"The Usual Suspects": Einræðisherrar, íþrótta- og listamenn

Stóra fréttin í dag er að sjálfsögðu meint skattsvik margra einstaklinga með því að eiga "gjöfula" reikninga hjá HSBC bankanum.

Það ætti þó ekki að koma mörgum á óvart að Svissneskt útibú Bresks banka hafi aðstoðað einstaklinga við að "sneiða" hjá skattgreiðslum.

Og þó er sekt engra sönnuð, því enn sem komuið er  vitum við einungis að viðkomandi hafi átt reikninga hjá HSBC í Sviss, en ekki hvort að þeir hafi talið þá fram í heimalandi sínu.

En það sem vekur ekki síst athygli þegar þau nöfn sem hafa verið gefin upp hingað til, er að það eru fyrst og fremst "the usual suspects".  Það er að segja einræðisherrar (og einstaklingar tengdir þeim) og aðrir vafasamir karaktera frá Afríku, Asíu og S-Ameríku og svo íþrótta og listamenn.

Það verður að vísu að horfa til þessa með þeim fyrirvara að enn á eftir að upplýsa um eignarhald á fjöldanum öllum af eignarhaldsfélögum.

En við fyrstu sín þá eru þetta ekki stórar fréttir, einhverjar þúsundir eru gómaðar, sem hefðu líklega betur ráðið sér dýrari skattalögfræðinga.

En þetta á örugglega eftir að hrista upp í "skattaundanskotageiranum".

Sjálfur hef ég ekki rekist á nema tvö Íslensk nöfn á þessum listum, og ég reikna með að flestir ef ekki allir Íslenskir fjölmiðlar hafi þau undir höndum nú.

Þau eins og flest önnur nöfn á þessum lista eru slík "non entity" (í það minnsta eins og ég kemst næst) að fjölmiðlum þykir líklega meira krassandi að nefna þau ekki, heldur láta frekar ímyndunaraflið vinna sitt verka.

En sjálfsagt er hægt að vinna frekari fréttir úr þessu næstu daga.

Og ef til vill koma einhverjar raunverulegar uppljóstranir fram. En um það er eég ekki bjartsýnn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband