Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Friður á okkar tímum?

Það er óskandi að friðarumleitanir haldi áfram í Ukraínu og raunverulegur friður náist. Það er þó ekki rík ástæða til bjartsýni í þeim efnum.

Það að vopnahlé skuli ekki taka gildi strax, heldur þann 15. gefur ef til vill tóninn og gefur báðum stríðsaðilum möguleika á því að reyna að "bæta" stöðu sína, áður en til vopnahlés kemur.

Og enn er aðeins um vopnahlé að ræða, ekki frið.

Og alls óvíst að það muni halda frekar en fyrra samkomulag sem kennt er við Minsk.

En það er líka spurningin hvað mun gerast á meðan á vopnahléi stendur, nú eða ef friður næst.

Það eru að mínu mati engar líkur til þess að Ukraína verði ríki eins og við höfum þekkt undanfarin 25 ár eða svo.

Engar líkur eru á því að Ukraína endurheimti Krímskaga, og lang líklegasta niðurstaðan sé litið til lengri tíma, er að Ukraína missi "sneið" af austurhéruðum sínum.

Þegar upp verður staðið mun Putin og Rússland ná öllum sínum helstu markmiðum, og litast svo um eftir "næsta bita".

Ekki er ólíklegt að bæði "sjálfviljugar" og "ósjálfviljugar" þjóðernishreinsanir muni eiga sér stað á umdeildum svæðum, sem aftur verður svo notað til að réttlæta kröfur Rússlands.

Það sem stendur eftir, er sú staðreynd, að hvernig sem reynt er að tala í kringum hlutina, hafa vopn og stríð verið notað til að breyta landamærum í Evrópu.

Best að enda þetta með orðum frá Paul Ivan, fyrrverandi Rúmenskum erindreka, sem mér þykir komast mjög nálægt sannleikanum:

 

“Some EU member states just don’t care that much about Ukraine. There are countries with historical ties and good relations with Russia, and for some others they think they’re far away from Ukraine and they’re willing to compromise that country’s territorial integrity for their own economic interests.”

Paul Ivan, a former Romanian diplomat now with the European Policy Centre in Brussels.

 


mbl.is 5.486 hafa látist á tíu mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Money for nothing.... og ókeypis dót....

Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að vilja mikið fyrir lítið. Ég vil það til dæmis oftast nær þegar ég er að kaupa eitthvað. En ofter en ekki verð ég að sætt mig við það sem getust sanngjarnt.

Stundum eitthvað sem getur þó varla talist það.

Þegar "ósanngjörn" viðskipti eiga sér stað, er það oftar en ekki vegna þess að ríkisvaldið hefur vélað þar um.

En að "fá meira" og greiða minni skatta er eðlileg afleiðing af því hvernig stór hluti stjórnmálamanna talar.

Og afleiðing af þvi tali og og þeim loforðum, er sívaxandi skuldir opinberra aðila víða um lönd.

Það að "fá meira" er velt yfir á afkomendurna, börnin, barnabörnin, og líklega barnabarnabörnin, ef ekki kynslóðirnar á eftir þeim, því slíkar eru skuldirnar orðnar víða.

Og vitanlega munu þær kynslóðir vilja velta "boltanum" áfram, og færa skuldirnar þær kynslóðir sem þar á eftir koma.

Og svona gengur það. Og lausninar eru að taka frkari lán og prenta vænar upphæðir af peningum, því það er jú það sem öllum vantar.

Og í næstu kosningum verður boðið upp á meira "ókeypis" og lægri skatta.

 

 

 


mbl.is Íslendingar vilja mikið fyrir lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurobindið

Það hefur vakið all nokkra athygli hve "frjálslega" frammámenn Syriza klæðast. Þeir eru án háldsbindis og jafnvel í leðurjökkum.

Annað eins hefur ekki sést síðan varaþingmenn Vinstri grænna hrelldu þingheim á Íslandi án hálstaus.

Það var þó áður en nokkrum þeirra var boðin staða "landsstjóra" í Grikklandi.

EurotieEn bindisleysið mun hafa farið all nokkuð í taugarnar á ýmsum leiðandi aðilum Eurosvæðisins, ásamt reyndar ýmsu öðru í fari hinna nýju Grísku stjórnmálaleiðtoga.

Því mun það víst hafa komið til tals að færa þeim að gjöf hálsbindi, svona sem einskonar "velkomnir í hópinn gjöf".

Það er ekki að efa að Tsipras og Varoufakis myndu taka sig vel út með slíkt hálstau.

Hvort að litasamsetningin hentar Árna Páli, Össuri og Steingrími J, er varla nokkur spurning heldur.

 

 


Algerlega óskiljanlegt með tilliti til þess að einokunarsala ríkisins er enn við lýði

Eru það góðar fréttir eða slæmar fréttir að sala áfengis hafi aukist (með tilliti til allra breyta) um 5.5%?

Það fer sjálfsagt eftir því hvað sjónarhól einstaklingar velja sér.

Hvað skyldi valda aukningunni?

Er það aukið aðgengi að áfengi, eins og t.d. verslun ÁTVR á Kópaskeri, sem ef ég man rétt var ekki til staðar í janúar á síðasta ári?

Er það aukin fjöldi ferðamanna, sem eru á pöbbum og veitingastöðum sínkt og heilagt, hálf slompaðir?

Eða eru Íslendingar farnir að drekka meira?

Hvernig skyldi nú standa á því að áfengisneysla eykst, þrátt fyrir að einokunarsala ríkisins er enn við lýði?

Getur verið að einhver önnur lögmál en sölufyrirkomulagið séu þarna að verki?

 

 

 

 


mbl.is Sala áfengis jókst um 8,1% í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að semja við glæpamenn? Tvöfallt siðgæði? Óhefðbundin barátta?

Það er alveg rétt sem kemur fram í fréttinni, að það að kaupa hugsanlega þjófstolin gögn, af einstaklingi sem vill fá greitt "svart", hlýtur að vekja upp spurningar varðandi tvöfallt siðgæði og lagalegar hliðar.

Spurningin um hvort hægt sé að staðfesta gögnin og gera þau gildandi fyrir dómi, er að mínu mati einnig fullgild.

Það er því þarft að hið opinbera reyni að smíða einhvern lagaramma utan um gjörning sem þennan.

En það er ekkert nýtt að ákæruvald semji við "glæpamenn" og þeir fái vægari refsingu, eða hana niðurfellda fyrir upplýsingar um glæpi sem hafa verið framdir.

Jafnframt er ekki óalgengt að þeir sem játi afbrot sín greiðlega, svo ekki sé talað um þá sem játa að fyrrabragði, njóti þess við ákvörðun refsingar.

Þess vegna er gott að hugmyndir um slíkt skuli vera komnar fram í skattamálum.

En það er ekkert óeðlilegra að eiga "óhefðbundið samstarf" í skattamálum en hvað varðar önnur lögbrot.

P.S. Ég hef stundum grínast með það að þeir sem ástundi "skattaundanskot", séu einfaldlega "aðgerðasinnar í skattamálum". En einhverra hluta hefur það yfirleitt ekki hlotið góðan hljómgrunn.

 

 

 


mbl.is Tvöfalt siðgæði skattyfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt heilbrigðiskerfi það 7. besta í Evrópu?

All nokkur umræða hefur farið fram um gæði Íslenska heilbrigðiskerfisins undanfarin misseri. Hún hefur í all nokkrum mæli náð inn á þess blogsíðu, og hefur eins og í mörgu öðru sitt sýnst hverjum.

En ég hef verið þeirrar skoðunar að Íslenskt heilbrigðiskerfi sé gott. Langt í frá gallalaust en gott. Ég hef oft vitnað í skýrslur Health Consumer Powerhouse máli mínu til stuðnings. Ég held að það sé á engan hallað þegar sagt er að það sé með virtustu fyrirtækjum á sínu sviði.

Það kom svo fram í umræðunni hér á síðunni að nú væri komin ný skýrsla frá stofnuninni, fyrir árið 2014 (sem ég hafði einhverra hluta ekki tekið eftir).

Í stuttu máli, þá staðfestir nýjasta skýrslan mjög góða stöðu Íslenska heilbrigðiskerfisins, en sýnir varúðarmerki, því það lætur ofurlítið undan.

Ísland var í 3ja sæti í Evrópu í skýrslunni 2013, en er nú í því 7.

Það er vissulega ekkert til að kætast yfir, en sé litið til þess að á þessum slóðum, munar ekki það miklu á stigagjöf landanna, sem og hvaða lönd það eru sem hafa sigið fram úr Íslandi, þá er ekki hægt annað en að vera nokkuð ánæðgur með stöðu Íslenska kerfisins.

Árið 2013, var Ísland í 3ja sæti, á eftir Hollendingum og Dönum. Nú hafa Noregur, Sviss, Finnland og Belgía náð fleiri stigum en Ísland og er röðin þessi:

Holland, Sviss, Noregur, Finnland, Danmörk, Belgía, Ísland. Næst koma svo Luxemborg og Þýskaland og Austurríki í því tíunda.

Danir, eins og Íslendingar síga niður listann, niður um 3. sæti.

Það er ekki hægt annað en að segja að Norðurlöndin komi all vel út, með 3.,4.,5., og 7. sætið.

En staða Íslenska heilbrigðiskerfisins er samkvæmt þessari skýrslu all góð. Vissulega er aldrei gott að síga niður lista eins og þennan, og ástæða til að gefa því gaum, en það þarf ekki nema að skoða nöfn þeirra landa sem raða sér beggja vegna Íslands, til að gera sér grein fyrir því að Íslenskt heilbrigðiskerfi er all gott.

Auðvitað er skýrsla sem þessi aldrei "hinn endanlegi stóri sannleikur", og það á ekki að lesa hana sem slíka.

Ég er ekki búinn að lesa hana alla, en hef verið að glugga í hana, hvet alla sem áhuga hafa á heilbrigðismálum að notfæra sér skýrsluna, sem má hlaða niður án endurgjalds.

 

 

 

 


Það hriktir í "Sambandinu"

Það hriktir í Evrópusambandinu, aðallega vegna Eurosvæðisins, en einnig vegna stríðsins í Ukraínu.  Og með óbeinum hætti tengist þetta tvennt.

Enginn vill gefa eftir skuldir Grikkja, enginn vill að Grikkir hverfi af Eurosvæðinu og enginn vill að Grikkir leiti til Rússa eða Kínverja um fjárhagsaðstoð.

En enginn vill gefa eftir.

Euroríkin eru nokkuð kokhraust og telja sig ráða við að Grikkland hverfi úr myntsamstarfinu. En ávöxtunarkrafa á skuldabréf þeirra ríkja sem talin eru í mestri hættu, er þegar tekin að stíga.

Það er ekki gott að segja hver verður niðurstaðan hvað varðar Grikki, en "störukeppnin" er í fullum gangi.

Það kann jafnvel að fara svo að Bandaríkin myndu reyna að liðka um fyrir Grikkjum, því þau kæra sig ekki um að Grikkland, sem NATO ríki fari að halla sér að Rússum eða Kínverjum.

Það er þó erfitt að sjá slíka aðstoð eiga sér stað, nema að fullu sé "sprungið" á milli Grikkja og Eurosvæðisins.

En "Rússa og Kína útspil" Grikkja kemur líklega mörgum á óvart, ekki síst þegar Kýpur tilkynnir á svipuðum tíma um aukningu í umsvifum Rússa á eynni.

Það hriktir því í "Sambandinu" hér og þar.

Samstaða um hvernig eigi að snúa sér gegn Rússum minnkar óðfluga á sama tíma og ástandið í Ukraínu verður æ erfiðara.

 

 

 

 

 


mbl.is Eitt feilspor gæti leitt til ógæfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki best að kaupa þetta í 3. 50 milljóna knippum?

Að sjálfsögðu eru 150 milljónir dágóður peningur, en ég get ekki séð annað en það það gæti verið vel þess virði að kuapa þessar upplýsingar.

Það væri gott að kaupa þeta í þremur 50 milljóna knippum. Þá gefst tími til að rannsaka gögnin aðeins áður en til frekari fjárfestinga kemur.

En auðvitað veit engin hvað raunverulega kemur út úr þessu.

En það eitt að yfirvöld sýni að þau séu reiðubuín til að kaupa upplýsingar með þessum hætti, getur  verið sterk forvörn.

En að sjálfsögðu hvetur þetta einnig til "vandaðri" vinnubragða af hálfu þeirra sem "spila í hinu liðinu".

 


mbl.is Gögnin kosta 150 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslunarrekstur ríkisins

Það hefur lengi verið deilt um sölu áfengis á Íslandi, og reyndar mikið víðar. Lengst gengu hömlur á sölu áfengis, snemma á síðustu öld, þegar sala þess var alfarið bönnuð.

Svo komu brestir í bannið hægt og rólega, sá síðasti líklega 1989, þegar loksins mátti kaupa bjór á Íslandi, án þess að hafa farið erlendis.

Það sem stendur þó eftir, er að enginn má selja áfengi til einskaklinga í verlsunum nema hið opinbera.

Stöðum sem selja áfengi hefur þó fjölgað gríðalega undanfarið, bæði verslunum hins opinbera og ekki síður veitingastöðum af alls kyns toga sem selja áfengi.

Hvergi í nágrannalöndunum eru slíkar hömlur á sölu áfengis í hefðbundnum verslunum, nema á Íslandi og ef til vill Færeyjum (ég veit ekki hvert fyrirkomulagið er á Grænlandi).

Alls staðar annars staðar er leyft að selja bjór í matvöruverslunum. Styrkleikinn er þó mismunandi, og ég held að hann sé lægstur í Svíþjóð, 3.5%.

En það er alltaf spurningin hvar á að draga mörkin?

Eru Íslendingar reiðurbúnir til að flytja áfengisverslun alfarið úr höndum ríkisins og kveðja þannig ríkisrekstur í verslun?

Eins og eðlilegt er, hafa komið fjöldinn allur af rökum, bæði með og á móti.

Persónulega finnst mér þau öll frekar léttvæg, nema sjónarmiðið um svokallaða lýðheilsu.

En þau verða þó nokkuð léttvæg í mínum huga, þegar litið er til þess að ÁTVR hefur talið sér það til tekna, og margir hrósað því fyrir hve aðgengi hefur batnað og áfengisverslunum og þar með þjónusta hefur fjölgað og aukist.

Það er samt engin ástæða til rjúka til, sjálfsagt að gefa sér tíma til ákvörðunar og jafnframt hvort að ástæða er til að taka minni skref í einu?

Meta svo framhaldið eftir 5, eða 10 ár?

Byrja til dæmis á bjór og léttvínum?

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að rétt sé að stíga skrefið til fulls, en ég get alveg skilið að ýmsum finnist skrefið stórt.

En ég get ekki séð að ríkið eigi erindi í smásöluverslun.

 

 

 

 

 


mbl.is Verslun ekki hlutverk ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlega klofin afstaða afhjúpar djúpstæða löngun til að stand í samningaviðræðum

Þær eru margar skoðanakannanirnar sem hafa sýnt afstöðu Íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu, til eurosins, til samningaviðræðna o.s.frv.

Svo gott sem allar skoðanakannanir sýna að Íslendingar (það er að segja meirihluti þeirra) vill ekki ganga í Evrópusambandið.

Að sama skapi sýna flestir skoðanakannanir að meirihluti þeirra (líklega ekki alveg sami meirihluti) vill ekkert frekar en að standa í aðildarviðræðum við það sama Evrópusamband.

Það sama kemur í ljós í þessari könnun á meðal aðildarfyrirtækja í Félagi atvinnurekenda.

Minnihluti þeirra vill ganga í "Sambandið", minnihluti þeirra vill taka upp euro, en meirihluti þeirra vill standa í aðildarviðræðum.

Þó er ljóst að engin aðild er án euroupptöku.

En það er engu líkara en að allir séu að bíða eftir einhverju óútskýrðu kraftaverki, sem eigi að nást í aðildarviðræðum. Að töfralausnin finnist.

Að Árni Páll, Össur og Steingrímur J. stígi fram og tilkynni þjóðinni að samninganefndin hafi komið heim með "glæsilega niðurstöðu".

Eða er einfaldlega svona gaman að standa í viðræðum?

Ég hef sagt það hér áður, ég held að það sé algerlega nauðsynlegt að "opna" aðildarviðræðurnar.

Segja almenningi frá því hvað hefur gerst hingað til. Hver eru samningsmarkmið Íslands.  Hvað hefur "áunnist" hingað til? Hvað hefur "tapast"?

Hvers vegna neitaði Evrópuusambandið að afhenda rýniskýrslu í sjávarútvegi? Ef til vill geta fjölmiðlar leitað svara hjá Evrópu(sambands)stofu eða sendiráði þess um það efni?

Hugsanlegt væri að utanríkismálnefnd hefði fund, þar sem þeir sem stóðu í viðræðunum myndu sitja fyrir svörum.

Rétt væri að birta allar fundargerðir úr aðildarviðræðunum og reyna að greina hverju þær höfðu skilað.

En eins og staðan er nú, er best og heiðarlegast að draga umsóknina til baka.

Ef halda á þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað atriði, ætti það að vera spurningin: Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið?

Mitt svar, er sem fyrr:  Nei.

 

P.S. Hópur "Sambandssinna" fær svo á sig enn frekara yfirbragð "sértrúarhóps", þegar þeirra helsti predikari, er farinn að hóta eldi og brennisteini.

 


mbl.is Færri fyrirtæki vilja taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband