Landið sem hefur ekki gefið út ríkisskuldabréf

"Peningaprentun" Seðlabanka Eurosvæðisins hefur eðlilega verið all nokkuð til umræðu síðustu vikurnar.

Hluti af "peningaprentuninni" fer fram hjá Seðlabanka Eurosvæðisins, en stærstur partur á að fara fram hjá Seðlabönkum aðildarríkjann, í réttu hlutfalli við eignarhlut þeirra í bankanum.

Í hlut Eistlands er talað um að þá kæmu rétturinn til að "prenta" 3. milljarðar euroa. En eins og allir vita þá er reiknað með að peningarnir séu notaðir til að kaupa örugg skuldabréf, aðallega ríkisskuldabréf (hversu örugg sem þau nú mega teljast sum hver á þessum síðustu og verstu).

En þá kemur örlítið babb í bátinn hjá Eistlandi, því landið hefur aldrei gefið út ríkisskuldabréf.

Meginreglan hefur verið að lifa innan tekjumarka og frekar að leggja fyrir heldur en hitt. Þó skuldar ríkið lítillega, en það er einfaldlega í formi lána í bönkum.

Það sem hefur þó hækkað skuldir Eistneska ríkisins á undanförnum árum, eru framlög þess til hinna ýmsu "björgunarsjóða" "Sambandsins", sem það hefur verið skuldbundið til að leggja til.

En heildarskuldir ríkisins eru í kringum 10% af GDP og mun það eiga peningalegar eignir á móti þeim skuldum, í það minnsta að lang mestu leyti, ef það er ekki í plús. Þó gætu gjaldþrot eða skuldaafskriftir annara Euroríkja haft áhrif á það, ef til kæmi.

Oft hefur verið rætt um að ríkið ætti að skuldsetja sig frekar, til að "hífa upp lífstandardinn" en ávallt hefur varkárnin ráðið ríkjum.

En nú þarf auðvitað að ákveða hvað á að gera við alla þessa peninga. 3. milljarðar euroa eru mikið fé fyrir lítið og fátækt land.

Mörgum stjórnmálamönnum klæjar í fingurna yfir að fá að eyða þeim, en aðrir vilja stíga varlega til jarðar.

Rætt hefur verið um að kaupa skuldabréf af ríkisfyrirtækjum, en sumir hafa einfaldlega viljað kaupa skuldabréf að öðrum ríkjum, s.s. Finnlandi, Hollandi eða Þýskalandi.

Og auðvitað er engin skortur á hugmyndum um hvernig væri hægt að eyða 3 milljörðum euroa. Það er enda mikið verk óunnið í að byggja Eistland upp, eftir hersetu og ógnir Sovétsins.

Margir vilja ráðast í umfangsmikla uppbyggingu samgöngumannvirkja og svo frv.

En það verður fróðlegt að sjá hvað Eistlendingar ákveða að gera við peningana sem "Frúin í Frankfurt" ákvað að þeir þyrftu að "prenta".

Fyrir marga hljómar þetta eins og "manna af himnum", en aðrir líta svo á að skuldir sé eitthvað sem þurfi að borga - með vöxtum.

En það er vissulega hressandi að vita um ríki þar sem ekki þykir tilhlýðilegt að auka skuldir hins opinbera sífellt, og stjórnmálamenn eru tvístígandi um hvort gefa skuli út ríkisskuldabréf.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Eistum hefur fækkað gríðarlega (18% frá 1989) og ESB spáir að þeim mun fækka um 22% til viðbótar til ársins 2080. Það er auðveldara að reka skuldlaust ríki þegar það nægir að loka skólum og sjúkrahúsum í stað þess að viðhalda þeim eða byggja upp fyrir unga fólkið sem hefur fækkað hlutfallslega mest.

Kannski er þetta markmið að fækka fólki enda hefur það sýnt sig að Rússum fækkar mest og hefur þeim fækkað um rúm 5% frá 1990(30.3%), 2011(25,2%) og 2014(24,8%). Á sama tíma hefur Eistum sjálfum fjölgað um rúm 8% (ekki í fjölda íbúa heldur sem hlutfall að öllum íbúum). Mikil fækkun hefur orðið í minni þjóðarbrotum eins og Úkraínumönnum sem hefur fækkað um 50%, Hvítrússum um 40%, Finnum um 50%, Pólverjum um 50% svo eitthvað sé nefnt.

Það er þó eitt hérað í Eistlandi (sem var Russified á sínum tíma) þar sem Rússar eru í algjörum meirihluta en það er Ida-Viru þar sem 73% íbúa eru Rússar. Það gæti komið upp það ástand að íbúar héraðsins færu í þjóðaratkvæðagreiðslu um það að héraðið yrði sameinað Rússlandi. Héraðið býr yfir miklum auðæfum í formi olíu (oil shell) og ræður þar með yfir mestöllum orkubúskap Eistlands. Það væri fróðlegt að sjá viðbrögð lýðræðiselskandi Evrópu ef íbúarnir ákvæðu að yfirgefa dýrðina í Eistlandi og þar með NATO og ESB á lýðræðislegan hátt. Spurning um hvort þarna sé gikkurinn að næsta allsherjar stríði í Evrópu.

Það verður ekki horft framhjá því að eitt stykki stríð við Rússa myndi hraða samrunaþróun ESB svo um munar og er ekki ósvipað draumum harðra sambandssinna um hrun á Íslandi sem mundi færa Ísland í faðm ESB.

Eggert Sigurbergsson, 8.2.2015 kl. 19:10

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Eggert Þessar tölur eru alveg réttar, en segja þó ekki alla söguna. Eins og þú segir réttilega þá hefur fækkað mikið í Eistlandi, en það þurfti í sjálfu sér ekki að koma mikið á óvart þó að Rússum fækkaði, sérstaklega fyrst á eftir endurheimt sjálfstæðis landsins.

Þó ekki nema væri fyrir alla Sovésku/Rússnesku hermennina sem fóru heim.

http://en.wikipedia.org/wiki/Demographics_of_Estonia Það sést vel á þessari síðu, og línuritunum sem þar má finna hve fækkunin varð skörp á árunum eftir endurheimt sjálfstæðis.

Fækkunin sem þú talar um hvað varðar Rússa, er sem hlutfall íbúa sem er svo annar handleggur.

En síðan hafa gríðarlegur fjöldi einstaklinga frá Eislandi (bæði af Eistneskum og Rússneskum uppruna) freistað gæfunnar erlendis, ekki síst í Finnlandi, en einnig mikið í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, auk þess sem þeir haf alltaf verið býsna fjölmennir í Bandaríkjunum og Kanada og því leita margir þangað sömuleiðis.

Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt miðað við ástandið sem var í ríkinu þegar u.þ.b. 50 ára hernámi Sovétsins/Rússa lauk. Efnahagsástandið var í molum.

Hluti vandamálsins hefur einnig verið lág fæðingartíðni, sem þarf líklega ekki að koma á óvart miðað við efnahagsástand, en hefur þó heldur staðið til bót. En flest ár deyja fleiri en fæðast.

Hvað varðar skóla og sjúkrahús í Eistlandi þá standa þau merkilega vel miðað við aðstæður. Vissulega hefur þeim fækkað eitthvað en bæði kerfin fá í heildina vel ásættanlegar umsagnir og "einkunnir".

Skólar í Eistlandi hafa t.d. gjarna skorað hærra en Íslenskir á svo kölluðum PISA prófum, þó að það sé vissulega ekki hinn endanlegi sannleikur. Allir nemendur í grunnskólum í Eistlandi fá ókeypis heita máltíð á hverjum degi. Dagheimili þykja almennt einnig hafa góðan standard.

Heilbrigðiskerfið hefur einng skorað þokkalega, það má sjá í skýrslum eins og þessari: http://www.healthpowerhouse.com/files/ehci-2013/ehci-2013-report.pdf

En eins og margar aðrar þjóðir sem skora ekki hátt á launakvarðanum, hefur Eistland þurft að sjá á eftir mörgu heilbrigðisstarfsfólki til "ríkari" landa.

Það setur vissulega nokkra pressu á heilbrigðiskerfið, sem og menntakerfið.

Ida-Viru, með Narva sem miðpunkt er vissulega svæði sem vert er að gefa gaum. Auðæfin eru ef til vill ekki svo mikil, þar sem vinnslan er dýr go nú er til dæmis verið að loka þar vinnslum, þar sem olíuverð er svo lágt. En shale-ið stendur undir stærstum hluta af raforkuframleiðslu Eistlands og það hefur ekkert breyst.

Enn sem komið er, er ekkert sem bendir til þess að íbúarnir þar kjósi að tilheyra "Putin frænda", enda fara flestir þeirra reglulega yfir til Rússlands (sérstaklega vinsælt nú eftir að rúblan hrundi) og Rússar koma yfir í miklum mæli til að kaupa vestræn matvæli sem fást ekki lengur.

En það er alveg rétt að það gæti hæglega orðið eldfimt svæði, og það er rétt að hafa í huga að í höfuðborginni Tallinn eru Rússar fast að 40%.

Það er heldur enginn tilviljun að margir reikna með að Putin beini augum sýnum að Eystrasaltlöndunum, eftir að "Vesturveldin" verði búin að lúffa fyrir honum í Ukraínu, sem allt virðist stefna í.

En það má vissulega deila um hvort að rétt sé að skuldsetja ríki til að hífa upp lífsstandardinn.

Ég leyfi mér að efast um að Eistland stæði betur í dag, ef það hefði verið t.d. stórskuldugt árið 2008.

Það er mikill miskilningur að halda að gríðarleg skuldasöfnun margra ríkja sé í þágu almennngs eða komandi kynslóða.

Það er er nefnilega með lánin, að það kemur yfirleitt alltaf að gjalddaga, þó að sumum finnist það ekki sanngjarnt.

Það eru margar þjóðir að komast að þessa dagana.

G. Tómas Gunnarsson, 8.2.2015 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband