu eru barist flesta daga. Í raun má segja að ófriðurinn hafi nú staðið í ár með litlum hléum.

Eitt af því merkilega við þetta stríð er hvernig flestir reyna sífellt að tala það "niður". Fæstir vilja viðurkenna að um stríð sé að ræða. Talað er um átök, skærur, o.s.frv.

Það er eins og það sé í raun "tabú" að viðurkenna að það standi yfir stríð í Evrópu, þó að það sé vissulega bundið við eitt land í austurhluta hennar.

En það er barist með skriðdrekum og stórskotlið, flugvélar eru skotnar niður og eins og flest okkur líklega muna, var farþegaflugvél skotin niður.

Þúsundir hafa týnt lífinu, og talið er að yfir milljón einstaklingar séu á flótta.

Þannig hefur árslangt stríð leikið Ukraínu, sem líklegt verður að teljast að verði aldrei samt land aftur, né endurheimti þau landsvæði sem Rússar hafa hernumið.

En þó að allir viti, og flestir viðurkenni að Rússar berjist með og sjái svokölluðum "uppreisnarmönnum", fyrir hergögnum, þar á meðal skriðdrekum og stórskotaliði, virðast fæstir sjá ástæðu til að veita Ukraínu nokkra aðstoð.

Þó hafa Bandaríkjamenn aðstoðað við þjálfun og sent "non leathal" tæki. Evrópusambandið hefur látið fé af hendi rakna.

Refsiaðgerðum hefur vissulega verið beitt gegn Rússum, aðallega í formi ferðabanns á tiltekna einstaklinga. Frakkar áttu í verulegum vandræðum með að neita sér um að selja Rússum árásar þyrlumóðurskip.

Eins og alltaf þegar stríð og deilur eiga sér stað, eru málin flókin og oft erfitt að segja, eða fullyrða hverjum er um að kenna, eða hvað hefði mátt betur fara.

Persónulega finnst mér ekki erfitt að segja að höfuðsökin liggi hjá Rússum, en aðrir aðilar eins og Evrópusambandið og Bandaríkjamenn hefðu auðvitað getað höndlað málin betur.

Lykilspurningar eru um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Á t.d. þjóð eins og Ukraína rétt á því að ákveða sína "geopólítísku" stöðu, eða er hún dæmd til þess að liggja á "áhrifasvæði" Rússa?

Ég get með engu móti skilið þá sem finnst eðlilegt og sjálfsagt að "dæma" þjóð eins og Ukraínu til þess að "þjóna" Rússum um aldur og æfi.

Hinum megin frá hljóðar spurningin um sjálfsákvörðunarrétt, um hvort að meirihluti íbúanna eigi ekki rétt á að ákvarða um sína framtíð og hvaða landi þeir vilja tilheyra, nú eða lýsa yfir sjálfstæði.

Að mínu mati á það vissulega að vera meginreglan, en þó verður að líta til sögunnar eins og framarlega er unnt. Meirihluti fólks af Rússneskum uppruna á ákveðnum svæðum í Ukraínu, er ekki kominn til af góðu, heldur morðum og brottflutningi upprunalegara íbúa á árum áður. Það er ekki eðilegt að slíkt framferði verði síðar að lagalegum grunni þess að landsvæði sameinist obeldisríkinu.

Hvert verður framhaldið er erfitt að spá fyrir um nú. Einhvern veginn er þó ólíklegt að varanlegur friður náist. Því sem næst engar líkur eru á því að Ukraína endurheimti það landsvæði sem hún hefur misst.

En þetta stríð sýnir því miður líka hvað "alþjóðasamfélagið" er vanbúið til að takast á við stríð.

Bandaríkjamenn hafa nokkra "hauka", sem og A-Evrópuþjóðirnar sem hafa nýlegar og sárar minningar af yfirgangi Rússa.

En Evrópusambandið afhjúpar að mörgu leyti átakanlega veikleika.

Hjá því finnst varla nokkur varnarstefna, hvað þá að það sé búið undir atök, svo ekki sé talað um stríð.

Utanríkisstefna þess er stórlöskuð. Að sumu leyti má saka það um að hafa "tælt" Ukraínu út á "bersvæði", en hafa svo engin tök eða áhuga á að aðstoða hana.

Orkumálastefna "Sambandsins" hlýtur einnig að komast í kastljósið, enda hluti vandans að það á í erfiðleikum með að kljást við sinn helsta orkusala.

Efnahagsvandi "Sambandsins" og sérstaklega Eurosvæðisins er svo til að auka á vandræðin, hefur þegar klofið "Sambandið" í afstöðu sinni, og gerir allar aðgerðir erfiðari.

Allt þetta veit Putin og Rússar og spila á það eins og hljóðfæri.

En lagið boðar dauða fyrir Ukrainu, eins og við höfum þekkt hana undanfarin 25 ár. Og áframhaldandi spennu og ógn fyrir önnur lönd A-Evrópu.


mbl.is Áttu „uppbyggilegan“ fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skyldi þurfa marga í að fylgjast með sjónvarpsdagskrám?

Þetta er ágætis dæmi um á hvaða leið "eftirlitssamfélagið" er. Ég velti því fyrir mér hvað margir skyldu vinna við að að horfa á allt sjónvarpsefni sem sýnt er á Íslandi?

Því varla byggir virðuleg nefnd eins og fjölmiðlanefnd úrskurði sína og aðfinnslur eftir sögusögnum? Það hljóta einhverjar að fylgjast með.

Því t.d. kvikmyndaheimurinn er með þeim ósköpum gerðum að oft eru til margar mismundandi "útgáfur" af sömu kvikmyndinni.

Þær eru klipptar "sundur og saman", einmitt til að þóknast mismundandi markaðssvæðum. Svo koma til sögunnar "leikstjóra klippingar" og annað því um líkt.

Jafnvel hafa sumar kvikmyndir verið boðnar í svokölluðum "uncut" útgáfum.

Það hlýtur því að vera ærinn starfi að fylgjast með því sem er í boði á sífjölgandi sjónvarpsrásum.

Hvort að fjölmiðlanefnd hafi svo í huga að gera eitthvað í þeim sívaxandi fjölda kvikmynda á erlendum rásum, sem ná má á Íslandi, hlýtur að vera áleitin spurning.

En það er augljóst að það þarf að gera eitthvað við síbrotaaðila eins og RUV.

Ég legg til að sem fyrsta refsing, þá verði stofnunin svipt útsendarleyfi á fimmtudögum. Láti hún sér ekki segjast, væri hægt að taka af henni starfsleyfi í júlí á hverju ári, uns hún hefur sýnt brotalausa starfsemi í 3. ár.

Ef það dugar ekki, væri reynandi að skylda hana til að senda aðeins út í svart/hvítu.

 

 


mbl.is Stefnir í annað brot hjá RÚV?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Numb" fréttamennska?

Það vakti athygli mína að sjá Íslenskan fréttamiðil, birta frétt um að heilbrigðisþjónusta á Íslandi væri í 67. sæti í heimsvísu.

Síðan þegar ég las fréttina sá ég að fréttin byggði á vefsíðunnin www.numbeo.com.

Svo vildi til að daginn áður hafði ég fengið í tölvupósti hlekk á síðu sama fyrirtækis, sem átti að sína hvað dýrt er að lifa á Íslandi.

Skemmst er frá því að segja að vinnsluaðferðir sem upplýsingar síðunnar byggja á standast enga skoðun. Það er meira byggt á tilviljunum en nokkru öðru.

Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvað fjölmiðlum gengur til að byggja fréttir á heimildum sem þessum, án þess að útskýra frekar hvernig gagnaöflunin er.

Og hvort að það er tilviljun, að síðan virðist allt í einu "dúkka" upp í umræðunni, er auðvitað vert að velta fyrir sér.

Auðvitað liggur á ýmsum þungt að sýna fram á að Ísland sé "ónýtt". Svona fréttir virka vel í þeim tilgangi, sérstaklega á þá sem lesa aðeins fyrirsagnirnar, sem rannsóknir sýna að eru furðu margir oft á tíðum.

 

 

 

 


Best vopnaði lífeyrisjóður í heimi?

Það þykja meir viðsjár í heiminum nú en um all nokkurt skeið. Æ fleiri ríki hafa áhyggjur af varnarviðbúnaði sínu. Kafbátar sveima um Sænska skerjagarðinn, án þess að Svíar geti fundið þá. Bretar þurfa að fá aðstoð til að fylgjast með Rússneskum kafbátum í Ermasundi.

Evrópusambandið getur í raun ekki varið sig, ef til þess kæmi.

Ástandið í Belgíu, sem er þó líklega verst, þykir lýsandi fyrir ástandið.

96% af kostnaði við Belgíska herinn fer í launakostnað, eftirlaunakostnað, rekstrarkostnað og mötuneyti. 4% fer svo í kaup á hergögnum.

Það er ef til vill ekki að undra að Belgíski herinn er kallaður "Best vopnaði lífeyrisjóður í heimi".

Síðan er engu líkara en ýmis ríki Evrópu hafi stefnt markvisst að því að gerast eins háð Rússlandi um orkugjafa og mögulegt er.

Vaxandi efnahagsörðugleikar gera svo æ erfiðara að ná samstöðu um aðgerðir gegn Rússum.

Þær þjóðir sem búa við sem mesta hættu frá Rússum, tala ekki um Evrópusambandið. Þær tala um NATO, og að sjálfsögðu Bandaríkin.

Það er nokkuð sem vert er fyrir Íslendinga að hafa í huga.

 

 


Tíðindalítið á pólítísku vígstöðvunum - "Sambandsvíglínan" liggur um Sjálfstæðisflokkinn

Það er ekki hægt að segja að þessi könnun færi mikil tíðindi. Þó eins og alltaf er nokkuð merkilegt að sjá hvernig fylgi flokkanna er.

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr lang stærsti flokkurinn. En þrátt fyrir að vera eini flokkurinn sem getur gert kröfu til að teljast "burðarflokkur" í Íslenskum stjórnmálum, er staða hans í sögulegu samhengi slök, afar slök.

Þegar fylgi flokksins er undir 30%, þarf flokkurinn á átaki að halda.

Slök staða annara flokka, þá sérstaklega "eldri" flokkana, er engin réttlæting fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sætta sig við slíkt fylgi.

En allir aðrir flokkar eru undir 20% fylgi.

Hinn stjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, er heillum horfin, hefur aðeins um 13%, sem er þó framför frá síðasta mánuði. Ef til vill ekki að undra, vel hefur verið barið á flokknum undanfarin misseri, enda framganga margra þingmanna gefið andstæðingunum ágætis færi.

Samfylkingin er með 18%. Það hlýtur að teljast slakur árangur hjá flokknum og erfitt fyrir formanninn að sækjast eftir endurkjöri, með því fororði að hann "sé að fiska". Líklega verður það honum þó til happs, að vandséð er að annar skárri kostur finnist. En þó þykir mér furðulegt ef annað framboð kemur ekki fram undir þessum kringumstæðum. Alltaf traustara fyrir formann að sigra (ef það er með þokkalegum mun) en að vera klappaður upp.

Að mörgu leyti er ótrúlegt að sjá hvað Vinstri græn eru með lítið fylgi, þegar litið er til þess hve formaður flokksins nýtur mikilla vinsælda. En það dugar líklega ekki til, þegar kjósendur horfa til annarra einstaklinga sem flokkurinn býður fram.

Björt framtíð stendur vel. Ég get tekið udnir með mörgum sem sagt hafa að þeir skilji ekki alvega hvers vegna. En þegar mikil óánægja er með aðra flokka, þarf líklega ekki mikið meira en að vera nokkuð "vinalegu" til að ná í kjósendur.

Mér líst hins vegar vel á uppgang Pírata. Ég held að skýringin á því séu góðir sprettir hjá þingmönnum þeirra upp á síðkastið upp á síðkastið.

En hvaða ríkisstjórn kæmi út úr svona úrslitum?

Það er engin 2ja flokka ríkisstjórn í úrslitum eins og þessum. Þó mætti ef till vill gæla við hugmynd eins og að Sjálfstæðisflokkurinn krafsaði yfir 30% og Samfylkingin hífði sig upp á nöglunum yfir 20%. En það er langt í frá gefið.

Það er líka ljóst að það er engin 3ja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokksins í þessum úrslitum.

Vinsra Reykjavíkurmynstur, þar sem Samfylking, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar störfuðu saman, kæmi vel til greina, en yrði varla farsæl stjórn.

Þess vegna er lang líklegast að ríkistjórn myndi innihalda Sjálfstæðisflokkin og 2. aðra flokka.

Samfylkingu og Bjarta framtíð, eða Bjarta framtíð og Framsókn, eða jafnvel Framsókn og Vinstri græn.

Það er því auðvelt að sjá í þessari stöðu að víglínan hvað varðar "Sambandsaðild" liggur um Sjálfstæðisflokkinn.

Þess vegna leggja "Sambandssinnar" alla áherslu á að reyna að vinna Sjálfstæðismenn yfir.

Þess vegna þykir þeim líka vænlegast að herja eins og mögulegt er á Framsóknarflokkinn, "senda hann út í ystu myrkur".  Framsóknarflokkurinn hefur enda verið nokkuð hjálplegur við slíkar herferðir.

En eins og oft áður ræðst afstaðan í Sjálfstæðisflokknum.

 


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf efnahagshrun svo að Íslendingar verði áfjáðir að ganga í "Sambandið"?

Svo virðist Jón Baldvin Hannibalsson telja, ef marka má frétt á Eyjunni í dag.

EF til vill er það skýringin á því hve ákafir "Sambandssinnar" hafa verið undanfarin ár, í að koma "skuldaklafa" á herðar Íslendinga.

Ef til vill er þar einnig að finna skýringuna, á því margir þeirra virðast hafa horn í síðu flests þess sem gæti fest stöðugleika í sessi á Íslandi.

Er mýtan um "ónýta Ísland" það sem helst getur haldið draumi "Sambandssinna" lifandi?

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband